Morgunblaðið - 17.10.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.10.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1992 "T.rrr .TTTrjrrr.fnmOUA'l rftrj-/;:trtx ■HTtr Minning EinarH. Einarsson Skammadalshóli Fæddur 16. aprfl 1912 Dáinn 7. október 1992 Það hefur um margt verið gæfa íslenskra náttúruvísinda að all- margir leikmenn hafa orðið slyngir í náttúrufræðum. Þessi hefð nær langt aftur í aldir er náttúruvísindi runnu enn saman við margvíslega fræðaiðkan. Skarpir hugsuðir, grúskarar og menn næmir á um- hverfi sitt lærðu mikið af lestri og athugunum utan allra skóla í grein- um náttúrufræðinnar eftir að hún kvíslaðist, þar á meðal í jarðfræði. Sumir þessara manna hafa auðgað þekkingu okkar í jarðvísindum á öldinni og átt gott samstarf við ís- lenskra jarðfræðinga. Nú er látinn Einar H. Einarsson, einn færasti óskólagengni náttúru- fræðingurinn af þessu tagi, í nokk- uð hárri elii en samt fyrir aldur fram. Hann átti enn margt ógert. Einar hefði orðið einn af brautryðj- endum jarðvísinda í landinu ef hann hefði getað gert það sem hugurinn stóð til í æsku. En jafn hart og lífs- baráttan lék flest fólk fyrstu ára- tugi aldarinnar urðu mörg efnin í góða fræðimenn að láta sér lynda að sendast í kvíar eða róa bátum. Einar H. Einarsson átti ekki kost á langskólanámi og varð, eins og svo margir aðrir, bóndi í heimahér- aði sínu. En hann varð þó ekki bit- ur eða uppgefinn af því að sjá á eftir lífsbrautinni er hugur hans stóð til. Hann gerði náttúrurann- sóknir og sjálfsnám í náttúrufræð- um að hugðarefni sínu meðfram búskapnum og varð einkar slyngur í jarðfræði Mýrdalsins og nágrenn- is hans. Hann rannsakaði fom skeljalög, útskýrði setmyndun í Mýrdalnum, fann ummerki óþekkts Kötlugoss og Kötluhlaups, afhjúp- aði upprana Dyrhólaeyjar, kannaði lítt þekkta skriðjökla úr Mýrdal- sjökli og þannig mætti áfram telja. Hann ritaði margar greinar og bók- arhluta um niðurstöður sínar og átti þá eða við rannsóknimar stund- um samvinnu við jarðfræðinga sem ég veit að mátu hann mikils, og þá einnig erlendir vísindamenn. Sig- urður Þórarinsson sagði það vera lán að eiga að menn eins og Einar. í óútkomnu náttúrafræðingatali þykir sjálfsagt að kynna manninn, einn fárra próflausra í því riti, og þar geta menn séð hve ritaskrá hans er drjúg. Nágranninn Katla var Einari einkum hugleikin. Auk Kötlurann- sókna varð það hlutskipti Einars að vakta þá gömlu með jarðskjálfta- mæli. Hann lærði smám saman að túlka hreyfingar í iðram hennar af mikilli næmni og kunni á hegðan eldflallsins. Okkur þótti skondið, þremur við gerð heimildamyndar, að heyra hann tala við skjálftamæl- inn eins og krakka. Fyrir skömmu lauk hann við að endurskoða allt tiltækt ritað efni um Kötlugos og setti saman nýjan annál Kötlugosa, byggðan á þeim athugunum og eig- in rannsóknum. Sú samantekt birt- ist væntaniega í tímaritinu Sögu og er honum verðug eftirmæli. Einari H. Einarssyni var margt til lista lagt. Teiknari var hann, skógræktarmaður, hafsjór af þjóð- legum fróðleik, lét stundum bera á fremur beittri kímni og var vel skáldmæltur. Ég kynntist honum fyrir alvöru við samvinnu með hon- um og fann hve maðurinn var fjöl- hæfur en um leið hlédrægur um margt því að hann vildi helst ekk- ert láta frá sér fara nema margslíp- að af eigin hendi. Og iiú þegar Katla gamla hristir sig enn á haust- mánuðum, eins og oft áður, er lífs- starfi Einars lokið. Einar H. Einarsson átti góða að. Þvi ágæta fólki sendi ég samúðar- kveðjur. Ari Trausti Guðmundsson. í dag fylgjum við fjölskyldan Einari vini okkar og bónda á Skammadalshóli til grafar, en hann lést að Hjallatúni, heimili aldraða í Vík í Mýrdal, eftir erfiða sjúkra- legu. Mig langar til að minnast hans örfáum orðum. Það er ekki óeðlilegt að blendnar tilfinningar séu hjá 10 ára gömlum strák þegar hann er á leiðinni til sumardvalar í sveit hjá fólki sem hann þekkir ekki. Þannig var það hjá mér í upphafi fyrsta sumarsins af fjóram er ég átti hjá Einari og Steinu á Hólnum. Ekki var búskap- ur stór eða íjöimennt á bænum. Utan þeirra hjóna vora foreldrar Einars, en hann var einkasonur þeirra. Það lýsir vel viðmóti og skaplyndi heimilisfólksins hve vel var á móti stráknum tekið og hversu fljótt honum fannst hann vera einn af fjölskyldunni. Það var tekið tillit til hans eins og annarra. Eins og allir strákar í sveit lærði ég til almennra búskaparverka á þessum árum, en þar fyrir utan naut ég þess að Einar var stórfróð- ur um allt sem snerti náttúra lands- ins jarðlög þess og gróður. Ósjaldan komu fræðimenn erlendir og inn- lendir við hjá Einari á ferð sinni um Mýrdalinn. Þá var ekki spurt hvort langþráður þurrkur væri, ef nauðsynlegt þótti að fá Einar með upp á ijall í leit að steingervingum eða til að lesa úr jarðlögum. Oft fékk strákur að fara með, en minn- isstæðastar era þó sunnudagsferðir okkar Einars á traktornum út í Dyrhólaey eða upp á Höfðabrekku- heiði, þar sem hann þreyttist aldrei á að benda á það markverðasta, sem fyrir augu bar úr dýra- og jurtarík- inu. Það er með ólíkindum hvað einn maður getur verið gæddur miklum og margvíslegum hæfileik- um. Alls síns fróðleiks aflaði Einar sér sjálfur án langrar skólagöngu.. Vísindi vora honum í blóð borin. Þar með er ekki alit talið. Sem ungur maður málaði Einar margar fallegar myndir og skar listavel út. Slíkir munir prýddu heimili þeirra hjóna. Alla tíð orti Einar og liggur mikið eftir hann af sögum, en þó aðallega ljóðum. Blað og penni vora aldrei langt frá Einari og skrifaði hann mikið um vísindaleg efni og þjóðlega fróðleik. Eitt mesta gæfuspor Einars í líf- inu var þegar hann kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni Steinunni Stef- ánsdóttur. Samhentari hjón verða vart á vegi manns. Allt samband þeirra einkenndist af ástúð, um- burðarlyndi og virðingu og þau gerðu sér grein fyrir því að það væra nauðsynlegir eiginleikar í far- sælu hjónabandi. Þessir eiginleikar vora mér ekki ljósir fyrr en ég var sjálfur kvæntur. Við Eva María höfum heimsótt Einar og Steinu í gegnum árin og alltaf farið heim aftur glaðari og með jákvæðara + HJÖRLEIFUR VILHJÁLMSSON fyrrum bóndi á Tungufelli í Lundarreykjadal, lést í Sjúkrahúsi Akraness 15. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd vina og vandamanna, Olga Júliusdóttir og börn. Eiginmaður minn og faðir okkar, ÞÓRARINN LOFTSSON, Nýbýlavegi 102, Kópavogi, lóst 15. október. Valný Eyjólfsdóttir og börn. + Móðir okkar, GUÐMUNDÍNA SIGURVEIG STEFÁNSDÓTTIR, Blönduhlíð 6, Reykjavík, andaðist þann 15. október á öldrunardeild Landakotsspítala. Sigðurður Sigurðsson, Unnur S. Vilbergsdóttir, Hafdfs Steingrfmsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HRÓLFUR JÓNSSON, Furugerði 1, áður búsettur á Akranesi, andaðist sunnudaginn 11. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. október kl. 15.00. Guðrún Jónasdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. + Eiginmaður og faðir, HINRIK EIRÍKSSON, Nökkvavogi 28, lést í Landakotsspítala 5. október. Kristín Jónsdóttir, Þórhildur Hinriksdóttir. + Móðir okkar, SIGRÍÐUR STEFANIA JÓNSDÓTTIR frá Rauðabergi, lést þann 7. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Björgvinsson, Guðný Björgvinsdóttir, Unnur Jóna Björgvinsdóttir, Stefán Björgvinsson, Ragnheiður Björgvinsdóttir. + Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför GUNNARS SIGURÐSSONAR, Litlahvammi, Mýrdai. Guð blessi ykkur öll. Aðstandendur. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför uám r SVAVARS SIGFINNSSONAR, Wmjæföá Ml Máshólum 10, Reykjavik. íf 3KB Börnin. hugarfari til lífsins. Þannig vora móttökur hjá þeim hjónum. Eitt einfalt og gott ráð gáfu Ein- ar og Steina okkur þegar við giftum okkur, en það var að útkljá alltaf öll ágreiningsmál áður en gengið er til náða. Við höfum reynt að brejrta eftir þessu og eitt er víst, að svefninn verður þá værari og morgundagurinn bjartari. Elsku Steina mín, við sendum þér hugheilar samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan eigin- mann og vin styrkja þig um ókommnar stundir. Guð veri með þér. Gísli Benediktsson og fjölskylda. Örlagaþræðir manna geta stund- um verið undarlega samofnir. Þann- ig finnst mér leiðir okkar Einars á Skammadalshóli hafa legið undar- lega oft nærri hvor annarri, sérstak- lega ef þess er gætt að ég hef alið mestan minn aldur í Reykjavík og útlöndum en hann í Mýrdalnum. Þegar í æsku minnist ég þess að hafa heyrt um bóndann og náttúra- fræðinginn austur Mýrdal sem allt vissi um Kötlu og stundaði rann- sóknir með fremstu vísindamönn- um. í íjallinu fyrir ofan bæinn hans fundust furðulegir steingervingar, í gilinu hans var fjölbreytilegra dýra- og plöntulíf en víða annars staðar, og í ósnum fram undan lifði merkileg skel. Það lá því beint við þegar ég fór sjálfur að kanna um- hverfi mitt á eigin spýtur, að ég tæki mér rútuferð austur, bankaði upp á á Skammadalshóli og bæði um tjaldpláss. Þar var mér, ókunn- um stráklingnum að sunnan, tekið eins og gömlum heimilisvini, eins og lengi hefði verið búist við mér. Margt var spjallað, spurt og frætt í þessari heimsókn, og það varð úr að ég sótti um að verða fylgdar- sveitt Einars í göngum um haustið. í þeirri smalaferð lærði ég meiri jarðfræði en í flestum ferðum síð- an. Surtseyjargosið hafði orðið Ein- ari sem fleiram mikil lexía um myndun móbergsfjalla við gos í sjó og stöðuvötnum. Hann gat því lesið út úr landslaginu myndunarsögu Mýrdalsfjallanna þar sem aðrir sáu einungis ólögulegar hrúgur af mó- bergi. Eftir þessar fyrstu ferðir í Mýr- dalinn leið aldrei langur tími milli heimsókna minna að Skammadals- hóli. Gestrisnin var einstök og verkaskiptingin skýr á heimilinu. Steina sá um líkamlega fóðrið en Einar um hið andlega. Yfir kræs- ingum vora málin reifuð vítt og breitt, nýjar hugmyndir ræddar og skipst á skoðunum og upplýsingum. Samvinna okkar Einars á vís- indasviðinu hófst haustið 1971, þegar skjálftamælir var settur upp á Skammadalshóli. Þá stóð svo á að mælir sem notaður var við skjálftarannsóknir á Reykjanes- skaga sumrin 1971 og 1972 fékkst að láni yfir vetrartímann. Þá voru jafnframt uppi hugmyndir um að ijölga veralega mælum á landi, en óljóst hvemig að því yrði staðið. Það var því ákveðið að gera tilraun með að koma mæli fyrir á áhuga- ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R l A N sími 620200 ScTrræöingar i l>lnma-kr<‘\ f iiigiini >ið i»ll lirkifirri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sínii 1909(1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.