Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 41. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Enn átök unglinga og lögreglu í Nörrebro: Lögreglumaður slasaðist illa Kaupmannahöfn, 18. febrúar. AP. LÖGREGLUMAÐUR kjálkabrotn- aði í nótt þegar múrsteini var kast- að að honum þegar til átaka kom á ný á milli lögreglu og ungs fólks, sem reyndi að yfírtaka auða bygg- ingu í Nörrebro-hverfínu. Átökin upphófust seint í gær- kvöldi þegar 100 óeirðalögreglu- menn ráku hóp unglinga úr húsi, sem þeir höfðu tekið sér bólfestu í. Að þessu sinni var húsið ekki með öllu autt því nokkrir ein- staklingar höfðu þar búsetu. Neit- uðu unglingarnir að yfirgefa það þrátt fyrir beiðni íbúanna, sem kölluðu á hjálp lögreglu þegar sýnt þótti, að hópnum yrði ekki hnikað til. Færðust átökin út á nærliggj- andi götur í nótt og hlutu nokkrir ungiinganna talsverð meiðsl í lát- unum. Sumir voru vart meira en 12 ára gamlir. Yfir 20 voru hand- teknir. Sjónarvottar segja, að unglingarnir hafi brotið meira en 100 rúður í bönkum og verslunum á Nörrebrogade og ennfremur að tveir lögreglubílar hafi verið stór- skemmdir. I>ögreglumenn leiða hér unglinga brott f kjölfar átaka í Nörrebro-hverf- inu. Talsmaður BNOC sagði á hinn bóginn, að með þessari tillögu væri BNOC ekki að reyna að koma af stað verðhruni, hvað þá heldur að ögra keppinautum sínum á markaðnum. Bandarísk olíufélög hefðu nú þegar lækkað verðið niður í 30 dollara tunnuna og með þessari tillögu væri aðeins verið að endurspegla markaðsástandið í dag. Olíumálaráðherra Kuwait var- aði Breta við í dag og sagðist vita til þess, að a.m.k. tvö olíuútflutn- ingsríki innan OPEC hygðu á und- irboð. Sagði ráðherrann, að hann hefði haft spurnir af því að þessar tvær þjóðir hefðu þegar hafið samningaviðræður í þessum efn- um, en nefndi ekki hverjar þær væru. „Þessi hættulega ákvörðun hef- ur það í för með sér, að þessar tvær þjóðir hafa svipt sig öllum Efnt til mótmæla á ný í Póllandi \ arsjá. 18. febrúar. AP. MILLI eitt og tvö þúsund ungmenni efndu til mótmælagöngu í Kraká í dag, eftir að hafa sótt guðsþjónustu. Gangan var til að minnast þess, að í dag voru tvö ár liðin frá því hin óháðu stúdentasamtök landsins voru formlega bönnuð í landinu. Þetta er þriðja mótmælagangan á einni viku í Póllandi eftir að allt hafði verið með kvrrum kjörum í landinu í þrjá mánuði. Eftir guðsþjónustuna gengu stúdentarnir í breiðfylkingu niður í gamla borgarhlutann í Kraká og hrópuðu ókvæðisorð í garð stjórn- valda. Flestir úr hópnum héldu til síns heima eftir nokkurra mín- útna göngu, en um 600 manns héldu göngunni áfram og dreifð- ust um hin ýmsu borgarhverfi. Lögregla var kvödd á vettvang til þess að tvístra hópnum. Ekki kom til alvarlegra árekstra. Lögregla beitti kylfum og tára- gasi á sunnudag til þess að hrekja Khadafy með liðsöfnuð ^ Kairó, 18. febrúar. AP. ÚTVARPIÐ í Súdan birti í kvöld frétt þar sem sagði, að stjórnvöld landsins hefðu þungar áhyggjur vegna liðssafnaðar Líbýumanna við landamæri ríkjanna. Sagði í fréttinni, að Líbýu- menn hefðu komið fyrir mikl- um herafla, auk fjölda orrustu- flugvéla og annars vopnabún- aðar, við landamæri Chad og Súdan. Þá bárust í kvöld fregn- ir af liðsflutningum Egypta til suðurhluta landsins til að vera við öllu búnir ef Líbýumenn ætluðu sér að ráðast til atlögu. í framhaldi af þessari frétt var frá því skýrt, að leyniþjón- usta landsins hefði komið upp um undirróðursflokk, sem starfaði eftir fyrirmælum frá Khadafy, leiðtoga Líbýu- manna. á brott hóp tæplega 2.000 mót- mælenda í miðborg Varsjár. Tals- maður stjórnarinnar neitaði því á hinn bóginn í viðtali við frétta- menn, að valdi hefði verið beitt. Hann staðfesti hins vegar, að efnt hefði verið til friðsamlegra mót- mæla. Pólsk yfirvöld leita nú dyrum og dyngjum að einum stjórnenda útvarpsstöðvar Samstöðu. Dómar voru í gær kveðnir upp yfir einum yfirmanna stöðvarinnar og átta samstarfsmönnum hans. Voru dómarnir almennt fremur vægir. Hafa yfirvöld lýst yfir ánægju sinni með árangurinn af aðgerð- um sínum gegn þeim meðlimum Samstöðu, sem hafast við í felum. Mynd smellt af hennar hátign Símamynd AP. Elísabet II Bretadrottning er nú á ferðalagi um Mið-Ameríku. Mynd þessi var tekin í gær á Cayman-eyj- um er skólabörn fögnuðu komu hennar. Eins og sjá má notuðu sum barnanna tækifærið til að smella mynd af hennar hátign, enda hreint ekki á hverjum degi sem drottningin kemur í heimsókn. Bráðabirgðasamkomulag tókst íyrir tilstilli Philip Habib: Brottflutningur erlendra herja hefet í byrjun mars Beirút, 18. febrúar. AP. VIDRÆÐUFliLLTRÚAR ísraela og I.íbana náðu í dag fyrir tilstilli Philip Habib, sérlegs sendifulltrúa Bandaríkjamanna í Miðausturlödnum, bráðabirgðasamkomulagi um fyrsta hluta brottflutnings erlends herliðs frá Líbanon. Samkvæmt samkomulaginu I Heimildir innan líbönsku ríkis- munu fyrstu hermennirnir yfir- stjórnarinnar hermdu í dag, að gefa Líbanon í byrjun mars. | fyrstu ísraelsku hermennirnir Verðstríð og undirboð af- leiðing verðlækkunar BNOC? Lundúnum, 18. febrúar. AP. OLÍUSÉRFRÆÐINGAR líta nú margir hverjir svo á, að breska ríkis- olíufélagið, BNOC, hafí stigið fyrsta skrefið í væntanlegu olíuverðstríði með tilkynningu sinni um 3 dollara verðlækkun á hverri tunnu í dag. Verð á hverri tunnu er nú komið niður í 30,50 dollara. Telja sérfræð- ingarnir, að þess verði ekki langt að bíða að verð á olíu lækki niður í 25 dollara. rétti til samningaviðræðna við önnur aðildarríki innan OPEC um 34 dollara grunnverð samtak- anna,“ sagði ráðherrann. Athyglin beinist einkum að fjórum þjóðum innan OPEC; Níg- eríu, fran, Alsír og Líbýu. Þá bár- ust fregnir frá Qatar þess efnis, að viðræður hefðu þegar hafist á milli OPEC-ríkjanna við Persa- flóa um sameiginlega verðlækkun á hráolíu. Síðar í dag barst frétt frá norska ríkisolíufélaginu, Statoil, um að það hygðist fara að dæmi BNOC og lækka olíuverð um 3—3,50 dollara á næstunni, eftir því hvort olían væri seld beint um borð í tankskip eða siglt með hana til kaupandans. myndu færa sig frá miðhálendinu niður að ströndinni í nágrenni Beirút. Á sama tíma myndu her- menn Palestínumanna og Sýrlend- inga færa sig um set frá fjöllunum niður í Bekaa-dalinn í austurhluta landsins. Aðstoðarmaður Habib, Morris Draper, fór í sérlega sendiferð í gærkvöldi til Beirút til þess að skýra þarlendum ráðamönnum frá hugmyndum Habib. Gemayel, for- seti, gaf þá samþykki sitt fyrir hönd Líbana að því gefnu, að fyrsti hluti brottflutningsins væri hluti stærri áætlunar um brott- flutning alls ísraelsks herliðs frá landinu. Alls munu nú vera um 60.000 ísraelskir hermenn í Líban- on. Habib hyggur á för til Sýrlands í næstu viku til þess að tryggja samþykki forsetans, Hafez Assad, fyrir brottflutningi herliðs þeirra frá Líbanon. Þá er talið, að full- trúar Líbanonstjórnar fari á sama tíma til herstöðva Arababanda- lagsins í Túnis til þess að eiga samningaviðræður við ráðamenn PLO um brottflutning þeirra her- liðs. V-Þýskaland: Sovéskur njósn- ari handtekinn Karlsruhe, Vestur-Þýskalandi. 18. Tebrúar. AP. VESTUR-ÞÝSKA innanríkisráóu- nevtið skýrði frá því í dag, að sóv- éskur viðskiptafulltrúi hefði verið handtekinn og sakaður um njósnir. Um leið og þetta var tilkynnt var sú fregn þýskra blaða, að Rússinn væri aðeins einn hlekkur í viðtækri njósnakeðju, borin til baka. Ráðuneytið vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um mál þetta. Verði fulltrúinn sekur fundinn á hann yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsisdóm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.