Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 36
36 — MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR.il. FEBRÚAR J993 Védís Leifsdóttir — Minningarorð Fædd 2. júlí 1965 Dáin 29. janúar 1993 Hún var alltaf fullorðinsleg. Jafn- vel lítil stúlka hafði hún svipmikið andlit ungrar konu og gekk alltaf svo bein og keik, eins og hún vissi alveg hvert hún væri að fara. Eng- inn gleymir henni sem sá hana. Andlitið eins og útsprungið og þrungið lífslyst, likaminn stæltur og aldrei kyrr. Það er óþolandi að hugsa til þess að nú skuli hann ekki hreyf- ast framar og augun ekki blika hýr og kersknisfull við heiminum. „Opnaðu augun og horfðu með ástríki í kringum þig — og sjá, þú verður þú,“ skrifaði Védís sautján ára. Hún var sjálf opin og gjöful, elskaði lífið og naut þess af alefli, alls sem það hefur að bjóða, bæði hins góða og slæma. Hún lifði hratt, eins og hún vissi að hún myndi ekki lifa lengi — eða eins og henni lægi á að lifa til enda. Þegar hún nam staðar andartak til að átta sig varð andartakið stund- um að ljóði — enda voru fyrirmynd- imar nærtækar. Fólkinu hennar var tamt að vinna úr áhrifum og tilfínn- ingum með listrænni sköpun. Fram- an af orti hún fyrir stílabókina sína og skúffuna eins og margir ungling- ar, en vorið 1982 skrifaði hún eftir- minnilega grein í Tímarit Máls og menningar um reynslu sína af Ungl- ingaheimilinu og ástæður þess að hún var send þangað. Greinin er fijálslega og fmmlega skrifuð, ein- læg en þó með margræðum undir- tóni. Greinin vakti athygli, ekki síst vegna ljóðanna sem fleyguðu hana, og Védís var talin til yngsta skálda- hópsins, aðeins sautján ára, kom meðal annars fram á Hótel Borg og fjöllistahátíðinni sem fékk nafnið Gullströndin. Frá upphafi lék dauðinn sitt stef í þessum ljóðum. Nítján ára yrkir hún: Stundum finnst mér best að deyja finnst ég hafa lifað lífinu mínu til enda hafi upplifað allar hliðar þess gengið í gegnum allan sársauka þess sé ekki fram á neitt annað en endurtekna fortíð... Védís hafði mikla og margvíslega hæfileika. Hana langaði lengi mest til að læra leiklist, en inntökuskil- yrði í skóla taka ekki tillit til ein- staklinga, til þess hvað árin segja fátt til um raunverulegan aldur Eríidrykkjur kalíí- lilaðlwrð tallegir salir mjög góð |)jómistíL Upplýsingar ísíniii22322 FLUGLEIDIR HÍTIL LIFTLtllIt fólks. Hún gat ekki beðið eftir að verða nógu gömul til að fá að reyna við leiklistarskólann í heimalandinu. Hún hafði alltaf lifað á undan sér, og var löngu orðin nógu gömul að eigin mati. Þá fór hún til Spánar og ætlaði að komast inn í skóla þar með rýmri aldurstakmörk. Hvers vegna gekk það ekki? „Að lifa er svo tímafrekt," skrifaði hún líka í greininni forðum. Hún mátti ekki vera að því að læra listimar, hún varð að lifa þær undir eins. Védís varð dansari og brann upp á hinu ljúfa lífi sem ekki er alltaf svo ljúft. Hún hætti að rækta orðs- ins list sem þó lá svo vel fyrir henni. Æ færri andartök urðu að Ijóðum. Þegar þau Bubbi Morthens hittust af tilviljun á Kanaríeyjum í ársbyrj- un 1990 var hún orðin útlend, spænskan að verða munntamari en íslenskan. Hann minntist Gull- strandarinnar og bað hana að gera það fyrir sig að byija aftur að skrifa Ijóð. Hún gerði það — fyrst bæði á íslensku og spænsku, svo fjölgaði íslensku ljóðunum. Og smám saman náði hún tóninum sem var svo sér- kennilegur í æskuljóðunum. Einnig í nýju ljóðunum kemur dauðinn á vettvang um leið og opn- að er fyrir honum: Með mín tuttugu og fimm ár nálgast ég enda færibands lífsins. Þó vissi hún ekki fyrr en ári seinna að hún væri með alnæmi. Nú er færibandið á enda runnið. Haldreipið slitið — sem hún orti um þegar hún var sextán ára: Við leitum öll að reipi til að halda í við þurfum öll reipi til að halda í annars hröpum við föllum hægt og svifandi niðrí heldjúpt myrkrið steypumst í ógæfuna. En oft slitnar reipið oft er skorið á reipið og margir hrapa. Vertu sæl Védís, og þakka þér fyrir að þú varst þú. Si\ja Aðalsteinsdóttir. Ég minnist þín Þegar augu þín opnast sé ég ásýnd dauðans speglast þeim í. Ég sá rauðan himin rifna í tvennt og ryðgaðar hendur þungar sem blý. Ég sá brimhvítan sársaukann svæfa þig, soga þig út á djúpin blá, ég sá skugga skríða yfir andlit þitt, skilja augun ljósinu frá. Menn segja minningar séu hjartans hilling, handrit töpuð skrifuð upp á ný, og árin renna með straumnum stríða, stillur hugans sökkva svo í. Ég sat við rúm þitt og þagði með þér, þrúgaður af myndum í huga mér. Þú sagðist trúa og trú þín var sterk. Ég trúði aldrei á kraftaverk. Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20 LEGSTEIN Vetrartilboð % =#F ©PQffiöG s/ AR í f ' HELLUHRAUNI 14 -220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 652707 Þegar augu þín opnast sé ég ævi þína renna þeim hjá. Stundum finnst mér ég heyra hlátur og hjarta mitt fyllist af ljúfsárri þrá. Ég minnist þín - ég minnist þín. Bubbi Morthens. Védís er dáin, hún hefur fengið hvíld og frið eftir langa og stranga baráttu fyrir lífinu. Ég kynntist Védísi fyrir tveimur árum, þegar hún kom aftur heim, þá orðin sjúk af alnæmi, sem hafði greinst hjá henni erlendis þar sem hún bjó og starfaði. Hún vissi eigin- lega ekki hvaðan á sig stóð veðrið, því þetta hafði allt saman gerst svo skyndilega. Fljótlega eftir að hún hafði jafnað sig á sýkingunum, sem hijáðu hana, og urðu til þess að hún fluttist til íslands, hafði hún samband við Jákvæða hópinn, sem er sjálfstyrktarhópur HIV- jákvæðra og fólks með alnæmi. Henni fannst nauðsynlegt að geta tjáð sig um líðan sína og sjúkdóm- inn við aðra sem voru í sömu að- stöðu, miðla af erfiðri reynslu sinni og geta þannig ef til vill orðið ein- hveijum að liði. Fyrir tæpu ári fór henni að hraka verulega, og hún missti sjónina og varð blind. Við sem vorum með henni í hópnum höfðum rætt saman um þennan vírus sem getur valdið blindu hjá alnæmissjúklingum. Þeg- ar það svo kom fyrir hana, þá hafði hún orð á því hvað hún væri þakk- lát fyrir að hafa fengið að vita á hveiju hún gæti hugsanlega átt von og því undirbúið sig. En Védís brást við af hugrekki og var brátt komin á stjá, og nú með hvíta stafinn sér til aðstoðar. Ég minnist þess að einn góðan veðurdag í vor sá ég hana út um gluggann hjá mér við Laugaveginn, þar sem hún var að æfa sig að fara ein í bæinn. Hún var með hvíta stafinn og talstöð að vopni og fékk leiðbeiningar frá vini sínum sem gekk á eftir henni. Nei, Védís var ekki á því að gefast upp, hún ætlaði að beijast og njóta hverrar stundar þótt undan hallaði. Við félagar hennar í Jákvæða hópn- um dáðumst að dugnaði hennar og hörku. Síðastliðið sumar barst jákvæða hópnum boð um að senda tvo full- trúa sína á Evrópuráðstefnu HIV- jákvæðra í Þýskalandi. Undirritaður var annar umsækjandinn og Védís hinn. í fyrstu fannst mér það óhugs- andi að hún gæti þetta, hún var blind og auk þes í mjög erfíðri lyfja- meðferð, en Védís var ákveðin, hún ætlaði að fara. Hún sagðist mundu taka augun sín með sér, og þá væri þetta ekkert mál. Og við lögð- um þijú í þetta ferðalag,-ég, Védís og augun hennar og aðstoðarmaður í öllu, Stefán Karlsson. Eftir ráð- stefnuna héldu þau Stebbi í frí til Hollands þar sem þau dvöldust hjá ættingjum Védísar. í vetur hefur Védís þurft að vera langdvölum á sjúkrahúsi og heyja harða baráttu, ekki einungis við sýkingar og sjúkdóma, heldur lagði hún þung lóð á vogarskálar í barátt- unni við fordóma og þögnina sem umlykur alnæmi og það fólk sem sýkst hefur af því. Hún ákvað að ganga fram fyrir skjöldu. Viðtöl birtust við hana í útvarpi og tíma- riti. 1. desember er alþjóðlegur bar- áttudagur gegn alnæmi, í tilefni af því ákvað Védís að halda tónleika til styrktar sjálfri sér og til að stuðla að umræðu og meðvitund samborg- ara sinna um vandann. Hún fékk til liðs við sig tónlistarmenn og skáld, og allt var sett á fulla ferð í undirbúning, prentað auglýsinga- veggspjald, miðar, hús fengið, við- töl, símtöl og æfingar skipulagðar undir hennar verkstjórn, með að- stoð vina, úr sjúkrastofu hennar á A-ll á Landspítalanum. Tónleik- amir voru haldnir, eins og til stóð, hinn 6. desember. Húsfyllir var og ERFIDRYKKJUR *Verð frá kr. 850- P E R l A n sími 620200 tókust tónleikarnir vel. í lok þessar- ar uppákomu sté Védís sinn síðasta dans hér á jörð. Þetta var falleg stund og lýsir manneskjunni, bar- áttuvilja hennar og þreki vel. Alt er lífs, því líf er hreyfing, Eins ljóðsins blær og krystals-steinn, - Líf er sambönd, sundurdreifing -. Sjálfur dauðinn þáttur einn. (Stephan G. Stephanson, Líf, 1908) Ég votta ástvinum Védísar og fjölskyldu samúð mína. Elsku vina, minningin lifir. Björgvin Gíslason. Yndisleg systurdóttir og frænka hefur kvatt þetta líf eftir mjög harða baráttu við skæðasta sjúk- dóm okkar tíma. Védís var sérstæður persónu- leiki. Svo margt var henni gefið. Listfengi, ótrúlegur kraftur og inn- sæi endurspeglaðist í öllu hennar lífi. Védís fór ótroðnar slóðir. Hún gekk oft grýttan veginn, en alltaf kom hún auga á ljós í myrkrinu. í þau skipti sem ég, Anna, heim- sótti Védísi er mér ógleymanlegt hversu gott var að koma til henn- ar. Alltaf gaf hún sér tíma fyrir mig. Tíma til að setjast niður, ræða heima og geima, deila sorgum og gleði. Ávallt átti hún ráð og sá sí- fellt nýjar leiðir. Védís barðist hetjulega við þenn- an erfiða sjúkdóm. Ekki aðeins sjúkdómsins vegna, heldur og ekki hvað síst vegna þeirra miklu for- dóma sem okkur mönnunum er svo tamt að láta glepjast af, fordóma sem stafa af þekkingarleysi. Það er erfítt að horfast í augu við dauðann og fá engu þar um breytt. í blóma lífsins, fullur af von, kærleika og bjartsýni til fram- tíðar, með góðar fyrirætlanir og áform um betra líf. Védís vissi sem var, að þetta var aðeins upphaf að löngu þroskaferli. Með þessum örfáu línum viljum við minnast hennar. Minningin um hana varðveitist í hjörtum okkar um alla tíð. Guð blessi og styrki ástkæra systur og frænku, Guðrúnu Svövu, og frænda okkar, Egil. Megi Védís okkar hvíla í friði. Edda Sigurðardóttir og Anna Þorsteinsdóttir. Það var 6. desember og tónleik- amir hennar orðnir að vemleika. Fullt hús af fólki sem vildi sýna henni stuðning í baráttunni við al- næmið, hlusta með henni á tónlist og ljóð, m.a. ljóð sem hún valdi eftir nýrómantísku meistarana frá síðustu aldamótum. David Greenall úr íslenska dansflokknum dansaði sólódans og allt í einu hljóp hann fram sviðið og náði í Védísi. Þau dönsuðu saman vals og að lokum gaf hann henni rós. Hún stóð með rósina, hneigði sig og áhorfendur klöppuðu. Hún var svolítið óstyrk á fótum, blind en brosandi og það var reisn yfír sviðsframkomunni. Þegar ég hugsa um hana í gula kjólnum sínum með rósina, á svið- inu í síðsta sinn, kemur sálmurinn Allt eins og blómstrið eina upp í hugann. Sálmurinn sem hefur í margar aldir tjáð tilfinningar ís- lendinga til dauðans, hverfulleik- ans, til blómanna sem á örskammri stundu leggja niður blöð sín og deyja. Énn einu sinni verðum við að horfast í augu við að dauðinn hefur haft betur í glimunni. Óhrædd gekk hún á hólm við hann og við geymum í minni okkar myndirnar af Védísi í þeirri glímu. Myndir af kjarki hennar og baráttugleði, reisn henn- ar og styrk. Hún lét drauminn um að kveðja vini sína á sérstakan hátt á tónleikunum á Tveimur vin- um verða að veruleika. Og hún gekk frá því að ljóðin hennar yrðu gefin út á bók. Tónleikamir voru teknir upp á myndband og verða minnisvarði um það skref sem hún steig út úr þögninni sem ríkir í garð alnæmis. í desember steig ís- lenski dansflokkurinn líka ákveðið skref þegar meðlimir hans dönsuðu með rauða borðann, alþjóðlegt tákn um stuðning við alnæmissjúka. Þá sat Védís á fremsta bekk, hlustaði á tónlistina og reyndi að gera sér í hugarlund hvernig dansaramir liðu um sviðið. Sjálf hafði hún næma tilfinningu fyrir dansi. Hún vann sem dansari í mörg ár eftir að hún fór ung út í heim til að lifa lífijiess heimsborg- ara sem hún var. Á Spáni og Kan- aríeyjum naut hún þess að dansa og lifa í sólinni, eins og hún hafði gert hér heima. Dans Védísar við lífið var áræðinn, hún vildi láta vinda blása um hár sitt og taka á. Snemma fór hún sínar eigin leið- ir. Þegar hún var á bamaheimilinu Laufásborg var hún stundum látin segja hinum börnunum sögur því ófeimin var hún og sérlega skýrt barn. Ég minnist hennar fyrst þeg- ar hún var tíu ára og bjó á Baldurs- götunni. Hún var ein af þessum börnum sem kotroskin koma að máli við gesti foreldra sinna, forvit- in um lífið og tilveruna. Þannig var hún líka þegar fjölskyldan dvaldi í tvö sumur í sumarbústað vestur á ísafirði og Védís naut þess frelsis sem það umhverfi býður upp á. Þá komu þau norður á Hornbjargsvita, þar sem ég dvaldi það sumar og enn flaug hugur Védísar víða þegar hún kemst í tæri við ósnortna nátt- úru norður við ysta haf. Eins og blómstrið eina lauk hún lífi sínu heima hjá sér á Hverfis- götu, í nálægð við gamla heimilið frá unglingsárunum. Á þeim árum setti hún svip á umhverfið eins og hún gerði alltaf, hvar sem hún fór. Og nú er hún horfin inn í annað umhverfi. Við trúum því að hún sé farin að sjá aftur og að máttur sé kominn í fæturna svo hún geti dans- að á ný. Á þeim vegum bið ég henni Guðs blessunar og votta aðstand- endum öllum innilega samúð. Elísabet Þorgeirsdóttir. Tilveran er margslungin, ljót og fögur, grimm og góð og venjulegum auðmjúkum manni óskiljanleg. Frá fyrstu tíð hafa allir hugsandi menn velt lífsgátunni fyrir sér, reynt að ráða í rúnir „tilgangsins" án verulegs árangurs. Trúin hefur bjargað mörgum leitandi manns- andanum úr kröppum leiðangri við læstar dyr, opnað, sýnt honum og leiðbeint í heim heilagrar ritningar. Heimur vina mina smáu og fögru sem á vængjum þöndum hamast við að halda lífi í kaldri og miskunn- arlausri veröld er mér sýnilegur út um suðurgluggann. Vorleikir, list- flug og samsöngur þeirra hrífa miðaldra mannssál en slys, ófyrir- sjáanlegir atburðir og barátta á hjarni í frosti og stórbyl vekja hjá manni ugg, vorkunnsemi en jafn- framt aðdáun. Fleygur er fuglinn fijáls, óháður foreldrum sínum og telst hæfur að skapa sér tilveru og framtíð, ábyrg- ur eigin gerða og sáttur við guð sinn. Tekur æðrulaus öllum áföllum og nýfleygur, helsærðúr er hann hugrakkur og þakklátur skapara sínum fyrir næringu, grasbala, móa, tré og víðáttu himinhvelsins. Er hægt að ætlast meira af einni sál? Hrærist víðar göfugra hjarta, hjarta í veru sem veit daga sína alla? Mér er spurn! Þessi langi aðdragandi átti sér samlíkingu á meðan elskuleg ung frænka mín lifði. Hún vann sitt sálar-stríð, var sannkölluð hetja til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.