Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989
Dúett fyrir þrjá
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Joan Barfoot: Duett for tre.
Norsk þýðing: Brit Jahr.
Útg. Norsk Gyldendal 1988.
Joan Barfoot er kanadískur rit-
höfundur, fædd 1946 og starfaði
við blaðamennsku lengi vel, áður
en hún sneri sér að því að skrifa
bækur. Fyrsta bók hennar, Abra,
sem kom út fyrir röskum tíu árum,
heitir Abra og mér skilst að sú bók
hafi fengið virt kanadísk bók-
menntaverðlaun. Næsta bók hennar
er Dancing in the Dark, sem kom
út 1982, og með þeirri bók þótti
Joan Barfoot festa sig í sessi sem
meiriháttar rithöfundur og sú bók
og síðan sú sem hér er að vikið
verið þýddar á ýms tungumál.
Hér segir frá konum þriggja kyn-
slóða, ættmóðurinni Aggie sem er
áttræð, dóttur hennar Jane sem er
að verða sextug og við sögu kemur
einnig, en minna þó, dóttir Jane,
Frances.
Þegar sagan hefst búa þær
mæðgur Aggie og Jane saman.
Aggie hefur verið mikil kjamakell-
ing á yngri árum, hún varð ekkja
eftir „kennarann“, eiginmann sinn,
þegar Jane var fimm, sex ára og
dreif sig þá í að koma upp bakaríi
og hefur barist áfram með kjafti
og klóm og staðið sig eiginlega
prýðilega að flestu leyti. Nema því
að hún hefur ekki getað elskað
Jane, dóttur sína, sem er vitanlega
hið versta mál og hefur sett sitt
mark á Jane alla tíð. Þó tekur ekki
betra við hjá Jane, henni gengur
mjög erfiðlega að elska sína dóttur.
Aftur á móti hafa tekist miklir
kærleikar milli Aggie gömlu og
dótturdótturinnar, Frances, og
henni sýnir Aggie alla þá hlýju og
þann áhuga sem hún hafði ekki
handa Jane á sínum tíma. Móð-
ur/dóttursambandið sem sagt á
fullu og það í meira lagi flókið.
Þær Aggie og Jane eru samt
dæmi um hina kúguðu konu, hvor
á sinn máta, þótt þær hafi báðar
reynt að leysa það, Aggie með bak-
Joan Barfoot
aríinu og Jane með því að afla sér
starfsmenntunar. Samt er það varla
fyrr en með Frances að þær skynja
báðar hvað hún hefur allt öðruvísi
stjórn á lífi sínu en þær. Báðar eru
á vissan hátt afbrýðisamar hvor út
í aðra, Aggie og Jane, og báðar eru
þær haldnar sektarkennd, vegna
tilfinningasljóleika í hvors annars
garð og ákveðinnar beiskju sem þær
skilja að hefur komið í veg fyrir
að þær nái saman.
Aggie verður fyrir þeirri reynslu
fljótlega að hún er farin að væta
rúmið á nóttunni og hefur ekki leng-
ur stjórn á þvaglátum. Niðurlæg-
ingartilfinningin sem þessu fylgir
hjá henni er óbærileg og viðbrögð
Jane og viðbjóður á þessu, þótt hún
skilji að móðirin getur auðvitað
ekki að þessu gert, eru á sinn hátt
ósköp eðlileg. En á elliheimili fer
hún ekki, hvað sem Jane segir.
Enda spurning um hvort Jane muni
geta afborið þá einsemd sem því
fylgdi, þrátt fyrir allt.
Þessi bók segir á mjög læsilegan
og trúverðugan hátt frá móð-
ur/dóttursambandinu og höfundur
leitar engra billegra lausna heldur
vinnur þetta verk af mikilli alúð og
listrænum tilþrifum. Þegar bókin
endar vitum við ekki, hvernig þær
hafa hugsað sér að leiða málið til
lykta, en okkur grunar hvernig þær
muni gera það enda virðist það rök-
rétt niðurstaða bókarinnar.
Togstreita
nútí mahj ónanna
Aase Foss Abrahamsen: Alltid
de andre
Útg. Norsk Gyldendal 1988
Getur það gengið upp að sameina
þátttöku í atvinnulífi umönnun
bams og hafa einnig tíma til að
njóta ástarinnar. Það er út af fyrir
sig ágæt spurning, sem æ fleiri
ungir foreldrar hafa orðið að leggja
fyrir sig á þessum síðustu tímum
og er viðfangsefni Aase Foss Abra-
hamsen í þessari nýjustu bók henn-
ar.
Þar segir frá tveimur metnaðar-
gjörnum ungum læknum, Birgitte
og Geir sem hefur vegnað vel í
sambúð og starfi, en það er komið
að því að þau velta fyrir sér hvort
þau eigi að eignast bam. Og ef þau
eignast barn, hvemig ætla þau að
fara að svo að hvorki bamið, sam-
skipti þeirra innbyrðis og vinnan
bíði skaða af. Er ekki hægt að
skipuleggja þetta svo vandlega að
alla þessa þætti megi sameina? Þau
ganga að því með oddi og egg, að
búa til barn og einnig að ræða um
framtíðarmálin og hvernig þau
hugsa sér að leysa þau jafnóðum
og stundum fyrirfram. Birgitte er
um þessar mundir falin aukin
ábyrgð í sínu starfi, en hún fæst
við meðferð á krabbameinssjúkling-
um. Geir skiptir um starf til að liðka
fyrir, því að sýnilegt er að Birgitte
vill ekki gera það. Hún sinnir sínu
starfí af mikilli ákefð og það vottar
fyrir beiskju hjá henni vegna þess
að henni fínnst eiginmaðurinn ekki
sýna starfí hennar nægilegan
áhuga. Sjálf er hún ekki teljandi
áhugasöm um hans glímu við nýtt
starf.
Aase Foss Abrahamsen
Þegar barnið fæðist, heilbrigður
drengstauii, skipta þau svo með sér
verkum, að fyrst er Birgitte heima
í hálft ár að sinna baminu og síðan
kemur röðin að Geir. Þetta gengur
allt mætavel, en svo er árið liðið
og bæði eru komin í sín störf á ný.
Þá fyrst fer vitanlega að reyna á
hvernig og hvort þetta getur geng-
ið upp.
Þótt allt hafi verið vandlega und-
irbúið að því er þau héldu er samt
ýmislegt í samskiptum þeirra sjálfra
og afstöðu gagnvart barni og um-
hverfi sem kemur þeim á óvart.
Af hveiju virðast þau ekki ráða við
þetta fyrst aðrir geta það. Og
hversu alvarlegir em þeir brestir
sem koma í hjónabandið eftir að
þessi togstreita hefst.
Við þessu gefur höfundur ekkert
algilt svar, enda varla til. En bókin
er fallega og vitlega skrifuð og
áreiðanlega góð lesning fyrir unga
foreldra og raunar alla þá sem hafa
áhuga á mannlegum samskiptum.
Skapgerðir
mikilmenna
________Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Það kemur fyrir að hingað á
útskerið rekist óvænt einstæðar
sýningar, þannig að það þurfi
jafnvel að bjarga þeim fyrir horn
um húsrými. Undirbúningur lítill
ef nokkur og sá er fjallar um þær
fær engin gögn upp í hendurnar
í formi sýningarskrár og annarra
heimilda.
Slíkar sýningar vilja hljóta
minni aðsókn en efni standa til,
því að stundum gleymist einnig
að vekja nægilega athygli á þeim,
og margur áttar sig fyrst þá, er
þær eru afstaðnar.
Vonandi hlýtur farandsýning á
skapgerðarljósmyndum ýmissa
merkra manna aldarinnar eftir
hinn magnaða ljósmyndara Yo-
usuf Karsh ekki slík örlög, en
henni hefur verið komið fýrir í
eystri gangi Kjarvalsstaða og mun
standa yfir út þennan mánuð.
Hinn heimskunni kanadíski
ljósmyndari er fæddur 23. desem-
ber 1908 í Marden í tyrkneska
hluta Armeníu, sem var á hálend-
inu. Á barnsaldri upplifði hann
fjöldamorð Tyrkja á Armenum
1915-18, og ástandið leiddi til að
fjölskyldan hrökklaðist til Sýr-
lands árið 1922. Tveim árum
seinna sendu foreldrar drengsins
hann til Kanada til að tryggja
öryggi hans. Hann var skírður til
rómversk-kaþólskrar trúar og til
marks um ástandið í þessum hluta
Armeníu á þessum voðalegu
tímum þá varð hann að hafa vas-
ana fulla af steinum á leið í
skólann til að veijast árásum jafn-
aldra sinna múslímanna. Arabíska
var mál hans, en hann kunni lítils-
háttar í ensku og frönsku. Þegar
hann kom til Halifax tók frændi
hans, George Nakash, á móti hon-
um á hafnarbakkanum, en heim-
ili hans var í Sherbrooke, Quebec.
Ósk hins unga Armena var að
stunda læknisfræði en hann fékk
fljótlega áhuga á ljósmyndun og
dvaldi löngum á ljósmyndastofu
frændans. Eftir aðeins sex mán-
aða skólagöngu gaf hann læknis-
fræðina upp á bátinn til að helga
sig alfarið ljósmyndafaginu og þar
með voru örlög hans ráðin, og
hann er enn virkur í faginu kom-
inn á níræðisaldur.
Sýningin er hingað komin fyrir
tilstuðlan aðila eins og Merill
Lynch, Flugleiða, Seðlabankans
og Víkingsprents, en hún var
upprunalega sett upp í tilefni átt-
ræðisafmælis listamannsins á
síðasta ári og hefur vafalítið
flakkað víða, en einstakar myndir
Karsh eru fastagestir á ljós-
myndasýningum virtustu safna
austan hafs sem vestan.
Svo þekktur er Karsh í heimin-
um fyrir einstakar myndir sínar,
að flestir munu kannast við eina
og eina, og enn fleiri eru góðkunn-
ingjar allra upplýstra manna svo
sem myndimar af Churchill
(1941), Hemingway (1957), Sibel-
ius (1949) svo og Rainer fursta
og Grace Kelly (1956).
Yousuf Karsh hefur verið
vígður því að leita uppi mikil-
menni samtíðarinnar og taka af
þeim skapgerðarmyndir, og hér
er hann alveg í sérflokki um Iist-
ræna og djúprista útfærslu.
En af hveiju mikilmenni, spyr
nú einhver, og er það ekki smjað-
ur upp á við? Nei, svo held ég
alls ekki, en á tímum, er hið öfuga
hefur verið mjög svo í tízku, er
mikilsvert, að einhver skili til
framtíðarinnar þessum þætti
mannlífsins. Og hér er í fæstum
tilvikum um að ræða fólk, sem
fæðst hefur til metorða, heldur
öðm fremur fólk, sem hefur unn-
ið sig upp til metorða með snilli
sinni á hinum ýmsu sviðum
mannlífsins og þá einkum vísinda
og lista — eins konar andlegir
risar tímanna.
Og þó væra myndirnar einung-
is með almennt heimildagildi, ef
ekki kæmi einnig til, að höfundinn
má einnig telja í hópi þessa fólks
fyrir listræn tök sín á viðfangsefn-
inu. Hann hefur í mörgum tilvik-
um töfrað fram skapgerð þess á
þann hátt, að sá, er lítur mynd-
ina, skynjar um leið, að þannig
hljóti persónuleiki viðkomandi að
vera og meðtekur þennan skiln-
ing, sem svo um álla framtíð
greipist í minni hans. Þetta er
mikil list, ogliér heima höfum við
fengið nasasjón af henni í gegnum
ljósmyndir okkar ágæta Jóns Kal-
dals, sem-þó sérhæfði sig engan
veginn á stórmennum, hvorki á
lands- né heimsvísu.
Sjálfur skilgreinir Yousuf
Karsh mikilmenni á þennan veg:
„Ég er spurður æ oftar á síðustu
áram, hvort ég haldi, að nú á
dögum séu uppi jafn mörg mikil-
menni til að ljósmynda og á árum
áður, hvort persónur á borð við
Churchill og Einstein fyrirfinnist
nú á tímum andhetjanna.
Þegar mynd mín af Winston
Churchil! árið 1941 Iukti upp
heiminum fyrir mér, átti ég arf-
leifð hálfrar aldar til að vinna úr.
Á stríðsáranum og í Englandi einu
tók ég á stuttu tímabili myndir
af 42 alþjóðlegum leiðtogum, og
skömmu síðar ljósmyndaði ég
álíka fjölda í Washington. Eftir
styijöldina vora enn margar per-
sónur, sem höfðu verið alkunnar
árum saman. Fólk á borð við Si-
belius, Helen Keller, Schweitzer
eða Casals hefur áunnið sér var-
anlega frægð. En ég held ekki,
að fortíðin eigi neinn einkarétt á
mikilmennum, því að slíkir fram-
úrskarandi persónuleikar eur allt-
af á meðal vor. Né heldur er enn
hægt að dæma um þá, sem enn
era ungir. Ég veit það eitt, að
leit mín heldur áfram.
Leit mín hefur nú staðið í meira
en hálfa mannsævi, leit mín að
mikilleika andans hefur knúið mig
til að Ieggja mig allan fram, leita
fullkomleikans, enda þótt ég viti
að hann næst aldrei.
Leit mín hefur fyllt mig mikilli
gleði, þegar ég hef fundið eitt-
hvað, sem nálgaðist hið full-
komna. Þetta hefur haldið mér
ungum í anda, djörfum og síleit-
andi og alltaf með það í huga,
að hugur og sál era hið eina og
sanna Ijósop myndavélarinnar.“
Og Cornell Capa, fram-
kvæmdastjóri alþjóðamiðstöðvar
ljósmyndarinnar (Intemational
Center of Photography) farast
þannig orð um ljósmyndir Yousuf
Yousuf Karsh
Karsh: „Shakespeare gæti hafa
haft Karsh í huga, þegar hann
samdi þessar línur í Þrettánda-
kvöldi:
... „en óttast þú ekki mikil-
leikann, sumir fæðast miklir, sum-
ir öðlast mikilleika og sumir era
knúnir til mikilleika." Eitt er víst,
það er okkur mikið lán, að síðustu
hálfa öld hefur Yousuf Karsh ljós-
myndað svo marga af þeim mönn-
um og konum, sem mótað hafa
okkar tíma og um leið líf okkar
allra. Skarpt innsæi hans, ásamt
fullkomnu valdi hans á lýsingu
og samsetningu, hafa gert honum
kleift að gera þessar snilldarlegu,
innihaldsríku ljósmyndir, sem
veita áhorfandanum djúpa innsýn
í persónuleika fyrirmyndanna.
Alþjóða ljósmyndamiðstöðin er
hreykin af því að
færa fram þessa af-
mælissýningu, sem
Karsh hefur undir-
búið af alúð, og við
þökkum Merril
Lynch fyrir að gera
þessa sýningu
mögulega.“
Eins og Kaldal
hélt Karsh tryggð
við sömu tæknina
og tók myndir á
sömu filmustærð-
ina, 18x24 sm, og
við svipuð ljósskil-
yrði.
Mjög einfalt, en
einmitt með þessari
fábrotnu tækni töfr-
aði hann fram mis-
munandi skapgerð-
areiginleika með
fjölþættri • snilld
sinni líkt og snilling-
ar málaralistarinn-
ar, sem alla tíð
beittu kannski sömu aðferðinni,
þótt engin mynd þeirra yrði eins.
Er ekki leikkonan snjalla, Anna
Magnani, Ijóslifandi komin í aust-
ursalinn, eða hin sérstæða fegurð
Audrey Hepburn? Stjórnmála-
maðurinn kæni Pierre Elliott
Tradeau, byggingameistarinn
óviðjafnanlegi Ludwig Mies van
der Rohe, rithöfundur fágunar-
innar, Francois Mauriac, eða
raunsæisins, John Steinbeck?
Hinn grandvari auðmaður Sir J.
Arthur Rank, athuguli tískufröm-
uðurinn Christian Dior, stórkost-
legi sviðsmeistarinn og leikarinn
Jean Louis Barrault eða skáld
orðkynnginnar, W.H. Auden? Var
hægt að kafa dýpra í sálarfylgsni
hinnar miklu konu Helenu Keller,
er segja má að hafi breytt þögn
í tóna og myrkri í ljós með ein-
stæðu sálarþreki sínu, svo og
fylgdarkonu hennar, Polly
Thompson? Og sérstök hátíð hlýt-
ur það að vera fyrir myndlistar-
menn að virða fyrir sér skap-
gerðareinkenni Picassos, Moore,
Epsteins, Giacomettis, Lipscitz,
Manzú, Max Ernsts, Isamu Nogu-
chi, Soulages og O’Keefe. Lesa
menn ekki eitthvað úr myndum
af sálfræðingnum C.G. Jung, tón-
meistaranum Zubin Metha, fiðlu-
snillingunum Heifetz og Menuhin,
ballettmeistaranum Mörtu Gra-
ham, skáldinu W. Somerset
Maugham og fleiri og fleiri?
En sjón er sögu ríkari og nú
er mál að skunda á Kjarvalsstaði
og njóta mikillar listar.
Mynd af Hemingway.