Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 12
12 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1991
\
eftir Valgeir Guðjónsson
NORSKA ríkisútvarpið heit-
ir uppá norsku Norsk Riks-
kringkasting, en gegnir
hversdags nafninu NRK.
Þar á bæ er húsakostur öllu
rýmri og viðameiri en sá
sem RUV hefur yfir að ráða.
Þessu kynntist undirritaður
allítarlega nú á dögunum
þegar hann leitaði dyrum
og dyngjum að rauðhærðum
og rómsterkum Eiríki
Haukssyni, sem vitað var að
var staddur einhvers staðar
innandyra í stofnuninni. Eft-
ir eyðimerkurgöngu um
endalausa rangala og innlit
í hvert mynd- og hljóðverið
á fætur öðru þótti ekki horfa
vænlega um árangur leið-
angursins. Þá birtist skyndi-
lega rauður makki og undir
honum Eiríkur. Á hæla hans
fylgdu aðrir liðsmenn kvart-
ettsins Just 4 fun á leið í
búninga- og förðunarráðu-
neytið til undirbúnings upp-
töku á Evróvisjónlagi Norð-
manna í ár. Just 4 fun skipa
auk Eiríks Hanne Krogh,
önnur Bobbysokkasyst-
ranna, sem sigruðu fyrir
Noregs hönd um árið sællar
minningar, Marianne ....
fallega dimmrödduð, komin
5 mánuði á leið, og Jan nokk-
ur Groth, gamall refur úr
rokkinu.
Eftir hefðbundin fagnaðar-
læti tveggja íslendinga á
erlendri grund, tylltum við
Eiríkur okkur niður í bún-
ingsherbergi hans, sem
reyndist næstum jafnstórt
og samanlögð búningaað-
staða sjónvarpsins okkar
við Laugaveg og fyrsta spurningin
var auðvitað:
Hvað er þungarokkarínn að gera
í þessu Júróvisjóni úti í löndum?
„Það er auðvitað sama gamla
sagan og sú þegar ég hætti að
syngja með rokksveitinni Drýsli um
árið og fór að syngja fyrir Gunnar
Kafað í dýpstu gildi textans um frú Thompson.
Til í slaginn.
Eiríkur
segir norskum jentum gamansögu.
T
Höfundur texta í þungum þönk-
um.
Þórðarson. Ef þú ætlar að syngja
þungarokk fyrir fámenna þjóð í
norðri máttu ekki búast við að auðg-
ast af tiltækinu, frekar að þú safnir
skuldum! Þannig að ég er bara að
hafa vaðið fyrir neðan mig. Þunga-
rokksveitin Artch er reyndar síður
en svo hætt því önnur platan okkar
er að koma út í Bandaríkjunum
núna fljótlega. Því umstangi fylgir
hinsvegar mikill dauður tími, þannig
að þegar ég vár beðinn að taka þátt
í þriggja vikna tónlistarsýningu í
mínum heimabæ, Fredrikstad, sló
ég til og varð fjórði maður í kvart-
ett, sem hlaut nafnið Just 4 fun.
„Just 4 fun“ eða „Uppá grín“.