Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 italiana Kynning á WOLTZ snyrtivörum ídagkl. 12.00-18.00 Regnhlífabúðin Laugavegi 11 Förðunarmeistari farðar viðskiptavinina. eftirEinarÞ. Guð- johnsen Þann 6. júní sl. voru liðin 100 ár frá fæðingu Eyjólfe Eyfells listmál- ara. í tilefni af því efna afkomendur hans til yfirlitssýningar á verkum hans á Kjarvalsstöðum. Þessum línum er ekki ætlað að rifja upp æviatriði hans né heldur að dæma um list hans, heldur fyrst og fremst að rifla upp kynni mín af Eyjólfi Eyfells. Ég man ekki nákvæmlega hvenær við hittumst fyrst, en það var eftir að ég hafði verið kosinn í stjóm Ferðafélags íslands 1959 og gerðist framkvæmdasyóri þess féiags 1963. Við Jóhannes Kolbeinsson þurftum að hafa mikil samskipti vegna starfa fyrir félagið, en Jóhannes hafði yfir- umsjón með viðhaidi og byggingu skála félagsins á þeim árum og lengi síðan. Jóhannes var húsgagnasmiður og vann við Austurbæjarskólann í Reykjavík. Aðsetur hans var í kompu uppi í risi skólans, og aðra slíka hafði Eyjólfur Eyfells við hlið hans en þar sat hann öllum stundum og málaði. Þá kom það stundum fyrir, er ég heimsótti Jóhannes í smíðakompu hans til skrafs og ráðagerða, að við Btum inn til Eyjólfe og ræddum við hann. Þessar heimsóknir okkar trufl- Eyjólfur skenkir líkjör á Selatöngum voríð 1969. uðu hann ekkert, því að hann hélt venjulega áfram að mála eða að sýsla við myndir sínar á annan hátt, en það eru mörg handtök við það að koma upp hverri mynd, ekki aðeins málaravinnan sjálf, listsköpunin. Þama fylgdist ég all vel með iist- sköpun Eyjólfe og oftast var búið að ráðstafa myndunum löngu áður en þær voru fiillgerðar eða jafiivel að hann málaði eftir pöntun einhvers aðdáanda eða vinar. Eyjóifur átti því aldrei neitt safn af óseldum myndum. Hann verðlagði myndir sínar lágt, raunar alltof lágt, svo að allt fór jafn harðan og það þomaði á pappímum eða léreftinu. Á seinni árunum vorum við stundum að reyna að áætla hvað Eyjólfur hefði málað margar mymdir um dagana en það reyndist örðugt. Eyjólfur málaði ógiynni mynda enda var hann sístarfandi. Eyjólfur var dýrkandi fegurðarinn- ar. Hann sótti fyrirmyndir sínar í fslenzka náttúru og málaði fallegar myndir af fallegu landslagi. Einnig var hann heillaður af hafinu og brimi, en hann lenti í sjávarháska á unga aldri undan Loftsstöðum í Flóa. Hann sá suma félaga sína hverfa í brim- gaiðinn en sjálfur komst hann á kjöl og hélt sér fast. Eyjólfur hélt hand- styrk sínum til æviioka og vaið aldrei skjálfhentur. í leit sinni að myndefni þurfti Eyjólfur að feiðast mildð og fara víða. Á efri árunum átti hann nokkra uppáhaldsstaði, sem hann leitaði til aftur og aftur. Þar var Þórsmörkin efet á blaði og þangað sótti hann efnið í fjölmaigar Þórsmerkurmyndir sínar, enda var Eyjólfur Eyfellingur að uppruna og Þórsmörkin á hans heimasvæði. Af öðrum uppáhalds- stöðum má nefiia Selatanga og Sandvík á Reykjanesskaganum, en þar gat hann oft málað tilkomumikið brim. Eyjólfur geiði frumdrög að myndunum á staðnum en fullvann þær svo í málarakompu sinni í Aust- urbæjarskólanum. Eyjólfur hafði ferðast mikið með Ferðafélaginu áður en ég komst þar í framkvæmdastjórastöðu og hann hélt því áfram. Honum fannst hann vera í mikilli þakkarskuld við félagið fyrir að flytja sig til hinna mörgu failegu staða í leit að myndefiú, enda þótt hann að sjálfeögðu greiddi fýTÍr sig sem aðrir faiþegar. Þessvegna feerði hann félaginu eitt sinn stóra Þórsmerkurmynd að gjöf. Þessi mynd hékk lengi á afgreiðslu félagsins og var þar mikil ferðahvatning eins og reyndar allar myndir hans gerðar að einhveiju leyti f feiðum félagsins. Ég reyndi að fá Eyjólf gerðan að kjörfélaga Feiðafélagsins en fékk það ekki samþykkt, almenn tregða var þá gegn slíku í féiaginu. Þá gerði ég annað, sem ég spurði engan um. Eyjólfur varð heiðursfarþegi Feiðafé- lags íslands. Hann fékk opinn farmiða og mátti koma frítt f hveija þá ferð sem hann óskaði. Jóhannes var hjartanlega sammála mér í þess- ari ráðstöfun og Eyjólfi þótti vænt um þennan verknað minn. Ég heid að ég hafí aldrei sagt frá þessari ráðskun minni á stjómarfundi en nokkrir fleiri í stjóminni vissu af þessu og þótti réttmætt Eyjólfur eignaðist glæsilega konu, Ingibjöigu Einarsdóttur (af Briems- ætt) og talaði oft um hana af stolti og viiðingu. Þau eignuðust 4 böm og möig bamaböm og bamabama- böm vom komin áður en þau létust Eyjólfur gat með réttu verið stoltur af fjölskyldu sinni, sem ásamt mál- aralistinni var honum allt í þessu lífi. Svo mikill fagurkeri sem Eyjólfur var vildi hann hafa vín sitt sætt og gott Líkjörar af ýmsum gerðum vom hans eftirlætisdrykkir. Þessa drykki drakk hann fyrst og fremst vegna bragðsins en ekki vegna áhrifanna, enda var hann mikill hófemaður í meðfeið áfengis. Oft hafði Eyjólfur þessa bijóstbirtu sína með í ferðir eða veitti vinum sínum og ættingjum smátár í kompunni. Stundum komu líka þessir gestir færandi hendi. Það varð siður hjá Eyjólfí að safna saman nokkrum vinum og ættingjum og efna til stuttra feiða, sem stund- um uiðu einskonar pílagrímsferðir. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að vera með í mörgum þessarra ferða. Stundum var tilefhið afinælið hans 6. júní og var þá farið austur í Flóa, en Eyjólfur ólst upp í Súluholti i Flóa, eða jafnvel austur undir Eyjafjöll. Stundum var farið í byijun apríl aust- ur á strönd Flóans og farið niður á Loftsstaðafjöru, þar sem hann bjarg- aðist á iand við illan leik 3. apríl 1905 eða 1906. Stundum var farið suður í rúst kapellunnar gegnt álver- inu í Straumsvík í góðu tungiskins- veðri, tekið lag og veitt líkjörstár. Eyjólfur var eitthvað skyggn og varð var við notaleg áhrif í kapellunni. í öllum þessum ferðum ríkti þægilegur andi og allir mátu það mikils að fá að vera með. Eyjólfur stjómaði þess- um ferðum sem sannur höfðingi, dyggilega studdur af flölskyldu sinni. Eyjólfur hélt reisn sinni, andlegri og líkamlegri, til æviloka umvafinn hlýju frá Qölskyldu sinni. Eg met það mikils að hafa kynnst Eyjólfí Eyfells og hafa átt hann að vini. Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Ferðafélags íalaada og Útivistar. JOGGING- GALLAR stæröir 2-4 .990,- iærðir 6-12 2.350,- Ejfjólfur Eyfells listmálari 100 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.