Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRIL 1990
Kögun verður
almenningshluta-
félageftir 1995
KÖGUN hf., sem hafa mun veg og vanda af þróun og viðhaldi á Is-
lenska loftvarnakerfinu, IADS, er hlutafélag í eigu Þróunarfélags ís-
lands og 38 íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja. Skýrt var frá því í Morgun-
blaðinu í gær að gert er ráð fyrir að tölvukerfið, sem tekur við upplýs-
ingum á íslenska flugstjórnarsvæðinu frá fjölmörgum heimildum, kom-
ist í gagnið 1994. Þróunarfélagið er langstærsti hluthafinn í Kögun
með yfir 70% hlutafjár. Hlutafé er 20 milljónir króna.
Að sögn Gunnlaugs Sigmunds-
sonar, stjórnarformanns Kögunar,
er forsagan sú að stjórnvöld ákváðu
á sínum tíma að Kögun hf. sæti
eitt að þróun og viðhaldi á hugbún-
aðarkerfinu að uppfylltum vissum
skilyrðum og að íslenskum hugbún-
aðarfyrirtækjum yrði boðin aðild
að fyrirtækinu. „Þróunarfélagið tók
að sér að ábyrgjast að lágmarks-
hlutafjár yrði aflað. Síðan er samn-
ingur í gildi milli Þróunarfélagsins
og utanríkisráðuneytisins um
hvernig beri að gera Kögun að al-
menningshlutafélagi í áföngum, þó
þannig að fyrirtækið ábyrgist að
það verði hæft til að taka við þróun
og viðhaldi íslenska loftvarnakerf-
VEÐUR
isins á árunum 1994-1995. Þegar
því er náð er sú kvöð í samningnum
að við seljum öll hlutabréf fyrirtæk-
isins á almennum hlutabréfamark-
aði. Jafnframt er okkur skylt að
reyna að tryggja að mikil dreifing
verði á sölu hlutabréfanna," sagði
Gunnlaugur.
Þróunarfélaginu, sem er stærsti
hluthafi í Kögun, er samkvæmt
þessum samningi heimilt að selja
allt að 49% hlutafjár Kögunar fram
til ársins 1995 en hefur jafnframt
skuldbundið sig gagnvart utanríkis-
ráðuneytinu að selja ekki meirihluta
fyrir þann tíma.
Gunnlaugur Sagði að enn hefðu
hlutabréf ekki verið seld í fyrirtæk-
Ratsjárstöðin á Gunnólfsvíkur-
fjaUi
inu frá stofnun þess en hins vegar
hefði fjöldi fyrirtækja og einstakl-
inga skrifað sig á lista og lýst yfír
áhuga á því að kaupa hlut í fyrir-
tækinu þegar sala á hlutabréfum
hæfist.
„Við höfum ekki hafið sölu á
bréfunum vegna þess að fyrirtækið
hefur tæpast hafið starfsemi ennþá
og höfuðstóll þess hingað til ein-
göngu verið kostnaður," sagði
Gunnlaugur. Hann kvaðst þó eiga
von á því að sala á hlutabréfum
myndi hefjast á þessu ári.
/ DAG kl. 12.00:
Heimikf: Veðurstofa Islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gaer)
VEÐURHORFUR I DAG, 26. APRIL
YFIRLIT í GÆR: Yfir Langanesi er 966 mb lægð sem þokast norð-
vestur og síðar norðnorðaustur, en 1.025 mb hæð yfir Norðvestur-
Grænlandi.
SPÁ: Smám saman dregur úr norðvestanáhlaupinu, hvass vindur
um norðaustanvert landið fram á kvöld, jafnvel stormur. Norðan-
lands, a.m.k. á annesjum, talsverður éljagangur fram eftir degi.
Vestanlands léttir til fyrir hádegi og síðdegis lægir. Undir kvöld
verður komið besta veður. Á Suður- og Suðausturlandi lettskýjað
en talsverður strekkingur fram eftir degi. Kalt áfram og búast má
við talsverðu næturfrosti. Á föstudag tekur að hlýna.
VEÐURHORFUR NÆST/J DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG: Vaxandi suðlæg átt og hlýnandi veður.
Snjókoma og sfðar slydda eða rigning um sunnan- og vestanvert
landíð. Þykknar upp norðaustanlands en úrkomulítið fram eftir degi.
HORFUR Á LAUGARDAG: Suðlæg eða suðvestlæg átt og hlýtt í
veðri, einkum austantil á landinu. Rigning sunnanlands og vestan
en þurrt að mestu norðaustanlands.
TÁKN:	x,  Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind-	¦\Q° Hitastig: 10 gráður á Celsíus
A	stefnu og fjaðrirnar	•
Z  \ Heioskírt	vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.	\J  Skúrir
V		V El
\Æk. ^ský^	/  /  / / / / / Rigning	=  Þoka
A Zjík Hálfskýjað	r r / * / *	=  Þokumóða ', ' SúW
fjj^Skýjað	/ * / * Slydda / * / * * *	OO  Mistur |-  Skafrenningur
<  B Alskýiað	* * * * Snjókoma * * *	R/  Þrumuveður
Þrír togarar á út-
hafskarfaveiðum
TOGARAR Sjólastöðvarinnar hf. í Hafnarfirði, Sjóli HF og Haraldur
Kristjánsson HF, eru nú á úthafskarfaveiðum 250-260 mílur út af
Reykjanesi og togarinn Ýmir HF, sem er í eigu Stálskipa hf. í Hafnar-
firði, er einnig farinn á úthafskarfaveiðar, að sögn Helga Kristjáns-
sonar útgerðarstjóra Sjólastöðvarinnar hf. Helgi sagði að rannsókna-
skipið Bjarni Sæmundsson væri einnig á úthafckarfamiðunum og
einn maður frá Hafrannsóknastofnun væri um borð í Sjóla HF.
Helgi Kristjánsson sagði að leið-
indaveður hefði verið á úthafskarfa-
miðunum undanfarið. Hins vegar
hefði verið búið að frysta 17-18
tonn af úthafskarfa um borð í Sjóla
HF á þriðjudag en eitthvað minna
um borð í Haraldi Kristjánssyni HF.
Hann sagði að tveir rússneskir tog-
arar og einn norskur togari hefðu
verið á úthafskarfaveiðum út af
Reykjanesi að undanförnu en
Austur-Þjóðverjar og Búlgarar
hefðu einnig stundað þessar veiðar.
Helgi  sagði  að  aflaverðmæti
Haraldar Kristjánssonar HF hefði
verið um 53 milljónir króna í síðustu
veiðiferð, þannig að hásetahlutur-
inn hefði verið um 550 þúsund krón-
ur. Togarinn var 25 daga í veiði-
ferðinni og kom úr henni 14. apríl.
í þessari veiðiferð fékk skipið sam-
tals 572 tonn upp úr sjó, þar af 198
tonn af ufsa, 189 tonn af þorski,
135 tonn af karfa og 47 tonn af
ýsu. Karfinn er seldur til Japans,
ufsinn til Vestur-Þýskalands en
þorskurinn og ýsan til Bretlands,
að sögn Helga Kristjánssonar.
Stöð 2:
Tilboðið í hlutabréf-
in stendur ekki lengur
-segir Gunnsteinn Skúlason
*	'&	ÉBf	
%	^f		
VEÐUR VÍÐA UM HEIM			
kl. 12:001	'gær	að ísl. tíma	
	htti	veður	
Akureyri	0	úrk. igrennd	
Reykjavík	0	úrk. f grennd	
BJörgvin	14	skýjað	
Helsinki	16	léttskýjað	
Kaupmannahöf	n  18	skýjað	
Narssarssuaq	+12	léttskýjað	
Nuuk		vantar	
Ósló	17	léttskýjað	
Stokkhólmur	17	léttskýjað	
Þórshöfn	5	rigning	
Algarve	19	léttskýjað	
Amsterdam	18	léttskýjað	
Barcelona	16	hátfskýjað	
Berlfn	12	skúrásíð.klst.	
Chicago	19	skýjað	
Feneyjar	14	þokumóða	
Frankfurt	12	skýjað	
Glasgow	11	skýjað	
Hamborg	16	hálfskýjað	
Las Palmas	20	skýjað	
Lundúnir	19	léttskýjað	
LosAngeles	13	léttskýjað	
Lúxemborg	11	skýjað	
Madríd	15	skýjað	
Malaga	18	mistur	
Mallorca	18	skýjað	
Montreal	11	skúr	
NewYork	11	alskýjað	
Orlando	19	léttskýjað	
Paris	16	léttskýjað	
Róm	17	léttskýjað	
Vín	14	skýjað	
Washington	13	mistur	
Winnipeg	8	þokumóða	
TILBOÐ þriggja aðila í hlutabréf
Eignarhaldsfélags Verslunar-
bankans í Stöð 2, stendur ekki
áfram og verður ekki endurnýj-
að, að sögn tilboðsgjafa.
Meirihluti stjórnar Eignarhalds-
félagsins hafnaði kauptilboðinu á
þriðjudag, en Orri Vigfússon, einn
stjórnarmanna, sagði að til greina
kæmi að skoða tilboðið aftur, eftir
aðalfund félagsins sem verður á
laugardag. Gunnsteinn Skúlason,
einn þeirra sem að tilboðinu stóð,
sagði við Morgunblaðið í gær að
það yrði ekki endurnýjað.
Komið hefur fram að tilboðsgjaf-
ar hafi ætlað, með stuðningi fyrri
aðaleigenda Stöðvar 2, að opna
hlutafélagið um stöðina almenn-
ingi, og leita síðan eftir samningum
við Sýn hf. um sjónvarpsreksturinn.
Jón Ottar Ragnarsson fyrrum sjón-
varpsstjóri Stöðvar 2, sagði að
síðastliðið haust hefði legið fyrir
samstarfssamningur milli Stöðvar 2
og Sýnar. Nýir hluthafar í Stöð 2
hefðu hins vegar ekki sinnt því
máli, og það þýddi að þeir væru
komnir í samkeppni, sem helming-
aði verðið á hlutabréfum Stöðvar-
innar.
„Þessi tilraun nú var síðasta
tækifærið til að bjarga hlutabréfum
allra aðila, með því að ná fram
sameiningu við Sýn. Það tækifæri
er glatað," sagði Jón Óttar.
A stjórnarfundi Eignarhaldsfé-
lags Verslunarbankans, þar sem
kauptilboðinu var hafnað, létu Gísli
V. Einarsson og Þorvaldur Guð-
mundsson bóka að niðurstaðan
hefði orðið sú að hagsmunir hlut-
hafa félagsins hefðu verið fyrir
borð bornir í málinu. Hannes Þ.
Sigurðsson lét bóka, að teknu tilliti
til forsögu málsins, og þeirra samn-
inga sem Eignarhaldsfélagið hefði
gert og dagsettir væru 9. janúar
og 22. mars 1990, teldi hann það
andstætt góðu viðskiptasiðferði og
ekki þjóna hagsmunum Eignar-
haldsfélagsins, að ganga að kauptil-
boðinu.
Islensk menningarvika í Finnlandi:
Vigdís verður heið-
ursdoktor í Tampere
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins.
FORSETI Islands, Vigdís Finnbogadóttir, hlýtur heiðursdoktors-
nafnbót við háskólann í Tampere (Tammerfors) í Finnlandi.
Athöfnin fer fram sunnudaginn 21. október nk. en um þær
mundir verður forsetinn í Finnlandi sem heiðursgestur á
íslenskri menningarviku i Tampere. Heimspekideild háskólans
í Tampere tók ákvörðun um doktorsnafnbót Vigdísar á miðviku-
daginn. Að sögn forsvarsmanna deildarinnar er sérstaklega
verið að minnast starfsemi forsetans á sviði leikhús- og menning-
armála. Innan deildarinnar starfar m.a. stofnun sem útskrifar
háskólamenntaða leikara.
Dagana 19.-24. október verður
íslensk menningarvika sem nefn-
ist Islandia í Tampere, sem er
næst stærsta borg Finnlands.
Miðdepill menningarvikunnar
verður ráðstefnuhúsið „Tampere-
húsið" sem verður tekið í notkun
nokkrum vikum áður. Menningar-
vikan er viðamesta kynningin á
íslenskri menningu í Finnlandi
hingað til. í för með forseta ís-
lands verða samtals um 200 ís-
lendingar, m.a. biskup íslands,
herra Ólafur Skúlason, Svavar
Gestsson, menntamálaráðherra,
Sinfóníuhljómsveit íslands, K6r
Langholtskirkju ásamt rithöfund-
um og öðrum menningarfrömuð-
um.
¦    I---------------------------------------~.-------------!-----------------------
Sinfóníuhljómsveitin fer í
fyrstu tónleikaferð sína um Norð-
urlönd en Tampere verður fyrsti
áfangastaður hennar. Síðan verð-
ur haldið til annarra borga í Finn-
landi, Svíþjóð og Danmörku.
Á menningarvikunni verður
íslensk menning kynnt frá mörg-
um hliðum. Auk tónleika og list-
sýninga verða höfundarkynningar
og málþing en einnig er ætlunin
að kynna íslenska hestamennsku,
matargerðarlist, kvikmyndir og
ferðamál. Þá verður messa á
íslensku og finnsku í dómkirkj-
unni í, Tampere með þátttöku
þeirra Ólafs Skúlasonar og Paavo
Kortekangas, biskups í Tampere.
----------------------------------                               .ii
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52