Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JULI 1993
Aðalfundur fulltrúaráðs Málræktarsjóðs
Fjárskortur, en fjár-
frek verkefni bíða
AÐALFUNDUR fulltrúaráðs Málræktarsjóðs var haldinn á Hótel
Sögu 29. júní sl. og sátu hann 25 manns, 23 fulltrúar, stjórnarformað-
ur og framkvæmdastjóri.
í skýrslu stjórnarformanns kom
m.a. fram að söfnun stofnframlaga
lauk um sl. áramót. Þá höfðu 218
gerst stofnendur auk íslenskrar
málnefndar, þar af 58 samtök, fyr-
irtæki og stofnanir sem hafa rétt
til að tilnefna mann í fulltrúaráð.
Stofnframlög á árinu 1992 námu
um 6,2 milljónum króna, og eru nú
í sjóði um 13,5- milljónir kr.
Fráfarandi stjórn Málræktar-
sjóðs var öll endurkosin fram til
áramóta, en þá á samkvæmt skipu-
lagsskrá að kjósa stjórn til fjögurra
ára í fyrsta sinn þannig að saman
fari skipunartími þeiirar stjórnar
og íslenskrar málnefndar sem er
aðalstofnandi sjóðsins.
Stjórn Málræktarsjóðs skipa:
Baldur Jónsson prófessor, formað-
ur; Gunnlaugur Ingólfsson orðabók-
arritstjóri; Heimir Pálsson
cand.mag.; Kristján Árnason pró-
fessor og Sigrún Helgadóttir töl-
fræðingur. Varamenn eru:_Bergur
Jónsson verkfræðingur og Ólöf Kr.
Pétursdóttir þýðandi.
Mörg fjárfrek verkefni bíða þess
að Málræktarsjóður geti farið að
gefa eitthvað af sér. Til þess að
hraða vexti sjóðsins hefur þeirri
hugmynd verið hreyft við forsætis-
og menntamálaráðherra að ríkið
leggi í sjóðinn helming þess höfuð-
stóls sem að er stefnt, 50 milljónir
króna, í tilefni af 50 ára afmæli
lýðveldisins á næsta ári og hvatt
verði til almennrar söfnunar sem
miði að því að sjóðurinn nái 100
milljóna markinu 17. júní 1994.
Aðalfundur    Málræktarsjóðs
ályktaði einróma á þessa leið:
Akall um framlög í
Málræktarsjóð
Fulltrúaráð Málræktarsjóðs vill
minna á þann vanda sem íslensk
tunga stendur frammi fyrir á tímum
aukinna erlendra samskipta. Vart
líður sá dagur, að þeir sem sinna
málrækt séu ekki minntir á þörf
þess að efla tunguna og styrkja,
þannig að hún megi nýtast þjóðinni
í starfi og leik. Meginmarkmið
Málræktarsjóðs verður að beita sér
fyrir og styðja hvers konar starf-
semi til eflingar islenskri tungu og
varðveislu hennar. Sjóðnum er með-
al annars ætlað að styrkja útgáfu
nýyrðasafna og orðabóka og
kennsluefnis í íslensku. Slík verk-
efni eru óþrjótandi og mjög fjár-
frek. Fulltrúaráð Málræktarsjóðs
vill heita á stjórnvöld og almenning
að styrkja sjóðinn myndarlega,
þannig að í honum verði 100 millj-
ónir króna á 50 ára afmæli lýðveld-
isins 1994.
FASTEIGN ER FRAMTID	f t        f
FASTEIGNA '	rw MIÐLUN
SVERRIR KRISTJANSSON lÖGGILTUR FASTEIGNASAU                   CÍIi/ll CQ  77 Cq\\ SUÐURLANDSBRAUT 12, 108 REYKJAVÍK, FAX 687072    *'""' Ö° ' ' e°||	
Sýningarsalur Fasteignamiðlunar er opinn laugardaga frá kl. 11-16 og sunnudaga frá kl. 13-16 Skrifstofan er lokuð um helgar í sumar. Fjjöldi eigna á skrá - Sjón er sögu ríkari.	
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri
KRISTINNSIGURJONSSON.HRL.LOGGILTURFASTEIGNASALI
Ný eign á söluskrá:
Glæsileg íbúð - mikið útsýni
3ja herb. íbúð á 2. hæð við Súluhóla. Parket. Endaíb. Sameign öll eins
og ný. 40 ára húsnlán. Verð 3,3 millj.
Sérhæðir - Hvassaleiti - Rauðagerði
Glæsilegar 6 herb. efri hæðir á þessum vinsælu stöðum. Góður bíl-
skúr fylgir hvorri hæð. Eignaskipti til umræðu. Teikningar á skrifstof-
unni. Frábært útsýni.
Safamýri - endaíbúð - bílskúr
Sólrík og vel með farin 4ra herb. íb. á 1. hæð. Tvennar svalir. Geymsla
í kj. Mikið endurnýjuð sameign.
í gamla góða Vesturbænum .
Parhús við Ránargötu með 6 herb. íb. á tveimur hæðum. Nýtt eldhús.
Nýtt bað o.f1.1 kj. sér eins herb. íb. Glæsilegur blóma- og trjágarður.
í lyftuhúsi við Þangbakka
Á 7. hæð 2ja herb. íb. 62 fm. Rúmgóðar svalir á suðurhlið. Húsið
nýsprunguþétt og málað. 40 ára húsnlán. kr. 2,5 millj.
Endaíbúð við Stóragerði
Góð 4ra herb. íb. á 1. hæö. Tvennar svalir. Geymsla í kj. Mikið end-
urnýjuð sameign. Einkasala.
Lyftuhús - bílskúr - frábært útsýni
4ra herb. stór og góð íb. 110,1 fm á 6. hæð við Álftahóla. Sólsvalir.
Góður bflsk. 29,3 fm. Gott verð ef samið er fljótlega.
Hveragerði - Reykjavík - eignask. mögul.
Til sölu gott einbhús um 120 fm. 4 svherb. Bílsk. með geymslu um
30 fm. Ræktuð lóð. Skipti möguleg. á lítilli íb. í borginni eða nágrenni.
Daglega leitar til okkar
fjöldi fjársterkra kaupenda. Margskonar eignask. mögul. Sérstakl. ósk-
ast eignir í vesturborginni, miðborginni og á Nesinu.
• • • •         ______;________________
Opiðídagkl. 10-16.
Teikningar á skrifstof unni.
Almenna fasteignasalan sf.
var stof nuð 12. júlí 1944.
ALMENNA
FASTEIGHASAUN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Frá vinstri: Dr. Þorsteinn I. Sigfússon, prófessor, Helgi Þór Ingason, Þröstur Guðmundsson og Jón
Viðar Sigurðsson.
DOKTORSEFNI í STÖRIÐJU
VIÐ Raunvísindastofnun háskólans eru þrír
ungir menn að fullnema sig í efnisfræðum
tengdum stóriðju. Helgi Þór Ingason vinnur
að doktorsverkefni á sviði kísiljárns í samvinnu
við háskólann í Þrándheimi, Þröstur Guð-
mundsson vinnur að doktorsverkefni á sviði
áls í samvinnu við háskólann í Nottingham
og Jón Viðar Sigurðsson er að ljúka fjórða árs
verkefni á sviði eldfastra efna. Fyrirtækin ís-
lenska járnblendifélagið, Elkem, Alusuisse-
ÍSAL og LSM ásamt Norræna iðnaðarsjóðnum
styrkja þessi verkefni. 011 fela þau í sér rann-
sóknir og þróun á nýjum aðferðum eða efnum
á sviði stóriðju málma.
bMioi
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
700.þáttur
Umsjónarmaður hefur stund-
um áður minnst á fyrirbærið
samruna í málfræði. Það kalla
útlendingar contaminatio(n). í
stuttu máli felst þetta í því að
orðum eða orðtökum, einkum
þeim sem hafa eitthvað sameig-
inlegt, er slengt saman. Verður
stundum úr þessu spélegt tal.
En öllu má venjast, og nú hefur
venjan helgað sumar gerðir
samruna, þær sem einhvern
tíma hafa verið hlægilegar.
Ætti þá að vera tímabært að
sýna dæmi. Grandalaus og and-
varalaus hefur sést í einni
bendu: „grandvaralaus", og
snauður og auðugur hefur
komið fyrir í myndinni „snauð-
ugur". Að þessum dæmum er
hlegið, og þau hafa engri festu
náð, hvað þá hefð eða viðurkenn-
ingu.
Þá skal hyggja að orðtökum.
Að leggja sig í framkróka um
eitthvað er nú viðurkennt tal.
Það merkir að leggja sig allan
fram, en þarna hefur í blandast
fyrir löngu orðtakið að leggja
ífram(áfram)króka, en það
hefur mjög svipaða merkingu.
Sjá um þetta allt rit Halldórs
Halldórssonar, ekki síst doktors-
ritgerð hans um myndhverf ís-
lensk orðtök. Margir leika sér
að því að blanda saman orðtök-
um til þess að verða fyndnir.
Þó mun það hafa hrokkið út úr
manni nokkrum sem ekki ætlaði
sér að vera fyndinn, að „kerling-
in hefði vaðið fyrir neðan nefið".
Augljóst er hvað þarna hefur
runnið saman.
Samruni er ekki til fyrir-
myndar, en hann getur verið
misleiðinlegur. Nú er oft ruglað
saman orðtökunum að reka
smiðshöggið á eitthvað og
binda endahnútinn á e-ð. Við
þurfum ekki annað en hugsa út
í líkingamálið til þess að forðast
þann samruna, t.d. að tala um
„að reka endahnútinn" á e-ð.
Við rekum ekki hnút, við bind-
um hann.
Ef við viljum fá góða gesti,
segjum við stundum: Blessaður
líttu inn eða blessaður komdu
við. Þessu er hins vegar þrásinn-
is ruglað saman, og úr verður:
Blessaður „líttu við". Úmsjónar-
maður mælir gegn þessum sam-
runa og telur rétt að halda merk-
ingunni að líta um öxl í orðun-
um að líta við.
Þá vendir umsjónarmaður
kvæði í kross og tekur að skrifa
um orðasambandið að eiga von
á einhverju eða eiga einhvers
von. Er þá fyrst að hyggja að
lykilorðinu von sem í gamla
daga var ván, sbr. sögnina að
vænta. í Orðabók Menningar-
sjóðs segir að von hafi tvenns
konar merkingu: 1) „e-ð (hug-
stætt) sem maður þráir, óskar,
væntir að verði ... og 2) það
sem hægt er að vænta, búast
við, horfur, líkindi."
Þessi tvískipta merking orðs-
ins von er ævagömul. í orðabók
Fritzners yfir fornmálið segir
um ván að það merki í fyrsta
lagi „Udsigt til at faa eller finde
noget", þ.e. horfur á því að fá
eða finna eitthvað. Eru tekin af
þessu mörg dæmi úr fornum
bókmenntum. Samkvæmt þessu
getum við „átt von" á því sem
við viljum ekki, sbr. illur á sér
ills von og margur á ekki von
á góðu.
Umsjónarmaður færir þetta
hér í letur í svars og þakkar
skyni fyrir gott og kurteislegt
bréf frá Elísabetu Árnadóttur
Finsen í Kópavogi.
Mjög er sá galli mönnum skæður
að mega til með að halda ræður.
Sumir hafa óbeit á kversins klausum.
Köld er þorranótt fatalausum.
Illt er að kljást við konur reiðar.
Klæðlítill maður hraðast skeiðar.
Ef enginn heyrir, er gapslaust að góla.
Gumpar lýjast við harða stóla.
(Jón Helgason, 1899-1986:
Ur Sannmælakvæði.)
*
„In helga mær, María, móðir
Drottins vors, var ins besta kyns,
komin frá Abraham og úr kyni
Davíðs konungs. Inir nánustu
frændur hennar vóru réttlátir
og höfðu mikið kraftalán af
Guði, en lítið auralán af heimi.
En þegar er María kunni góðs
greinir og ills, þá lagði hún þeg-
ar ást við Guð, svo að hún var
ávallt í Guðs þjónustu, annað
tveggja á bænum eða hún hugði
að spámannabókum eða var í
nekkveru góðu verki. Fyrst
kvenna hét hún því heiti Guði
að halda hreinlífi, og nam hún
eigi það af annarra dæmum né
kenningum, heldur glíkti hún
það eftir Guðs englum."
(íslensk hómilíubók;
úr predikun frá 12. öld.)
•
Áslákur austan kvað:
Svo var það hann Geiri-í-glasi,
hann gerðist æ prúðari í fasi
því meir sem hann drakk -
en Maria frá Stakk
dó edrú úr argaþrasi.
P.s. Ósköp var að heyra
fréttaþul á Stöð 2 kveðja með
orðunum: „Eigið þið góðan
svefn!" Þetta er ekki aðeins
herfileg íslenska, heldur líka vit-
laus enska.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44