Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 18
18 MOItGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1990 Ágreiningur um framboðsmál í Borgaraflokki; Asgeir Hannes kallar stuðningsmenn saman ÁGREININGUR er innan Borgaraflokksins í Reykjavík um fram- boð til borgarstjórnarkosninganna í vor. Borgaraflokkurinn hyggst bjóða fram sérlista í Reylqavík en Ásgeir Hannes Eiríksson þing- maður Borgaraflokksins í Reykjavík er einn stofiifélaga Samtaka um nýjan vettvang, og hefur hvatt til þess að Borgaraflokkurinn gangi til samstarfs við samtökin. Ásgeir Hannes Eiríksson hefur boðað stuðningsmenn sína á fund á Hótel Borg klukkan 17 í dag, þar sem hann hyggst ræða málin. Hann sagði við Morgunblaðið að borgaraflokksmenn greindi á um hvemig haga eigi framboði til borgarstjórnar. Hann vildi að- spurður ekki svara hvort hann íhugaði að ganga úr Borgara- flokknum en sagðist vonást til þess að línurnar yrðu orðnai'skírar í dag. Brynjólfur Jónsson formaður 2 xh árs fangelsi fyrir kókaínsölu 45 ÁRA gamall maður, Ingi Sörensen, hefur verið dæmd- ur til 2 'h árs fangelsisvistar fyrir sölu, dreifingu og með- höndlun á 220 grömmum af kókaíni. Maðurinn var hand- tekinn 28. júlí síðastliðinn og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Áður hafði verið kveðinn upp dómur í máli mannsins í saka- dómi í ávana- og fíkniefnamál- um og var hann þá dæmdur til 4 ára fangelsissvistar en Hæstiréttur ómerkti þann dóm og vísaði málinu í hérað að nýju þar sem sakadómarinn hefði þá áður úrskurðað mann- inn í gæsluvarðhald á þeim for- sendum að hann hefði gerst sekur um brot sem varðaði að minnsta kosti 2 ára fangelsis- vist. Manninum var gert að þola upptöku á um 330 þúsund krónum og um 140 grömmum af kókaíni en það magn lagði lögreglan hald á við rannsókn málsins. Gæsluvarðhald mannsins kemur að fullu til frádráttar við afplánun refsing- arinnar. Guðjón St. Marteins- son sakadómari kvað upp dóm- inn. uppstillinganefndar Borgara- flokksins sagði við Morgunblaðið að stjórn kjördæmisráðs Borgara- flokksins í Reykjavík hefði sam- þykkt í febrúar að bjóða fram S- lista í komandi borgarstjómar- kosningum., Eftir þeirri samþykkt hefði verið unnið og væri breiður skilningur innan Borgaraflokksins á því þótt einstakir þingmenn Reykvíkinga væru ekki hrifnir. Brynjólfur sagði að ekki hefði formlega verið gerð athugasemd við það þótt Ásgeir Hannes Eiríks- son hafi lýst yfir stuðningi við Nýjan vettvang. Akveðið var að hafa opið próf- kjör í Borgaraflokknum og hefur framboðsfrestur verið lengdur og rennur út 7. apríl. Brynjólfur sagð- ist búast við að um 20 manns tækju þátt í prófkjörinu áður en yfir lyki en kosið yrði um 8 efstu sætin á listanum. Guðmundur Ágústsson alþingismaður er meðal þeirra sem hana sent inn þáttt- tökutilkynningu. Á fundi kjördæmisráðs flokks- ins í gærkvöldi var hafnað erindi Nýs vettvangs um samstarf í próf- kjöri. Morgunblaðið/Þorkell Islenski dansflokkurinn og Listdans- flokkur Þjóðleikhússins hafa fengið aðstöðu á neðri hæð hússins við Engjateig 1. Dansstúdíó Sóleyjar verður áfram til húsa á efri hæð. En á innfelldu myndinni sjást dansarar Islenska dansflokknum æfa í nýja salnum undir stjórn sænska danshöf- undarins Per Jonsson. Islenski dansflokkurinn og List- dansskólinn í nýtt húsnæði ÍSLENSKI dansflokkurinn og Listdansskóli Þjóðleikússins eru flutt í nýtt húsnæði, sem ríkið hefur keypt að Engjateigi 1, en það var áður í eigu Dansstúdíós Sóleyjar. Þrír salir eru á neðri hæð húss- ins og sagði Salvör Nordal framkvæmdastjóri Islenska dansflokks- ins, að vonir stæðu til að minni sýningar rúmuðust í nýja hús- næðinu auk þess sem þar mætti kynna starfsemi dansskólans. „Hér er mjög góð aðstaða og ingarsölunum og hefur það þegar algjör bylting frá þrengslunum í verið gert í einum sal. í kjallara einum sal í Þjóðleikhúsinu," sagði eru búningsklefar og aðstaða fyrir Salvör. Skipta þarf um gólf í æf- íslenska dansflokkinn en hann hefur á að skipa ellefu dönsurum. Nemendur Listdansskólans eru 100 talsins á aldrinum 9 til 20 ára. Vegna þrengsla í Þjóðleikhús- inu voru ekki teknir inn nýir nem- endur síðastliðið haust en vonir standa til að næsta haust fjölgi nemendum um 50. Ingibjörg Björnsdóttir er skólastjóri List- dansskólans. Hækkanir á aðstöðugjöidum útgerðarinnar: Ekki hlutverk sveitarfélaga að skapa sj ávarútveguum rekstrargrundvöll — segir ísak J. Ólafsson bæjarstjóri á Siglufirði ÞAÐ ER ekki hlutverk sveitar- stjórna að útvega sjávarútvegsfyr- irtækjum rekstrargrundvöll," sagði ísak J. Ólafsson bæjarstjóri á Siglufirði í samtali við Morgun- blaðið, en í blaðinu fyrir nokkru kom fram að aðstöðugjöld útgerð- arfyrirtækja hafi allt að fjórfaldast í kjölfar nýrra laga um tekjustofiia sveitarfélaga. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi tók í sama streng, og sagðist ekki sjá Skálholtskirkja: Tónafórn Bachs flutt HELGINA 31. mars og 1. apríl verður Tónafórn J.S. Bachs flutt á upprunaleg hljóðfæri á tvennum tónleikum. Fyrri tónleikarnir verða í Skálholtskirkju laugardagskvöldið kl. 20.30 en þeir seinni í Krists- kirkju í Reykjavík á sama tíma sunnudagskvöldið. Flytjendur eru Helga Ingólfsdótt- ir, sem leikur á sembal, Kolbeinn Bjamason á barokkflautu, Ann Wallström og Lilja Hjaltadóttir leika á barokkfiðlur og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir á gömbu. Sömu flytjendur fluttu Tónafórn- ina á Sumartónleikum í Skálholts- kirkju á sl. sumri og var það að öll- um líkindum frumflutningur verks- ins hér á landi. (F réttatilkynning) ástæðu til að sveitarfélög greiddu niður rekstrargrundvöll útgerðar- innar. í frétt blaðsins kom fram gagn- íýni í garð sveitarfélaganna af hálfu Kristjáns Ragnarssonar formanns Landssambands íslenskra útvegs- manna, og sagðist hann mjög undr- andi á afstöðu þeirra í garð útgerðar- innar. Nýju lögin heimila sveitarfé- lögum að innheimta allt að 1,3% aðstöðugjald af öllum atvinnurek- endum. Áður var hámarksaðstöðu- gjald af rekstri fiskiskipa og flugvéla 0,33% af gjaldstofni, 0,65% af fisk- vinnslufyrirtækjum og 1,3% af öðr- um atvinnufyrirtækjum. „Það er ekki hlutverk sveitar- stjóma að afla sjávarútvegnum rekstrargrundvallar,“ sagði ísak J. Ólafsson bæjarstjóri á Siglufirði. „Það eru þeir stjómmálamenn sem setja lög sem heimila sveitarfélögun- um að afla tekna með þessum hætti sem eiga að svara fyrir hvort útgerð- armenn séu í stakk búnir að taka þessi auknu útgjöld. á sig eður ei,“ Hann benti á að tekjur sveitarfélaga af aðstijðugjöldum væru verulega mismunandi eftir því hversu stóran þátt þjónustufyrirtæki, sem greiddu oftast 1,3% af gjaldstofni í aðstöðu- gjöld, ættu í atvinnulífi viðkomandi sveitarfélags. Áætlaðar tekjur Siglu- fjarðar af aðstöðugjöldum í ár eru 34 milljónir króna, en voru 24 millj- ónir í fyrra. „Sú grundvallarákvörðun var tek- in hjá okkur hvað aðstöðugjöldin varðar að þau yrðu jöfn, 1%, á öll atvinnufyrirtæki," sagði Sturla Böð- varsson bæjarstjóri í Stykkishólmi í samtali við Morgunblaðið, en þar hækkuðu aðstöðugjöld útgerðar einna mest. „í gagnrýni sinni á hækkunina ruglar Kristján Ragnars- son saman bæjarsjóði annars vegar og hafnarsjóði hins vegar, þar sem hann talar um að fyrirtækin greiði sveitarfélögum í raun fyrir aðstöðu sína með hafnargjöldum, sem eru 0,85% af aflaverðmæti.“ Sturla sagði að áætlaðar tekjur Stykkishólmsbæj- ar af aðstöðugjöldum væru um 22 milljónir króna á þessu ári, og yrðu , um 17% heildártekna bæjarfélagsins. „Við sjáum ekki ástæðu fyrir því að atvin/ufyrirtækjum sé mismunað eftir atvinnugreinum, og ákváðum því að hætta að greiða niður rekstrar- grundvöll útgerðarinnar, líkt og verið hefur.“ Jóhann Sveinbjörnsson á bæjar- skrifstofunum á Seyðisfirði sagði að ástæða hækkunarinnar þar mætti flokka undir tilraunir til að vinna upp minnkaðar tekjur sem hljótast af minnkandi afla í kjölfar gjaldþrots útgerðarfyrirtækis þar fyrir ekki alls löngu. Hann sagði að tekjur Seyðis- fjarðarbæjar af aðstöðugjöldum væru áætlaðar 15,6 milljónir í ár, en 11,3 milljónir 1989. Yfirlitssýning á verkum Guðmundu Andrésdóttur Á Kjarvalsstöðum verður opnuð sýning á verkum Guðmundu Andrésdóttur, í boði menningarmálanefiidar Reykjavíkurborgar, á morgun, laugardaginn 31. mars. Þar gefur að líta yfirlit yfir listsköp- un Guðmundu siðastliðin 35 ár. Af öllum þeim fjölda íslenskra myndlistarmanna sem ástunduðu abstraktlist og þá sérstaklega geo- metríska abstraktlist er það athygl- isvert hveru fáar konur lögðu hönd á plóginn. Ein þeirra er listakonan Guðmunda Andrésdóttir. Hún fæddist í Reykjavík árið 1922 og lauk verslunarprófi frá Verslunar- skóla íslands árið 1941. Það var ekki fyrr en árið 1946 að hún lagði út í listnám, en á árunum 1941 til 1946 vann hún skrifstofustörf í Laugavegsapóteki og dundaði við myndlist í frístundum eins og hún orðar það sjálf. Fáir listamenn eru jafn meðvitaðir og Guðmunda um ástæðuna hvers vegna hún lagði Guðmunda Andrésdóttir út á Iistabrautina.-Guðmunda segir að sýning Sva.vars Guðnasonar hafi verið afgerandi þátbur í köllun sinni. Guðmunda Andrésdóttir á að baki langan feril sem skapandi listakona. Hún hefur haldið 5 einkasýningar og tekíð þátt í fjöl- mörgum samsýningum bæði hér heima og erlendis. Auk þess hefur hún árlega tekið þátt í sýningum Septem-hópsins. En aílan þennan tíma hefur Guðmunda unnið úti samhliða sköpunarstarfinu, lengSt af hjá Orkustöfnun. Þá hefur hún ' ferðast víða — London, París, New York — og fylgst grannt með þyí sem hefur verið að gerast í menn- ingunni. (Úr fréttatilkynningu) Ráðsteftia um hlutverk há- skólans í um- hverfismálum RAÐSTEFNAN Hlutverk háskól- ans í umhverfismálum verður haldin í Odda, húsi Háskóla ís- lands í dag, fdstudaginn 30. mars kl. 13.45-17.45. Jafnframt verða verkefni og starfsemi hins nýja umhverfisráðuneytis kynnt og rætt um með hvaða hætti háskól- imi með rannsóknum sínum getur orðið ráðuneytinu að liði í störfum þess. Rektor Háskóla íslands, Sigmund- ur Guðbjarnason prófessor, flytur ávaip og Júlíus Sólnes umhverfisráð- herra ræðir um umhverflsráðuneytið og starfsemi þess. ■- Sex fyrirlesarar frá þáskólanum skýra hver verkefni háskólans ei-u og hafa verið á sviði úmhverfismála. Einnig verður rætt hvert þjónustu- og rannsóknarhlutyerk háskólans getur orðið á þessu sviði í framt- íðinni. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.