Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 208. tbl. 76.árg. ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Bandaríkjastj órn: Hrefnuveiðum Norð- manna ekki mótmælt Ósló. Frá Hclge Sorensen, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKA utanríkisráðuneytið hefur fengið þau skilaboð frá bandaríska verslunarráðuneyt- inu að Bandaríkjamenn muni ekki lengur mótmæla veiðum Bretland: Sendiherra Kúbverja vísaðúrlandi London. Reuter. SENDIHERRA Kúbu í Bretlandi var í gærkvöldi skipað að hafa sig úr landi hið bráðasta ásamt sendiráðsmanni er hafði skotið að fólki í miðborg London í gær- dag. Talsmaður breska utanrík- isráðuneytisins sagði að sendi- herrann, Oscar Fernandez-Mell, og sendiráðsmaðurinn yrðu að yfirgefa landið fyrir miðnætti i kvöld. „Þetta er mjög alvarlegt mál og óþolandi brot á reglum okkar. Við verðum að koma fólki í skilning um að stjómarerindrekar megi ekki nota skotvopn. Báðir mennimir verða að hafa sig á brott," sagði talsmaðurinn. Sendiherranum var tilkynnt um ákvörðun ráðuneytisins nokkmm stundum eftir atburðinn. Breska lögreglan, Scotland Yard, skýrði frá því að lögreglumenn í skotheldum vestum hefðu verið sendir á vettvang eftir að borist hafði tilkynning um skothríðina. Þeir hefðu afvopnað sendiráðs- manninn og lagt hald á skamm- byssu hans. Enginn mun hafa særst. Farið var með sendiráðs- manninn á lögreglustöð og hann yfirheyrður en síðan var honum sleppt er hann bar fyrir sig réttindi erlendra sendimanna. Vitni segja manninn hafa skotið fimm skotum að bíl sem iagt var nálægt heimili hans. Á laugardag ráku Bretar víet- namskan sendimann úr landi eftir að lögregla hafði orðið vitni að því að maðurinn ógnaði mótmælendum utan við víetnamska sendiráðið með byssu. Norðmanna á hrefnum í visinda- skyni. Yfirmaður Bandarísku hvalveiðistofnunarinnar hefur auk þess gefið norska sjávarút- vegsráðuneytinu til kynna að stofnunin muni ekki berjast gegn veiðunum. í Noregi er þessum boðum tekið með fögnuði af hagsmunaaðilum. „Þetta er mikið gleðiefni. Við teljum þetta lofa góðu um starfið í Alþjóða hvalveiðiráðinu framvegis," sagði talsmaður utanríkisráðuneytisins, Sigrid Romundset. Sú staðreynd, að Bandaríkja- menn hætta andstöðu sinni við veið- ar Norðmanna á 30 hrefnum á ári til rannsókna á dýrunum, merkir jafnframt að hættan á því að bandarísk fyrirtæki stöðvi kaup á norskum sjávarafurðum er ekki lengur fyrir hendi. Slíkar aðgerðir hefðu getað valdið norskum fisk- framleiðendum þungum búsifjum en mikilvægasti markaður þeirra er í Bandaríkjunum. Yfírmenn fisk- veiðimála í ríkjunum tveim hafa átt með sér tvo fundi að undanfömu og kom stefnubreyting Bandaríkja- manna því ekki algerlega á óvart. Búið er að veiða 29 af þeim 30 hrefnum sem leyft var að veiða í ár. Reuter Kúrdisk stúlka í flóttamannabúðum í Diyarbakir í Tyrklandi þar sem 10 þúsund Kúrdar. er flúið hafa undan eiturhernaði íraka í Kúrdist- an í norðurhluta íraks, hafast við. Sjá „írakar ólmir . . .“ á bls. 36 Ítalía: Feneyja- lón verður hreinsað Feneyjum. Reuter. STJÓRN ítaliu ákvað í gær að veita 1.500 milljörðum líra (um 5 milljörðum isl. kr.) tíl að láta hreinsa iónið umhverfis Feneyj- ar. Mengað vatnið í lóninu og síkjum borgarinnar hefur valdið þvi að hvert sumar myndast þar breiður Ula þefjandi þörunga og mýflugnaskarar. Féð verður notað næstu tvö ár til að koma viðkvæmri lífkeðju lóns- ins í samt lag og verður beitt ýms- um aðferðum til þess. Framtíð ferðamannaborgarinnar, sem á að baki sér meira en þúsund ára sögu, er talin í húfí. Þúsundir tonna af efnum og efnasamböndum streyma út í lónið ár hvert frá bújörðum og iðjuverum. Efnin valda mikilli fjölgun þörung- anna en það veldur því að físki- gengd minnkar og þar með fjölgar mýflugum, helstu fæðu fiskanna, gífurlega. Fundur forseta Suður-Afríku og Mozambique: Aukuar líkur á bættum samskiptum þjóðanna Songo, Mozambique. Reuter. P. W. BOTHA, forseti Suður- Afríku, kom i gær i heimsókn til Mozambique. Hann átti viðræður við Joaquim Chissano, forseta Mozambique, og er þetta í fyrsta skipti sem Botha heimsækir ná- grannaríki sem er andsnúið kyn- þáttaaðskilnaðarstefnu stjórn- valda í Suður-Afríku. Leiðtog- arair hétu þvi að stuðla að friði í Mozambique og bæta sambúð ríkjanna. Líbanon: Cordes sleppt úr haldi Beirút. Reuter. VESTUR-Þjóðveijanum Rudolf Cordes, sem rænt var i Libanon fyrir einu og hálfu ári, var sleppt úr haldi í gær, að sögn talsmanns innanrikisráðuneytis Libanons. Haft var eftir Cordes að mann- ræningjamir hefðu fleygt sér út á götu í Beirút í gærkvöldi. Hann hefði farið inn f nálægt hús, sagt til sín og beðið um aðstoð. íbúamir kölluðu þegar á lögregluna sem sótti Þjóð- verjann. Cordes var að störfum fyrir vest- ur-þýskt .efnafyrirtæki í Líbanon þegar honum var rænt 17. janúar í fyrra. Skæruliðahópur, sem kallaði sig „Baráttuhóp fyrir frelsi" og er Reuter Rudolf Cordes hlynntur írönum, hafa Cordes í haldi. Dagblaði í Beirút barst tilkynning snemma á mánudagsmorgun um að Cordes yrði líklega látinn laus fljót- lega. Með fylgdi stutt bréf á þýsku, undirritað af Rudolf Cordes þar sem hann sagði að sér yrði sleppt á mánudag. Ránið á hinum 55 ára gamla Cor- des, forstjóra Hoescht-efnaverk- smiðjunnar í Líbanon, var talið vera í tengslum við handtöku Mo- hammeds Ali Hammadi í Þýskalandi nokkrum dögum fyrr, en hann er grunaður um morð og flugrán. Hammadi er nú fyrir rétti í Frank- furt. Talið er að bróðir Hammadis hafí skipulagt ránið á Cordes og ■ öðrum Þjóðvetja sem skæruliðamir létu lausan fyrir ári til að reyna að skipta á gíslinum og Hammadi. Eftir fundinn með Chissano sagði Botha við fréttamenn að samskipti ríkjanna byggðust á samvinnu og þróun og væru ekki að öllu leyti mótuð af andstæðum stjómarhátt- um. Stjómvöld í Mozambique hafa sakað Suður-Afríkustjóm um að styðja hægrisinnaða skæruliða sem með árásum sínum hafa lamað efnahag landsins. Því hafa Suður- Afríkumenn neitað en sendimenn vestrænna ríkja hafa staðfest ásak- anir Mozambique. Botha og Chissano hittust í bæn- um Songo, sem er nærri hinni gríðarmiklu Cahora Bassa-stíflu í ánni Zambezi. Stíflan var gerð á meðan Portúgalir réðu yfír landinu og var henni ætlað að framleiða ódýrt rafmagn _sem selja átti til Suður-Afríku. Árum saman hafa skæruliðar séð til þess að straumur hefur ekki borist eftir 1400 km langri rafmagnslfnunni frá stíflunni að landamæmnum við Suður- Afríku. Markmið heimsóknar Bothas er að ræða efnahagssamstarf ríkjanna, einkum raforkusölu til Suður-Afríku og endumýjun griða- sáttmála frá árinu 1984 þar sem Botha lofaði forvera Chissanos, Samora Machel, því að Suður- Afríkustjóm hætti stuðningi við skæmliða. í staðinn hét stjóm Moz- ambique því að skæmliðar sem beij- ast gegn stjóm hvíta minnihlutans í Suður-Afríku fengju ekki bæki- stöðvar í landinu. í sameiginlegri yfírlýsingu for- setanna eftir fundinn í gær sagði að bæði ríkin einsettu sér að end- umýja griðasáttmálann sem oft er nefndur Nkomati-samningurinn. Einnig stendur til að gera við raf- magnslínuna frá Cahora Bassa. Leiðtogamir ætla að hittast aftur í Suður-Afríku en dagsetning þess fundar hefur ekki verið ákveðin. Heimsókn Bothas til Moz- ambique þykir táknræn fyrir þá stefnu stjómarinnar í Pretoríu að bæta samskiptin við nágrannaríkin þar sem svartir menn, andsnúnir kynþáttastefnu Suður-Afríku, em við stjómvölinn. Minna má á að friðarviðræður em í fullum gangi milli stjóma Angólu og Suður- Afríku og var her hinnar síðar- nefndu kallaður heim frá Angólu í síðasta mánuði. Frá Mozambique heldur Botha til Malawi sem er eina ríkið í „svörtu Afríku", sem hefur stjómmálasam- band við Suður-Afríku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.