Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 12

Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 12
12 AÐALBLÁBF.R [EIMREIÐIN Aðalbláber. Prestsetrið slóð niðri á dalgrundinni og blasti við mið- degissól. Það var sunnudagur og kirkjufólkið var komið heim til sín aftur. Alt, nema litlu systurnar frá Skógum. Þær áttu að fá að fara í berjamó með börnum prestsins, og ganga svo heim til sín um kvöldið, þvi að Skógar var næsti bær við prestsetrið og örskamt á milli. Börnin hlupu upp túnið, sex í hóp. Drengirnir þrír á undan. Þeir voru fljótari að hlaupa. Telpurnar hertu sig og náðu þeim við vallargarðinn. »Þið farið svo hart«, sagði Ása litla dóttir prestsins og leit óblítt til bræðra sinna, um leið og hún klifraði upp á vallargarðinn. »En þið komist aldrei úr sporunum«, svaraði Árni fyrirlitlega. Hann var tólf ára, grannleitur og hlaupalegur. Hinir voru svipaðir í útliti; annar ellefu, en hinn níu ára. Systir þeirra var á áttunda ári, rjóð og sælleg, með þykt, glóbjart hár. Systurnar frá Skógum voru tvíburar og jafn- gamlar henni. Þær héldust í hendur, þegar þær hlupu og voru svo samtaka, að auðséð var, að svona voru þær vanar að hafa það. Ása var rétt á hælunum á bræðrum sínum, rjóð og reið. »Nú skulum við hætta að hlaupa, hér er svo bratt«, sagði hún. »Já, farið þið nú hægt«, sagði Árni og leit til bræðra sinna. »Við megum ekki alveg sprengja stelpurnar«. »Ykkur veitir víst ekki af að fara .hægara sjálfum«, svaraði Ása og blés við. Systurnar komu á eftir, þegjandi og stiltar. Svo klifruðu þau öll í hægðum sínum upp brekkuna. Uppi undir brún var mest af berjunum. Þar voru öll aðalbláberin og dálítið af hrútaberjum innan um. Þangað stefndu börnin. Litlu síðar dreifðu þau sér um lautirnar og tíndu af kappi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.