Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.04.1962, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 06.04.1962, Blaðsíða 5
Lizzie Þórarinssoii á Halldór§§töðum Lizxie ó Halldórsstöðum um sextugt. Nýlega barst sú fregn í útvarpi, að frú Lizzie Þórarinsson væri látin. Lizzie á Halldórsstöðum — sem svo var oftast kölluð af ná- gronnum og vinum — var fyrir margra hluta sakir svo óvenj uleg afbragðskona, að líklegt er aS nunning hennar geymist í sveit- urn Þingeyj arsýslu og víðar um margar ókomnar aldir. Eg, sem línur þessar rita, á henni bæði margt og mikið að þakka, miklu meira en þessi fá- t®klegu minningarorð fá lýst. k*ví miður hefi ég ekki hand- k®r ártöl og dagatöl helztu við- kurða í aevi hennar, en ég þykist Vlta, að minningu hennar verði gerð gleggri skil af öðrum, sem bætt geta úr vanefnum mínum í því. Lizzie Þórarinsson, — fædd Grant — var af skozkum ættum, fædd í Edinborg 8. maí 1875 (ef % man rétt) af skozku alþýðu- fólki. Faðir hennar var skólaeftir- ktsmaður. Hún naut ágæts upp- eIdis í foreldrahúsum og kennslu 1 afþýðuskóla. Hún var gædd góð- Urn gáfum og alveg sérstaklega Uæmu söngeyra og sönggáfu. Auk þess hafði hún hlotið í vöggugjöf frábæra söngrödd. Það var því eigi að undra, að hún vakti at- kygli söngkennarans í skólanum. Hann lagði sig því mjög fram við kenna henni söng og hljóð- færaleik, eftir því sem við varð komið, og söng hún oft einsöng á skólahátíðum og við önnur tæki- æri' k-kki höfðu foreldrar hennar eini á að kosta hana til söngnáms, fern dygði henni til að gera söng- ltln ævistarfi, svo sem hún kafði ótvíræða hæfileika til, en kynni hennar af sönggyðjunni á þessum árum urðu henni samt giftudrjúg og entust henni langa ævi, Sáfu lífi hennar meira inni- hald en ella hefði orðið og veittu henni aukna möguleika til að miðla öðru fólki miklum unaði. Lizzie var tæplega komin af barnsaldri, þegar hún kynntist Ungum bóndasyni norðan frá ís- iandi, er þá var staddur í Skot- iandi. Það var Páll Þórarinsson frá Halldórsstöðum í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Tókst þeg- ar með þeim mikil vinátta og gagnkvæmt traust. Og þegar Páll var heim kominn, skrifuðust þau a- Upp úr þessum kynnum tókust astir með þeim, sem entust langa ®vi. Lizzie mun hafa verið komin nálægt tvítugsaldri, er þau gengu 1 hjónaband. Voru þau vígð í Edinborg, og fluttist Lizzie síöan rneð manni sínum heim í Hall- dórsstaði, þar sem þau hófu bú- Föstudagur 6. apríl 1962 skap á þriöjungi jarÖarinnar, við fremur lítil efni. Það má nærri geta, hvílík við- brigði það hafa verið fyrir þetta stórborgarbarn, að flytjast allt í einu úr einni af glæsilegustu borg- um Evrópu norður í afskekkta og fámenna sveit á íslandi, eins og samgöngum var þá háttað, húsa- kosti og verkmenningu allri. Auk þess skildi hún ekkert orð í máli fólksins, og fáir skildu orð í hennar tungu. Allir siðir og hætt- ir fólksins voru ólíkir því, sem hún hafði alizt upp við. Veðurfar var stórum ómildara en hún hafði vanizt, og skammdegismyrkrið á veturna hlaut að vera henni ömur- legt í fámenninu. En ekkert var Lizzie fjær skapi en að láta hugfallast. Með bros á vör gekk hún ötullega að því að kynnast fólki og staðháttum, lærði furðu fljótt að skilja og tala íslenzku, tileinkaði sér hætti og vinnubrögð íslenzkra sveita- kvenna og var innan skamms sjalf oröin alíslenzk sveitakona, jafn- framt því sem hún varðveitti í fari sínu margt af því bezta úr menningu stórborgarinnar, þar sem hún var fædd. Glæsileiki hennar og gáfur, skapstilling, Ijúflyndi og velvild öfluðu henni fljótt fjölmargra vina, og áður en langir tímar liðu, var hún búin að festa ást og tryggð við þetta afskekkta hérað og íbúa þess, og fólkiö í sveitum héraösins dáði hana, virti og elsk- aði, svo að líklega hefir aldrei lifað vinsælli kona í sveit á ís- landi. Hún skildi til fullnustu lífs- baráttu og áhyggjur fátæku kot- bændanna, og ýmsir af beztu vin- um liennar voru einmitt úr þeirra hópi. Gestrisni þeirra hjóna var frábær, og nutu þar allir jafnt. Hún hafði sérstakt yndi af að gleðja börn, og get ég um það borið af eigin raun. Ég var ekki nema á tíunda ári, þegar ég komst fyrst í kynni við hana. Hún bar í brjósti mikla hlýju og velvild til allra, sem hún hafði einhver kynni af, og ég þori að fullyröa, að enginn hafi nokkru sinni orðið þess var, að hún bæri kala til nokkurs manns. Ég gat þess að framan, að Lizzie hefði haft frábæra söng- rödd. Hún var ekki búin að vera lengi á Halldórsstöðum, þegar mikið orð fór af söng hennar í héraðinu og víðar. Það var henni mikil unun að syngja og enn meiri unun, er hún fann, að hún gladdi aðra með söng sínum. Hún var jafnan boðin og búin til að syngja fyrir hvern sem var, hvort sem var heima eða annars staðar, jafnt á samkomum sem í heima- húsum. Enginn fær nokkurn tíma metið að verðleikum allar þær stundir unaðar og hreinnar gleði, er hún veitti miklum fjölda manna á mörgum áratugum með söng sínum. Rödd hennar var mikil, silfurskær og yndisfögur, hlý og töfrandi, og söngur hennar innilegur, látlaus og eðlilegur, hvort sem hún flutti lög frá ætt- landi sínu eða íslenzk lög. Eng- inn, sem heyröi hana syngja til dæmis „Home, sweet home“, „Long, long ago“ eða „Ein sit ég úti á steini“, getur nokkurn tíma gleymt þeim töfrum, sem söngur hennar bjó yfir. Aldrei söng hún betur en þá, er hún lék sjálf undir á stofuorgel. Ekki er ég í vafa um, að Lizzie hefði orðið ein af ágætustu söng- konum heimsins, ef hún hefði lært til fullnustu að syngj a og gert sönginn að ævistarfi. En ég efast um, að hún hefði með því vakiö meiri eða sannari gleði en hún vakti hjá íslenzku alþýðufólki með söng sínum. Og ég efa mjög, að hún hefði hlotið jafn mikla lífshamingju og hún naut. Mér er ekki kunnugt um neinn annan útlending, er flutzt hafi til Islands og samþýðzt íslenzku þjóðinni jafn fullkomlega sem Lizzie Þórarinsson. Ekki svo að skilja, að hún gleymdi ættlandi sínu. ÖSru nær. Hún var einlægur ættjarðarvinur. En hún var oröin fyrir löngu samlöguð íslending- Friðjón Stefónsson: í LJÓSASKIFTUM Stuttar sögur — Urval. Menningarsjóður — Reykjavík 1961. Það er gott til þess að vita, að Menningarsjóður tekur upp þann hátt að gefa út úrval úr ritverkum íslenzkra höfunda. Við kunnum því miður ekki þann sjálfsagða hátt sjálfir, að gefa aðeins út það bezta. Guðmundur Hagalín hefur val- ið þessar sögur með höfundi. — Guðmundi er vel treystandi til þessa, því kannski hefur hann náð lengra sjálfur í smásögu en stærra verki. Þessar smásögur Friðjóns, 12 að tölu, eru valdar úr þremur smásagnasöfnum hans: Ekki veiztu ...., 1953. Fjögur augu, 1957 og TrúnaÖarmál, 1960. — Þetta eru allt saman mjög stuttar sögur og hnitmiðaðar. Allar fjalla þær um mannleg örlög, og yfir- leitt um • heldur vond örlög. En hér er um að ræða sérstæða tækni í sagnagerð, sem er mjög til fyrir- myndar. Hver persóna er leidd inn á svið fyrir augum lesanda, látin staönæmast þar andartak og varpað á hana björtu ljósi. Sýn- ing þessi stendur aðeins ör- skamma stund. Við vitum lítið um persónuna, annað en það, sem við skynjum í þessu augna- bliki, sem höfundur vill undir- strika í lífi söguhetju sinnnar. En þetta augnablik verkar mjög| um og fann sig einn af þeim og undi sér bezt meðal þeirra. Líf hennar var sem furðulegt ævintýri. Hún var ljósgeisli, er vermdi og lýsti allt umhverfi sitt. Aldrei hefir nokkur þjóð átt betri fulltrúa meðal erlendra þjóða en skozka þjóðin átti á fs- landi, þar sem Lizzie var. Aldrei þurfti Lizzie eitt augna- blik að iðrast þess, hvaða hlut- skipti hún valdi sér. Sambúð þeirra Páls var svo góð, að þar bar aldrei hinn minnsta skugga á, enda kunni hann öllum öðrum betur að meta kosti hennar. Þau eignuðust tvo syni, William og Þór, sem búa nú á Halldórsstöð- um. Páll er nú látinn fyrir nokkrum árum í hárri elli. Var hann nokkr- um árum eldri en Lizzie. Ég sendi sonum hennar inni- legar samúðarkveðjur. Hennar er sárt saknað af öllum, er þekktu hana, því að hún var göfugmenni og sönn hetja. Blessuð sé minning hennar. sterkt, því hér er um örlagastund- ir að ræða, eða þær stundir þegar öldur sálarlífsins rísa hæst. — Ég hygg að Gunnar Benediktsson hafi fyrstur notað orðið: „Harm- kímin“. Þetta orð túlkar vel tón Friðjóns Stefánssonar. Hann er kíminn, en þó svo fullur samúðar með hinum hrjáðu einstaklingum, að við vitum hvað knýr hann til ritstarfa. Friðjón er sósíalisti, og mikill meirihluti rithöfunda, sem þeirri stefnu fylgja, eru mannvin- ir. Þeir bregða upp átakanlegum myndum úr lífi þjóða og einstakl- inga til að vekja lesendur til vit- undar um það sem miður fer. Hræra hjörtu þeirra til samúðar með lítilmagnanum, og undir- strika það, að hverjum og einum ber að gæta bróður síns. Þetta hefur hinum venjubundna góð- borgara þótt ganga of langt á stundum. Hann segir: Þið eruð alltaf að skrifa um böl og neyö. Þið sjáið ekki feguröina, viljið ekki kannast við hamingjuna. Þessir menn, sem þannig tala, skynja ekki þá tilfinningu, sem þjáir listamanninn, að hamingju verður ekki notið á efri hæðinni, sé böliö búandi á þeirri neðri. Aöeins í þjóðfélagi, þar sem öll- um líður vel, er hægt að njóta hamingju. Þess vegna eru verk róttækra höfunda markvisst inn- legg í þjóðfélagsmál, þótt aðeins sé fjallað um einstaklingsböl. Þjóðfélagið er samsett af þessum Framhald á 7. siSu, Áskell Snorrason. Ilm bshur 09 menn Verkamaðurinn— (5

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.