Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 95. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 28. APRIL 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bretland: Fyrrumdans- mey verður þingforseti London. Reuter. BETTY Boot- hroyd, fyrrum dansmey, var í gær kosin for- seti Neðri deildar breska þingsins og er hún fyrsta kon- an sem valist hefur til þess starfs í rúm- Boothroyd. lega 600 ára sögu þingsins. Boothroyd er þingmaður Verkamannaflokksins og er það í fyrsta sinn eftir stríð sem breskur þingforseti kemur úr röðum stjórnarandstöðunnar. Talið er að hún hafi höfðað mun meira til hins almenna þingmanns en íhaldsmaðurinn Peter Brooke, fyrrum írlandsmálaráðherra, sem bauð sig einnig fram. Hlaut Boothroyd 372 atkvæði en Brooke 238. John Major forsætisráðherra lýsti því fyrirfram yfir að hann tæki ekki þátt í atkvæðagreiðsl- unni. Alls greiddu 72 þingmenn íhaldsflokksins henni atkvæði, þar á meðal átta ráðherrar. Boothroyd er 62 ára piparmær og gfegndi starfi varaforseta þingsins á síðasta þingi. Hún var kosin á þing fyrir West Bromwich í ensku miðlöndunum árið 1973. Hún er 155. forseti Neðri deildar- innar frá stofnun þingsins árið 1376. Hún þykir ákveðin stjórn- andi og hafa til að bera kímnig- áfu sem karlmenn kunni að meta. Er Boothroyd tók við fundarstjórn í gær sagðist hún ætla að bregða út af venju og setja ekki upp hár- kollu sem þingforseti hefur hingað til haft á höfði á þingfundum. Reuter Liðsmenn sveita nýju valdhafanna í Kabúl sækja fram gegn sveitum strangtrúarmanna, er lúta forystu Gulbuddins Hekmatyars, við forsetahöllina í Kabúl. Kona leysir Genscher af Bonn. Reuter. FORYSTA Fijálsra demó- krata (FDP) í Þýskalandi til-1 nefndi í gær Irm-1 gard Schwatzer | byggingarmála- ráðherra sem | eftirmann Hans- Dietrichs Gensc-' hers á stóli utan- Schwatzer ríkisráðherra. Fastlega er búist við því að bæði framkvæmdastjórn FDP og þing- flokkur samþykki tilnefningu Schwátzer í dag. Hún yrði fyrsta konan til þess að gegna starfi utan- ríkisráðherra í Þýskalandi. Hún er fimmtug, efnafræðingur, tvígift en barnlaus og var aðstoðarráðherra í utanríkisráðuneytinu frá 1987 og þar til hún var skipuð byggingar- málaráðherra í janúar í fyrra. Genscher sagðist í gærkvöldi hlakka til þess að verða óbreyttur þingmaður og þvertók fyrir það að hann sæktist eftir að verða arftaki Richards von Weizsáckers forseta. Sjá „Genscher. . . bls 24. Sverfur að skæruliðasveit- um Hekmatyars í Kabúl Kabúl. Washinorton. Reuter. Kabúl, Washington. Reuter. SVEITIR hinna nýju valdhafa í Afganistan háðu harða bardaga við skæruliða strangtrúar- mannsins Gulbuddins Hekmaty- ars á götum höfuðborgarinnar, Kabúl, í gær. Virtu hvorugir vopnahlé sem andstæðar fylk- ingar mujahideen-skæruliða höfðu samið um fyrr um daginn. Talsmaður bandaríska utanrík- isráðuneytisins sagði í gær- kvöldi að flest benti til þess að sveitir Hekmatyars væru að tapa stríðinu um Kabúl. Talsmaður hersveita Gulbuddins Hekmatyars, leiðtoga strangtrúar- manna, sagði tveimur stundum eftir að tilkynnt var að samist hefði um vopnahlé, að sveitirnar myndu ekki hætta bardögum um Kabúl fyrr en skilyrðum, sem samþykkt Reuter Fáni hins nýja ríkis, Júgóslavíu, dreginn að húni við þinghúsið í Belgrað í gær. Hann er eins og fáni gamla sambandsríkisins að öðru léyti en því að rauða kommúnistasfjarnan hefur verið fjarlægð. Bardagar blossa upp í Sarajevo Sargjevo, Lissabon. Reuter. ÞUNG stórskotaliðsárás hófst á úthverfi Sarajevo, höfudborg Bosníu- Herzegovínu, í gærkvöldi, skömmu eftir að Alija Izetbegovic forseti hafði gefið júgóslavneska sambandshernum fyrirmæli um að draga herlið sitt þegar til baka frá Bosníu. Deiluaðilar í Bosniu hófu í gær friðarviðræður í Lissabon og verður þar gerð tilraun til þess að semja um ágreining þeirra í eitt skipti fyrir öll. Bardagamir í Sarajevo eru hinir fyrstu frá því vopnahlé milli stríð- andi fylkinga í Bosníu tókst fyrir milligöngu Evrópubandalagsins sl. föstudag. Sveitir Serba voru sagðar valdar að skothríðinni. í yfírlýsingu Izetbegovics var liðs- mönnum sambandshersins boðið að ganga til liðs við stjórnarher Bosníu en þeim sem það vildu ekki skipað að yfirgefa landið. Þótti yfirlýsingin til þess fallin að hleypa öllu í bál og brand. Yfirvöld í Bosníu líta á sambandsherinn sem hemámslið og sögðu stofnun sérstaks ríkis Serba og Svartfellinga í gær, sem nefnt verður Júgóslavíu, staðfesta það. Utilokað væri fyrir yfírvöld í Bosníu að eiga samstarf við her sem lyti yfirstjóm erlends ríkis. Bandaríkjastjórn sagði í gær að það stæði og félli með vilja Serba til að friðmælast við granna sína í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu hvort ríki þeirra og Svartfellinga yrði við- urkennt. Leiðtogar stríðandi fylkinga í Bosníu hófu í gær friðarviðræður fyrir tilstilli EB í Lissabon. Fulltrúar Serba og múslima mættu til við- ræðnanna en ekki leiðtogar Króata og sagðist Izetbegovic forseti ekki hafa farið til viðræðnanna vegna þeirrar stöðu sem upp hefði komið með stofnun ríkis Serba og Svart- fellinga. Fulltrúar EB sögðu í gær- kvöldi að von væri á forsetanum til Portúgals jafnvel í dag. Væri ætlun- in að viðræðunum lyki ekki fyrr en trygg lausn væri fundin á deilum þjóðarbrotanna. hefðu verið við samningsgerðina, hefði verið fullnægt. Þau eru að liðsauki sem kallaður hefði verið til borgarinnar yrði sendur í burtu, stofnuð yrði sameiginleg yfirstjórn hersveita í borginni og kommúnist- ar yrðu látnir víkja úr áhrifastöð- um í her landsins. Bardagarnir í Kabúl í gær voru sagðir þeir hörðustu milli skæru- liðasveita til þessa. Harðastir voru þeir við forsetahöllina í miðborg Kabúl og á Píslarvottahæðinni þar sem sveitir Hekmatyars vörðust lengi þungri stórskotaliðsárás. Á endanum urðu þær að játa sig sigr- aðar og gefa hæðina eftir. Hún er hernaðarlega mikilvæg því þaðan sér yfir flugvöll Kabúl. Hótuðu sveitimar að skjóta niður flugvélar sem ráðgert var að senda til Pesha- war í Pakistan eftir Sibghatullah Mojadidi og öðmm fulltrúum í 51 manns ráði sem sex skæruliða- hreyfingar samþykktu á föstudag að tæki við stjórn landsins til bráðabirgða. Ráðsmenn lögðu því af stað landleiðina til Kabúl í gær. Margaret Tutwiler, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði að sveitir hliðhollar Ahmad Shah Masood virtust ráða lögum og lofum í Kabúl. Sveitir Hekmaty- ars hefðu verið umkringdar og margir af Hðsforingjum ættflokks Hekmatyars, Pashtun, væru gengnir til liðs við sveitir nýju vald- hafanna. Mojadidi var útnefndur leiðtogi ráðsins sem tekur við stjórn mála í Afganistans. Skæruliðar Hek- matyars, Hezb-i-Islami, og fylking skæruliða sem nýtur stuðnings Ir- ana, Hezb-i-Wahdat, lögðust gegn myndun ráðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.