Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						yttotymibfofaib
MENNING
LISTIR
BLAÐ   -D
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994
1
Morgunblaðið/Einar Falur
Rungstedlundur. Þarna bjó Karen Blixen ætíð þegar hún var í Dan-
mörku.
HEIMA HJA
KAREN BLIXEN
k
l
eftir Einar Fal Ingólfsson
VIÐ Strandveginn norður af Kaup-
mannahöfn er lítill bær sem heitir
Rungsted. Þar við veginn stendur hvít-
lcalkað hús með bröttu brúnu þalci, tvö
hús reyndar en sambyggó og kallast
Rungstedlundur. Þessar byggingar
voru reistar í byrjun sautjándu aldar
og lengi var þar greiðasala og þar
gistu ferðamenn, kaupmenn jafnt sem
konungar. En í dag er þetta safn helg-
að minningu síðasta íbúa hússins, rit-
höfundarins Karenar Blixen, en hún
fæddist í Rungstedlund árið 1885 og
léstþarárið 1962,
¦jórum árum fyrir dauða sinn
ákvað Karen Blixen, þá á átt-
ræðisaldri, að heimili hennar
yrði að menningar- og vísinda-
stofnun og landareignin að
griðarstað fyrir fugla og annað dýra-
líf, eftir hennar dag. Sjálfseign-
arstofnun var mynduð og skyldi
hagnaður af verkum Karenar kosta
allar nauðsynlegar framkvæmdir. Að
auki barst fé víða að til að hjálpa til
við nauðsynlega endurbyggingu hús-
anna, kaup á nýju miðstöðvarkerfi
og öðru slíku. En húsin voru gömul
og framkvæmdir fjárfrekar, þannig
að þegar Karen Blixen lést árið 1962
var stofhunin í djúpum skuldum.
Danska akademían tók við umsjón
húsanna og hefur fundað þar síðan,
en næstu tuttugu og fimm árin gekk
illa að ná saman peningum fyrir
rekstrar- og viðhaldskostnaði, hvað
þá til að setja á fót safn sem almenn-
ingur gæti haft aðgang að. En að
F
Vinnuherbergi sitt kallaði Kar-
en Blixen „Ewalds-stofu", eftir
danska þjóðskáldinu sem dvaldi
þar frá 1773 til 1775. Fyrir
miðju er skrifborð föður henn-
ar, en við það skrifaði hún
fyrstu bækur sínar. I gluggan-
um eru myndir af unnusta
hennar, Denys Finch Hatton, á
veggnum vopn frá Kenýa og til
hægri er eitt af mál verkunum
sem Karen málaði í Afríku.
Karen Blixen í setustofunni í Rungstedlundi árið 1960. Kistan var gjöf frá Farah
Adam, sómalska brytanum á búgarði hennar í Afríku, blómaskreytingin er Karen-
ar og á veggnum er málverk af Iangafa hennar, Haffner hershöfðingja.
Morgunblaðið/Einar Falur.
Karen Blixen valdi sér þennan
legstað á landareigninni við
Rungstedlund; undir hárri eik
utan í hæðinni sem kennd er við
danska þjóðskáldið Johannes
Ewald.
lokum var það Hollywood sem gerði
opnun safnsins mögulega. Óskars-
verðlaunakvikmyndin Jörð í Afríku,
með Robert Redford og Maryl Stre-
ep, sem fjallar um líf Karenar og
unnusta hennar Denys Finch Hattons
í Kenýa á öðrum og þriðja áratug
aldarinnar, gerði verk Karenar Blixen
vinsæl að nýju og færði drjúgar tekj-
ur í tómar peningahirslur Rungsted-
lundar. Árið 1991 var safn Karenar
Blixen opnað og hefur notið mikillar
hylli síðan. í annarri álmu hússins,
þar sem áður voru hesthús og korn-
hlaða, eru nú sýningarsalir með bók-
um, handritum, ljósmyndum og ýms-
um upplýsingum um líf rithöfundar-
ins sem kallaði sig Isak Dirtesen. I
hinum hlutanum er íbúð Karenar og
það er rétt eins og hún hafi ekki hvílt
í rúm þrjátíu ár undir hárri eik innst
á landareigninni, heldur sé einungis
í stuttri gönguferð um skóginn.
Rungstedlundur var þegar þekktur
staður fyrir 400 árum, en þá sem
'kráin í Rungsted. Þetta var vinsæll
viðkomustaður á leiðinni milli Kaup-
mannahafnar og Helsingjaeyrar, þar
sem gestir gátu keypt sér öl og mat
og fengið fría gistingu. Margar kunn-
ar sögupersónur gistu á kránni á
sautjándu og átjándu öld og þeirra
kunnust líklega Karl tólfti Svíakon-
ungur, en í svonefndu Skandinavíu-
stríði dvaldist hann þar í nokkrar
vikur, eða þar til samið var um frið
í ágúst árið 1700. Leikskáldið Ludvig
Holberg var eitt sinn handtekið í
nágrenninu, grunað um njósnir og
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4-B 5
B 4-B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8