Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 12
% aiaAjaKuaHOM UR 7. JUNI 1992- lag á yngri árganga hafí leitt til meiri samkeppni um fæðu sem kom- ið hafí fram í hægari vexti og öðru sem af leiðir eins og auknum náttúrulegum afföllum. Þá má geta þess að árið 1984 setti hópur líf- fræðinga fram spá um ástand físki- stofna næstu sex árin þar sem var- að var við fískveiðistefnunni, en þar kom m.a. fram að ástand fiskistofna yrði það sama árið 1990 og það var 1983-84. Að sögn eins úr hópnum er nýliðun í hlutfalli við stofnstærð upp að ákveðnu marki, en samband- ið er ekki mjög skýrt og getur verið breytilegt á milli ára. Litlir hrygn- ingarstofnar geta gefið af sér stóra árganga, en erfítt er að búa til stór- an stofn sem gefur af sér hámarks- afrakstur, eins og reynt hefur verið. Þrátt fyrir gagnrýnisraddir hefur Hafrannsóknastofnun, helsti ráð- gjafí sfjómvalda í fiskveiðimálum, haldið stíft í friðunarkenninguna. Sérfræðingar Hafró benda á að ekki hafí verið farið að ráðum þeirra, heldur hafí leyfílegur veiðikvóti ávallt orðið meiri en stofnunin mælti með. Sú stefna hefur verið í hávegum höfð að byggja skuli upp fískistofnana svo þeir gefí af sér meiri afla og ömggari nýliðun og vemda skuli hrygningartöðvar og ungan físk í uppvexti. „Við höfum vissulega fengið góða nýliðun út úr litlum hrygningarstofni, en það er engin regla að nýliðun sé best þegar hrygningarstofnar em litlir," segir Ólafur Karvel Pálsson, fískifræðing- ur hjá Hafrannsóknastofnun. Enn- fremur segir hann: „Eitt af gmnd- vallaratriðum í stjóm fískveiða lýtur að sambandinu milli stærðar hrygningarstofns og nýliðunar, þ.e. ijölda afkomenda, sem tiltekinn stofn getur af sér. En ekkert mark- tækt samband hefur fundist milli hrygningarstofns og nýliðunar þorskstofnsins. Hinsvegar ef þetta er skoðað nánar má segja að meiri líkur séu á að fá lélegan árgang þegar hrygningarstofnar em litlir heldur en þegar þeir em stórir." 40% minni þorsksókn milli al- mannaksára, sem svarar til 34% kvótasamdráttar milli fískveiðiára, myndi hafa í för með sér víðtæk og alvarleg áhrif um land allt, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að undanfömu. Slíkur samdráttur kæmi þó misþungt niður á byggðar- lögum eftir vægi þorskkvótans á hveijum stað. Þannig næmi skerð- ingin 12% í Reykjavík á meðan Arn- arstapi á Snæfellsnesi yrði fyrir 31,7% kvótaskerðingu svo dæmi séu tekin. Útgerðarfyrirtæki í Reykjavík yrðu hlutfallslega fyrir minnstri skerðingu af þeim 30 stöðum á land- inu sem teknir hafa verið inn í myndina hér að ofan og í kjölfarið ■ sigla önnur fyrirtæki sunnanlands. Þessi mikli munur stafar m.a. af því að veiðiskip sunnanlands eiga stærri hlutdeild í öðram botnfískk- vótum en önnur, en sex botnfísk- tegundir era innan kvótakerfisins; það era þorskur, ýsa, ufsi, karfi, grálúða og skarkoli. Þorskkvóti á skipum í Reykjavík nemur 10.974 tonnum. Þorskígildi ýsu í Reykjavík era 3.000 tonn, ufsa 3.820 tonn, karfa 10.160 tonn, grálúðu 1.425 tonn og skarkola 1.467 tonn. Afla- hlutdeild veiðiskipa í Reykjavík í þorskkvótanum nemur 5,3%, í ýsuk- vótanum 6,2%, í ufsanum 11,9%, í karfanum 21,6% og í grálúðukvót- anum 8,6%. Og í Reykjavík era skráð 94 veiðiskip. En svo vikið sé aftur að Amarstapa, þá eru þar á skrá þrír bátar með samtals 101 tonn af þorskkvóta og 7 þorskígild- istonn af ýsu. Rétt er að minna á að utan við þennan samanburð standa 35 þús- und tonn af úthafsrækju og 6 tonn af innfjarðarrækju, sem leyfilegt er að veiða á yfirstandandi kvótaári, svo og 2.100 tonn af humri eða sem svarar til 646 tonna af slitnum humri, 110 þúsund lestir af síld, 743 þúsund lesta loðnukvóti auk hörpu- skelfisks. Þá eru ótaldir smábátarn- ir, en gert er ráð fyrir að krókaleyf- isbátamir veiði tæp 2% af þorskk- vótanum á yfirstandandi fiskveið- iári, eða um 5 þúsund tonn. Auk þess eiga bátar undir 10 tonnum 0,4% aflahlutdeild í ýsukvótanum og 0,8% í ufsakvótanum. HLAUPAÞORSKAR eftir Ólaf S. Andrésson ÞESSA dagana verða örlag- aríkir atburðir sem ráða miklu um framtíð íslensku þjóðarinnar. Milljónir þorskl- irfa hafa klakist í sjónum sunnan við landið og afdrif þeirra næstu mánuði skipta sköpum fyrir þorskveiðar á síðustu árum þessarar aldar. Vísindamönnum hefur gengið erfiðlega að ráða í flókið sam- spil lífvera og umhverfís í uppeldi þorska. Stærð þeirra þorskárganga sem bætast í veiðistofninn (nýliðun þriggja ára þorsks) virðist ráða mestu um afla. Nýliðunin hefur nú brugðist fimm ár í röð og árgangarnir 1990 og 1991 eru einnig slakir enda þótt ár- ferði hafi verið gott. Sumir vilja kenna um ofveiði enda hefur veiðistofninn verið lítill undanfarinn áratug. Samt er ekki hægt að greina jákvætt samband milli nýliðunar og hrygningarstofns, þvert á móti hafa menn bent á nei- kvæða fylgni milli nýliðunar og veiðistofns undanfarin ár. Engu að síður hlýtur að þurfa einhverja lágmarksstærð hrygningarstofns til að gefa af sér sterkan árgang seiða sem getur nýtt vel hagstætt árferði til sjávar. Mjög virðist óljóst hver þessi lágmarks- stofnstærð er. Benda má á að veiðistofninn reglu“, hlaupárið 1945, en sá þorskárgangur er sá alstærsti sem vitað er um. Er ekki nær- tækt að halda að þessi gífurlegi seiðastofn hafí hreinlega étið stóran hluta árgangsins 1946? Hitt árið sem útaf bregður er 1977, hafísár þegaf pólsjór var ríkjandi á norðurmiðum. Draga virlganir úr stærð þorskstofnsins? Fylgni þorskárganga við ferskvatnshlaup Skeiðarár vek- ur upp spumingar um áhrif stór- flóða og hlaupa í öðrum ám, einkum Skaftá, Ölfusá, Þjórsá og Jökulsánum norðanlands. Er hugsanlegt að vorflóð i Ölfusá og Þjórsá flýti fyrir eða auki þörungablóma við Suðvestur- land og hafi þannig áhrif á af- komu svifdýra og fiska? Sé svo, þá er vert að velta fyrir sér hvaða áhrif virkjun fallvatna hefur. Það er t.d. greinilegt af rennslismælingum að með miðl- unarmannvirkjum hefur stór- lega verið dregið úr flóðtoppum. Stórvirkjanir kunna því að vera okkur dýrkeyptari en virðist í fljótu bragði. Þessi atriði undirstrika mikil- vægi frekari athugana á hlaup- um og' flóðum, tímasetningu þeirra og samhengi við lífríki sjávar. Til þess að nokkurt vit verði í slíkum athugunum þarf 1984 var aðeins 900 VEIÐAR DRAGAST SAM- AN VEGNA LÉLEGRA þúsund tonn en gaf af sér næst bestu nýliðun undanfarna hálfa öld eða um 500 milljónir fiska. ÞORSKARGANGA Umhverfisþættir hljóta að ráða miklu um afdrif hins upp- vaxandi þorsks. Þar hefur t.d. verið bent á að hafís og pólsjór hafi oft haft slæm áhrif á fæðu- og uppeldisslóð fyrir Norður- landi eftir 1965 enda era bestu seiðaárgangar þessa tímabils frá hlýsjávarárunum 1973 og 1984. í ágætri grein um fyrsta sum- ar þorsksinn (birt í Lesbók Morgunblaðsins 23.11. 1991) bendir Konráð Þórisson fiski- fræðingur á nokkra fleiri þætti sem geta skipt máli, m.a.: 1. Ef vorhrygning rauðátu verður of snemma (eða of seint) miðað við þorskklakið minnka möguleikar þorsklirfanna til að afla sér fæðu. Þar sem eldri fisk- ar hrygna fyrr en þeir yngri, stendur hrygningartími þorsks- ins lengur yfir ef margir árgang- ar eru í hrygningarstofninum. 2. íblöndun ferskvatns úr Ölfusá og Þjórsá skapar ákjós- anleg skilyrði til fæðunáms fyrir þorsklirfur. Vestan við ósa þeirra verður snemma vors mik- ill þörungagróður og þar af leið- andi mikið af átu. Mikil ára- skipti eru hins vegar í rennsli þessara áa á hrygningar- og klaktíma þorsksins og líklegt er að lítil útbreiðsla á ferskvatns- blönduðum sjó með landi minnki ætismöguleika þorsklirfanna. Ríkjandi vindáttir hafa einnig áhrif á útbreiðslu ferska lagsins næst landi. 3. Duttlungar náttúrunnar geta auðvitað skammtað mism- ikið af átu, en jafnvel þótt nóg sé af átu getur dreifíng hennar skarast. of lítið við útbreiðslu þorsklirfa og seiða, þannig að þau hittist lítið eða ekki. 4, Hliðstætt gildir um rán- dýr sem lifa á þorsklirfum og seiðum. Áhrif þeirra á þorskár- ganginn ráðast ekki eingöngu af heildarfjölda, heldur er skörun á útbreiðslu rándýrs og bráðar afgerandi, þ.e. í hversu miklu magni og hve lengi þau eru sam- ferða um sjóinn. 5. Að lokum má nefna sjúk- dóma, náttúruhamfarir (storma) og mengun sem hugsanlega áhrifavalda. Ferskvatn frá árósum eykur lagskiptingu sjávar og jafnframt ber það fram mikið af kísilsýru. Hvort tveggja stuðlar að vexti kísilþörunga en þeir eru ríkjandi í svifþörungaflórunni við Suður- og Vesturland. Af gögnum Þórunnar Þórðar- dóttur þörungafræðings má ráða að ferskvatn úr Ölfusá, Þjórsá og fleiri ám á Suðurlandi örvar þörungavöxt (sjá mynd), og Konráð Þórisson veltir því fyrir sér hver áhrif þetta kann að hafa á afkomu þorsklirfa og seiða. Það liggur því beint við að spyija hvort mestu vatns- framhlaup sem við þekkjum hafí haft einhver áhrif á lífið í sjón- um, t.d. afkomu þorsksins. Er samband milli Skeiðarárhlaupa og stærðar þorskárganga? Skeiðarárhlaup eru langmestu flóð sem verða hér á landi með nokkuð reglulegu millibili. Þau geta numið 2-3 rúmkílómetrum á örfáum dögum en til saman- burðar þá er talið að heildar- vatnsrennsli af landinu nemi um 170 rúmkílómetrum á ári. Skeið- arárhlaup hljóta því að valda miklum breytingum í yfírborðs- lögum sjávar við Suðausturland og þetta ferskvatn berst síðan með straumum vestur með land- inu. Auk hins gífurlega vatns- magns berst fram ógrynni af svifaur sem getur numið 10-20 1941-1990 Byggt á grein dr. Sigfúsar Schopka, Morgunblaðinu 2.febrúar 1992 Skeiðaráriilaup eru merkt með hringjum 700 llj. fiska 600 iUi 45 50 55 60 65 70 75 80 85 90 milljónum tona. Um helmingur svifaurs er kísilsýra eða kýsil- sýrusalt og nái örfá prósent þessa kísils að losna úr bergögn- um bætist enn við þau 100 þús- und tonn af kísil sem berst fram uppleystur í vatnsaga Skeiðarár- hlaups. Fljótt á litið virðast þorskár- gangar frá „hlaupárum“ ekki skera sig úr. Þegar betur er að gáð virðist þó vera fylgni milli „hlaupárs" og næsta þorskár- gangs! Er þetta samband mark- tækt? Átta af þessum ellefu árum hafa þorskárgangarnir verið yfír meðallagi. Samkvæmt einföldu tölfræðiprófí (kí-kvaðr- ati) eru líkurnar á að slíkt gerist fyrir tilviljun minni en 5% (reyndar að gefinni þeirri for- sendu að hlaupin geti haft áhrif á þorskinn en þorskurinn ekki haft áhrif á hvenær hlaup verða). Þennan samanburð má gera á annan hátt, með því að líta á hvort ljöldi nýliða vex eða minnkar í kjölfar Skeiðarár- hlaups. Þessi aðferð dregur úr áhrifum langtímasveiflna hvort sem þær eru vegna stofnstærð- ar, veiða eða umhverfísþátta. Eftir hlaup stækkuðu árgangar í níu skipti en minnkuðu í tvö. Önnur ár varð aukning sautján sinnum en minnkun tuttugu og einu sinni. Líkurnar á slíkri til- viljun eru um 3%. Reyndar er ekki nema eitt ár sem bregður illilega út af þessari „hlaup- einnig að stórauka rannsóknir á grundvallarþáttum í vistfræði sjávar, allt frá eðlis- og efna- fræðilegum þáttum um svif- þörunga og svifdýr til fískseiða. En hvernig er hugsanlegt að skýra síðbúin áhrif Skeiðarár- hlaupa? Jafnvel þótt hlaup verði snemma árs þá er ekki hægt að merkja jákvæð áhrif á þau seiði sem klekjast að vori heldur verða áhrifín næsta ár. Getur verið að hlaupið leiði fyrst til vaxtar kísil- þörunga, afleiðingin verði stærri stofnar ýmissa svifdýra þannig að fjöldi þeirra verði óvenju mik- ill að hausti? Þessi hauststofn leggst síðan í vetrardvala en vaknar að vori og getur af sér egg og lirfur sem eru mikilvæg- asta fæða þorsklirfa á fyrstu og viðkvæmustu stigum fæðunáms þeirra þegar afföll eru hvað mest. Hvort nokkur stoð er í þessum vangaveltum verða rannsóknir sérfræðinga og frek- ari Skeiðarárhlaup að leiða í ljós. Eru þetta furðulegar tilviljan- ir í dyntóttri náttúru eða megum við búast við sterkum árgangi eftir Skeiðarárhlaupið í fyrra? Nú verður spennandi að fylgjast með seiðatalningum næstu mánuði. Ekki vantar árgæsk- una. Höfundur er lífefnafræðingur ogstarfar við Tilraunastöð Háskóla fslands / meinafræði að Keldum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.