Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAG AR 6. OKTÓBER1985 B 3 ína Salóme við textflmyndverk sem varð til fyrir nauðsyn er óvíst að maðurinn hafi haldið velli því að hér kom sjálf lífs- bjargarhvötin til. Vera má, að það baki listrýnin- um nokkrar óvinsældir að vera hér hreinskiptinn og það verður þá svo að vera. Hann hefur alltaf verið á móti því að sérgreina listir við kynferði og mun alltaf vera. Þannig er hann jafn mikið á móti kvennalist og karlalist og jafnt hreinskiptinn aðdáandi góðrar listar hvort heldur skap- ari hennar er kona eða karl. Konur hafa og eignast lista- menn á heimsmælikvarða fyrir eigin verðleika svo sem Söru Bernhard, Jóhönnu Luisu Hei- berg, Nellie Melba, Adelinu Patti, Isadoru Duncan, Mariu Callas, Birgit Nilson. f málara- listinni hafa þær sótt stíft fram á þessari öld og áttu áður eitt af fáum undrabörnum þeirra listgreinar Mariu Helenu Viege- Lebrun. Þetta allt án tilstilli kvennahreyfinga né „kvennalist- ar“. Það sem máli skiptir er, að allar sterkar og góðar konur eru meiri háttar og ber að gera veg þeirra sem mestan. Minnast má þess einnig í lok þessara hugleið- inga, sem norska skáldið Henrik Wergeland lætur Adam og Evu segja við hvort annað: „ó, mér þykir þó, sem þinn mismunur sé fegurstur." - • - Sýningin að Kjarvalsstöðum er mikil um sig og fjölbreytt en sem heild virkar hún sterkust við fyrstu skoðun. Þannig er fátt um verk sem vinna á við endurteknar heimsóknir en fleiri sem missa nokkuð af töfrum sínum. Líti ég fyrst á heildina þá er sýningin hvergi nærri nógu sterk — til þess vantar alltof mikið af grónum listakonum og svo er valið nokkuð einhæft. Það skal ekki lasta, að sýningin hefur alþjóðlegt yfirbragð en full margt kemur manni kunnuglega fyrir sjónir, úr bókum og tímarit- um svo og af skoðunum alþjóð- legra sýninga erlendis. Það ber og ei heldur að lasta ef til kæmi öflug og þróttmikil sköpunar- gleði, sem er því miður sjaldan fyrir hendi en hins vegar er vinnugleðin nóg. Dugnaðurinn, atorkan og stór- hugurinn er þannig það sem mest er áberandi á þessari sýn- ingu og það sem ber helst að lofa enn sem komið er. Máski var ákafi þeirra er völdu og höfnuðu of mikill eða tíma- mörkin full knöpp því að upp- setningin er ekki nægilega mark- viss og kröftug. Sýningarskráin er eftir þessu óþjál og frumstæð í broti en ritmálið gott, skýrt og hlutlaust — einkum er kynning listakvennanna hreint afbragð svo að naumast hefur sést betra á landi hér. Einstaka listakonur njóta sin og betur á þessari sýn- ingu en í annan tíma og má þar einkum nefna Huldu Hákonar- dóttur. Lágmyndir hennar eru mjög sérstæðar og minna í senn á þjóðlega list í Bandaríkjunum og Evrópu. Af myndunum þótti mér nr. 6 „Nafnalaus" sterkust við nánari kynni. Þorbjörg Höskuldsdóttir hefur sjaldan eða aldrei átt jafn heil- legar myndir á sérsýningu — þær eru hver annarri yfirvegaðri og stíllinn mótaðri en fyrr. Leirskúlptúrar Sóleyjar Eiríks- dóttur vinna á við nánari kynni og hún víkkar út svið sitt með járnskúlptúrnum í ganginum (116). Skúlptúrar Brynhildar Þorgeirs- dóttur storka skoðandanum all- mikið í fyrstu en missa svo nokk- uð áhrifamátt sinn. Klippimynd- ir Valdísar Óskarsdóttir eru hressilegar en áhrifamáttur þeirra myndi aukast ef hún tæki ljósmyndir af þeim og stækkaði svo — málaði jafnvel. Drekar Bjargar Þorsteinsdótt- ur eru miklir og stórir en minna full mikið á svipaða framleiðslu austræna — væri máski ráð að yfirfæra þá í málverk. Málverk Elínar Magnúsdóttur „Án titils" (94) vinnur mjög á við nánari kynni — hér er mikið efni á ferð. Hið sama er að segja um Arn- gunni Ýr Gylfadóttur, — myndir hennar leyna á sér og styrkjast við hverja nýja skoðun. Skúlpt- úrar Hansínu Jensdóttur eru traustlega útfærðir en máski full „fallegir". Af öðrum þátttakendum er upp í hugann koma ber að nefna Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur. Myndir hennar eru mjög jafn- góðar en þær skortir hinn mag- íska kraft sem einkenndi t.d. málverkið „Lára“ (1981), sem er í eigu Listasafns íslands. Ásdísi Sigurþórsdóttur, sem á til sér- stæða kímni. Erlu Þórarinsdóttur og Svölu Sigurleifsdóttur fyrir hinn furðulega og torskilda myndheim, sem þær leggja út af. Jóhönnu Bogadóttur fyrir hin- ar stóru og hressilegu myndir sínar, sem virka þó líkt og grafík- verkin sem hún hefur áður gert, við nánari kynni. Þá sækja leir- listarkonur eins og Rósa Gísla- dóttir, Borghildur Óskarsdóttir og Guðný Magnúsdóttir mjög inn á svið skúlptúrlistarinnar en verk þeirra njóta sín varla á þessum stað þrátt fyrir mikla fyrirferð sumra þeirra. Málverk Guðrúnar Kristjáns- dóttur virka líkast textílum í áferð sinni og textílar Inu Salome eru á mörkum þess að teljast málverk. — Ekki er ég frá því að færri verk eftir suma þátttakendur er taka mikið rými hefði styrkt sýn- inguna jafnframt því sem fleiri hefðu þá komist inn. Trúi ég ekki öðru en að margt hafi verið bita- stætt í þeim % hlutum er hafnað var. Sem fyrr segir er framtakið í heild borið upp af mikilli atorku dugandi og stórhug, — uppsker fyrir það mikla virðingu. Klasslskur stóll úr v/ö- sklptalífinu, sem einnig er notadur í biöstofum bankastjóra. Þaö er sér staklega audvelt aö standa upp úr þessum stól Verð kr. 26.800.- Léttur og fyrirferðarlítill stóll, sem þó er ekki auð- velt að ýta til hliðar. Hefur reynst mörgum vel og nýtur vinsælda i fámennu kjördæmi. Verðkr. 18.700,- Þykkur og áþúðarmikill stóll, sem hefur notið mikilla vinsælda meðal fjármála- og pennastrikamanna og er tilvalinn fyrir þá, sem hafa forystuhæfileika og þor til þess að takast á við vandann. Verð Aberandi stóll með undir- stöðu úr alúminium og óvenju mikilli setu. Vin- sæll samningastóll hér- lendis sem erlendis. Verð kr. 16.020 .- Traustur og áferðarfalleg- ur stóll, sem mikil reynsla er komin á. Nýtur sín best með bláu áklæði. Þægilegur fyrir þá, sem vilja sitja lengi. Verð kr. 23.350.- kr. 39.555.- Við treystum kandídötunum til þess að velja rétta stólinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.