Alþýðublaðið - 15.10.1965, Blaðsíða 7
Islenzkar bækur á
sýningu í Þýzkal.
Hið nýja hús Verzlunarskóla íslands.
Verzlunarskóli Íslands 60 ára
NÚ, um miðjan október, eru 60
ór liðin, síðan kennsla hófst við
Verzlunarskóla íslands. Fyrst var
skólinn tveggja vetra skóli. auk
tindirbúningsdeildar. Brautslkráð-
ust fyrstu nemendurnb- árið
1907, samtals 10, 8 piltar og 2
stúlkur.
Síðan hefur skólinn verið að
stækka og eflast jafnt og þétt.
Árið 1926 er 'hann gerður að
iþriggja ára skóla, auk undirbún-
ingsdeildar (kvölddeildar). Skóla
árið 1930 — 1931, síðasta árið,
isem skólinn -var að Vesturgötu 10,
Var tala nemenda orðin 119. Enn
var mikilvægum áfanga náð, er
skólinn fluttist í húsið að Grund
Brstíg 2. Skól.ffirið 1933—1934
eru nemendur orðnir samtals 267.
Árið 1935 var námið lengt um
eitt ár, skólinn gerður að fjögurra
ára skóla, auk undirbúningsdeild
ar. Lærdómsdeild skólans tók til
starfa árið 1943. Voru fyrstu stúd
entarnir brautskráðir árið 1945.
Nemendafjöldinn hefur nú árum
saman verið eins mikill og hús-
rúm framast leyfir. Við upphaf
þess skólaárs, sem nú er að líða,
voru skráðir nemendur 527, þar
af 34 á sex mánaða námskeiði í
hagnýtum verzlunar- og skrif-
stofugreinum, sem sérstaklega er
ætlað gagnfræðingum. Við skól-
ann starfa nú 32 kennarar, þar
af 16 fastráðnir, að skólastjóra
meðtöldum.
Allt frá 1950 var húsnæðisskort
ur farinn að há mjög skólanum.
Fjársöfnim til nýrrar skólabygg-
ingar fór. fram árið 1958. Árið
1960 hófust framkvæmdir við nýja
skólabyggingu á Jóð skólans að
Grundarstíg 24. Lóðin er 13096
fermetrar. Fóru um 500 fermetr
ar af henni undir nýja skólahús-
ið. sem stendur við Þingholtsstræti
og Ilellusund.
Um áramót 1960—61 var nýbygg
ingin orðin fokheld. Varð þá að
gera hlé á verkinu vegna fjár-
skorts. En árið 1962 var aftur
hafizt handa. Var efri hæðin, 4
rúmgóðar kennslustofur og kenn
arastofan, tekin í notkun þá um
haustið.
Samkomusalurinn, sem er á
neðri hæð hússins, tæpir 488 fer
metrar að flatarmáli, var tekin í
hotkun árið 1963. Fullbúinn mátti
hann heita vorið 1964. Gat skóla
uppsögn þá farið fram þar. Var
það í fyrsta skipti frá upphafi, að
slík atliöfn gat farið fram í hús-
næði skólans sjálfs.
Eigi varð hjá því komizt að
nota nokkurn hluta af samkomu-
sainum fyrir bekkjarkennslu og
námskeið. Var færanlegt, hljóð-
einangrað skilrúm, svonefnt
,,Hansaskilrúm“, sett í norður-
enda salarins. Myndast þannig
hólf, sem daglega er notað sem
venjuleg kennslustofa.
Nyrzt í húsinu, ni-ðri, er kaffi-
stofa fyrir kennara, cldlnis og mið
stöðvarklefi. í ik^nnslustofunum
uppi eru venjulegir miðstöðvar.
ofnar, en í salnum er hitablástur
og loftræstingarkerfi. í suður-
enda salarins er dálítið, upphækk
að leiksvið. Undir því er. kjallari.
Liggur hringstigi af sviðinu nið-
ur á hann. í kjallaranum eru þrjú
búningslierbergi, snyrtiklefi og
klefi fyrir loftræstingarvél. Þar
er einnig geymsla fyrir stóla úr
salnum, ef þeim þarf að kippa
burt. Að austanverðu, á neðri
hæð, eru fatageymslur, skólabúð
in, snyrtiherbergi o. fl. Hátalara-
kerfi tengir saman gamla og nýja
húsið.
Öll nýbyggingin er 3833 rúm-
metrar. Kostnaðarverð með öllum
húsbúnaði er um það bil kr. 7.400.
600.00. Er þá ekki talinn með
kostnaður við 25—27 bílastæði,
sem nam rúml. kr. 242.00.00.
Húsameistari var Þór Sandholt,
skclastjóri.
Mörgum stofnunum og einstakl
ingum á skólinn þakkir að gjalda
ifyrir ýmis konar hjálp og stuðn
ing við byggingu nýja skóla’húss
ins. Hér skal þó aðeins nefna
tvær stofnanir, sem mest og bezt
hafa stutt skólann með lánum og
annarri fyrirgreiðslu: Lífevrissjóð
verzlunarmanna og Vérzlunar-
banka íslands. En mörgum öðr-
um, bæði opinberum stjórnarvöld
um, ýmsum stofnunum og einstakl
ingum vill skólinn við þétta tæki
færi flytja alúðarþakkir fyrir
margvíslegan stuðning í orði og
verki. Það er þessum ágætu aðil
um fyrst og fremst að þakka, að
Verzlunarskóli Islands á nú á sex
tugsafmælinu við rýmri og full-
komnari húsakynni að búa en
nokkru sinni fyrr. Nú í sumar
hafa einnig miklar umbætur ver
ið gerðar á lóð skólans, einkum
með gerð bílastæðanna.
Verzlunarskólinn er sjálfseignar
stofnun undir vernd og yfirstjórn
Verzlunarráðs íslands. Er búið áð
ganga frá til fulls öllum formsat
riðum, sem þar að lúta.
Á síðustu árum liefur kennslu-
yélakostur skólans verið aukinn
stórum. Er lögð áherzla á að fylgj
ast með nýjungum á sviði verzlun
arfræðslunnar. Nemendur fá.
fræðslu í vélabókhaldi, öðlast
leikni í meðferð reiknivéla og ým
issa annarra skrifstofuvéla.
Nýja skólahúsið táknar nýjan
og betri grundvöll fyrir árangurs-
ríka kennslu. Hið nýja skólahús
Verzlunarskóla íslands er því
merkilegur áfangi í þróun verzl-
unarmenntunar á landi hér.
Mikils er um. vert, tove nem-
endur skólans, fyrr og síðar, hafa
sýnt honum mikla ræktarsemi og
'hollustu. Hafa þeir jafnan. borið
hag skólans fyrir brjósti og viljað
veg hans sem mcstan í hvívetna.
Oft hafa þeir fært honum góðar
gjafir, bæði fjárupphæðir til hús
Framhald á 10. síðu.
Reykjavík. — OÓ.
UM hundrað íslenzkar bækur
verða á stórri alþjóðlegri bóka-
sýningu, sem haldin verður í
Frankfurt dagana 13. til 19. okt.
Flestar bókanna sem sýndar verða
eru frá Aimenna bókafélaginu og
ísafoldarprentsmiðju, en nokkrar
frá öðrum útgáfufyrirtækjum.
Sýning sem þessi er haldin á
hverju hausti og eru þar sýndar
bækur frá flestum löndum heims.
Eru þetta fyrst og fremst sölusýn-
ingar þar sem útgefendur reyna
að koma bókum á framfæri við
erlenda bókaútgefendur. íslend-
ingar tóku fyrst þátt í sýning-
unni í íyrra og verða þar nú með
enn fleiri bækur en þá. Þeir Pét-
ur Ólafsson, forstjóri ísafoldar-
prentsmiðju og Baldvin Tryggva-
son, íramkvæmdastjóri Almenna
bókafélagsins munu sækja sýn-
inguna og kynna þækur sínar.
Blaðið hafði tal af Baldvii>
Tryggvasyni af þessu tilefni — og
sagðist hann tæplega búast við að
selja neitt af bókum, en það væri
mikils virði fyrir íslendinga a9
vera með og koma nöfnum ís-
lenzkra höfunda á framíæri. t
fyrrahaust sýndu Danir og Norð-
menn mikið af fornbókmenntum
í norskum og dönskum þýðingum
og auglýstu á áberandi hátt, að
fornsögurnar okkar væru þeirra
eigin bókmenntir. Að vísu er mest
áherzla lögð á að sýna nýjar bæk-
ur, en auglýsingabrellur sem þess-
ar hafa alltaf nokkur áhrif og gef-
ur þeim ákveðinn sess í bók-
menntaheiminum. Útlendingar
hafa nokkurn áhuga fyrir íslenzk-
um bókum og ég varð var við á
sýningunni í fyrra, að útgefendur
Framh. á bis. 10
IAN SMiTH — lýsir hann yfir sjálfstæð’i fyrir jól.
Verður Rhodesía
önnur S-Afríka?
MJÖG hættulegt ástand hefur
skapazt vegna þess að viðræðurnar
um sjálfstæði Rhodesíu hafa farið
út um þúfur. Almennt er talið, að
Ian Smith forsætisráðherra lýsi
einhliða yfir sjálfstæði landsins
fyrir jól. í fyrsta sinn síðan 1776
mun brezk nýlenda þar með gera
uppreisn gegn krúnunni og búast
má við að brezka stjórnin muni nú,
engu síður en þá, gera gagnráð-
stafanir til þess að koma í veg
fyrir aðskilnað.
En samanburðurinn við upp-
reisnina í amerísku nýlendunum
nær ekki lengra. Rhodesía hefur
hal't á hendi stjórn sinna eigin
mála síðan 1923 og landið hefuv
fengið meiri og meiri sjálfstjórn
síðan. Stærsti munurinn er um-
fram allt sá, að brezka stjórnin er
ekki andvig því í grundvallaratrið-
um að Rhodesía fái sjálfstæði.
Bretar hafa fyrir löngu öðlast
skilning'á þeirri sögulegu þróun,
sem felur í sér að nýlendur þeirra
í fjarlægum heimsálfum öðlist
sjálfstæði og stefna Breta síðan
heimsstyrjöldinni lauk sýnir skiin
ing þeirra á þessu.
En hvað Rhodesíu varðar er eitt
atriði, sem gerir málið flókið.
Ian Smith forsætisráðherra krefst
sjálfstæðis, en vel að merkja sjálf
stæðis til handa 220.000 hvítuda
mönnum, sem hafa öll völdin í siö
um höndum, og óskir fjögurra
milljóna þeldökkra landsmanná
eru virtar að vettúgi. Rhodesíu-
menn höfnuðu kröfu Harold Wil-
sons forsætisráðherra um, að á-
byrgzt yrði að meirihlutastjórn
kæmist smám saman á laggirnar,
og viðræðurnar í London fóru því
út um þúfur. Stjórn Verkamanna-
flokksins gat því ekki fallizt 'á
kröfu Rhodesíu um sjálfstæöi.
* ZAMBÍU HÓTAÐ
Erfitt cr að sjá hverju Ian
Framhald á 10. síðu-
ALÞÝÐUBLAÐiÐ - 15. október 1965 J