Morgunblaðið - 17.08.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.08.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1983 30 • Landsliöið á æfingu í gær. Sigurður Grétarsson á hér glæsilegt skot framhjá varnarveggnum og boltinn hafnaði neðst í horninu. Morgunbiaðið/Friöþjófur. Síðast var jafntefli, hvað skeóur í kvöld? í kvöld kl. 19.00 leika íslendingar og Svíar landsleik í knattspyrnu á laugardalsvellinum. Leikur liðanna í kvöld er fimmti landsleikur þjóð- anna. Eins og fram kemur á síöunni hér vannst sigur í fyrsta leiknum. Og vonandi tekst okkur að endurtaka þaö í leiknum í kvöld. Ljóst er þó aö róöurinn verður þungur þar sem sænska landsliðið er mjög sterkt og hefur aðeins tapað einum leik þaö sem af er árinu. En þaö veröur mjög fróðlegt aö sjá hvernig íslensku leikmönnun- um tekst til í kvöld. Enginn at- vinnumaöur skipar nú sæti í lands- liöinu og því athyglisvert hvernig liðið stendur sig. Takist íslensku leikmönnunum aö ná upp góöri baráttu í leiknum og stemmningu gæti allt gerst. Áhorfendur veröa aö styöja vel viö bakið á leikmönnunum því aö kröftugur stuöningur af áhorfenda- pöllunum fleytir liöum oft yfir erfiö- asta hjallann. Síðasti leikur þjóöanna fór fram í Halmstad í Svíþjóö 17. júlí 1980. Þá var íslenska liöiö undir stjórn Guöna Kjartanssonar. í liði Islands í þessum leik voru m.a. Þorsteinn Ólafsson í markinu, Örn Óskars- son, Marteinn Geirsson, Janus Guölaugsson, Ásgeir Sigurvins- son. Þessi leikur var mjög skemmtilegur og jafnræöi með lið- unum. í fyrri hálfleik var ekkert skoraö, en á 82. mínútu skoraöi Rutger Backe fyrir Svíþjóö, en Guömundur Þorbjörnsson Val jafnaði á 87. mínútu. Úrslit: 1 — 1. Leikir íslands og Svíþjóðar hafa jafnan veriö mjög jafnir og sþenn- andi og vonandi veröur leikurinn í kvöld þar engin undantekning. Enginn atvinnuknattspyrnumaöur er í liði íslands í þessum leik, held- ur er liö okkar skipaö reyndum leikmönnum ásamt ungum og efni- legum leikmönnum, sem á kom- andi árum eiga eftir aö vekja á sér athygli. íslenska landsliðið Liö íslands gegn Svíþjóð 17. ágúst 1983: Bjarni Sigurösson ÍA Þorsteinn Bjarnason ÍBK Viöar Halldórsson FH Sigurður Lárusson ÍA Ómar Rafnsson UBK Ólafur Björnsson UBK Hafþór Sveinjónsson Fram Erlingur Kristjánsson KA Sveinbjörn Hákonarson ÍA SigurðurJónsson ÍA Ragnar Margeirsson ÍBK Gunnar Gíslason K A Árni Sveinsson ÍA Sigurður Grétarsson UBK Óli Þór Magnússon ÍBK Helgi Bentsson Þór Þjálfarí liðsins er Jóhann es Atlason. — ÞR. Enska knattspyrnan: Fyrsta útsending verður 3. september ENSKA knattspyrnan verður með nákvæmlega sama sniði í vetur og undanfarin ár. Fyrsta útsending verður laugardaginn 3. sept., að sögn Bjarna Felixsonar íþróttafréttamanns sjónvarpsins. Enska knattspyrnan hefst á laugardaginn en þá leika lið Liverpool, ensku meistararnir, við Man. Utd., bikarmeistarana, um góð- gerðarskjöldinn á hinum fræga Wembley-leikvangi í Lundúnum. Deild- arkeppnin hefst svo laugardaginn þar á eftir, 27. ágúst. Jóhannes Atlason: „Sterkasta lið sem við höfum mætt í leik síðastliðin tvö ár“ „OKKAR lið er óþekkt stærð, það er blanda af ungum og efnilegum leikmönnum og gamalreyndum spilurum. Við vitum að Svíar eru með þrumusterkt lið og ég tel að þeir séu sterkasta liðið sem við höfum leikíð gegn síöastliðin tvö ár. Við höfum verið aö skoða myndbönd af leikjum þeirra við ítali og Brasilíumenn að undan- förnu og þeir eru geysisterkir," sagði Jóhannes Atlason í samtali við Mbl. í gær þegar við hittum hann að máli á Hótel Loftleiðum þar sem liðið dvelst nú fyrir leik- inn gegn Svíum. Jóhannes sagði ennfremur aö mikið byggöist á því hvort viö næöum upp hinum fræga baráttu- vilja, viö værum meö svipað lið og á móti A-Þjóöverjum í fyrra, og hann sagöist halda aö strákarnir heföu fullan hug á aö sýna þaö aö þeir ættu alveg eins heima í lands- liöinu eins og atvinnukóngarnir okkar. „Það var erfitt aö velja liöiö því ég tel aö þaö sé hægur vandi aö velja tvö landsliö, sem væru mjög svipuð aö styrkleika og það endur- speglar bara fótboltann sem er leikinn hér í dag. Vandamál sem snýr að landsliösþjálfara er aö liðin eru svo jöfn og þaö eru svo fáir sem standa mikiö uppúr, ef mikið væri um yfirburöamenn þá væri ekkert mál aö velja landsliö.“ Jóhannes Atlason landslíðs- þjálfari. Jóhannes sagöi að þaö gætu veriö góöir menn í lélegum liöum og öfugt, þannig að þótt nokkrir menn séu í hópnum sem leika í 2. deild þarf þaö ekki aö þýöa aö liðið sé lélegt. Hann nefndi Vík- ingana í fyrra, þeir áttu einn mann i landsliði og voru þó islandsmeist- arar í tvö ár. Toppliðin í 2. deild gætu vel, og heföu, unnið fyrstu- deildar liöin. „Ég vil engu spá um úrslit leiks- ins, ég hef aldrei veriö mikill spámaður,“ sagöi Jóhannes aö lokum. — SUS Mikið um frestanir í Islandsmótinu EINS OG mönnum er kunnugt þá hefur verið óvenju mikiö um frestanir í knattspyrnunni í sumar og er mótanefnd KSÍ ekki öf- undsverð af því að þurfa aö standa í stöðugum frestunum, því nógu þétt er dagskráin í upp- hafi. Nú þegar hefur sex leikjum í fyrstu deild verið frestað í lengri eða skemmri tíma og sumum þeirra hefur verið margfrestað og er ástandið oröiö þannig að mótanefndin finnur engan dag lausan fyrir leik ef af fleiri frest- unum verður. Vestmanneyingar hafa veriö viö- riönir frestanir á tveimur leikjum í 1. deild, auk bikarkeppninnar, og er nú nokkuð Ijóst aö erfiölega mun ganga aö koma þessum leikj- um fyrir ööruvísi en aö setja þá aftur fýrir og leika þá síöast, ef veöur leyfir. Byrjunarlið íslands JOHANNES Atlason, landsiiðsþjálfari, hafur tilkynnt byrjunarliðiö í leiknum í kvöld gegn Svíum. Það verður þannig skipað: Þorsteinn Bjarnason Ólafur B Viðar H Sigurður L Ómar R Árni S Ragnar M Sigurður J Sveinbjörn H Óli Þ Síguður G

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.