Morgunblaðið - 18.12.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.12.1988, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988 Ljósmynd/Sölvi Ólafsson BJAKTSÝNI IANDSFAÐIRINN eftir Pól Pálsson ÚTIDYR DANSKA forsætisráðuneytisins við Prins Jorgen Gaard eru alltaf læstar og maður gaumgæfður í bak og fyrir af sjónvarpsmyndavél áður en suðandi rafstraumur rýfiir læsinguna og gengið er upp stiga, áfram undir vökulu efltirliti sjónvarpsmyndavéla, kemur svo inn á fyrsta stigapall í forsal vesturálmu Krisljánsborgarhallar, þar sem stór skotheldur glerveggur stingur í stúf við virðulega hallarstemmninguna. Bak við hann situr vörður, vopnaður skammbyssu og þráðlausri talstöð, fyrir framan hann sjónvarpsskjárinn sem ég hef troðið upp á undangengnar mínútur, annar vörður kemur á móti til að spyrja um erindið og ganga úr skugga um að viðtalstíminn sé bókaður, vísar síðan leiðina til biðstofú forsætisráðherrans. Pauls Schluters er greinilega vel gætt en það erekki öryggisgæslan sem gerir blaðamanni frá Islandi erfítt fyrir við að eiga tal af honum, heldur annirnar í starfinu. Með margra vikna fyrirvara var einungis hægt að fá 20 mínútna viðtal. Hann virðist líka þreyttur þegar hann leggur sígarettuna í öskubakkann og stendur upp frá skrifborðinu til að heilsa ... ..........— FORSÆTISRAÐHERRA DANMERKUR í SAMTALI VIÐ MORGUNBLAÐIÐ Poul Schliiter er fæddur 3. apríl 1929. Hann er lögfræðingur að mennt og rak um tíma eigið lög- fræðifyrirtæki. Annars má segja að stjórnmái hafí alla tíð verið hans aðalstarf. Árið 1952 varð hann formaður ungra íhaldsmanna og sett- ist í miðstjórn flokksins, þingmaður 1962, formaður Ihaldsflokksins 1974 og forsætis- ráðherra frá 1982. Poul Schliiter er „maðurinn sem samein- aði borgaralegu öflin“ í danskri pólitík. Undir forystu hans hefur íhaldsflokkurinn margfaldað fylgi sitt og er nú næststærsti flokkur Danmerkur á eftir sósíaldemókröt- um. Höfuðkostur hans sem stjómmála- manns er sagður vera óvenjumiklir mála- miðlunarhæfileikar, að sætta andstæð sjón- armið og fá fólk með ólíkar skoðanir til að sameinast um einstaka mál. Stíll hans er yfírvegaður, hann er þekktur fyrir bjartsýni hvað sem á bjátar, hann talar aldrei illa um andstæðingana á opinberum fundum eða í fjölmiðlum, heidur sig við málefnin og tekur sjaldan stórt upp í sig, og er sá danski stjóm- málamaður um þessar mundir sem hefur sterkustu „landsföðurímyndina". Og brosið er föðurlegt, handtakið þétt; hann býður til sætis við skrifborðið og seg ir þegar ég spyr hvort við getum ekki spjall- að saman lengur en 20 mínútur: „Nei, því miður, ég hef ekki tíma... En hvað, við getum náð talsverðu á tuttugu mínútum ef við einbeitum okkur ... Skjóttu!" — Við byijum þá á kynnum þínum af íslendingum... „Ég á marga íslenska vini. Ég hef tekið þátt í starfí Norðurlandaráðs og auk þess unnið með íslenskum stjórnmálamönnum á öðrum vettvangi frá því ég var ungur. Það hlýtur að hafa áhrif á mann, maður kynnist mörgum og ég hef verið svo heppinn að eignast vini. Samband mitt við ísland hefur náttúrlega fyrst og fremst verið pólitískt. Það er stundum sagt að fólk fái yfír sig þá stjómmálamenn sem það á skilið. Það hefur sjálft valið þá, að minnsta kosti í okkar heimshluta, svo það er grín með al- vöru saman við. Þeir íslensku stjómmála- menn sem ég hef hitt eru í engu eftirbátar stjórnmálamanna annarra landa ef það er það sem spurningin snýst um. Ég vil ekki nefna nein ákveðin nöfn, en hef alltaf verið ánægður með samskipti mín við þá. I rauninni era íslenskir stjórnmálamenn eins og aðrir íslendingar. Mér hefur fundist flestir Islendingar sem ég hef hitt vera mjög meðvitaðar um sérstæðan karakter og sögu landsins. Maður þarf sjálfsagt að hafa heim- sótt ísland til þess að skilja þetta. Náttúran er stórbrotin og þegar menningararfurinn bætist við, og þá að sjálfsögðu sérstaklega POUL o o CHLUTER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.