Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJURDAGUR 4. JUNI 1991 49 Kveðja: * Sigurður Agusts- son, Birtingaholti Heil þú, dásðm drottning meðal lista dýrðarljóssins sæti stigin frá. Ástarmild, er mannheim viidir gista, mundar töfrasprotann fríð og há. Dóttir himins móðunnáli hæða mætir þú, sem birtir alla sál, og um háleik ættar þinna fræða áhrif þín er guðdóms tendra bál. (Steingrímur Thorsteinsson) Einhver innri rödd kallar fram úr leynum hugans þennan lofsöng skáldsins við fráfall bóndans í Birtingaholti sem ef til vill við bústörf, plóg eða orf, nam óma og töfra náttúrunnar, sem urðu að lagi eða söng í sál hans. Grein þessi verður engin tæm- andi lýsing á æviferli þessa merka manns. Hér er aðeins reynt að bregða upp mynd af stopulum kynnum tveggja manna sem hvergi nærri stóðu það djúpt sem æskilegt hefði verið. En í kynningu einstaklinga getur komið það fram, sá skilningur skapast, sem hvergi er annars staðar að fínna. Sigurður Ágústsson fæddist í Birtingaholti þann 13. mars 1907. Ekki verður hjá komist að lýsa hér að nokkru ætt hans og uppr- una. En þar sem hér er allt séð frá persónulegum sjónarhól þess sem skrifar liggur beinast við, að rekja ættir saman og þarf þar ekki langt að leita, þótt mörgum hafi það verið þoku hulið. Árið 1788 hófu búskap í Bryðju- holti í Ytri-hrepp hjónin Einar Bjamason og Guðrún yngri Kol- beinsdóttir prests í Miðdal. Af fimm börnum þeirra sem upp kom- ust skulu tvö þau yngstu nafn- greind hér. Sigurður, f. 1798, langafí undirritaðs, og Amdís, f. 1800, langamma Sigurðar Ágústssonar. Sigurður Einarsson varð stórbóndi í Gelti í Grímsnesi, einn efnuðustu bænda á öllu Suð- urlandi. Arndís Einarsdóttir giftist Guð- mundi Magnússyni bónda í Birt- ingaholti árið 1829. Og enda þótt þessi kona félli frá á unga aldri í blóma lífs, mátti segja að gullvæg væri sú ráðstöfun forlaganna því að frá þeim hjónum er komið mik- ið mannval fjölhæfra gáfu- og athafnamanna. Eina barn þeirra var Guðrún er giftist Helga Magn- ússyni Andréssonar alþingis- manns í Syðra-Langholti. Heimili þeirra í Birtingaholti varð gróið höfðingjasetur í sveit. Þau eignuð- ust margt bama, af þeim urðu þrír landskunnir prestar: sr. Guð- mundur í Reykholti, sr. Magnús skólastjóri Kennaraskólans og sr. Kjartan í Hnina. Og síðast en ekki síst faðir Sigurðar, Ágúst Helgason bóndi í Birtingaholti varð fyrirmynd annarra í bænda- stétt og brautryðjandi í framfara- málum sunnlenskra bænda á fyrri hluta þessarar aldar. Kona Ágústs og móðir Sigurðar var Móeiður Skúladóttir Thorarensen frá Mó- eiðarhvoli albróður Bjarna amt- manns og skálds. í móðurætt Sig- urðar komu fram margir stóbrotn- ir, hugsjónaríkir athafnamenn. Þaðan kom móðir hans með gáfu sönglistar og tóna, sem hann erfði svo í ríkum mæli. Sigurður varð maður fjölmenntaður á fyrri tíma vísu, þótt barnafræðslu hlyti hann ekki utan síns heimilis, en síðar gagnfræðamenntun frá Flens- borgarskóla. Að því loknu fór hann til Noregs og dvaldi þar eitt ár við verknám. Árið 1928 kvæntist Sigurður Sigríði Sigurfinnsdóttur frá Kefla- vík. Þau settust þar að fyrst i nokkur ár en brátt kom að því, þar eð foreldrar voru aldurhnigin orðin að eitthvert barna þeirra tæki þar við búi. Varð úr að þau hjón fluttu þangað vorið 1934 og hófu búskap. Þau eignuðust 6 börn, þijá syni og þijár dætur, en einn son átti Sigurður áður. Hér verður búskaparsaga hans ekki rakin frekar. Hann vissi að hann bjó á höfuðbóli og reisn staðarins féll ekki í höndum hans. Og nú búa eftir hann tveir synir hans með rausn. Fljótt fóru að hlaðast á hann ýmis félagsmálastörf innan sveit- ar, að nokkru vegna erfða en ann- arsvegar vegna hæfileika hans og gáfna. Þau verða hér ekki upp talin. En síðast en ekki síst ber hér að nefna störf hans að söng- mennt og tónsmíðum, bæði innan sveitar og utan, svo sem forsöngv- arastarf, stofnun og stjómun kóra og tónlistarskóla. En það var raunar fleira en hér var upp talið, sem Sigurður Ágústsson lagði á gjörva hönd. Haustið 1955 vantaði kennara við Flúðaskóla og þar sem enginn kennari með réttindi sótti um, tók hann þá að sér kennslu og skóla- stjórn. Á þeim árum átti ég börn í skóla og þá hófust okkar fyrstu kynni. Enda þótt skólaganga hafí orðið minni en efni stóðu til þóttu kennarahæfíleikar hans ótvíræðir, einkum þótti íslenskukennsla hans með ágætum. Bílar voru þá yfir- leitt ekki komnir til sögunnar á heimilum. Þrátt fyrir það hikaði ég ekki við að fara langa bæjar- leið, sem þá var talið, að loknum vinnudegi og gegningum í heim- sókn til hans til viðræðna, stund- um jafnvel fram á nætur. Það voru fijósamar stundir og ég held báðum minnisstæðar. Fremur lítið var að mig minnir rætt um, 'eins og títt er um landsins gagn og nauðsynjar. Heldur um forna bú- skaparhætti heima í Birtingaholti og víðar, um kennslu og skóla- mál, en þó einkum um skáldskap, listir og menningarmál sem svo eru nefnd. Þótt mig skorti til þess hæfni og skilning vildi ég eitthvað fræðast um tónlistarlíf hans. Hann tók því með ákveðinni varúð. Það er háttur skálda og listamanna að bera sem minnst sinn innri heim á torg. Eitt var það, sem honum bjó í huga og vildi við samræður koma upp á yfírborðið. Það var þegar húsið í Birtingaholti brann árið 1951. Það veit víst enginn, sem ekki hefur reynt, hvað það er að standa yfír rústum heimilis síns. Þessi atburður varð honum mikið harmsefni, sár sem aldrei greri. Voru það einkum óbætanleg menningarverðmæti. „Hér fóru bækur, sem hvergi eru til fram- ar,“ varð honum að orði. Einnig fór nótnasafn frá honum veg allr- ar veraldar. Að minnast þess hrærði hann djúpt. Eitt er pnn sem ég vil minnast hér. Eitt sinn við skólaslit ritaði ég grein í skóla- blað, þar sem ég fór viðurkenning- arorðum um starf hans. Engin orð hafði hann um það þá. En mörgum áratugum seinna hittumst við eitt sinn. Þá þakkaði hann mér af alúð fyrir þessi orð mín, þau liafí verið honumr minnisstæð. Hann hafði þá borið það með sér öll þessi ár. Ekki alls fyrir löngu flaug mér í hug að færa honum þessa grein, en það dróst og varð um seinan. Sigurður átti við vanheilsu að stríða hin síðari ár og hrönun kom í kjölfar þess. En með dvínandi lífskrafti sljóvgast minni og hæfí- leikar, en það verður mörgun manninum ofraun að skilja og viðurkenna. Sigurður Ágústsson var yngstur og fellur síðastur í valinn sinna systkina. Með honum er genginn sá maður, sem setti stóran svip á samtíð sína. Verk hans á sviði tónlistar munu lifa tengd nafni hans. Þau mætti kalla stórvirki af manni sem hélt uppi búskap stóran hluta ævi sinnar, auk þess hlaðinn félagsmálastörfum langt fram yfír alla sanngirni. Slíkt er bjarnargreiði, enda þótt hann væri vel til þess fær og hafnaði því ekki. Enginn er til frásagnar um þá innri baráttu sem slíkt getur valdið. Gáfur hans vora bæði fjölþættar og víðfeðmar. Hann var hugljúfur og kurteis í framkomu en bar þó með sér stolt og stórlyndi ættar sinnar. Hann var eldhugi á þann veg, að bera hugðarefni sín fram til sigurs — söng og tónlistarmál. En hann bar einnig með sér ein- kenni sveimhugans — gleðimaður þar sem hrifnæmi listamanns réð ferðinni ... Fagrar konur og dýrar veigar ... Einar Benediktsson kvað í Ein- ræðum Starkaðar: Hvíti faðmur var hjarta mitt kalt? því hljóðnaði ástarnafn mér á vörum? Dýpi míns bijósts veit ég aldrei allt efi og þótti býr í þess svörum. Og Mungát Einars Benedikts- sonar: Svo há og víð er hjartans auða borg að hvergi kennir íjáfurs eða veggjar. En leiti ég inanns, ég lít um múgans torg þar lifir kraftur, sem minn vilja eggjar. Hvað vita þessir menn um sælu og sorg er supu aldrei lífsins veig í dreggjar. Ég þrái dýrra vín og nýja vini, og vel mér sessunaut af Háva kyni. En Sigurður Ágústsson lifði ekki eingöngu í heimi hljómlistar og tóna. Hagmælska var honum gefin og orti hann ljóð við mörg sönglaga sinna. Ljóðheimur alda- mótaskáldanna lifði og kveikta neista innra með honum. Hann fór ekki dult með, að þar bæri hæst og stæði honum næst listaskáldið góða — Jónas Hallgrímsson. Sú gæfa fylgdi honum að sofna að síðustu inn í aðra veröld, þar sem ef til vill ríkti „Tónaseiður og svanaflug" eða svo mætti ætla, því að til hvers væri annars lifað hér á jörð. í Ferðalokum segir: Háa skilur hnetti himingeimur blað skilur bakka og egg en anda sem unnast fær aldregi eilífð aðskilið. Sigurður Sigurmundsson Það er vor í Arneshreppi Árneshreppi. ARNESHREPPUR sýnir um þessar mundir öll merki þess að veturinn sé liðinn og vorið sé komið. Túnin grænka og sauðburður vel á veg kominn. Með hækkandi sól léttist andinn og hjartað slær hraðar í bijóstum manna og dýra, allt yfírbragð nátt- úrunnar fær á sig ferskan og litrík- an blæ sem endurspeglast í líflegu brosi allra sem sólin nær að verma. Lóan, tjaldurinn og krían þessir árvissu vorboðar eru löngu komnir og vorverkin hafín, pörun, hreiður- gerð og varp. Ekkert getur stöðvað hringrás lífsins nema klakabrynjuð hjörtu hugsunarlausra manna. Undirbúningur fyrir varp æðar- kollunnar í Árnesi er hafinn, búið er að reisa við fuglahræður og klæða þær í tískuföt gærdagsins, útvíðar terlynbuxur og heklaðar nælongollur. En það er fleira hér sem breyt- ist með komu vorsins. Grásleppu- karlarnir fara á sjó, Óli, Jakob og Axel á Gjögri leggja netin sín í Reykjarfjörð, en Munaðarnes- bræður sækja hann á meira dýpi út á grunninn. íbúafjöldi hreppsins tvöfaldast og byggðin teygir sig alla leið út undir Tangaskörð. Á Hótel Djúpuvík eru Eva og Ási farin að viðra sængurfötin og raða upp borðum og stólum, einn- ig er hafinn undirbúningur á sölu svefnpokaplássa í Finnbogastaða- skóla. Börnin í skólanum voru orðin spennt að taka þátt í vorverkum heima fyrir og þótti því síðustu prófdagarnir langir og leiðinlegir. Segja má að hegðun þeirra eftir síðasta próf hafí einna helst minnt á kýr fyrst eftir að þeim er sleppt út á vorin, rassinn upp í loft og skankarnir í allar áttir. 1 Árneshreppi er margt að skoða allt frá Spena að Geirámúp, tvær síldarverksmiðjur í eyði önnur við Djúpavík en hin á Eyri við Ingólfs- fjörð, Veiðileysufjörður, Þijátíu- dalastapi, Kamburinn og Reykja- neshyrna, Þórðarhellir og Kistan þar sem menn voru brenndir fyrr á öldum, allt era þetta fallegir staðir hver á sinn hátt. í góðu veðri má fara í sund á Krossnesi eða í heita pottinn við Gjögur. Þeir sem áhuga hafa á rómant- ískri náttúrufræði ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum því að í Árneshreppi er fjöldi álagabletta, huldufólksbyggða og annarra náttúruvætta. Þeir sem eru heppn- ir gætu kannski rekist á eða heyrt í drykkfellda draugnum í Naust- víkum sem burðast um með poka fullan af tómum brennivínsflösk- um. Það er vor í Árneshreppi. - VHansen. Steinvari 2000 Þegar engin önnur málning er nógu góð Þeir sem vilja vanda til hlutanna, eða beijast gegn alkalí- og frostskemmdum, mála með Steinvara 2000 frá Málningu hf. Steinvari 2000 býður upp á kosti, sem engin önnur utanhússmálning á stein hefur í dag. Hann stöðvar því sem næst vatnsupptöku steins um leið og hann gefur steininum möguleika á að „anda“ betur en hefðbundin plastmálning. Viðloðun Steinvara 2000 við stein er gulltrygg, unnt er að mála nteð honum við lágt hitastig, jafnvel í frosti, hann þolirrcgn eftir um eina klst. og hylur auk þess fullkomlega í tveimur um- ferðum. Steinvari 2000 er góð fjárfesting fyrir húseig- endur. Veðrunarþol hans og ending er í sérflokki og litaval fallegt. Steinvari 2000 er málning fagmanns- ins, þegar mæta þarf hæstu kröfum um vernd og end- ingu. Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er Æmálninghlf -það segir sig sjdlft - I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.