Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Friðrik Jónsson fæddist á Hall- dórsstöðum í Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu 20. september 1915. Hann lést í Sjúkra- húsi Þingeyinga á Húsavík 2. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Aðalsteinn Sigfús- son, bóndi og söng- stjóri á Halldórs- stöðum, f. 2. júlí 1878, d. 19. júlí 1964, og Emilía Friðriksdóttir frá Kraunastöðum í Aðaldæla- hreppi, f. 24. nóv. 1889, d. 4. jan. 1973. Systur Friðriks eru Sigríður Jónsdóttir, f. 8. mars 1917, maki Aðólf Friðfinnsson, f. 6. júlí 1911, og Guðrún Jar- þrúður Jónsdóttir, f. 8. apríl 1922. Hálfsystkini Friðriks, samfeðra voru Aðalsteinn Jóns- son, f. 26. maí 1904, d. 25. okt. 1986 og Nanna Jónsdóttir, f. 7. maí 1907, d. 17. sept. 1976. Friðrik kvæntist, 27. okt. 1938, Unni Sigurðardóttur frá Grímsstöðum á Fjöllum, f. 22. júlí 1917, d. 19. sept. 1994. Hún var dóttir hjónanna Sigurðar Kristjánssonar, bónda og sím- stöðvarstjóra á Grímsstöðum, f. 22. júní 1881, d. 4. júní 1959, og Kristjönu f’álsdóttur frá Austaralandi í Oxarfirði, f. 19. jan. 1881, d. 26. apríl 1952. Friðrik og Unnur stunduðu búskap á Halldórsstöðum, sam- hliða tónlistarstörfum Friðriks, frá 1938 og fram yfír 1970. Þá fluttu þau til Húsavíkur og bjuggu í Hliðskjálf til 1994. Friðrik starfaði um árabil hjá Kaupfólagi Þingeyinga. Síð- ustu tvö æviárin bjó hann á Garðarsbraut 33. Friðrik og Unnur eignuðust fimm börn: Sigurð Kristján, f. 31. júlí 1939, maki Sólrún Hansdóttir, f. 24. des. 1951, Emilíu Jónu, f. 13. des. 1940, maki Kristján Gunn- ar Eysteinsson, f. 25. febr. 1945, í dag er til moldar borinn einhver stórkostlegasti maður sem ég hef hitt, afi minn, Fikki á Halldórsstöð- um. Það hefði ekki hvarflað að mér fyrir viku að við ættum eftir að standa í þeim sporum sem við gerum í dag, enda hafði afi, þrátt fyrir háan aldur, ætíð verið hress og ómögulegt að sjá á honum að stutt væri eftir. Amma mín, Unnur Sig- urðardóttir, lést fyrir þremur árum og saknaði afí hennar sárt. Hann hafði það oft á orði að hann færi fljótlega sömu leið, en við áttum bágt með að trúa því. Það er þó nokkuð síðan afi fór að segja okkur hvernig hann vildi að útför hans yrði. Hann hafði beðið sr. Sighvat um að jarðsyngja sig, Juliet að spila á orgelið og velja sjálfur flest það + Guðlaug Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 30. júlí 1935. Hún lést á Landspítalan- um 29. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kirkjuvogskirkju 5. nóvember. Mig langar í fáeinum orðum að minnast dagmömmu minnar, Gullu, hún passaði mig frá því ég var sex mánaða þar til ég var fimm ára. Gulla tók mér eins og hún ætti mig og var mér svo góð. Eg vil enda þessar línur á þessum sálmi. Pál, f. 3. júní 1943, maki Kristjana Helgadóttir, f. 24. sept. 1950, þau skildu, Kristjönu Guðrúnu, f. 30. júlí 1950, maki Ragnar Eggertsson , f. 10. jan. 1955 og Ómar, f. 12. maí 1957, maki Spjólaug Ár- mannsdóttir, f. 10. sept. 1959. Barna- börnin eru 13 og bamabamabörnin 6. Friðrik stundaði nám í tvö ár við Héraðsskólann á Laugum. Ungur að árum lærði hann orgelleik í foreldra- húsum hjá föður sínum og á ungiingsárum fór hann tvívegis til Reykjavíkur og var við nám hjá Páli Isólfssyni. Friðrik var kirkjuorganisti samfleytt í 48 ár, lengst af við sex kirkjur í Þingeyjarprófastdæmi. Fyrst við Þverárkirkju í Laxárdal frá 1947 og síðar bættust við org- anistastörf við Neskirkju, Gren- jaðarstaðarkirkju, Einarsstaða- kirkju, Ljósavatnskirkju og Lundarbrekkukirkju. Friðrik var einnig um skeið organisti við Húsavíkurkirkju og Þór- oddsstaðarkirkju. Hann lét af störfum sem kirkjuorganisti er hann varð áttræður haustið 1995. Friðrik var söngkennari við héraðsskólann og húsmæð- raskólann á Laugum og við barnaskóla í Reykjadal og Að- aldal. Friðrik spilaði á harm- oníku frá unga aldri og var um margra áratuga skeið eftirsótt- ur harmoníkuleikari á dans- leikjum viða á Norðausturlandi. Var hann gerður að heiðursfé- laga í Harmoníkufélagi Þingey- inga fyrir nokkmm árum. Á tónlistarferli sínum samdi Frið- rik fjölmörg Iög fyrir einsöngv- ara, kóra og hljómsveitir. Útför Friðriks fer fram frá Einarsstaðakirkju í Reykjadal i dag og hefst athöfnin klukkan 14. sem flytja ætti við þessa athöfn. Hann hafði meira að segja gert sér ferðir fram í sveit til að hlusta á kórinn æfa sig, því hann sagðist ekki vera alveg viss um að hann myndi heyra flutning hans á þessum degp. Svona var afi, hann hafði ákveðnar skoðanir á flestum hlutum en þó var aldrei langt í húmorinn. Elsku afi, ég er ákaflega stolt af því að vera barnabam Fikka á Halldórsstöðum. Þú varst sá allra þijóskasti sem ég þekki og alveg áreiðanlega sá eini á íslandi sem slappst lifandi út úr „hóphúsi" (elli- heimili), keyptir á fijálsum og bjóst þar algerlega sjálfbjarga til síðasta dags. Mér þótti sérstaklega vænt um það þegar þú komst suður í Kópavoginn fyrir fjórum árum og Eigi stjörnum ofar á ég þig að fínna, meðal bræðra minna mín þú leitar, Guð. Hvar sem þrautir þjaka, þig ég heyri biðja: Viltu veikan styðja, vera hjá mér þar? Já, þinn vil ég vera, vígja þér mitt hjarta, láta Ijós þitt bjarta leiða, blessa mig. Davíð Sigurðarson. spilaðir á orgelið í kirkjunni þegar ég gifti mig. Á eftir hélstu svo uppi fjörugum dansi með því að spila fyrir veislugesti á nikkuna langt fram á nótt. Tengdaforeldrar mínir töluðu um það lengi á eftir að þetta hefði verið ein skemmtilegasta brúð- kaupsveisla sem þau hefðu orðið vitni að. Já, þú brást ekki þar frek- ar en annars staðar, það var alltaf fjör þar sem þú spilaðir á nikkuna. Það var frábært að sitja hjá þér og spjalla við þig yfir kaffiboila og smók, sérstaklega nú síðustu tvö ár eftir að ég flutti norður og komst nær þér en ég var næstu 19 ár þar á undan. Það var snilld þegar þú varst að agnúast út í fæðið sem þér hafði verið ætlað að borða á elli- heimilinu, því það var sko ekki mannamatur að borða salat, sem var náttúrulega bara skepnufóður! Þá var nú betra að sjóða sér bjúgu, iamba- eða hangikjöt og borða það helst alla daga! Það var líka frá- bært að hofa á þig í gamla græna Escort á rúntinum um bæinn og sveitimar hér í kring. Reyndar hélt ég að þið yrðuð saman miklu leng- ur, því eins og ég sagði við þig á afmælisdaginn þinn í haust, þá hélt ég að þú yrðir 100 ára. En þú fuss- aðir reyndar og blótaðir og sagðist vonast til að þú yrðir löngu fyrr dáinn og grafinn. Og það var og, þig hefur sennilega verið farið að gruna þetta þá, en lést á engu bera. Þú hefðir þó mátt láta okkur hin vita. En ég veit hins vegar að þú fórst nákvæmlega eins og þú vildir fara, snöggt og skyndilega, án þess að verða farlama gamalmenni. Ég hefði tekið á mig krók sl. laug- ardagskvöld hefði ég vitað að þú varst að dansa niðrá Bakka þinn síðasta dans, komið og tekið með þér sporið. En ég var ekki langt undan í öðru samkvæmi, stolt að syngja lögin þín ásamt fjölda ann- arra manna. Þannig verður það, elsku afí, hér sitjum við eftir með yndislegar minningar um þig, syngj- um og spilum lögin þín, minnumst þín í hvert skipti sem við sjáum grænan Escort og borðum Hóls- fjallahangikjöt. Ég þakka þér fyrir tóneyrað mitt, músíkina, þijóskuna og allt hitt sem þú hefur skilið eftir í blóði mínu og ég mun gera mitt til að varðveita minningu þína og lögin þín í hjörtum bamanna minna. Ég veit að nú dansarðu annan lífs- dans við ömmu einhvers staðar ann- ars staðar og spilar á nikkuna, en það verður ætíð sjónarsviptir að þér. Þín elskandi sonardóttir, Jóhanna Páls. Margar og góðar minningar á ég um Friðrik frá Halldórsstöðum. Fyrstu kynni mín af Friðriki voru fáum árum eftir að við hjónin kom- um að Grenjaðarstað. Það var að vorlagi. Friðrik var staddur í Aðal- dal og var bíllaus. Sigurður bauðst til að keyra hann heim að Halldórs- stöðum og ég fór með þeim. Er við komum fram undir Halldórsstaði fórum við af veginum og gengum um engi eða tún að göngubrú, sem mér fannst vera aðeins planki, yfir Reykjadalsá. Ég man að ég var rög við að fara þarna yfir. En Friðrik vildi endilega að við heilsuðum upp á Unni og ekki sá ég eftir því. Unnur tók á móti okkur eins og hún væri vinum að fagna. Er við höfðum þegið góðgerðir bað ég Friðrik að spila fyrir mig á orgelið. Það gerði hann af mestu ljúfmennsku. Ég fann að þama var spilað af hjartans lyst. Man ég enn sum lögin sem Friðrik spilaði þetta kvöld, eins og t.d. Sunnudagur selstúkunnar. Ég stóð við stofugluggann, horfði út í vor- nóttina, leit yfír Reykjadalsá og á bændabýlin, þar sem fólkið bjó, sem við áttum eftir að kynnast vel á næstu árum. Það er fallegt á Hall- dórsstöðum og þarna ólst Friðrik upp. Á heimilinu hafði lengi verið söngur iðkaður. Móðir hans var mjög góð söngkona og faðir hans var góður organisti og söngstjóri. Bömin dmkku í sig músík og söng frá bemsku. Þarna á Halldórsstöð- um átti Friðrik í raun alltaf heima, þótt hann flytti burt. Hugurinn var alltaf á Halldórsstöðum og í Reykjadal, enda starfaði hann svo lengi í dalnum. Hann var söngkenn- ari við Laugaskóla í mörg ár og organisti við Einarsstaðakirkju svo lengi. Þær em margar minningarnar sem við hjónin eigum frá starfí Frið- riks organista. Ég hafði aðallega heyrt Friðrik áður spila á harmoníku á hjónaböllum og öðmm samkom- um. Þar var hann snillingur, lék taktfast og fallega. Gott var að dansa eftir leik hans. En sem kirkjuorganisti og söng- stjóri kirkjukóranna vann hann mik- ilsvert starf. Ég gleymi ekki messu- dögunum á Þverá. Þar var enginn starfandi kór, vegna fámennis. Þar reyndi mest á organistann. Orgelið var ekki alltaf í góðu lagi, en við sungum með hjálp Friðriks og það tókst að gera góða og hlýja stemmn- ingu í messunni með hjálp hans, þó ekki væri æfður kór. Eftir messu fóm allir inn í messukaffi og sett- ust við stórt veisluborð. Þar var Friðrik settur í heiðurssæti því þarna var raðað til borðs. Þetta var gamall siður. Ég kann vel við að halda gömlum siðum. Friðrik var ungur glæsimaður og hélt reisn sinni fram til hins síð- asta. Hann var þrekmaður. Hann gekk oft yfír heiðina frá Halldórs- stöðum að Þverá til messunnar, það gerði hann í mörg ár. Friðrik var mikill skapmaður og ör í lund, eins og margir listamenn. Hann var trúmaður, átti sína öruggu trú og lét það oft í ljós. Hann naut þess að vera í þjónustu kirkjunnar og sjá þar um sönginn, því hann hafði yndi af söng, hafði góða rödd sjálfur. Hann var óþreytandi að hvetja kórana að æfa og leggja á sig erfíðið og gera eins vel og hægt var. Hann gat gert margar stundir svo hátíðlegar, að undravert var. Friðrik var tónskáld. Hann samdi mörg falleg lög, sem urðu brátt vin- sæl. Ekki aðeins danslög en mörg þeirra urðu landskunn, heldur einnig sönglög við fallega texta. Þau em mjög vinsæl og oft sungin bæði við jarðarfarir og á öðmm stundum. Fyrir fáum ámm gaf hann út söng- lagahefti er hann nefndi „Við geng- um tvö“, eins og eitt kunnasta lag hans heitir. Hann hefði þurft að geta sinnt því starfí meir að semja lög. En til þess var ekki aðstaða. Hann vann löngum erfíðisvinnu. En dugnaður hans var mikill að sinna organistastarfínu. Það sýndi hann ekki síst er hann barðist áfram í vondri færð og veðri til að komast á söngæfíngar, oft langar leiðir. Hann spilaði í mörgum kirkjum. Öllum fjómm í Grenjaðarstaðar- prestakalli og lengi einnig í Ljósa- vatns- og Lundarbrekkukirkju. Og löng er leiðin frá Húsavík fram í Lundarbrekku i Bárðardal. Aldrei lét hann sig vanta ef nokkur leið var að komast áfram. Friðrik var organisti við Grenjað- arstaðarkirkju frá hausti 1965 og var það enn er við fómm þaðan 1986. Það era því margar minning- arnar bundnar við starfíð þar heima. Fjölskylda mín á honum margt að þakka. Hann spilaði á mörgum há- tiðum fjölskyldunnar og hélt gleð- inni hátt á lofti. Það em dýrmætar minningar. Það var gaman að syngja í stóm stofunni heima á Grenjaðarstað, þegar Friðrik sat við píanóið, enda var það oft gert, ekki síst þegar kirkjukórinn kom þar saman. Síðustu árin mín á Grenjaðarstað var ég formaður kirkjukórsins. Mér fannst gott að starfa með Friðriki. Hann kom því oft til okkar að ræða um kórstarfíð og hvað gera mætti betur. Oft bað ég hann að spila eitt- hvað fyrir mig og vora það góðar stundir, sem ekki gleymast. Margar stundir áttu þeir saman Friðrik og Sigurður, maðurinn minn, bæði í gleði og sorg eins og eðlilegt er. Þeir studdu hvor annan í starf- inu. Fyrir það er þakkað. Það er gott fyrir hvem prest að hafa skiln- ingsríkan og ötulan organista, þess minnist Sigurður og þakkar af al- hug. Þessi fátæklegu orð em skrifuð til að votta þakklæti mitt og fjöl- skyldu minnar. Það var gott að koma til Unnar og Friðriks á Húsa- vík. Alltaf ljúflega tekið á móti okk- ur. Unnur lést fyrir nokkmm ámm. FRIÐRIK JÓNSSON GUÐLAUG MA GNÚSDÓTTIR Var það mikið áfall fyrir Friðrik. Hún var alltaf styrkur hans og stoð. Friðrik vildi geta verið sjálfbjarga og það var hann, þó að aldurinn væri farinn að segja til sín. Ég kveð með þakklæti fyrir allar glöðu og góðu stundimar. Þökk fyr- ir öll árin. Við hjónin flytjum innileg- ar samúðarkveðjur frá fjölskyldu okkar til barna hans, tengdabama og bamabama. Aðalbjörg Halldórsdóttir frá Greiyaðarstað. Elsku afí minn. Nú ertu farinn frá okkur og komin yfir til ömmu. Kveðjustundin er mnnin upp, fyrr en mig granaði. Minningamar eru margar og góð- ar, þær mun ég geyma vel í hjarta mínu. Alla mína æsku gat ég hlaup- ið yfír götuna til þín og ömmu, þar fékk ég heimsins besta afakakó og bestu kleinumar. Og ef ég varð las- in komst þú oft röltandi yfír með kakóið í könnu og færðir mér, það var besta meðalið. Alltaf hafðirðu gaman af því að spila á spil, lagðir kapal tímunum saman, og hafðir alltaf tíma til að spila við mig, og þá var það oftast gáfumannaspilið sem við skemmtum okkur yfir. Sumrin sem við frændsystkinin fengum að eyða með ykkur ömmu á Halldórsstöðum vom yndisleg, og þar leið þér alltaf vel, þar voru þín- ar rætur. Og veit ég að á eftir fjöl- skyldu þinni vom Halldórsstaðir það sem þér þótti vænst um. Elsku afí nú líður að jólum, mínum fyrstu án þín, það varð óskup tómlegt eftir að amma fór en nú verður þú ekki heldur, aðfangadagskvöld verður aldrei eins og það var áður. Þú varst alltaf svo stoltur af okk- ur öllum, bamabörnunum og varst sífellt að hrósa okkur fram og aft- ur. Og þegar við fundum okkur maka áttir þú ekki orð yfír mann- kosti og dugnað þeirra. Þú talaðir oft um hversu heppin þið amma væmð að eiga svona stóra og vel gerða fjölskyldu. Afí minn, ég er ósköp stolt og jánsöm að hafa átt þig og ömmu. Ég á eftir að sakna þín sárt, en huggunin er sú að nú ertu ósköp glaður, þú ert búinn að fá hana Unni þína aftur og ég veit að ykkur líður vel saman. Éflaust ertu með nikkuna með og heldur áfram að spila og skemmta öllum. Og kannski fæst álíka bíll og sá besti græni þarna hinum megin, sem þú getur farið með ömmu í bíltúr í. Minning þín og lög munu lifa áfram með okkur. Vertu sæll, afí minn. þín Unnur. Þakka þér fyrir að hafa verið afí minn í þetta rúma ár sem ég þekkti þig- Þegar ég flutti til Húsavíkur og hóf sambúð með nafna þínum og barnabami hvarflaði ekki að mér að ég ætti eftir að kynnast jafn stór- kostlegum manni og þér. Við áttum svo sannarlega samleið ég og þú því þú varst afínn sem mig hafði alltaf dreymt um að eignast. Þú varst svo fróður og skemmtilegur maður að systir mín spurði þig eftir klukkutíma kynni hvort þú vildir líka vera afí hennar og ekki stóð á því og á endanum varstu búin að taka hálfa fjölskylduna mína i fóstur. Þegar ég fyrst frétti hve stórkost- legur lagahöfundur þú værir sagðir þú við mig: „Veistu ekki að ég er frægur?“ og hlóst þínum fallega og smitandi hlátri. Að heimsækja þig var unun, að fá að hlusta á þig spila á orgelið og harmoníkuna og fá að njóta fróðleiks þíns og kveð- skapar er mér ógleymanlegt og aldr- ei skorti okkur umræðuefni. Að öðr- um mönnum ólöstuðum ert þú, elsku afí, sá sem hefur gefíð mér þær bestu minningar sem ég á og bestu tengdafjölskyldu sem hægt er að óska sér. En núna ertu komin til elsku Unnar þinnar, því þú sagðir alltaf að þú værir bara að drepa tímann þar til hún þyrfti á þér að halda. Að búa í Hliðskjálf, húsinu sem þið bjugguð í yfír 20 ár, er yndis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.