Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983 Verðlagsráö heimilar 25% hækkun á fargjöld- um Landleiða og SVK VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gærdag, ad heimila 8,7% hækk- un á aðgöngumiðum kvikmyndahúsa, þannig að þeir hækka úr 46 krónum í 50 krónur frá og með deginum í dag. Þá samþykkti Verðlagsráð, að heimila 25% hækkun á fargjöld- um Strætisvagna Kópavogs og Landleiða. Fargjöld fullorðinna með SVK hækka því úr 8 krónum í 10 krónur og fargjöld með Land- leiðum milli Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar hækka úr 22 krónum í 27,50 krónur. Þá varð Verðlagsráð við erindi borgarstjóra um 25% hækkun á aðgöngumiðum sundstaða. Að- göngumiði fullorðinna kostaði 12 krónur og fer í 15 krónur. Loks samþykkti Verðlagsráð, að heimila 20% hækkun á vöruaf- greiðslugjöldum skipafélaga. Aukafundur í borgarstjórn í dag: Keldnamálið til afgreiðslu AUKAFUNDUR verður haldinn í borgarstjórn Reykjavíkur í dag, fimmtu- dag, en meginefni fundarins verður afgreiðsla samkomulags borgarstjóra og menntamálaráðherra um Keldur og Keldnaholt. Fundurinn varður haldinn í fundarsal borgarstjórnar í Skúlatúni 2. Auk Keldnamálsins svokallaða koma til sérstakrar afgreiðslu í verður á fundinum m.a. fjallað um kaup á skíðalyftu til uppsetningar í Bláfjöllum, en borgarráð sam- þykkti á þriðjudag að kaupa lyftu af Doppelmeyer-gerð. Ágreiningur varð um málið, þannig að það mun borgarstjórn. Ástæða þessa aukafundar er sú, að á síðasta borgarstjórnarfundi óskuðu fulltrúar minnihlutans eftir frestun málsins og var orðið við þeirri ósk. Akureyri: Skólahaldi frest- að vegna illviðris Akureyri, 9. febrúar. RETT fyrir hádegi í dag skall á norðan stórviðri með hríð á Akureyri og stóð veðrið fram eftir degi. Létti síðan til undir kvöld. Svo mikil var veðurhæðin á hádegi að skólahald í bænum var fellt niður. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Akureyri klukkan 18.00, höfðu orðið 16 árekstrar í bænum. Engin slys urðu á fólki og enginn ákrekstranna var það sem lögreglan kallar stórárekstur. Fljúgandi hálka var á götum á þessum tíma og blindhríð. Eigna- tjón var töluvert. — G. Berg Innbrotin í Bflaleigu Akureyrar: Ekkert nýtt komið fram Akureyri, 9. febrúar. „ÞVÍ miður hefur ekkert nýtt komið fram í sambandi við rannsókn á inn- brotinu og sögusagnir, sem eru á kreiki í bænum varðandi þetta mál eiga ekki við neitt að styðjast," sagði Daníel Snorrason, rannsóknarlögr- eglumaður á Akureyri er Mbl. hafði samband við hann í gærdag og spurðist fyrir um rannsókn á inn- brotunum í Kílaleigu Akureyrar, sem framin voru á síðasta ári. „Engar nýjar yfirheyrslur hafa átt sér stað og þaðan af síður að nokkur hafi verið handtekinn. Við hörmum því þær sögusagnir, sem komizt hafa á kreik og viljum gera allt-til að kveða þær niður," sagði Daníel Snorrason ennfremur. — G. Berg Jarðvegsathuganir hófust á væntanlegu byggingarsvæði borgarinnar við norðanveröan Grafarvog í gær og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Ljósm. Mbi. rax. Deiliskipulag af hluta Grafarvogssvæðis kynnt í borgarráði: Tæplega 400 lóðir verða byggingarhæfar í haust DEILISKIPULAG að hluta af fyrsta áfanga byggingarsvæðisins við Grafar- vog var lagt fram í borgarráði í gær, en stefnt er að því aö það svæði verði byggingarhæft á þessu ári. Deiliskipulagið var samþykkt í aðalatriðum á fundi skipulagsnefndar á mánudag, en í bókun þeirri sem þar var samþykkt segir, að skipulagsnefnd samþykki í meginatriðum gatnakerfi tillögunnar, staðsetningu stofnana og deiliskipulag íbúðabyggðar austan svokallaðs miðsvæðis og neðan aðalsafnbrautar. Tillöguna samþykktu þrír sjálfstæð- ismenn en fulltrúar Alþýðubandalags og Kvennaframboðs greiddu atkvæði gegn henni. Þórður Þ. Þorbjarnarson borg- arverkfræðingur sagði i samtali við Mbl. í gær, að áætlað væri að á því svæði sem deiliskipulagt hefur verið, verði um 250 einbýlishúsa- lóðir byggingarhæfar síðla í haust, auk 90 raðhúsalóða og 50 íbúða í fjölbýli. Svæði það sem hér um ræðir er austur af væntanleg- um verslunar- og þjónustukjarna í Grafarvogsbyggðinni og nær til marka byggðarsvæðisins við land Keidna. I bókun frá borgarverkfræðingi, sem lögð var fram á fundi skipu- lagsnefndar, segir m.a. að nettó ávinningur samkomulags borgar- stjóra og menntamálaráðherra um landsvæðið við Keldur, sem skrifað var undir nýlega, sé 49,4 hektarar, ef miðað er við aðalskipulag austursvæða 1981—1998. Segir borgarverk- fræðingur í bókuninni, að hann telji að samkomulagið sé borginni hagstætt og fullt tillit hafi verið Borgin afhendir Skógræktinni land til skógræktar í Sogamýri: „Einstæð ráðstöfun af hálfu íslensks sveitarfélags“ - segir Sigurður Blöndal skógræktarstjóri. SKÓGR/EKT ríkisins sendi borg- aryfirvöldum bréf þar sem lýst er þakklæti vegna ákvörðunar borg- arinnar um að afhenda Skógrækt- inni svæði í Sogamýri til ráöstöfun- ar. Segir í bréfinu að þetta sé ein- stæð ráðstöfun íslensks sveitarfé- lags. Bréfið var kynnt á fundi í borgarráði á þriðjudag. Undir bréfið ritar Sigurður Blöndal skógræktarstjóri, en bréf- ið er svohljóðandi: Heiðrað bréf yðar, dagsett 26. janúar 1983, hefi ég meðtekið, þar sem þér skýrið mér frá sam- þykkt borgarráðs frá 10. des- ember 1982 um svæði til skóg- ræktar í Sogamýri Skógrækt ríkisins til afnota. Ég bið yður að færa borgar- ráði og umhverfismálaráði hug- heilar þakkir Skógræktar ríkis- ins fyrir þessa höfðinglegu ráðstöfun. Ég leyfi mér að túlka hana sem enn eina sönnun fyrir þeim áhuga og skilningi, sem borgaryfirvöld í Reykjavík hafa lengi sýnt trjá- og skógrækt í borgarlandinu. Jafnframt læt ég ekki hjá líða að skýra yður frá því, að þessi ráðstöfun er ein- stæð af hálfu íslensks sveitarfé- lags sem vináttu- og virðingar- vottur í garð Skógræktar ríkis- ins. Ég vona, að stofnunin reynist þess megnug að sýna þakklæti sitt í því verki, sem innt verður af hendi til þess að prýða höfuð- borgina á þessu áhugaverða svæði. tekið til sjónarmiða og þarfa beggja málsaðila. Lagði hann til að samkomulagið yrði staðfest af borgarstjórn. Við samanburð á aðalskipulagi austursvæða 1981—1998 og sam- komulaginu um landsvæðið við Keldur, segir borgarverkfræðing- ur í bókuninni, að lesa megi eftir- farandi staðreyndir: 1. íbúðasvæði hafi stækkað um 28,5 ha og sé sú stækkun á kostnað svæða til opinberra þarfa (Keldna og Keldnaholts). 2. Græn svæði vest- an og norðan Keldna eru sam- kvæmt samkomulaginu 24,7 ha. 3. Græn svæði vestan og norðan Keldna voru skv. aðalskipulaginu 1981-1998 3,8 ha. Nýjasta plata Mezzoforte: Selst vel í Bretlandi — sölusamningur að nást við aðila í Evrópulöndum NÝJASTA platan með Mezzoforte hefur selst í hátt í 10.000 eintökum í Bretlandi og hefur dótturfyrirtæki Steina hf. í Bretlandi gert sölusamninga við fjölmarga aðila í Evrópu um plötuna, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Steinari Berg, framkvæmdastjóra Steina hf. Steinar er nýlega kominn frá Cannes í Frakklandi, en þar er ár- lega haldin ráðstefna framleiðenda í hljómplötuiðnaðinum. Sagði hann að undirtektir, bæði í Bretlandi pg í Cannes, hefðu verið mjög góðar og hefði sala í Bretlandi farið vaxandi dag frá degi. Sagði hann að þetta væri í fyrsta skipti sem gengið hefði verið frá sölusamningum um ís- lenska plötu og fengnar peninga- greiðslur fyrir. Steinar Berg sagði að mesta áherslan hefði verið lögð á plötu Mezzoforte á ráðstefnunni í Cannes og hefðu verið gerðir samningar við mörg Evrópulönd um sölu á plöt- unni. Sagði hann að innan tveggja mánaða yrði plata Mezzoforte komin út í svo til öllum Evrópulöndum og víðar, t.d. í Suður-Afríku. Athugasemd frá Stein- dóri Gunnarssyni MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd til birt- ingar: Oska eftir að koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri við Morgunblaðið vegna fréttar um lausn úr gæsluvarðhaldi, er birtist í dag, 9. febrúar 1983. 1. Tilefni gæsluvarðhaldsins voru sakargiftir á hendur mér, sem síðar reyndust ekki á rökum reistar. 2. Við yfirheyrslurnar hélt ég ávallt fram sakleysi mínu og hefi ekki játað á mig neina sök. 3. Kæra á hendur mér um meintan fjárdrátt hefur verið dregin til baka. 4. Þeir menn, sem unnu að rannsókn málsins, komu vel fram við mig og lögðu kapp á að upplýsa málið sem best. Ég held að þeir hafi að lykt- um áttað sig á því að með því að beina athyglinni að mér voru þeir að leita langt yfir skammt. Steindór Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.