Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Jákvæð afstaða til byggingar
tónlistarhúss fyrir aldamót!
HINN 3. apríl sl.
hélt Bandalag ís-
lenskra listamanna
opinn fund um
menningarmál á
Hótel Sögu, þar sem
fulltrúar flokkanna í
menningarmálum
sátu fyrir svörum.
Ég leyfði méi þar að
standa upp og bera
fram eftirfarandi
spurningu með eftir-
farandi inngangi:
1. Byggt hefur verið
sómasamlega yfir
leiklist, myndlist
og íþróttir, en ekki
eitt einasta hús
fyrir tónlist.
2. Landsfundur Sjálfstæðisflokks-
ins 1993 ályktaði tæpitungu
Ingi R.
Helgason
laust að flokkurinn"
styddi við áformin um
byggingu tónlistar-
húss.
3. í kosningastefnuskrá
R-listans fyrir síðustu
borgarstjómarkosn-
ingar segir að Reykja-
víkurlistinn skoði það
sem eitt af forgangs-
verkefnum í menning-
armálum að byggja í
borginni tónlistarhús
og að Reykjavíkurlist-
inn muni sjá til þess
að farið verði af stað
á kjörtímabilinu í
samvinnu við ríki og
nágrannasveitarfélög.
4. Bandalag íslenskra
listamanna, sem stendur fyrir
þessum opna fundi um menning-
Svör fulltrúa flokkanna
við spumingu minni um
tónlistarhús vom mjög
uppörvandi, segir Ingi
R. Helgason, ogtelur
ástæðu til að vekja at-
hygli á þeim nú að lokn-
um kosningum.
armál og er bandalag allra ís-
lenskra listamanna, ályktaði á
þingi sínu 1993 að bygging tón-
Íistarhúss væri fyrsta forgangs-
verkefnið í meningarmálum
þjóðarinnar.
ISLENSKT MAL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
792. þáttur
í 717. þætti minntist ég á
ofnotkun og misnotkun orðsins
flóra. Kemur til liðs við mig
Bjöm Þórleifsson í bréfi, þar sem
hann greinir frá tvennu sem nú
meiðir eyru hans sýknt og heil-
agt:
„Fyrra atriðið er notkun latn-
eska orðsins flora, sem með okk-
ar framburði er kallað flóra.
Þeim sem grautað hafa í latínu
er það ljóst, að orðið er notað
yfír jurtaríkið og dregið af „flos“
sem mun þýða blóm. Fjölmiðla-
mönnum er þetta flóruhugtak
mjög hugleikið og nota það ós-
part, enda telja þeir sig eiga
heima í fjölmiðlaflórunni. En
annars er orðið notað yfír alla
skapaða hluti, líka úr steina- og
dýraríkinu. Versta dæmið sem
ég kann um þetta var þegar lýst
var safni uppstoppaðra dýra í
viðtali á Rás tvö fyrir svo sem
tveimur árum. Þá lýsti safnvörð-
urinn því yfír, mjög stoltur, að
þama væri sýnishom af allri ís-
lensku „dýraflórunni“.
. Seinna málblómið fínnst mér
stefna í að verða að illgresi. Það
er að kæfa það orðalag, að von-
ir eða spár rætist, að áætlanir
standist, að eitthvað gangi upp,
heppnist eða takist. Nú gengur
allt eftir. Hvert sem ég beini
augum eða eyram rek ég mig á
dæmi um þetta. Handboltaþjálf-
ari segir liði sínu að reyna
ákveðna leikfléttu. Það gengur
eftir. Fréttaritari spáir um úrslit
leikja. Það gengur eftir. Forsæt-
isráðherra vill hækka eða lækka
vexti. Það gengur eftir. Kennar-
ar vilja hærra kaup, en það
gengur ekki eftir. Stjómmála-
maður sækist eftir sæti á fram-
boðslista í prófkjöri, en það
gengur ekki eftir.
Dæmin sem ég geri hér að
umtalsefni eiga það sameigin-
legt, að þau auka á fátæktina í
daglegu máli. Það þykir mér
sárt og þess vegna er ég að
kveina."
Umsjónarmaður þakkar Bimi
kærlega fyrir. Það er einmitt
málfátæktin sem er hvað ergi-
legust um þessar mundir.
„Sjáið fugla himins, þeir eð
hvorki sá né upp skera, og eigi
safna þeir í kornhlöður, og yðar
himneskur faðir hann fæðir þá.
Era þér ekki miklu framar en
þeir? Eða hver yðar getur aukið
með sinni áhyggju alin eina að
lengd sinni?“ (Mattheus 6,26;
Oddur Gottskálksson þýddi).
„Til eru þeir menn, bæði út-
lendir og innlendir, sem gera gys
að hreintungustefnu íslendinga,
telja hana jafnvel hlægilega
rómantík og úrelta íhaldssemi á
þessum tímum alþjóðamennsku
og stórveldadýrkunar. En því er
til að svara að hún hefur þrátt
fyrir allt varðveitt samband okk-
ar við fortíðina og fomar bækur
okkar, tryggt okkur órofín
tengsl við þá íjársjóði íslenzkrar
tungu sem á bókum era skráðir
og enn lifa á vörum alþýðu, og
síðast en ekki sízt forðað tungu
okkar frá því að drakkna í flóði
erlendra áhrifa. íslenzk menning
er órjúfanlega tengd íslenzkri
tungu, íslenzkum bókmenntum,
íslenzkum orðaforða. Rofni þau
tengsl, glatist sambandið við
fortíðina, mundi þess skammt
að bíða að saga íslenzkrar menn-
ingar væri öll.“ (Jakob Bene-
diktsson: Þættir um íslenskt
mál, 1964.)
★
Hvefsinn, glefsinn hundur stundum
högg má þiggja,
og kjaftinn aftur leiðan leggja,
laun þín verða hvorutveggja.
★
(Braghenda, framframhend,
frambakhend, baksneidd; óvíst
um höf.)
★
Ýmis(s) er óákveðið fomafn.
Ásgeir Blöndal gefur merking-
amar „víxlandi, mismunandi,
sumur“. Hann telur upprana
orðsins óvissan. Orðið er ærið
vandbeygt, og set ég hér beyg-
inguna eins og Björn Guðfínns-
son vildi hafa hana:
kk. kvk. hk.
Et nf. ýmis ýmis ýmist
þf. ýmsan ýmsa ýmist
þgf. ýmsum ýmissi ýmsu
ef. ýmiss ýmissar ýmiss
Ft. nf. ýmsir ýmsar ýmis
þf. ýmsa ýmsar ýmis
þgf- ýmsum ýmsum ýmsum
ef. ýmissa ýmissa ýmissa
Oft hefur r skotist inn í beyg-
inguna t.d. í eignarfalli fleirtölu:
„ýmissra". Þá hefur i-hljóðinu
oft verið háski búinn, og verður
þá kvenkynið ýmis að „ýms“,
sömuleiðis hvoragkyn flt. sem
óteljandi sinnum, bæði í íslensku
og öðram málum, er eins og
kvenkyn eintölu.
Enn er þess að geta, að fyrir
nokkru tóku menn að skynja
ýmis sem lýsingarorð, og var
þá að sjálfsögðu tekið að stig-
breyta það. Mig grunar að vísu
að upphaflega hafí þetta verið
svo sem til gamans gert: „Hinir
ýmsustu menn“ o.s.frv. En þetta
hefur náð að festa rætur. Ég
held að það væri best að slíta
þær og halda áfram að fara með
ýmis sem fomafn. Auðvitað er
ekkert hafdjúp á milli sumra
orðflokka, og sum orð eru vand-
dregin í dilk. T.d. segir Bjöm
Guðfínnsson að samur, sjálfur,
slíkur og þvílíkur séu „eins
konar óákveðin ábendingarfor-
nöfn“. En er ekki samur lýsing-
arorð í þessu erindi Sólarljóða:
Öllum lengri
var sú in eina nótt,
er eg lá stirður á strám;
þá merkir það,
er guð mælti,
að maður er moldu samur.
★
Áslákur austan kvað:
Þótt á rótsterku rommi þú lumir,
ertu ringlaður einsog þeir sumir
sem lémapa standa
og leysa engan vanda,
þegar ólukkinn yfir þeim þrumir.
„Það hefur flogið fyrir, að
Kiljan muni ef til vill vera í þann
veginn að leggja skáldskapinn á
hilluna. Ekki veit ég, hvað mikið
er hæft í því, en ég tel illa farið
ef svo væri. Haldi hann nú áfram
jafnhröðum skrefum í framfara-
áttina og hingað til, má hann
eiga það víst að komast langt í
listinni sem skáldsagnahöfund-
ur.“ (Sveinn Sigurðsson í Eim-
reiðinni 1924.)
Góð var sú aðferð að segja
og aðrir afkomendur í tilkynn-
ingu um útför í staðinn fyrir t.d.
tólffótunginn „barnabama-
barnabörn".
Umsjónarmaður óskar mönn-
um gleðilegra páska.
5. Borgarstjóm Reykjavíkur og
ríkisstjórnin hafa hvor fyrir sitt
leyti samþykkt að óska eftir
því, að Reykjavík verði útnefnd
sem menningarborg Evrópu árið
2000.
6. Spumingin er beinskeytt og
svona: „Viljið þið beita ykkur
fyrir því, að byggt verði á næsta
kjörtímabili tónlistarhús sem
fullnægi kröfum um hljómburð
í samvinnu við Reykjavíkurborg
og Samtök um tónlistarhús,
þannig að við höfum slíkt hús
árið 2000?
Svörin voru ánægjuleg af því
að þau voru öll jákvæð, ef frá er
skilið hik fulltrúa Þjóðvaka. Fyrir
okkur, sem störfum í Samtökum
um tónlistarhús, vora svör þessi
mjög uppörvandi, og vil ég því með
þessari grein vekja athygli á þeim.
Ég vildi ekki birta þessa grein fyr-
ir kosningar af þverpólitískum
ástæðum en tel, að nú séu svörin
mjög til áminningar þeim, sem að
kosningum loknum ráðast í það
þrekvirki að gera sér stjórnarsátt-
mála í umboði þjóðarinnar, en svör-
in voru á þessa leið:
Sjálfstæðisflokkur:
Ólafur G. Einarsson, núverandi
menntamálaráðherra: „Já, ég tel
það mjög brýnt verkefni að byggt
verði tónlistarhús og ég held að
það sé viðfangsefni, sem margir
aðilar þurfa að sameinast um. Eg
veit um fjölmennan áhugahóp úti
í þjóðfélaginu, sem hefur barist
lengi fyrir þessu málefni. Ríkið
þarf að koma þama að og það
þurfa ákveðin ráðuneyti að sam-
eina krafta sína til þess að þetta
megi verða.“
> Arjláítcirkon
A rrí jiíokkíifi *
Ljósmyndastofa
Gunnars Ingimarssonar
HERRAHARTOPPAR
Herrahárkollur
P SÉRLEGA STERKUR
OG FALLEGUR ÞRÁÐUR
m pantið einkatíma
f RÁÐGJAFI Á STAÐNUM
Hár;A.
öpryði
K M / Sérvcrsl
V- _Borgarkrii
Sérvenlun
Borgarkringlunni,
sími 32347.
Alþýðuflokkur:
Jón Baldvin Hannibalsson, nú-
verandi utanríkisráðherra: „Já,
mitt svar er já og það er af eftirfar-
andi ástæðum: I fyrsta lagi vegna
þess að tónlistin er vaxtarbroddur
íslenskrar menningar á þessum
tíma. í annan stað vegna þess að
hún er á hrakhólum, og svo í þriðja
lagi minni ég á, að ef 'við ætlum
að gera þetta fyrir árið 2000, þá
þurfum við á að halda mjög nauð-
synlega mjög breiðum og vel inn-
heimtanlegum virðisaukaskatti.“
Alþýðubandalag og óháðir:
Svavar Gestsson, fyrrverandi
menntamálaráðherra: „Við þurfum
að loka menningarhringveginum
með því að byggja tónlistarhús.
Ég tel, að það sé í raun og veru
borin von að menn loki þessum
menningarhringvegi með því að
byggja tónlistarhús öðruvísi en að
tryggð verði sérstök fjáröflun í
þetta verkefni.“
Framsóknarflokkur:
“Valgerður Sverrisdóttir, núver-
andi alþingismaður: „Það vill nú
svo til, að í okkar samþykktum frá
síðasta flokksþingi er ákvæði þess
efnis að byggt skuli tónlistar- og
ráðstefnuhús í Reykjavík, og ég
vona, að þetta tvennt geti farið
saman.“
Samtök um kvennalista:
Guðný Guðbjörnsdóttir, há-
skólakennari: „Já, bara ítreka það,
að við erum tilbúnar til að styðja
þetta ásamt Reykjavíkurborg og
samtökum listamanna, og viljum
náttúrlega í því sambandi leggja
áherslu á að slíkt tónlistarhús geti
þjónað sem flestum tegundum tón-
listar.“
Þjóðvaki:
Mörður Ámason, menntamaður:
„Ég vil gjarnan koma upp tón-
listarhúsi en ég þori ekki að lofa
því að það verði hins vegar fyrsta
forgangsmál í byggingarmálum.
Og ég spyr aftur: Hefur það verið
kannað, hvort önnur hús, til dæm-
is endurbætt Háskólabíó, samnýt-
ing í Borgarleikhúsinu eða aðrir
salir - það eru mjög margir salir
í Reykjavík - geti komið í staðinn
þangað til við höfum burði til að
byggja hér stórt tónlistarhús?“
Svo vil ég þakka Bandalagi ís-
lenskra listamanna fyrir það fram-
tak að taka menningarmálin á
dagskrá með þessum hætti.
Höfundur er formaður stjórnar
Samtaka um tónlistarhús.
OCITIZENl
Fermingartilboð!
Falleg, vatnsvarin stálúr með
, gyllingu.
Urin eru sériega þunn og fara
þess vegna vel á hendi
Stelpuúr
Verð áður kr. 15.200,-
Tilboðsverð
kr. 10.600,-
Strákaúr
Verð áður kr. 15.900,-
Tilboðsverð
kr. 10.900,-
úra- og skartgripaverslurj
Axel Eiríksson úrsmiður
ÍSAFIRÐI*AÐAIi>TRÆTI 22-SÍMI94-3023
ALFABAKKA 16-MjODD.SÍMI 870706
Póstsendum frítt
Kripalujóga er líkamsnekt og sjdlfsrækt sem hyggjrá teygjum, öndun ogslökun.
ALU - J Ó G A
I Hlíða-jóga I
Morguntímar
- fyrir karla og konur:
Mánudagar,
miðvikudagar og
föstudagar frá kl.8-9
Mánaðarkort á
aðeins kr. 4000,-
Síðdegistímar
- fýrir konur:
Mánudaga og miðvikudaga
frá kl.16:30-18:00.
Priðjudaga og fimmtudaga
frá kl.16:30-18:00
Mánaðarkort á
aðeins kr. 4000,-
Stakkahlíð 17
Sími SS2-3481
4r.
Heiðrún
Kristjánsdótrir
Kkii'alujógakennari