Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28_  SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998
+
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998   29,
ptogntiÞlafeÍfe
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
DREIFD
EIGNARAÐILD
SU AHERZLA, sem Davíð
Oddsson, forsætisráðherra,
leggur á dreifða eignaraðild að
bankakerfinu, nú þegar sala rík-
isbankanna er að hefjast, er afar
mikilvæg. í ítarlegu samtali við
Morgunblaðið í gær um stöðu
bankamála segir forsætisráð-
herra m.a. að „það væri mjög
miMlvægt að tryggja þátttöku
almennings í kaupum á eignar-
hlut í bönkunum og að hluta-
bréfamarkaðurinn sé virkur í
þeim efnum". Jafnframt bendir
Davíð Oddsson á, að það væri af-
ar slæmt, ef fólk fengi það á til-
finninguna að stefna bankanna
mótaðist af sérhagsmunum en
ekki hreinum arðsemissjónar-
miðum og bætti við:
„Við höfum séð slíka hluti
forðum tíð í fyrirtækjum að þar
hafa hagsmunir einstakra stórra
eigenda iðulega borið fyrir borð
hagsmuni hinna smærri eigenda.
Eg held, að það væri afar illa far-
ið hjá ríkinu, ef þannig tækist til
við sölu á eignum þess yfirleitt
að stuðla að þess háttar skipan
mála."
Ummæli forsætisráðherra um
svokallaða kjölfestufjárfesta eru
einnig athyglisverð en þá er átt
við þá kenningu, að það sé nauð-
synlegt eða æskilegt, að í stórum
fyrirtækjum sé a.m.k. einn stór
hluthafi, sem geti tryggt
ákveðna kjölfestu í rekstri fyrir-
tækja. Davíð Oddsson segir, að
þótt nú sé í tízku að tala um kjöl-
festufjárfesta telji hann, að í
bankastofnunum „geti alveg
dugað að stærstu eignaraðilarn-
ir, sem komi til með að hafa leið-
beinandi forystu um reksturinn
eigi eignarhlut á bilinu 3% til 8%
tO dæmis."
Jafnframt tekur ráðherrann
fram, að það sé ekki æskilegt að
einn aðili eða skyldir aðilar ráði
30-40% eignarhlut í bankastofn-
un. Síðan segir í viðtalinu: „Þó að
það hafi ekki verið rætt í ríkis-
stjórn telji hann að það komi
fyllilega til álita að tryggja það
með lagasetningu að eignarhaldi
í bönkunum, þegar ríkið sleppi af
þeim hendinni, verði dreift. Um
fordæmi í þeim efnum gætum
við litið til annarra landa og jafn-
framt að það yrði einnig tryggt
að það væru eingóngu arðsemis-
sjónarmið, sem réðu fjárfestingu
fjárfesta á borð við lífeyris-
sjóði..."
Sú stefnumörkun af hálfu rík-
isstjórnarinnar, sem fram kemur
i þessum ummælum Davíðs
Oddssonar skiptir miklu máli.
Eins og allir vita er hér á íslandi
landlæg tortryggni meðal al-
mennings um það, að þegar
miklir hagsmunir eru í veði tak-
ist fámennum hagsmunahópum
að koma ár sinni vel fyrir borð.
Það er mikilvægt fyrir bankana
sjálfa sem þjónustufyrirtæki við
almenning og raunar fyrir allt
andrúmsloft í þjóðfélaginu að
fullt traust ríki hjá hinum al-
menna borgara í garð stjórn-
valda, þegar kemur að sölu ríkis-
bankanna.
Lagasetning af því tagi, sem
forsætisráðherra nefnir í samtali
sínu við Morgunblaðið getur
gegnt lykilhlutverki í því að
skapa slíkt traust. Þess vegna er
rík ástæða til þess fyrir ríkis-
stjórn og Alþingi að huga að
slíkri löggjöf, þegar að því kem-
ur að taka hinar endanlegu
ákvarðanir um sölu bankanna.
Af ummælum forsætisráð-
herra og annarra ráðherra síð-
ustu daga má ráða, að afstaða
ríkisstjórnar og stjórnarflokk-
anna til málsins er enn alveg op-
in. Þótt ákveðið hafi verið að
taka upp viðræður við SE-bank-
ann í Svíþjóð um sölu á hlut í
Landsbankanum og viðræður við
sparisjóðina um sölu FBA til
þeirra fer ekki á milli mála, að í
báðum tilvikum er um könnunar-
viðræður að ræða en ekki beinar
samningaviðræður. Þá er enn-
fremur ljóst, að ríkisstjórnin hef-
ur ekki gert upp hug sinn til
þess, hvort bankarnir verði seld-
ir fyrst og nýir eigendur og
markaðurinn látnir ráða fram-
haldinu um sameiningu og hag-
ræðingu, eins og Morgunblaðið
hefur lagt til, eða ákvarðanir
teknar fyrst um endurskipulagn-
ingu og sala hlutabréfa hafin í
kjölfarið á því. Auðvitað skiptir
máli í því sambandi, eins og Hall-
dór Asgrímsson, utanríkisráð-
herra, hefur réttilega bent á,
hvor aðferðin tryggi betra verð
fyrir hlutabréfin.
Sala ríkisbankanna er eitt
stærsta mál, sem upp hefur
komið á seinni árum. Við þá sölu
má engin mistök gera. í síðustu
viku komu upp áhyggjur um að
of hratt yrði farið í sakirnar í
kjölfar ummæla utanríkisráð-
herra hér í blaðinu. Eftir þær yf-
irlýsingar, sem fram hafa komið
í þessari viku frá ráðherrum og
nú síðast hjá forsætisráðherra
verður ekki annað séð en ríkis-
stjórnin muni fara að öllu með
gát.
HELGI  PJETURSS
hefur í annarri grein
um Jónas og trú hans
(VIII árg. Eimreiðar-
innar, 1902) bent á að
svipuð  hugsun  komi
fram í Faust Goethes
og í lokaorðum eftirmælanna um
Tómas Sæmundsson þegar Jónas
talar um að þessi látni vinur hans sé
nú farinn „meira að starfa guðs um
geim". Slík hugsun hefur þannig
ekki verið óalgeng á þessum árum.
Dr. Helgi fullyrðir að Jónas hafi
hallazt að deisma, þ.e. þeirri skoðun
„að guð raski ekki rás viðburðanna
með kraftaverkum"; sem sagt al-
gyðstrú sem er einskonar opinber-
un guðdómsins í náttúrunni, en að
henni hölluðust mörg rómantísk
skáld á síðustu öld og sér hennar
enn víða stað í skáldskap. Eitt
gleggsta dæmi sem ég þekki er
danska skáldið Thorkild Björnvig
og íslensk náttúra sem er honum
trúarleg reynsla, en hann gefur
minna fyrir sögulegt landslag eins
og Martin A. Hansen vinur hans í
Rejse pá Island.
Fullyrðingu sinni til stuðnings
vitnar dr. Helgi í svofellt erindi,
Phisica Necessitas, en þar er talað
um máttgan guð eins og í Sólseturs-
ljóði:
Má - at inn megin
máttki guð
vindi valda
sjá að fer vog yfir,
né um varnað fær
vetrarstundum,
þærs í árdaga
áður skóp.
Slíkt erindi sem þetta er sprottið
úr verkum Voltaires og vantrúar-
HELGI
spjall
manna á hans dögum,
en dr. Helgi fullyrðir
að Jónas hafi hneigzt
að slíku „frjálslyndi" í
trúarskoðunum eftir
skólanám. Enginn vafi
er á því að Jónas hefur
eins og aðrir trúmenn haft sínar
efasemdir, en trúarsannfæring hans
er svo sterk og óvenjuleg að ekki
þarf að ganga í grafgötur um að
vantrúarefhi, ef einhver voru, hafa
einungis verið smávægileg hliðar-
spor á ferli skáldsins. í ljóðunum
birtist fyrst og síðast mikill og
sannfærður trúmaður sem grund-
vallar alla hugsun sína á guðdóm-
legri sköpun tilverunnar og þá ekki
sízt að hún beri þessu dýrðlega
sköpunaverki vitni hvert sem litið
sé. Þessi afstaða trúmannsins inn-
blés kvæði skáldsins og var náttúru-
vísindamanninum síður en svo fjöt-
ur um fót. Og hugmyndir Jónasar
hefðu rúmazt vel innan eðlisfræði-
legra nýkenninga nútímans, eins og
nefht hefur verið.
Fyrrnefnt erindi sem dr. Helgi
vitnar til er ort snemma á skáldferli
Jónasar og er ekki frumsamið, held-
ur útlegging á setningu í ævisögu
Júlíusar Sesars eftir Plútark, eins
og Páll Valsson segir í skýringum
sínum við Ritverk Jónasar Hall-
grímssonar, IV bindi, en Eyjólfur
Kjalar Emilsson þýðir hana svo á
íslenzku: „Jafnvel guði er ofviða að
halda aftur af vetrinum og storma-
tíð á hafi. „Plutarkos leggur þetta í
munn þreyttra hermanna Caesars,
þegar þeir fóru gegn Pompeiusi vet-
urinn 48 f.Kr."
En í útleggingu Jónasar skapaði
guð þó árstíðirnar og náttúruöflin í
árdaga, hvað sem stjórnun leið(!)
Ég er sammála Matthíasi Þórðar-
syni um það að slík útlegging segi
lítið sem ekkert um trúarskoðanir
skáldsins. Erindið er einungis verð-
ug áskorun; glíma við orð og efni.
Hið sama gildir um kvæði Feuer-
bachs, sem þekktur var á síðustu
öld fyrir óvæntar hugmyndir og
ferskan skáldskap, sem varð Jónasi
umhugsunarefni. Hann var ekki
einsýnn, heldur opinn fyrir nýjum
andblæ, þótt guðstrú hans væri
óhagganleg. Hugmyndir deista um
sköpunarverkið voru honum engan
vegin ógeðfelldar, síður en svo, þótt
þess sjáist ekki merki að hann telji
að skaparinn hafi dregið sig í hlé
eftir sköpun heimsins.
Helgi Pjeturss tekur útleggingu
Jónasar á ljóðabroti Feuerbachs
(1804-1872) sem dæmi þess að
Jónas hafi hneigzt til efasemda um
skeið. Feuerbach var níhílisti eins
og Jónas getur f athugasemd við
kvæðið og sízt af öllu þekktur um
sína daga fyrir guðstrúarsannfær-
ingu og bera ijóðabrotin þess merki
í þýðingu Jónasar:
Ó, mikli guð!
ó, megn hörmunga!
Ekkert að ending,
eilífur dauði...
Feuerbach var lærisveinn G.W.T.
Hegels, en snerist frá hughyggju
hans til efnishyggju og guðleysis og
áleit trúarbrögð bera vott um upp-
hafna sjálfstilbeiðslu. Hann hafnaði
einnig söguskoðun Hegels og taldi
að drifkraftur sögunnar væri að-
stæður manna og viðbrögð við þeim.
Hann hafði mikil áhrif á Marx og
Engels.
M.
EYJARNAR ÁTJAN,-
Færeyjar, liggja suð-
austur frá Hornafirði - í
fjarlægð sem svarar til
loftlínu frá Reykjavík
norður á Langanestá.
Þær eru á 62. gr. norð-
urbreiddar, 602 km vest-
ur af Noregi, 310 km norðvestur af
Skotlandi og 285 km vestnorðvestur af
Hjaltlandi. Færeyingurinn Jörgen-Frantz
Jacobsen segir í bók um eyjarnar að þær
séu landfræðilega séð framhald af
Skotlandi: „Færeyjar, ásamt Orkneyjum,
Hjaltlandi og íslandi, eru síðustu leifar af
fornu landi, sem tengdi Skotland við Græn-
land á þriðju jarðöld (tertier-tímabilinu)."
Norrænt
þjóðerni
I   FÆREYJA SÓGU
syipar um margt til
íslands       sögu.
Færeysk tunga er
norræn, náskyld ís-
lenzku og vestur-
norsku. Færeysk þjóðmenning á, sem ís-
lenzk, rætur í gamalli, norrænni bænda-
menningu. Færeyingar eru í raun og sann
norræn þjóð - eins og Danir, íslendingar,
Norðmenn og Svíar.
Upphaf sögu þeirra, sem okkar, hefst á
áttundu og níundu öld. Þá gerðust þröngir
dalir Noregs ofhlaðnir fólki, svo að út af
flaut til strandarinnar. Norski skerjagarð-
urinn er hrjóstrugur og ekki skjólsamur.
Leið margra lá því áfram, út fyrir land-
steina, m.a. til Bretlandseyja og megin-
lands Evrópu. Vfkingatíminn fór í hönd.
Margir settust að á Hjaltlandi og í Orkn-
eyjum og trúlega einnig á írlandi og í
Skotlandi.
Færeyjar og ísland byggðust fyrst og
fremst frá Noregi og „norrænum" svæðum
Bretlandseyja. Jörgen-Frantz Jacobsen
segir um þetta tímabil: ,Auk eyjanna norð-
an við Skotland byggðust þá Færeyjar, ís-
land, og þaðan loks Grænland. Þessi nor-
rænu eylönd áttu sér glæsilegt tímabil
framan af, en svo kom afturför, er sam-
bandið varð slitróttara við móðurlandið.
Grænlendingar gleymdust og dóu út vegna
einangrunar. Hjaltland og Orkneyjar
komust undir skozka stjórn og gerðust
brezkar. En norrænt þjóðerni hélt velli á
íslandi og Færeyjum."
Færeyjar -
Island
I SKRAÐUM heim-
ildum kemur orðið
Færeyjar fyrst fyrir
í riti írsks munks,
Dicuil að nafni, sem
samið var á latínu um
árið 825. Nafnið ísland kemur á hinn bóg-
inn fyrst fyrir í norrænum kvæðum á 10.
öld, rúnasteini frá 11. öld og ritum Adams
erkisbiskups í Brimum árið 1072.
Talið er að írskir einsetumenn hafi sezt
að í Færeyjum á 8. öld, rétt eins og hér á
landi þá eða nokkru síðar, en engar leifar
um mannvist hafa fundizt á eyjunum frá
þeim tíma. Norrænir menn námu Færeyjar
um eða upp úr 820 og fsland síðar á sömu
öld. Fyrstur norrænna landnámsmanna í
Færeyjum, þeirra Ingólfur Arnarson, var
Grímur kamban. Á rúnasteini sem fannst
við Sandvog í Færeyjum, og bréfritari sá í
Þjóðminjasafni Færeyja, stendur: Þorkell
Önundarson, austmaður frá Rogalandi,
byggði þennan stað fyrstur.
Færeyingar stofnuðu þjóðveldi með svip-
uðu sniði og hér var. Þeirra þing stóð á
Þingnesi [Tinganesi] - okkar á Þingvöllum.
Þingnes er nú hluti af Þórshöfn, höfuðstað
eyjanna.
Færeyingar tóku kristna trú, sem við, ár-
ið þúsund. Siðaskipti urðu og í Færeyjum á
svipuðum tíma og hér, eða nálægt árinu
1540.
íslendingar gengu Noregskonungi á
hönd með Gamla sáttmála árin 1262-1264.
Færeyjar komust fyrr undir norsk yfirráð,
eða á 11. öld. Það er þó ekki fyrr en árið
1271, eða skömmu eftir Gamla sáttmála,
sem færeyska þingið missir vald sitt að
fullu til norsku krúnunnar. Færeyingar
komust árið 1380 undir dönsk yfirráð með
Kalmarsambandinu.
Lengur þarf ekki að teygja lopann til að
færa heim sanninn um að Færeyingar og
íslendingar deila svipaðri sögu fyrstu aldir
byggðar í löndunum tveimur.
Götuskeggj-
ar og
fleira fólk
FÆREYINGAR og
íslendingar eru ná-
skyldar þjóðir. Gils
Guðmundsson rit-
höfundur tínir til í
bók sinni, Færeyjar,
sem út kom 1968, skyldleikadæmi frá
fyrstu öldum íslandsbyggðar. Hann vitnar
tö Ólafs sögu Tryggvasonar en þar segir
m.a. um fyrsta Færeyinginn: „Maður var
nefndur Grímur kamban; hann var faðir
Þórólfs smjörs [þess er út kom til íslands
með Hrafna-Flóka fyrir 870], fóður Auðun-
ar rotins, föður Einars, föður Eyjólfs Val-
garðssonar, fóður Guðmundar ríka og Ein-
ars Þveræings." Ennfremur í frásögn
Landnámu, þessefnis, að Auður djúpúðga
hafi komið við í Færeyjum á leið til íslands
og gift þar Olófu dóttur Þorsteins rauðs
sonar síns: „Þaðan er komið kyn hið
ágætasta í því landi, er þeir kalla Götu-
skeggja."
í Landnámu segir og að Hildigunnur
kona Sigmundar Ketilssonar landnáms-
manns á Laugabrekku í Breiðavíkuhreppi
hafi verið „dóttir Beinis Mássonar,
Naddoðssonar úr Færeyjum". Ari fróði
segir og í ritgerð um Snorra goða frá 12.
öld: „Hann er orðinn stórum kynsæll, því til
hans telja ættir flestir hinir göfugustu
menn á Islandi og Bjarkeyingar á Háloga-
landi, Götuskeggjar í Færeyjum og margt
annað stórmenni".
Gils Guðmundsson vitnar og í bók sinni
til Færeyinga sögu, sem varðveitt er í Flat-
eyjarbók, en hún var rituð hér á landi á 13.
öld. Sagan vitnar um forn menningartengsl
þessara tveggja eyþjóða, Færeyinga og Is-
íendinga, og segir frá deilum höfðingjanna
Þrándar í Götu og Sigmundar Brestisson-
ar, þess er færði Færeyingum kristinn sið.
Orðtakið að vera „Þrándur í Götu" einhvers
lifir enn góðu lífi í máli íslendinga.
Gils kemst m.a. svo að orði um þessar
fornu heimildir: „Hvað sem líður áreiðan-
leik heimilda bera framangreindar tilvitn-
anir vott um tvennt: Annars vegar að ís-
lenzkir höfðingjar fyrri alda röktu sumir
ætt sína til Gríms kambans landnáms-
manns í Færeyjum og fleiri færeyskra ní-
undu aldar manna. Hins vegar hafa þeir
þekkt ætt Götuskeggja sem verið hefur svo
mikils metin hér á landi að sómi þótti að
telja til skyldleika við hana."
Færeyskt
fullveldi
SAMSKIPTI Fær-
eyinga og íslendinga
voru takmörkuð á
sumum tímaskeið-
um. Eftir að Færey-
ingar tóku að stunda
fiskveiðar hér við land á seinni hluta 19.
aldar knýttust á nýjan leik gömul tryggða-
bönd þjóðanna. Stöku færeyskur sjómaður
settist hér að til frambúðar. Þá kom í ljós
að Færeyingur er ekki „útlendingur" á ís-
landi, heldur kærkomið „skyldmenni".
Færeyingar bregðast og öðrum þjóðum
betur og fyrr við þegar aðstæður, eins og
náttúruhamfarir, kreppa að íslendingum.
íslendingar og Færeyingar eru í reynd
vinaþjóðir.
Á 20. öldinni hafa menningarleg og við-
skiptaleg tengsl þjóðanna styrkst mjög,
einkum og sér í lagi eftir síðari heimsstyrj-
öldina. Færeyingar hafa sezt að á íslandi
og íslendingar í Færeyjum og ferðir milli
landanna eru tíðar. Arið 1943 stofnuðu
Færeyingar hér á landi „Föroyingafelagið í
Reykjavík", sem rækt hefur þjóðlegar fær-
eyskar erfðir og gengizt fyrir samkomu- og
skemmtanahaldi.
I því ljósi að saga þessara frændþjóða er
um margt lík frá landnámi og fram til
norskra og síðar danskra yfirráða kemur
framvinda þjóðmála í Færeyjum síðustu
misserin - og segja má síðustu mánuðina -
íslendingum kunnuglega fyrir sjónir. Það
ber hæst í þessu sambandi að í kosningum
fyrr á þessu ári náðu þeir flokkar meiri-
hluta á Lögþinginu, sem berjast fyrir sjálf-
REYKJAVIKURBREF
Laugardagur 8. ágúst
KAPPRÓÐUR á Ólafsvöku í Þórshöfn. í baksýn hús á Þingnesi [Tinganesi], fornum þingstað Færeyinga.
stæði eyjanna. Ný landsstjórn, sem flokk-
arnir standa að, hefur ákveðið að taka upp
viðræður við Dani um færeyskt fullveldi.
Högni Hoydal, ráðherra sjálfstjórnarmála,
sagði í viðtali við Morgunblaðið 12. júlí sl.
að Færeyingar líti ekki sízt til íslands og
sambandslaganna 1918: „Við viljum gjarn-
an gera slfkan sáttmála við Danmörku um
sjálfstæði Færeyja," segir hann, „og semja
um leið um samvinnu á sviði heilbrigðis-
mála og utanríkismála, þar til við erum í
stakk búnir tO að sinna þessum verkefnum
... Við vOjum efna til þjóðaratkvæðagreiðslu
um væntanlegan sambandssamning, lfkt og
gert var á íslandi." I fréttum Morgunblaðs-
ins á dögunum segir að Sigurður Líndal pró-
fessor hafi að beiðni íslenzka forsætisráðu-
neytisins tekið að sér að gerast lögfræðileg-
ur ráðgjafi yfirvalda í Færeyjum varðandi
undirbúning fyrir fullveldi eyjanna.
í leiðara Morgunblaðsins 13. maí sl. seg-
ir: „Landsstjórnin vill ná samningum ekki
ósvipuðum þeim er íslendingar gerðu árið
1918. Þeir vilja fá viðurkenningu sem sjálf-
stæð þjóð en hafa áfram sameiginlegan
þjóðhöfðingja og gjaldmiðil. Utanríkismál
og fiskveiðieftirlit vilja Færeyingar hins
vegar hafa á sinni könnu..." Forystugrein
blaðsins lýkur með þessum orðum: „Þetta
erú mikil tíðindi fyrir okkur íslendinga.
Færeyingar eru lfklega sú þjóð sem stend-
ur okkur næst, jafnt landfræðilega sem
menningarlega. Verði Færeyjar að full-
valda ríki má búast við að samskipti okkar
eigi eftir að eflast og dafna enn frekar frá
því sem nú er."
Eyþjóðir
tvær
I A FERÐ UM Fær-
eyjar fer ekki á milli
mála, hve skyldleiki
eyþjóðanna tveggja,
þeirra og okkar, er
mikill. Færeyjar eru
trúlega eina landið, utan okkar eigin lands,
þar sem íslendingur getur gert sig skiljan-
FÆREYSKUR þjóðbúningur.
legan á móðurmáli sínu. Staðarnöfn koma
og kunnuglega fyrir: Eiði, Húsavík, Hval-
vfk, Hvítanes, Lambavík, Múli, Sandur,
Skálavík o.s.frv. Sama máli gegnir um
götuheiti í Þórshöfn, höfuðstað Færeyja.
Þau hafa sömu endingar og hér: -ás, -
brekka, -gerði, -gata [göta], -hlíð, -hæð, -
lág, -teigur, -tröð og - vegur. Það er í raun
fátt sem er framandi í augum landans í
Færeyjum.
Færeyingar hafa af fjölmörgu að státa.
Hæst ber gamalgróin þjóðmenning, sem
þeir leggja mikla rækt við. Þjóðminjasafnið
í Þórshöfn [Föroya Fornminnissavn] talar
sínu máli í þeim efnum. Þeir hafa og átt og
eiga frábæra listamenn, einkum rithöfunda
og listmálara. Það er ógleymanlegt að
sækja heim Listasafn Færeyja [Listasavn
Föroya] í Þórshöfn.
Þrennt var það sem öðru fremur vakti at-
hygli bréfritara, þegar hann á dögunum ók
um Straumey og Austurey. I fyrsta lagi
gott vegakerfi. Enginn akvegur án slitlags.
Og jarðgöng þar sem þeirra er þörf. I ann-
an stað sjóeldi. Fjöldi eldiskvía í nánast öll-
um fjörðum og víkum. í þriðja lagi einkar
vina- og snyrtileg þorp: gömul tréhús með
torfþaki, sem sjáanlega er vel við haldið,
oftar en ekki máluð svört eða rauð.
Ferjan Norröna flytur fólk og farartæki
milli Islands, Færeyja, Hjaltlands, Noregs
og Danmerkur. Hún ber færeysku framtaki
gott vitni. Ferjan getur flutt 1.000 farþega
og 300 bíla og býður upp á ferðamáta sem
vert er að kynnast. íslendingar eiga ekkert
sambærilegt skip.
Tengsl eyþjóðanna, Færeyinga og ís-
lendinga, eru jafngömul byggð í löndunum
tveimur. Vinátta þeirra í milli er báðum
þjóðunum mikilvæg, bæði í samtíð og fram-
tíð. Hana ber að rækta af alúð.
Það er gott að vera íslendingur víðast
hvar á Norðurlöndum. En hvergi betra en í
Færeyjum. Þar er gott að eyða orlofsdög-
um. Og rækta frændsemi við næstu granna.
Heilræði Hávamála eiga jafn ríkulegt er-
indi við okkur í dag og þá er Færeyjar og
ísland byggðust fyrir meir en þúsund ár-
um:
Veistu, efþúvinátt,
þann er þú vel trúir,
og vilt þú af honum gott geta,
geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
Á ferð um
Færeyjar fer
ekki milli mála
hve skyldleiki
eyþjóðanna
tveggja, þeirra
og okkar, er
mikiU... Það er
gott að vera
Islendingur
víðast hvar á
Norðurlöndum.
En hvergi betra
en í Færeyjum.
W
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
28-29
28-29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56