Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 37 HERMANN G. JÓNSSON + Hermann G. Jónsson fæddist í Hörgsdal á Síðu 25. maí 1921. Hann lést á Vífilsstaða- spítala 14. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Bjarna- son, f. 14.4. 1887, d. 10.12. 1977, bóndi Keldunúpi og víðar og k.h. Anna Kristófersdóttir húsfreyja, f. 15.4. 1891, d. 27.1. 1967. dóttur, f. 30.12. 1932. Börn þeirra: Jóhanna, f. 15.6. 1952, Auður, f. 29.7. 1957, Birgir, f. 18.8. 1963 og Anna, f. 11.6. 1965. Hermann varð stúdent frá MA 1942 og lauk lög- fræðiprófi frá Há- skóla íslands 1950. Hann starfaði sem fulltrúi hjá bæjar- fógetanum á ísafirði 1950-1956 Hermann var tíundi í röð fimmtán systkina. Árið 1944 kvæntist Hermann Jónínu Þorgeirsdóttur, f. 24.11. 1923. Þau skildu. Sonur þeirra: Stefán Þór, f. 5.11. 1944. Sonur Hermanns og Gróu Sigurðardóttur, f. 3.9. 1923: Hjálmar, f. 15.8. 1948. Dóttir Hermanns og Sigurbjargar Ragnheiðar Björnsdóttur, f. 26.9. 1921: Helga Elsa, f. 28.11. 1950. Árið 1957 kvæntist Her- mann Magdalenu Ingimundar- Það er gott að eiga sér sína sveit. Sjálfum finnst mér ég vart kominn út úr bænum fyrr en undir Eyjafjöll- um og eiginlega ekki upp í sveit fyrr en komið er yfir Mýrdalssand. Síðan er mín sveit; mér finnst varla nein önnur sveit til. En auðvitað er hún fyrst og fremst sveitin hans pabba. Þar áttum við okkar bestu stundir síðustu árin, þar er rétt að kveðja hann og þar verður gott að minnast hans. Hermann G. Jónsson var af þeirri kynslóð íslenskra sveitamanna sem því miður er óðum að týna tölunni. Hann fæddist inn í aldagamalt sveitasamfélag, samfélag sem nú er okkur að eilífu horfið, en bar það að vissu leyti með sér hvert sem hann fór. Þetta er samfélag sem er svo fjarlægt okkur, en tilvist þess samt svo stutt frá okkur í tíma. Einhveiju sinni þegar við sátum á Mosunum og horfðum út eftir Síð- unni sagði hann upp úr eins manns hljóði: „Já, ég hefði kannski bara átt að verða bóndi,“ og hló við. En hann varð ekki bóndi. Auðvitað ekki. Og ekkert af fjórtán systkin- um hans urðu bændur heldur, þótt mörg væru búmenn að upplagi. Með þeim varð lífsferill sveitanna endan- MARTEINN JÓNSSON og 1963-1964, full- trúi hjá bæjarfógetanum á Akureyri 1957-1960, kennari við Flensborgarskólann í Hafn- arfirði 1960-1962 en vann jafnhliða nokkuð af lögfræði- störfum og rak um tíma lög- fræði- og fasteignaskrifstofu í Kópavogi, og aðalfulltrúi hjá bæjarfógetanum á Akranesi 1964-1991. Utför Hermanns fer fram frá Prestbakkakirkju á Síðu í dag og hefst athöfnin klukkan 14. lega rofinn. Barn, hjú, bóndi. Þau urðu í staðinn launafólk á mölinni; verkafólk, sjómenn, iðnaðarmenn - og lögfræðingur. Síðan er falleg sveit, hefur á sér jrfirbragð mildi og hlýju. En hún er einnig mörkuð af ógnum náttúr- unnar; jöklum, jökulám, söndum, stórbrotnum eldstöðvum og hrauni. Svipað var því farið með mannlífið. Jón og Anna voru fátækt fólk með marga munna að fylla. Lífsbaráttan var hörð. Frá sjónarhóli okkar alls- nægtasamfélags má segja að fólk hafi komist af með alls ekkert. Aldr- ei vildi hann ræða þessa beinu reynslu af fátækt sveitanna, en andúðin á fátækt og samúðin með þeim sem halloka fara í lífinu var rík og öllum ljós. Sterk réttlætis- kennd að þessu leytinu mótaði stjórnmálaskoðanir hans sem ungs manns og alla tíð síðan. Þær voru í raun ekki annað en samstaða við uppruna hans og rökrétt afleiðing af reynslu hans af lífinu. Því er ekki að leyna að þessar skoðanir, þó lítið væri um beina þátttöku í stjórnmálum, urðu honum síðar þrö- skuldur þegar kom að veitingu embætta hjá ríkinu. Sú dæmalausa skammarsaga, sem embættisveit- Kannske voru það örlög, kannske tilviljun eða eitthvað annað, að hann fór í gegnum skólabæinn Akureyri og vestur til Hvamms- tanga á skóla, en staðreyndin var sú að leiðir þeirra lágu saman á Hvammstanga sem leiddi til þess að þau gengu í hjónaband 30. júní 1918 og settu saman heimili á Syðri-Kárastöðum og bjuggu þar síðan. Þess skal getið að Jón sat einn vetur í Gagnfræðaskólanum á Akureyri. Varla er hægt að segja að um hefðbundinn búskap hafi verið að ræða hjá þeim fyrstu árin. Ólafía átti fimm ær er þau giftust og eina kú fengu þau í brúðargjöf frá for- eldrum hennar. Jón stundaði far- kennslu í Kirkjuhvammshreppi í þrettán vetur, sótti vegavinnu, slát- urstörf, skipavinnu og hverskonar störf sem til féllu, fyrst framan af og raunar sótti hann nokkra vinnu utan heimilis lengst af meðan hon- um entist heilsa til. Tún voru lengi vel lítil og slægjur utan túns tak- markaðar svo sækja varð þær allt upp til fjalls. Auk þess heijaði mæðiveikin á fjárstofn bænda svo bú voru lítil og afurðir rýrar. Urðu bændur því að bregðast við vandan- um á hvern þann þátt sem hveijum og einum hentaði best. Eflaust hefir hjá þeim hjónum, eins og víðast í sveitum á þessum tíma, oft verið heldur þröngt í búi, þó ekki yrðu gestir og gangandi varir við það. Mörg voru þau tilefni sem Jón og Ólafía fundu til að bjóða til sín gestum. Afmælisveislur voru haldnar, jólaheimboð árviss og buðu þau þá börnum, ungu fólki og fullorðnum til mikillar veislu, dansað var þá fram til morguns og voru húsbændurnir þá í hlut- verki danskennara þar sem þau kenndu börnum og unglingum leyndardóma danslistarinnar, ræl, vals, hringdans með margskonar tilbrigðum, vínarkrus og að ógleymdum marsúka, einföldum, tvöföldum, þreföldum ðg guð má vita hvað margföldum. Voru þau Jón og Ólafía leikin í þessum döns- um svo unun var að horfa á þau dansa saman. Inn á milli dansatriða var svo sest að veisluborði og aldrei var skortur á tertum og öðru góðgæti á borðum. Ja, þvílíkir dásemdar dagar. Við, sem þekkjum húsakynnin í gamla bænum á Syðri-Kárastöð- um, vitum að þar er hvorki hátt til lofts né vítt til veggja. Þrátt fyrir margt fólk við dans og aðra leiki, minnist ég þess ekki að þrengsli hafi verið. Það sem kann að hafa skort á húsrými, bættu stórir hugir og hjörtu þeirra hjóna upp. I þessum húsakynnum var einnig á tímabili barnaskóli - farskóli sveitarinnar og alltaf var nóg rými. Þar æfðum við skólabörnin sjón- leiki og sýndum, og alltaf var nóg pláss. Eftir að Jón varð oddviti sveitar sinnar voru hreppsnefndar- fundir haldnir á heimilinu og engan hef ég heyrt minnast á þrengsli þar á bæ. Einn son eignuðust þau Jón og Ólafía, Svein Unnstein, f. 26. apríl 1924, en hann lést af slysförum 31. júlí 1963. Sveinn Unnsteinn var kvæntur Lilju Árnadóttur. Þau slitu samvist- ir. Áttu þau einn son, Ingólf, sem nú býr á Syðri-Kárastöðum ásamt konu sinni, Svönu Sigtryggsdóttur. Þau eiga fjögur mannvænleg börn. Bjó Ólafía í skjóli fjölskyldu sinnar allt fram á síðustu ár. Þrátt fyrir 99 árin var Ólafía ern fram til hins síðasta, minnug vel og naut þess ef gamlir kunningjar litu inn til hennar. Mundi hún nöfn og afmælisdaga ungra sem gam- alla svo með fádæmum má telja. En nú er daguririn liðinn. í dags- lok er mér efst í huga þakklæti til minnar góðu vinkonu og vona að hún njóti sinna góðu verka í fyrir- heitna landinu. Fjölskyldunni á Syðri-Kárastöð- um óska ég alls hins besta í bráð og lengd. Ingólfur Guðnason. + Marteinn Jónsson fæddist á Sauðárkróki 23. júlí 1923. Hann andaðist á sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauðárkróki, 14. september síðastliðinn. Hann var ókvæntur og barnlaus. Hann stundaði búskap lengst af starfsævi sinnar. Útför Marteins fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Matti manni. Nú ertu því miður farinn, en kannski var það best, því ekki er það skemmtilegt líf eins og þitt hefur verið síðustu níu árin á Dval- arheimilinu, en þú varst alltaf svo ánægður og hress. Þegar ég var sex ára eða fyrir níu árum fékkst þú heilablóðfall og var það mikil sorg því þú varst svo hress. Alltaf varstu mér og bróður mínum svo góður, þú hresst- ir okkur ávallt við. Þið Sigurpáll, bróðir minn, voruð svo góðir vinir, mér var sagt að þið hefðuð getað leikið ykkur saman klukkustundum saman. Hún mamma mín sagði mér líka að þegar hún var í barna- skóla og þú í blóma lífsins, hlýddir þú henni alltaf yfir námsefnið. Aldrei gleymi ég því að þegar við Sigurpáll vorum lítil gafstu okkur kindur, mér ær og honum hrút. Alltaf komum við í réttir á haustin og sýndir þú okkur kind- urnar okkar. Ekki man ég nein nöfn en þær hljóta að hafa haft einhver nöfn. Alltaf á ég eftir að hugsa til þín því þú varst mér svo góður, von- andi líður þér vel. Guð blessi þig, Matti minn. Guðríður Sveinsdóttir. Það var vorið 1962 sem við flutt- um úr sveitinni á Krókinn, og þá fórum við að búa í „Mattahúsi", sem reyndar var Freyjugata 24. Það voru mikil viðbrigði fyrir tvær litlar sveitastúlkur að flytja á Krók- inn og í þetta hús, sem var um margt ólíkt því sem við áttum að venjast. Þar lá einn stigi upp á háaloft og annar niður í kjallara, og sem sagt, í kjallaranum bjó hann Matti frændi, í einu her- bergi. Þessi frændi sem við höfðum aðeins þekkt af afspurn. Við kynnt- umst honum fljótt þar sem hann ingar í dóms- og umboðskerfi ríkis- ins sannarlega er, verður eflaust rituð síðar, en það er sárt til þess að vita að enn í dag eru flokksskír- teini mikilvægari við slíkar emb- ættisveitingar en menntun og trú- mennska við sitt starf. Þessi mál var hann tregur til að ræða og aldr- ei hafði hann uppi stór orð um nokk- urn mann vegna þessa. En maður fann að undan sveið. Það er gömul saga og ný að fá- tækt fólk á erfitt með að ganga menntaveginn, og skiptir þá iitlu áhugi og geta. Svo var því einnig farið með systkinin frá Keldunúpi. Einn sinna systkina átti Hermann þess kost að ganga menntaveginn. Hann var bókhneigður og augljós- lega mikill námsmaður, en ef ekki hefði verið fyrir tilstilli Ragnars elsta bróður síns og Guðrúnar Andr- ésdóttur, konu hans, er alls óvíst hvort af skólagöngu hefði getað orðið. Hann stundaði nám við Flens- borgarskóla í Hafnarfirði með fá- dæma góðum árangri og lauk þar gagnfræðaprófi 1940 og stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri aðeins tveimur árum síðar. Lögfræðiprófi lauk hann síðan 1950. Menntunin var honum mikils virði, ekki bara starfsins vegna, heldur vegna þess að menntun væri í sjálfu sér góð. Hann var í eðli sínu fróðleiksfús grúskari, hafði áhuga á þjóðlegum fróðleik, ætt- fræði og bókmenntum. Bækur voru honum mikils virði og mikið á sig lagt til að eignast gott bókasafn. Laxness var auðvitað toppurinn, en hann las allar gerðir af bókmennt- um sér til afþreyingar og fræðslu. Helst vildi hann gefa bækur til gjafa, jafnvel heilu ritsöfnin. Þannig birtist hann eitt sinn á afmælisdag- inn minn með ritsafn Þórbergs Þórðarsonar undir hendinni, enda afar hæpið að ala upp börn á ís- lensku heimili án þess að hafa slíkt góss við höndina! Áhuginn á þjóðfélagsmálum var mikill alla tíð og vel fylgst með fréttum. Síðustu mánuðina höfðum við mest samband í gegnum síma vegna dvalar minnar erlendis, en alltaf flutti hann mér skýrslu um nýjustu tíðindi úr pólitíkinni. Þegar ég fór sjálfur að skipta mér af póli- tík, mest með því að skrifa í blöð, hafði hann svo sem ekki mörg orð um það ef hann var mér ósammála. Þó veit ég að honum þótti nóg um þegar sonurinn fór að skrifa um landbúnaðarmál. Sveitamaðurinn bjó í honum eins og öðrum af hans kynslóð. Hver vegur að heiman er vegur- inn heim. Af Síðunni flutti hann til var í fæði hjá foreldrum okkar og reyndist hann okkur fljótlega góður vinur. Áttum við eftir að eiga marg- ar ánægjustundirnar með honum. Ófáar ferðirnar fórum við í kjallar- ann, sérstaklega ef við vissum að þar var eitthvað að hafa. T.d. þeg- ar Matti fékk heilan kassa af „Jolly Cola“ í bingói, þá enduðu ferðirnar oftast þannig að við fengum eina flösku, gerðum gat á tappann með nagla og gæddum okkur á innihald- inu. Þá var hann ólatur að spila við okkur „kasínu“ og sami reikn- ingurinn haldinn svo vikum skipti. Það skal tekið fram að hann vann okkur alltaf, var laginn að ná inn „svippum“ og safna „mörkum" og „skildingum". Nú, þarna bjuggum við meðan.pabbi byggði handa okk- ur nýtt hús sunnar í bænum og þegar við fluttum þangað 3 árum seinna, þá sögðum við ekki skilið við Matta, því hann hélt áfram að koma í mat til okkar. Við áttum eftir að njóta góðs af því að fá Matta í heimsókn á öllum matar- tímum, t.d. hlýddi hann okkur mjög oft yfír lexíurnar og þá sérstaklega fyrir próf, og hafði sérstakt lag á að láta okkur muna áríðandi nöfn og ártöl með því að tengja þau við eitthvað annað sem var okkur hug- leiknara. Hann var öldruðum afa okkar, sem bjó á heimilinu, mikill gleðigjafi, t.d. áttu þeirþað sameig- inlegt að vera báðir miklir fram- sóknarmenn og „dáðu Eystein" Hafnarfjarðar, síðan Akureyrar, Reykjavíkur, Isafjarðar, aftur Ak- ureyrar, aftur Hafnarfjarðar, til Akraness og síðast Reykjavíkur. í Prestbakkakirkju hef ég komið oft- ar en tölu verður á komið, oftast að frumkvæði föður míns. Síðast kom fjölskyldan þar saman í sum- ar, við fermingu Önnu Magdalenu dótturdóttur hans. í dag er síðasta heimferðin og síðustu samvistimar í kirkjunni. „Hugsaðu um mig þeg- ar þú ert í miklu sólskini. Bráðum skín sól upprisudagsins yfir hinar björtu Teiðir þar sem hún bíður skálds síns. Og fegurðin mun ríkja ein.“ Birgir Hermannsson. Mig langar að senda honum afa mínum kveðju. Ég sá hann síðast fyrir þremur vikum, þá var hann hress og virtist við góða heilsu. En samt vissi ég - við vissum það öll - að þegar ég kvaddi hann þarna í lok ágúst með tárin í augunum, þá var það í síðasta sinn. Eg var að fara svo langt í burtu, ekki bara til Frakklands, heldur alla leið til Djibouti í Afríku. Hann var alltaf svo góður við mig, ræddi við mig um lífið og frönsku pólitíkina, sýndi mér Al- þingið og við fórum saman á bóka- safnið. Hann var alltaf að lesa, hann afí, og vildi að ég væri dugleg að lesa á íslensku svo ég lærði málið vel. Stundum tókum við tíu til fimmtán bækur í einu. Hann sem sagði mér allt um sveitina sína og fór með mér svo oft í Mosahúsið sem við elskum öll í þessari fjöl- skyldu. Já, svona var hann afi minn. Fróðleiksfús og fræðandi. Mér finnst erfitt að hugsa til þess að ég sjái hann aldrei aftur. En lífið heldur áfram, ég veit honum líður vel þar sem hann er. Ég og pabbi minn getum því miður ekki fylgt honum austur á Síðu í sveitina, en þangað leitar hugurinn í - dag og verður hjá mömmu, ömmu, Ónnu frænku, Auði og Birgi. Elsku afí, þó ég hafi alltaf átt heima í útlöndum þá áttum við okkar góðu stundir saman þegar ég kom til íslands, sem var sem betur fer oft. Þakka þér fyrir allt saman. Anna Magdalena. Afí minn, þakka þér fyrir að passa mig, leika við mig, lesa fyrir mig og gefa þér tíma til að vera með mér. Farðu í friði. Þórhildur Elfa. eins og þeir sögðu oft. Þó að amma og hann gætu stundum þvargað um ýmsa hluti, þá þótti þeim mjög vænt hvoru um annað og var hún óspör á að smyija handa honum hnausþykkar rúgbrauðssneiðar með kæfu og rúllupylsu og safna handa honum köldu kaffi sem hann drakk á þeim árum í lítratali. Síðar áttu börnin okkar systranna eftir að njóta hans, svo lengi sem þau voru í námunda við hann. Nú, hann var viðloðandi heimilið þar til fyrir nokkrum árum er hann varð fyrir því að fá heilablóðfall og eftir það þurfti hann að dveljast á Dvalarheimili Sjúkrahúss Sauðár- króks, þar sem hreyfígeta hans var það skert að hann gat ekki búið einn. Þegar við litum inn hjá honum á Dvalarheimilinu og spurðum hvernig hann hefði það, þá svaraði hann alltaf „ég er bara assgoti góður“, þar var nú ekki barlómur- inn eða kvartanirnar, enda naut hann þar hinnar bestu umönnunar, sem hægt var að hugsa sér. Hann Matti fékk að sofna útaf eina nóttina og við vitum að nú er hann búinn að taka upp þráðinn við ömmu, og afi og hann geta talað um Framsóknarflokkinn eins og þá lystir. Elsku Matti, hafðu þökk fyrir allt. Anna Sigurveig og Guðrún Pálsdætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.