Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 1
88 SIÐURB/C SUNNUDAGUR 9. JANUAR1994 Eldveggur yfir Sydney NEYÐARÁSTAND hafði skapast í Sydney í gær vegna gífurlegra skógarelda sem ógna stórum hluta borgarinnar. Myndin sýn- ir hvernig eitt hundrað metra hár eldveggurinn gnæfði í gær yfir norðurhverfum borgarinnar. Rásandi eldkeilur ógna íbúum Sydney Sydney. Reuter. ÞÚSUNDIR íbúa úthverfa Sydney, höfuðstaðar Nýju Suður-Wales í Ástralíu, flýðu heimili sín í gær vegna eldvinda sem eyðilagt höfðu á annað hundrað íbúðarhúsa í úthverfunum. Ástandið versnar með hverjum degi og bárust fregnir af því að fjöldi fólks hefði lokast inni á svæðum sem óútreikhanlegir eldar höfðu umlukið. Annars vegar var risastór 100 metra hár eldveggur að steypast yfir borgina og hins vegar höfðu myndast margar eldkeilur sem rásuðu tilviljanakennt fram og aftur og kveiktu í öllu sem fyrir varð. Viðureignin við eldana hefur reynst von- laus og áhersla í auknum mæli lögð á að flytja fólk af hættusvæðuin. 6. tbl. 82. árg. Frakkland og EB minnka TÖLFRÆÐINGAR Evrópubandalags- ins (EB) í Brussel eru slegnir yfir nýj- ustu uppgötvun sinni; bandalagið hefur skroppið saman samkvæmt nýjustu út- reikningum. Ástæðan er sú að nýjar landmælingar hafa leitt í ljós að Frakk- land er minna en áður hefur verið tal- ið. Flatarmál þess er 544.000 ferkíló- metrar en ekki 549,1 þúsund eins og mönnum reiknaðist til í fyrra. Hefur tölfræðideild EB reiknað út að með sama árlega samdráttarstigi hverfi Frakkland af yfirborði jarðar árið 2101. Sokki tekur gleði sína á ný BANDARÍSKI forsetakötturinn Sokki var settur á svartan lista fyrir mánuði og látinn dúsa í kjallara Hvíta hússins fyrir að brýna klærnar á nýjum hús- gögnum. Nú getur köttur tekið gleði sína á ný því Bill Clinton forseti hefur uppgötvað að engar varnir aðrar halda aftur af músum í húsinu en Sokki. Yfir hátíðarnar heimsóttu nefnilega ekki bara gestir og gangandi Hvíta húsið, heldur hélt herdeild músa, sem enginn hefur tölu á, innreið sína. Mest hefur borið á þeim við skrifstofur blaðafull- trúans. Talið er að mýsnar hafi komist inn með 14 jólatrjám og fjölda plantna sem skreyttu Hvíta húsið yfir hátíðarn- ar. KaciKullmann Five hættir KACI Kullmann Five leiðtogi Hægri flokksins í Noregi og fyrr- verandi við- skiptaráðherra sagðist í gær myndu láta af formennsku í apríl. Hún hefur setið á form- annsstóli í þrjú ár. „Eg þyrfti bæði að gefa flokknum og fjölskyldunni meira af mér. Skyldur gagnvart fjölskyldunni eru ástæða þess að ég mun biðjast undan endurkjöri," sagði Kullmann Five, en hún er tveggja barna móðir. Hún neitaði að hafa tekið ákvörðunina af heilsufarsástæðum en Kullmann Five er sykursjúklingiir. Óljóst þykir hver eftirmaður hennar kunni að verða. Fjórir höfðu látist af völdum skógareld- anna sem her- og slökkvilið hefur ekkert fengið við ráðið, en þeir kviknuðu í kjarri fyrir 10 dögum og hafa valdið usla í Sydney í þijá daga. Eyðileggingin hefur helst orðið í Sutherland-hverfinu í suðurhluta borgar- innar og Pittwater-hverfinu í norðurhlutan- um. Þúsundir íbúa flýðu í gær heimili sín í þessum hverfum svo og í Bláfjallahverfinu í vesturhluta borgarinnar, sem var einnig í hættu. Stóreldur einn stefndi til strandar í norðurhluta borgarinnar, en þar eru helstu bátahafnirnar. Milljónamæringar, sem sáu lúxusvillur sínar fuðra upp í Pittwater, flýðu til strandar og létu úr höfn. Ekki voru menn hultir undan ströndu því glóð og neistar bárust með vindum og kveiktu m.a. í húsum á Skotlandseyju úti fyrir Sydney. Fregnir útvarpsstöðva um að fjöldi manns væri innlyksa milli elda fengust ekki stað- Prentsmiðja Morgunblaðsins festar. Lögregia sagði þó að margir íbúa neituðu að hverfa á brott þrátt fyrir að eld- veggurinn héngi nánast yfir þeim. „Hvirfileldar margfalda hættuna, hvass- viðri gerir það að verkum að eldtungur slíta sig lausar frá eldveggnum og rása um hverf- in eins og skýstrokkar," sagði talsmaður yfirvalda. „Hitinn er svo gríðarlegur, að slökkvilið verður að hörfa undan vítiseldun- um,“ bætti hann við. í gær náðu eldarnir einnig fram til Gos- ford, 250 þúsund manna borgar fyrir norðan Sydney. Var íbúum margra hverfa skipað að yfirgefa heimili sín. Bæði þar og í Sydn- ey streymir fólk til stórra opinna svæða eða til strandar. Talið er að 500.000 hektarar kjarrlendis hafi orðið eldunum að bráð. Útilokað þykir að meta tjónið enn sem komið er og útlit er fyrir að það eigi eftir að aukast. Það tekst með ratsjá -hví ekki byrlu? 10 Ekki æskilegt aö CTk þyngja refsingar Lífræn framtíð Islands 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.