Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Óšinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Óšinn

						ÓÐINN
a. BLAi)
JÚNÍ  1»10
XV. ÁB
Síra Jónas Jónasson
frá Hrafnagili.
Nafn hans er fyrir löngu orðið þjóðkunnugt
Stafar það einkum af sagnaskáldskap hans. Sög-
ur hans hirtust fyrst í gömlu
Iðunni, síðar aðrar fleiri í
Nýjum Kvöldvökum. Hafa
nú margar af sögum hans
verið gefnar út í sjerstakri
bók: »Ljós og skuggar«. —
Skáldsögur sira Jónasar hafa
þannig um tugi ára verið
lesnar um þvert og endilangt
landið, og sumar þeirra hafa
verið þýddar á útlend mál.
Það er skáldið og rithöfund-
urinn, sem alþjóð kannast
við. Presturinn, kennarinn og
fræðarinn var lengst sjereign
Norðlendinga.
Síra Jónas er fæddur að
Úlfá í Eyjafirði 7. ágúst
1856. Foreldrar hans voru
fátæk bændahjón; faðir hans
var merkur greindarmaður,
alþektur norðanlands undir
nafninu Jónas »læknir«, því
hann stundaði mikið lækn-
ingar  og  þótli  hepnast  vel.
Snemma komu gáfur Jónasar Jónassonar í Ijós.
Hann gekk skólaveginn; útskrifaðist úr latínu-
skólanum 1880 og úr prestaskólanum 1883, hlaut
1. einkunn frá báðum skólunum. Haustið eftir að
hann varð kandídat, fjekk hann veilingu fyrir
Sandsprestakalli; næsta ár varð hann prestur í
Grundarþingum og var þar prestur til 1910 og
prófastur í Eyjafirði 1897 — 1908. Haustið 1908
var hann jafnframt settur kennari við Gagnfræða-
skólann á Akureyri og fjekk veitingu fyrir kenn-
araembættinu 1910. Kendi hann þar síðast vetur-
inn 1916 — 17. Sagði hann þá af sjer kennaraem-
Sira Jónas Jónasson
bættinu vegna heilsubrests og fluttist suður að
Útskálum til síra Friðriks sonar síns. Hann and-
aðist í Reykjavík 4. ágúst 1918. Lik hans var
flutt norður og jarðsett að Munkaþverá að við-
slöddu fjölmenni.
Eyfirðingar báru gæfu til að njóta síra Jónasar
sem prests um aldarfjórð-
ungs skeið. Undantekningar-
laust var hann elskaður og
virtur af sóknarbörnum sín-
um, og það að maklegleik-
um. Ræður hans voru and-
ríkar, hlýjar, bjartar, fullar af
kærleiksríkri speki. í ræðu-
stólnum talaði hann jafnt til
höfuðs og bjarta. Þegar eft-
irmaður hans, síra Þqrsteinn
Briem, talaði yfir honum
látnum að Munkaþverá, gat
hann um áhrif þau, er ræð-
ur síra Jónasar hefðu haft á
sóknarbörn hans, og hversu
tíðrætt þeim yrði um þær.
Vanaviðkvæðið væri þetta:
»Þeim ræðum gleymi jeg
aldrei.« Og auðvitað er snild
ræðumannsins í því fólgin
fyrst og fremst að geta talað
svo til áheyrenda sinna, að
þeir gleymi aldrei; að geta
greypt orð sín svo fast inn í
huga fólksins, að þau verði að ævarandi eign
þess. Það gat síra Jónas. Þess vegna náði hann
svo miklu áhrifavaldi í ræðustólnum. Menn hlutu
að leggja eyrun við prjedikunum hans.
Síra Jónas var bjartsýnn trúmaður, víðsýnn og
frjálslyndur í andlegum málum. Hann var sann-
kristinn maður, hafði óbifanlega trú á kærleika
guðs og föðurlegri handleiðslu. Mjög hneigðist
hann að kenningum guðspekinnar. Hugðnæmasta
umtalsefni hans voiu dæmisögur Krists.
Hann var umfram alt andans maður. Litið gaf
hann  sig  að  opinberum  þjóðmálum  og  var frá

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24