Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRÐUR GÍSLASON OG MARGRÉT JÓNSDÓTTIR + Þórður Gíslason var fæddur á Ölkeldu 15. september 1916. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 29. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Þórðarson bóndi og odd- viti á Ölkeldu og Vilborg Kristjánsdóttir ættuð hjá Hjarðarfelli í Mikla- holtshreppi. Að Þórði stóðu því bændaættir. Hann ólst upp hjá for- eldrum sínum á Ölkeldu í hópi sex systkina sinna sem öll komust til full- orðinsára og einnig frænda sínum Kristjáni Guð- bjartssyni bróðursyni Vilborgar. Af bræðrum hans eru nú látnir Alexander og Guðbjartur en á lífi eru Elín, Iljörtur, Fríða og Liija. Þórður gekk í Bændaskól- ann á Hvanneyri haustið 1936 og lauk þaðan námi. Einnig starfaði hann að loknu námi við Hvanneyrarbúið í nokkra vetur. Hinn 24. júlí 1943 kvæntist Þórður Margréti Jónsdóttur. Þau hófu búskap á Hólkoti í Staðarsveit það vor og bjuggu þar í tvö ár en fluttu heim að Ölkeldu vorið 1945 í sambýli við foreldra Þórðar. Vorið 1946 hófu þau að reisa nýbýlið ÖI- keldu II og bjuggu þar alla tíð eftir það. Þeim Þórði og Margréti varð sjö barna auðið og eru þau þessi: Gísli póstmaður, búsettur í Reykjavík, kona Tama Bjarna- son; Ingibjörg húsmóðir í Reykjavík, maður Snæbjörn Sveinsson tæknifræðingur; Stef- án bifreiðarsljóri í Vatnsholti, kona Ragna Ivarsdóttir; Jón Svavar, bóndi á Ölkeldu III, kona Bryndís Jónasdóttir; Haukur húsasmiður, Lýsuhólsskóla, kona Rósa Erlendsdóttir; Signý þroskaþjálfi, maki Helgi Jó- hannsson, lögfræðingur og stjómarráðsfulltrúi; Kristján bóndi, Ölkeldu, kona Astrid Gundersen. Útför Þórðar fer fram frá Staðastaðarkirkju í dag. Margrét Jónsdóttir var fædd í Vatnsholti i Staðarsveit 23. júní 1921. Hún lést á Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 1. maí 1994. For- eldrar hennar voru hjónin Jón Ólafur Stefánsson norðlenskrar ættar frá Flögu í Vatnsdal og Jónína Þorsteinsdóttir ættuð af Austurlandi. Þau hjón fluttust að Vatnsholti árið 1918 og bjuggu þar eftir það allan sinn búskap. Þau Vatnsholtssystkini voru átta. Látin eru auk Mar- grétar Ingibjörg, Konráð og Jón Helgi en á lífi eru Stefán, Rann- veig, Gunnar og Þorsteinn. Út- för Margrétar fór fram frá Staðastaðarkirkju 7. maí. ÞAÐ var ekki auður í búi hjá þeim Vatnsholtshjónum, en með sér- stakri nýtni, ráðdeild og úrræða- semi tókst þeim að koma börnum sínum vel til þroska. Þau Vatns- holtshjón höfðu mikinn metnað til þess að börn þeirra nytu menntunar eftir því sem unnt var á þessum tíma. Margrét gekk í unglingaskóla í Stykkishólmi nokkru eftir ferm- ingu, en síðan lauk hún námi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni. Hún hafði góðar námsgáfur og minnist ég þess er við vorum sam- tíða í barnaskóla hve létt hún átti með að tileinka sér námsefnið. Þórður gerðist barnakennari í Staðarsveit haustið 1945 og stund- aði farkennslu til ársins 1957 en þá var skólinn gerður að heimavist- arskóla. Fyrstu þijú árin var skólinn til húsa á heimili foreldra Þórðar en árið 1960 tóku Þórður og Mar- grét alveg að sér skólahaldið allt til ársins 1968 en þá var skólinn fluttur í nýreist félagsheimili á Lýsuhóli. Þórður stundaði áfram kennslu til ársins 1976. Það lætur að líkum að þessi störf varðandi skólahaldið voru geysilega umfangsmikil og útheimtu mikla vinnu og umönnun frá hendi þeirra hjóna. Þetta var allt til viðbótar venjulegum bústörfum en þau ráku jafnhliða allmikinn búskap bæði með sauðfé og kýr. Öll þessi störf varðandi skólahaldið voru ómetan- leg fyrir sveitina og eiga sveitungar þeim mikið að þakka í þessu efni. Þórður var mikill félagsmála- maður og átti auðvelt með að um- gangast fólk. Var hann jafnan hrók- ur alls fagnaðar þar sem fólk kom saman. Söngmaður var hann góður eins og hann átti kyn til. Þau hjón störfuðu lengi að málefnum Staða- staðarkirkju og kirkjukórinn naut krafta þeirra alla tíð. Þórður var formaður sóknarnefndar um ára- tugaskeið og allt til dauðadags. Hann var mikill áhugamaður um málefni unga fólksins og var for- maður Ungmennafélags Staðar- sveitar um íjölda ára. Allt fram á síðustu ár var hann virkur þátttak- andi í störfum þess félags. Þá var hann einnig lengi í stjórn Ung- mennasambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Eg minnist með mikilli ánægju samstarfs okkar við undirbúning og byggingu Félagsheimilisins á Lýsuhóli. Þar lét hann sannarlega ekki sinn hlut eftir liggja frekar en á mörgum öðrum sviðum. Þórður var sýslunefndarmaður fyrir Staðarsveit um árabil og í sveitarstjórn lengi. Einnig var hann í stjórn Búnaðarfélags Staðarsveit- ar í fjölda ára. Skógræktarmál voru Þórði hugleikin og starfaði hann mikið á þeim vettvangi. Meðal ann- ars fór hann nokkrum sinnum í skógræktarferðir til Noregs. Ekki verða talin upp frekar öll þau fjölmörgu störf sem þau hjón unnu að til velfarnaðar hér í Staðar- sveit. Það yrði of langt mál upp að telja. Fyrir nokkrum árum bilaði heilsa Margrétar og varð hún að dvelja að miklu leyti á Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi síðustu árin. Var Þórður því hættur öllum búumsvif- um en dvaldi í íbúðarhúsi sínu á Ölkeldu II í skjóli barna sinna. Það ber vott um fyrirhyggju þeirra hjóna að þau höfðu fyrir nokkru afhent sonum sínum, Krist- jáni og Jóni Svavari, jörðina og búa þeir nú félagsbúi þar. Við sveitungarnir þökkum Þórði og Margréti langa samfylgd og vottum aðstandendum öllum inni- iega samúð. Blessuð sé minning þeirra. Þráinn Bjarnason. Elsku afi. Nú ertu farinn til ömmu og við vitum að nú líður ykkur vel. Þið gátuð aldrei hvort án annars verið, og við vitum að þú saknaðir ömmu alltof mikið. Það hjálpar okkur mik- t Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓDÍS RUNÓLFSDÓTTIR, Langholtsvegi 9, lést í Borgarspítalanum 25. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Kristín Elentinusdóttir, Héðinn Elentínusson, Sigurberg H. Elentínusson, Sara Jóhannsdóttir, Guðfinna Elentfnusdóttir, Lúðvík Jónsson, Runólfur Elentínusson, Gréta Guðmundsdóttir, Elias Jón Héðinsson, Björg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og áfi, RUDOLFTHORARENSEN, Hamragarði 4, Keflavik, lést miðvikudaginn 5. október. Jarðarför auglýst síðar. Edda Emilsdóttir, Stella María Thorarensen, Skúli Ágústsson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og tengdasonur, SNORRI JÓHANNSSON, Drápuhlíð 22, Reykjavik, lést í Landspítalanum 5. október. Jarðarförin auglýst síðar. Sigriður Ósk Óskarsdóttir, Jóhann Davfð Snorrason, ingvi Pétur Snorrason, Jóhann Hallvarðsson, Jón ÞórJóhannsson, Ásdís Magnúsdóttir, Óskar Pétursson. ið að vita að þú varst sáttur við að fara og þurftir ekki að þjást. Þið gáfuð okkur svo margt. Við minnumst allra sumranna í sveitinni hjá ykkur, Ölkelda var okkar annað heimili. Við vissum ekki þá hvað við vorum heppin að eiga ykkur að. Það eru ekki margir krakkar sem hafa tækifæri til að vera í sveit, og sannaðist það best á kunningjum okkar, sem oft á tíðum fengu að fljóta með. Sumir hverjir höfðu aldr- ei litið íslenska kú augum og allir voru yfir sig hrifnir af sveitinni. Þá vorum við sko veraldarvön. Allir voru alltaf velkomnir að Ökeldu og fengu allir sömu höfðing- legu móttökurnar, presturinn, ferðamennirnir sem komu í ölið eða fuglarnir sem afi hafði svo mikið dálæti á, og þegar hart var í ári gleymdi hann aldrei fiðruðu vinun- um sínum. Aldrei varð neinn svang- ur í sveitinni. Amma bakaði og eld- aði af miklum eldmóð og fengum við að njóta þess í ríkum mæli. Alltaf til kleinur eða kanelsnúðar í búrinu. Afi var mikill brandarakarl og hafði mikið gaman af að stríða okkur krökkunum. Hann átti einn uppáhaldsleik, „músina" sem ég held að öll hans barnabörn kannist við. Er við uxum úr grasi gátum við alltaf reitt okkur á ráðleggingar ykkar, og ég veit að allir okkar vin- ir sem nokkurn tíma hittu ykkur kunnu vel við ykkur. Afi var alltaf búinn að komast að því að hann þekkti afa eða ömmu viðkomandi og búinn að stofna til hrókasam- ræðna. Það er stórt tómarúm í hjörtum okkar nú er þið eruð farin. Þið munuð samt aldrei hverfa úr minn- ingunni og verðið alltaf hluti af okkar fegurstu bernskuminningum. Ykkar barnabörn, Margrét, Helga og Gísli. Þórður Gíslason ólst upp hjá for- eldrum sínum og átti heima hjá þeim þar til hann stofnaði sjálfur heimili. Árið 1936 fór Þórður á Bænda- skólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan 1938. Var hann starfsmaður á skólabúinu á Hvanneyri nokkurn tíma eftir námsdvölina þar, en hafði áður stundað vegavinnustörf á Holtavörðuheiði, hjá hinum kunna verkstjóra Jóhanni Hjörleifssyni, sem hann minntist með hlýjum huga fyrir gott samstarf við vega- vinnumennina. Þórður hóf búskap að Hólkoti i Staðarsveit árið sem hann kvænt- ist. Eftir tveggja ára búskap þar fluttu þau hjón að Ölkeldu og reistu þar nýbýli, sem þau nefndu Ölkeldu II og bjuggu þar til dauðadags. Á nýbýlinu reistu þau hús fyrir fólk og fénað, fyrst stórt íbúðar- hús. Þangað tóku þau börn í heima- vist við barnaskóla Staðarsveitar, en Þórður var kennari skólans. Það reyndi mjög á dugnað og úrræði húsfreyjunnar að leysa það starf af hendi við takmörkuð þægindi, sem víða skorti á í sveitum á þessu tímabili. Þetta tókst þeim hjónum að leysa af miklum myndarskap. Á þessum árum fæddust þeim hjónum sjö börn, sem að sjálfsögðu hafa þurft sitt og aukið á starf húsfreyjunnar, en allt fór þetta vel fram og börnin komust til góðs þroska. í húsinu, sem Þórður og Margrét reistu sér á hólbrúninni fyrir ofan íbúðarhúsið á Ölkeldu, var lengst af í kennara- og skólastjóratíð Þórð- ar athvarf skólabarna í Staðarsveit og arinn fjölskyldunnar. Þar áttu einnig margir gestir erindi, þar sem þau hjón tóku mikinn þátt í margs konar félagsskap fyrir sveit sína og hérað. Gestrisni þeirra hjóna var alveg ótakmörkuð og virtist ótrú- legt hvað húsmóðirin gat leyst af hendi í því efni, auk mikilla um- svifa með sína stóru fjölskyldu. Eins og að framan greinir var Þórður kennari og skólastjóri í Stað- arsveit, fyrst sem farkennari á ýmsum stöðum í sveitinni, en lengst af í húsi foreldra sinna að Ölkeldu I, og að lokum kenndi hann við Lýsuhólsskóla og mun skólastarf hans hafa verið fullt 31 ár í Staðar- sveit. Þá var Þórður mikill áhugamaður í ungmennafélagsmálum óg var formaður UMF Staðarsveitar í 15 ár og formaður og meðstjórnandi HSH um margra ára skeið. Þórður var einn af stofnendum Skógrækt- arfélags Heiðsynninga og formaður þess um árabil. Kom félagið sér upp afgirtum skógarreitum og hefur plantað mörgum tijáplöntum, en þær hafa löngum átt erfitt upp- dráttar í umhleypingasamri veðr- áttu á Snæfellsnesi en virðast þó nú í seinni tíð vera að ná töluverð- um vexti og sanna tilveru sína og þakka þrautseigju brautryðjend- anna. Þá var Þórður um árabil gjald- keri Sjúkrasamlags Staðarsveitar, umboðsmaður Brunabótafélags ís- lands auk fjölmargra starfa í þágu almennings. Þá má ekki gleyma að minnast starfa Þórðar fyrir sóknarkirkju sína á Staðastað, þar sem hann var um árabil formaður sóknarnefndar og safnaðarfulltrúi kirkju sinnar. Þórður söng í kirkjukórnum frá stofnun hans, við messur og aðrar athafnir til síðustu stundar, eða í um fimmtíu ár. Ætíð söng hann tenór, með sinni björtu rödd. Áður hef ég minnst á húsið, sem þau hjón byggðu á fyrstu árum búskapar síns og gegndi miklu hlut- verki. Seinna komu fram í því steypuskemmdir svo ekki þótti mögulegt að halda því við. Byggðu þau þá nýtt hús en fluttu það niður á sléttan reit, á svokallaða húsa- flöt. Hús þetta er stórt, nýtískulegt og vandað og þar bjó Þórður ásamt fjölskyldu sinni í 26 ár. Á þessum árum hafa bömin vaxið úr grasi, flust úr foreldrahúsum og stofnað sín heimili. Nú er húsið autt eftir fráfall þeirra hjóna. Vonandi verður sú auðn ekki langvarandi og vildi ég óska þess að einhveijir af afkom- endum þeirra ættu eftir að búa í þeirra húsi og halda uppi minningu þeirra með reisn. Þegar ég minnist Þórðar og okk- ar langa samstarfs, þá kemur margt upp í hugann sem ekki verður 'hægt að segja frá hér í þessum fáu minn- ingarorðum. Þegar Þórður fæddist var ég í fóstri hjá foreldrum hans og var þar til fullorðinsára. Við ól- umst því upp saman við leiki og störf og eru æskuminningarnar mjög ljúfar og bjartar í mínum huga. Seinna áttum við samstarf að fjölmörgum félagsmálum og áhuga- málum, en mér eru ljúfastar minn- ingarnar um starf okkar í söngmál- um í kirkjukórnum heima í sveitinni og á söngmótum. Einnig sungum við saman í karlakórum og blönduð- um kórum. Tel ég að starf þessara kóra hafi verið mikils virði, bæði fyrir söngfólkið og þá sem á hlýddu. Þá verður Þórður mér sérstak- lega minnisstæður fyrir bjartsýni hans og trú á að góð málefni fyrir sveitir landsins mættu eflast ís- lensku þjóðinni til farsældar. Var það fjarri honum að gefast upp þó að við vantrú samtíðarinnar væri að etja. Þegar ég kveð frænda minn og vin, er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt samleið með honum og fjölskyldu hans um svo langa ævi. Börnum hans, ijölskyldum þeirra, systkinum hans og öðrum ættingjum og vinum, sendi ég mín- ar dýpstu samúðarkveðjur. Kristján Guðbjartsson. Mig langar til að minnast með nokkrum fátæklegum orðum Þórð- ar Gíslasonar frá Ölkeldu. Hann fæddist á Ölkeldu tæpu ári á undan móður minni. Milli móður minnar og hans ríkti sérstök vinátta. Þau léku sér saman þegar þau voru yngri, fermdust saman og eignuð- ust maka úr sveitinni á svipuðum tíma og eiga sameiginlegan gifting- ardag. Samfylgd þessara hjóna var alla tíð góð og náin í gegnum árin. Nú er aðeins mamma hérna megin við „landamærin“ en hin þijú hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.