Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNf 1983 39 María Kristjáns- dóttir - Minning Fædd 24. desember 1897 Dáin 4. júní 1983 María Kristjánsdóttir fæddist 24. desember 1897 í Grísatungu í Stafholtstungum. Þar ólst hún upp að mestu. Foreldrar hennar voru Þuríður Helgadóttir og Kristján Kristjánsson. Ég man ekki þegar María kom til foreldra minna í Hlöðutún, þá innan við fermingu. En elsta syst- ir mín, Anna, man það vel — og það sem hér er sagt frá þeim árum eru hennar orð. Eg man hana þó frá síðari hluta þess tímabils sem hún dvaldi í Hlöðutúni því þar var hún í mörg ár. Á seinni árum hitti ég hana við og við. í Grísatungu var ekki mikill auður í garði og ekki mun alltaf hafa verið mikil björg í búi, eins og títt var á þeim árum. En hús- freyjan, Þuríður, var snillingur í allri meðferð á því, sem hún hafði undir höndum, enda urðu öll börn- in, tólf að tölu, hraust og heilbrigð og náðu fullum þroska, hvert öðru mannvænlegra. Það sem einkenndi Maríu alla tíð var það, að hún var fríð og fönguleg og skaplyndið með ein- dæmum gott. Aldrei virtist hún öðruvísi en í góðu skapi, alltaf glöð og góð innan um allt þetta krakka- stóð, fyrst heima hjá henni og svo hjá okkur, við vorum sjö talsins. Til hinstu stundar brást þetta skaplyndi aldrei þó ævi hennar væri oft erfið og alltaf gat hún skemmt sér innilega ef tækifæri gafst. í skóla var hún ekki nema í barnaskóla hjá föður okkar, en hún hafði mjög gaman af að lesa og las alla tíð mikið af skáldsögum og lifði þá alveg með sögupersón- unum. I gamla daga hjá okkur fengu stúlkurnar oft lánaðar sögu- bækur hingað og þangað og töluðu þá mikið um efni bókanna á dag- inn þegar verið var að vinna verk sem voru hentug til samræðna, svo sem lú garð, kljúfa tað og svo við þvottabalann. Á vetrarkvöldum var alltaf lesið upphátt. íslendingasögur og fleira sem til var á heimilinu og annað sem til náðist, svo og Lestrarfé- lagsbækurnar, sem sendar voru bæ frá bæ og voru mikill gleði- gjafi. Þá var María hrifin — næst- um ástfangin — af sumum forn- köppunum og öðrum söguhetjum, eins og til dæmis þegar Sögur herlæknisins voru lesnar, þá sagði María einn daginn upp úr eins manns hljóði: „Ó, hann Bertel- skjöld." Var þá að hugsa um sögu- efnið frá kvöldinu áður. Við stöndum í mikilli þakkar- skuld við hana, hún var okkur góð barnfóstra og góður félagi. En við uxum úr grasi og hún fór frá okkur, þá í vist, sem svo var kallað, til Reykjavíkur. Þá var kaupið við slík störf svo lágt að hún þurfti að fara í kaupavinnu á sumrin til að geta klætt sig. Var hún meðal annars í kaupavinnu hjá séra Einari Pálssyni í Reyk- holti í Borgarfirði og á fleiri góð- um bæjum. María giftist aldrei, en hún eignaðist yndislegan dreng, sem húsbændur hennar, Ingibjörg og Sigurður Þorsteinsson, húsa- smíðameistari, Þingholtsstræti 7 hér í borg, tóku í fóstur. Hún vann þó áfram á heimilinu og gat þvi alltaf verið nálægt drengnum sín- um. Þá var erfitt að vera einstæð móðir. — Og lífið er einatt óvægið. Drengurinn litli dó aðeins fjög- urra ára gamall. Síðan vann María hér í Reykja- vík við ýmis störf, ekki ætíð þau léttustu. Síðustu æviárin dvaldist María á Dvalarheimili aldraðra við Dalbraut. Þar undi hún hag sínum vel. Fyrir nokkrum vikum veiktist hún og þurfti aö ganga undir upp- skurð í Landspítalanum. Þar var vel hugsað um hana og allt gert fyrir hana sem hægt var. En fljótt varð ljóst að hún myndi ekki eiga afturkvæmt í notalega herbergið sitt á Dalbrautinni. Það smá dró af henni uns yfir lauk. Aldrei kvartaði hún um eitt né neitt. Hún var vön að hjálpa sér sjálf hávaða- laust. Að venju tók hún því sem koma átti með sama umburðar- lyndi og jafnaðargeði eins og hún Eva Maria Jóns- dóttir - Minning hafði gert gegnum tíðina. Ferðin allra var farin. Ég leyfi mér fyrir hennar hönd að kveðja samferðafólkið á Dal- brautinni og þá sem önnuðust hana á Landspítalanum með eftir- farandi orðum Hallgríms Péturs- sonar: Kveð ég í Gudi góóan lýó, gleóilegar |>eim nætur býó, þakkandi öllum þeirra styrk þjónustu, hjálp og ka rlt iksvt rk. Systkinum hennar sendum við samúðarkveðj ur. Ragnheiður Brynjólfsdóttir Stórbruni í Indlandi Nýju DELHÍ, Indlandi, júní. AP. ELDUR, sem logsuðumenn hrundu óvart af stað, læsti sig upp um efri hæðir fjórtán hæða stórhýsis f Nýju Delhí í dag með þeim afleiðingum að þrjú hundruð manns lokuðust inni tímum saman og að minnsta kosti einn brunaliðsmaður lét lífið. Að sögn lögreglu átti eldurinn upptök sín í miðri byggingunni þar sem logsuðumenn voru að vinnu og mun neisti hafa komist í olíu. Þeir, sem í byggingunni voru, munu allir hafa flúið út á svalir byggingarinnar eftir að eldur og reykur fylltu neyðarútganga. Mun öllu fólkinu hafa verið bjargað, ef frá er talinn áðurnefndur björg- unarmaður og einn annar, sem ekki er enn vitað um. Fædd 15. september 1977 Dáin 8. júní 1983 Eva María varð aðeins fimm ára gömul þegar hún var kölluð héðan. Þessi litla stúlka var samt búin að reyna erfiðleika lífsins. Hún virt- ist því vera miklu eldri en hún var. Með þolinmæði sem einkenndi lundarfar hennar barðist hún við sjúkdóminn af mikilli hreysti, sem yfirbugaði hana þó að lokum. For- eldrar hennar, Hafdís Héðins- dóttir og Jón Þór Þórólfsson, stóðu styrk við hlið hennar og þreyttust ekki á að uppörva hana og gera henni þessar erfiðu stundir létt- bærar. Við stöndum öll svo ráða- laus frammi fyrir slíkum vágesti og það er þungbært fyrir foreldra að horfa upp á litla barnið sitt verða að líða án þess að geta hjálpað því. Nú hefur Eva María fengið hvíldina og er það huggun eftir allt þetta stríð. Eva María var fallegt og efni- legt barn, sem sýndi sig í því þakklæti sem hún átti alltaf til fyrir allt það sem fyrir hana var gert. Við munum seint gleyma stóru, saklausu, spurulu augunum hennar og háttvisri framkomu þótt hún væri aðeins barn. Þessar minningar um yndislegt barn munu verða huggun foreldr- um, systur, öfum og ömmum og öðrum ættingjum og vinum gegn harmi. Ég veit að foreldrar hennar hugsa með innilegu þakklæti til alls þess starfsfólks á barnadeild Landspítalans, sem af hjartahlýju og alúð önnuðust hana í því þunga veikindastríði sem hún mátti ganga í gegnum. Fyrir hönd fjölskyldu minnar sendi ég ættingjum hennar inni- legar samúðarkveðjur á þessari erfiðu stund. Guð veiti ykkur styrk í sorg ykkar. Sigríður Einarsdóttir Okkur langar að minnast Evu litlu Maríu með þessu ljóði Matthíasar Jochumssonar nú er hún verður lögð til hinstu hvíldar. Hryggð og sár, brosin fá, en fleiri lár — hvaó er aó æórast, hvaó er aó láta, hvaó er aó syrgja, trega, ^ráta? Ilennar voru helztu ár hryggð »g t»r- llægt og rótt! Allt þitt líf var hreint og hljótt. Kn í kuldans stranga stríói stríddir þú meó hjartaprýói; bauóst í (íuói góóa nótt. Ilægt og rótt! Ilöfum hljótt, hún á nú svo hægt og rótt. Vertu sæl, vor Ijúfa lilja, litla stund vér hljótum skilja. Ilvíl í Guói, góóa nótt! Ilöfum hljótt! Kar vel heim, heim í Drottins dýróargeim! Náó og miskunn muntu finna meóal dýrstu vina þinna; frióarkveóju færöu þeim. Kar vel heim! Foreldrum og litlu systur send- um við innilegustu samúðarkveðj- ur. Ransý og Siggi. Hjónaminning: Elín Guðjónsdóttir Helgi Kjartansson Elín Guðjónsdóttir, eða Ella í Hvammi eins og nánustu kunn- ingjar kölluðu hana oftast, var fædd 14. júní 1902. í þau 40 ár sem við áttum sam- leið var það nær ófrávíkjanleg regla að heimsækja hana þann dag, svo það er við hæfi að minn- ast hennar nú nokkrum orðum, en hún lézt þann 11. nóv. 1982. Ella fæddist í Reykjavík, en fluttist ung að árum að Miðfelli í Hrunamannahreppi. Þar bjuggu foreldrar hennar í nokkur ár, eða þar til þau fluttust að Gröf í sömu sveit og þar átti Ella heima, þang- að til hún stofnaði sitt eigið heim- ili. Hún giftist árið 1926, Helga Kjartanssyni í Hruna, f. 20. júlí 1895, og þar hófu þau sinn búskap. Svo nátengd er minning þeirra hjóna í hugum okkar, að ekki verður annars minnst, án þess hitt fylgi með. Ella og Helgi reistu sér nýbýli í sveitinni, sem þau nefndu Hvamm og þangað fluttust þau á fardögum 1930. Ekki fluttu ungu hjónin ein í nýja húsið sitt, því að með þeim fóru foreldrar Helga og nokkur systkina hans og jafnvel vinnuhjú frá Hruna. í Hvammi bjuggu Ella og Helgi allan sinn búskap, eða til ársins 1963, að synir þeirra tóku við bú- inu. Þau eignuðust 4 börn, en þrjú komust til fullorðinsára, tveir synir og ein dóttir, sem öll hafa gifst og eignast börn. Þetta er í stórum dráttum ramminn utan um farsæla sögu þeirra hjóna. Fjöldamörg börn önnur dvöld- ust á heimili þeirra um lengri eða skemmri tíma, þar á meðal Reykjavíkurstrákur sem kom þangað 9 ára gamall og átti síðan hjá þeim sitt annað heimili og fjölskyldu, unz hann fór að búa og byggði bæinn sinn í túnfætinum hjá Helga og Ellu. Um þetta leyti kemur mín eigin minning til sögunnar. Ég kom að Hvammi fyrst árið 1942 í kaupavinnu og verður ævinlega minnisstætt að koma á það mannmarga heimili. Flestar helgar um sumarið var lagt á borð fyrir 20—25 manns og þótti sjálf- sagður hlutur. Margra leiðir lágu um Hvammshlaðið, því að þar var innt af hendi margvísleg þjónusta. Þar var til dæmis póstafgreiðsla, Helgi sá um sjúkrasamlagið og reyndar ýmis fleiri störf fyrir sveit sína um árabil. í Hvammi var endastöð áætlun- arbílsins á þessum tíma, með margskonar erli sem því fylgdi og þar gisti bílstjórinn, sem söng upp úr svefninum á nóttunni heilu kvæðin og sálmana, með bjartri tenórrödd. Þessu mannmarga heimili fylgdi mikil glaðværð og gesta- gangur eins og vænta má. Oft komu nágrannar og vinir, þá var setzt að i eldhúsinu, á bekki og borð yfir kaffisopa og sveitar- og landsmálin rædd og jafnvel leyst auðveldlega á svipstundu, gjarnan á glettinn og gamansaman máta, en sá var háttur húsbændanna. t frístundum og á tyllidögum var oft sungið, enda höfðu bæði hjónin mikið yndi af tónlist. Helgi spilaði á orgel, var kirkjuorganisti í tugi ára, Ella spilaði einnig dálít- ið á orgel og hún hafði á yngri árum mjög góða söngrödd og söng lengi í kórum. Ein minning frá mínu fyrsta sumri í Hvammi er mér sérstak- lega kær. Þegar ég mátti sofa út á sunnudagsmorgni, vaknaði ég stundum við orgelspil og söng. Helgi átti það til að setjast við orgelið þegar morgunverkum var lokið, ásamt bróður sínum, fóst- ursyni og jafnvel fleirum, sem voru morgungóðir, og taka lagið, eins og þeim einum var lagið. Þessa morgna var draumalandið yfirgefið með ljúfu geði. Ég efast um að margir eigi slík- ar minningar úr kaupavinnu. Okkur voru líka sagðar sögur við mjaltirnar í fjósinu, oft fram- haldssögur. — Ógleymanlegt. Á veturna voru oft söngæfingar eða söngnámskeið í Hvammi, þar var nóg húsrúm og hjartarúm. Einnig bjó þar oft söngstjórinn og orgelkennarinn að vetrinum og þar af leiðandi komu nemendurnir þangað í spilatíma. Eg minnist jólaundirbúnings, þar sem allir á heimilinu voru samankomnir við að búa til laufa- brauð, hver átti sitt fasta starf, jafnvel sinn eigin hníf. Gamlar venjur voru í heiðri hafðar. Marg- ir ungir og aldnir reyndust lista- menn í útskurðinum. Ég man jól- in. Heimasmíðað jólatré grænmál- að með vaxkertum, ég man gamla- árskvöld með spilum, blindings- leik og fleiri leikjum fyrir börnin, síðar flugeldum og þá stjörnuljós- um, að ógleymdum áramótasálm- inum Nú árið er liðið í aldanna skaut, sem aldrei brást. Á útmánuðum var komið fyrir spunavél í smíðahúsinu í kjallar- anum í Hvammi. Þangað komu sveitungar og spunnu, lengst man ég þó eftir sama manninum, sem tók þetta verkefni að sér frá ýms- um heimilum. Þannig var allt iðandi af lífi og starfi árið um kring á heimili Ellu og Helga, og úti á landareign þeirra döfnuðu tré og annar gróð- ur svo af bar. Nærri má geta að hjá húsmóður á slíku heimili hef- ur verið í mörg horn að líta og ekki alltaf áhyggjulaust, ekki sízt þar sem Ella átti við heilsuleysi að stríða um árabil. En á þessum ár- um tíðkuðust vinunkonur og vinnumenn, kaupakonur og kaupamenn og Hvammshjónin voru hjúasæl með afbrigðum. Sama fólkið vann hjá þeim ár eftir ár. Ég veit að ég má fullyrða að þetta fólk hugsar til þessara ára með gleði og þakklæti.- Sumt af þessu fólki bar gæfu til að sýna þakklæti sitt í verki, með því að muna eftir fyrrverandi húsmóður sinni, með símasambandi eða heimsóknum, þegar dagar hennar fóru að verða langir og tilbreyt- ingasnauðir. Helgi lézt 20. nóvember 1977. Að loknu löngu og góðu ævistarfi er gott að fá hvíld. Ég og fjölskylda mín biðjum þeim blessunar á landi eilífðarinn- ar og þökkum samfvlgdina. S.H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.