Sunnanfari - 01.03.1896, Blaðsíða 5

Sunnanfari - 01.03.1896, Blaðsíða 5
69 sízt vildi vera skuldbundinn. . . . Ekki hefi eg enn feingið bækurnar frá Jóni Sigurðssyni; ekki flýtir hann sér með þær1) . . . « Bjarni kvartar yfir ræktarleysi landa sinna við sig. XV. Hrossanesi 3/n 1847 . . . »Eg skrifaði Jóni Sigurðssyni í fyrra, þegar eg sendi alþingis- bækurnar, og vonaðist eptir svari, sem eg ekki fékk. það lítur út sem landar mínir ekki hirði um að framhalda kunnugleik sínum við mig; eg fæ þá að hugga mig sjálfur . . .« Biarni minnist meðal annars á framkomu ís- lendinga á Ríkisþinginu, og þykir þeir fámálugir: XVI. Hrossanesi 28/n 1848 . . . »þú getur trúað þvi, að það er gott að hafa eitt vist kall i lífinu, sem maður áll'tur skyldu sina að uppfylla, og lika getur um leið haldið áfram að vera rit- höfundur fyrir því . . . Brynjólfur Pétursson hefir eins og maður segir hér »skudt Papeg0jen«. Er Grímur Redacteur af því nýja blaði »Tilskueren« ? Ekki eyða þeir frónsku Rikisdagsmenn tíðinni með of miklu hjali á la Grundtvig, það er synd að segja; þeir starfa líklega þvi meira i Comiteerne2) . . .« Bjarni kvartar enn yfir ræktarleysi landa sinna við sig: XVII. Hrossanesi 26/3 1851 .... »líka langar mig til að heyra dálítið bæði af þér og öðrum kunningjum í Höfn, því þó aðrir gleymi mér get eg þó ekki með öllu gleymt öðrum, hversu mikið ómak, sem eg geri mér fyrir því; einn af þeim, sem mér tekur sárast til er Jón Sigurðsson; eg hélt eg að minsta kosti í honum ætti góðan kunningja, en nú sé eg að það er alt öðruvísi. þó eg skrifaði honum rækilegt bréf i fyrra vor hefir hann ekki enn þá svarað þvi; en eg er þá stolt nok til at tænke: Kan han undvœre mit Bekjendtskab, kan jeg vel ogsaa hjelpe mig uden hans, og det samme gjælder om alle de Ovrige . . ,«3) Nú er Bjarni kominn til Reykjavíkur og búinn að fá rektorsembættið. Ritar hann þá meðal annars svo: XVIII. Rvik 2B/8 1851. »Nú er eg þá kom- inn aptur til fósturjarðarinnar, og ekki þykir mér henni hafa mikið fram farið i þau 22 ár, sem eg hefi verið burtu, nema hvað tréhúsunum er nokkuð fjölgað; óhreinlætið er hið sama hjá bændunum og ókunnátta í að beita seglunum, og eins (er) vegaleysið. Ekki get eg enn þá neitt sagt um skólann; fríið er fyrst úti þann 1. Oktober. það, sem mér þykir leiðinlegast er að einginn Avis er fáanlegur, eins og mart annað, sem eg er vanur við, til að mynda öl. Alt eða flest er hér dýrara en i Danmörk, svo varla er ábatavon fyrir mig fyrst um sinn, það einasta sem bætir úr er að eg *) Bjarni hafði látið Jón fá Alþingisbækur 1846, og átti að fá nýjar bækur fyrir. 3) o: nefndunum. 3) o: nógu stór upp á mig til þess að hugsa sem svo: Geti hann verið án mins kunningsskapar, get eg líklega afkomizt án hans, og hið sama er um alla hina. þekki flesta af embættismönnunum, sem hér eru fleiri en nokkursstaðar í Danmörk, að undantek- inni Kaupmannahöfn, en lítill er smekkurinn á því, sem þeir traktera með; á eptir kaffi bjóða þeir opt eggjasnaps og portvin; en kanske eg geti kent þeim mores'). Hér er og svo klúbbur i bænum, en allra mesta ólag á. Ef maður kemur þar inn á kvöldin, verður maður að sitja í myrkri. þú sérð af öllu þessu, að ekki lízt mér á hér, og varla mun eg íleingjast hér, ef eg get öðru við komið, en geti eg komið einhverju í lag við skól- ann, getur það kanske orðið mér að gagni, því hingað til hefi eg liaft alla bölvun af að vera Islend- ingur; öðruvísi en Brynjólfur og Consorter2)«. Bjarni hafði beðið þennan vin sinn að skrifa sér, hvað menn segðu um skólastjórn sína, og fór það alt í fyrstunni vel meðan ekkert var nema meinlaust að segja. En svo var þessi vinur hans svo vitleysislega hreinskilinn að segja (30/e 1852) honum frá því, að illa mæltist fyrir, hvað Bjarni væri harðráður með þessum orðum meðal annars: »Nú hefi eg heyrt að piltum sé farið að þykja nóg um, hvað þú sért strangur, og hefi eg heyrt það frá fleirum síðum, og upp á þann hátt, að menn hafa verið hræddir um, að það mundi aldrei fara vel til leingdar ef því færi fram«. Oánægjan hefir því strax eptir eitt ár verið orðin svo mögnuð, að menn hafa verið farnir að verða hræddir jafnvel um »pereat« aptur. þessar fréttir líkuðu Bjarna ekki og svarar hann nú þessu meðal annars svo: XIX. Rvík 24/8 1852. »Eg þakka þér kær- lega fyrir bréf þitt af 30. Júní, þó mér líkaði það miður en flest önnur bréf, sem eg hefi feingið frá þér o: »den passive Rolle«, sem þú auðsjáanlega, eins og svo margir aðrir, spilar, þegar menn óvið- komandi leitast við að gera alt "nvað i þeirra valdi stendur til að eyðileggja þennan skólagarm. Eg hefi nú sannfrétt, að þar eru menn í Kaupinhöfn, hverra fyrirætlun er að spana pilta upp við mig og koma öllu aptur í uppnám; fyrir því mun gang- ast Hjaltalín3) og jafnvel Kristján4) landfógeti ci-devant6), sá sami, sem stofnaði upphlaupið á móti þeim til stórs skaða burtdána Dr. Egilsen (hann fékk um það leytið þá Dysenterie6), sem hann nú eptir tvö ár beið bana af). þessir menn munu fá ríflega aðstoð hjá klaufum þeim, sem í seinni tíð hafa að lokunum feingið stúdentanafnið, og mun þá tilætlunin vera sú, að þeir skrifi piltum hér, af hverjum þeir eflaust þekkja nokkra, að orða sú og regla, sem eg er að koma á iiér með mestu fyrirhöfn sé ólíðandi fyrir íslendinga, sem þeir til eilífrar tíðar vilja hafa að skuli vera dónar og ignórantar7) eins og sjálfir þeir eru«8). Getur ") þ. e. mannasiði. s) hans kumpánar. 3) siðar landlæknir. 4) síðar sýslumaður og amtmaður. 5) sællar minningar. 6) d; blóðsótt. 7) fáfræðingar. 8) J>etta er ljóta svívirðingin að heyra, þegar að þvi er gætt, að flestir stúdentarnir frá síðustu árunum á undan Bjarna voru staklega góðir stúdentar, og urðu nær allir hinir

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.