Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1985, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR1. AGUST1985.
13
Ég skal bara segja þér þaö strax
svo aö þú þurfir ekkert að vera aö
lesa þessa langloku hér um hvað við
gætum keypt margar Kröflu-
virkjanir í staðinn, eða margar götur
í Reykjavík (?), nú eða þá bara
eitthvað annaö enn gagnlegra. —
Herframkvæmdir Bandaríkjamanna
hér á landi, þessa síðustu og bestu
hermangstíma, kosta nokkuö
varlega reiknaö um 43 milljaröa
islenskra króna. — En það er vist
best að geta þess einnig strax aö ég,
ásamt flestum öðrum sem vilja að
bandaríski herinn pilli sig héðan og
hætti þessum skefjalausa fjáraustri í
vígtól sín hér á landi, er víst með
horn og hala að sögn Morgunblaðs-
ins.
Friðarbúðirnar eru
til að mótmœla þessu
Mikið hefur verið skrifað um veru
bandariska hersins hér á landi fyrr
og síðar. Og núna síðast í tilefni þess
að Samtök herstöðvaandstæðinga
ætla að gangast fyrir friðarbúðum í
nálægð við setuliðið á Miönesheiðinni
til að minnast þess að fjörutiu ár eru
liðin frá því að vemdaramir okkar
hentu nokkrum kjamorkusprengjum
á japönsku borgimar Nakasaki og
Hirosima dagana 6. og 9. ágúst 1945.
En einmitt þá daga í ár ætla
herstöðvaandstæðingar að efna til
friðarbúða við þetta erlenda her-
sveitarfélag á Islandi.
En til hvers annars hér á landi?
Hér hefur aldrei neinum kjamorku-
sprengjum verið varpað, eða er það
ekki? Margir spyrja sem svona. En
það eru ýmsar fleiri hliðar á þessu
máli samt. Og þeim vilja flestir stór-
borgarar jafnt sem smáborgarar
þessa lands sem minnst vita af.
En þar komum við einmitt að
kjama málsins. Hvers vegna við
erum að mótmæla við bandaríska
setuliðið hér á hinni íslensku Miðnes-
heiði.
En 43 milljarðarnir eru
bara f ramkvæmdirnar
Vissir þú, lesandi góður, að víg-
væðing Bandaríkjamanna á Islandi
þessi tvö — þrjú misserin núna eru
bara fjárfestingar upp á litlar 43
niilljarða íslenskra króna? — Já, það
stóð þarna. Fjörutíu og þrjú þúsund
milljónir króna.
Og vissir þú einnig það að heildar-
tekjur ríkissjóðs Islands fyrir yfir-
standandi ár eru ekki nema 25
milljarðar króna? Sem sagt allt fé
sem ríkiö eyðir í allan sinn rekstur
og allar fjárfestingar. En Nota Bene.
„Mór reiknast svo til að fyrir aðeins eina F-15 herþotu, sem 6 af 18 stk. voru að koma hórna um dag-
inn til Keflavíkur, geti óg keypt alla götuna sem óg bý við, Grettisgötuna hór i Reykjavík. Já, öll húsin
hór. Og ekki bara það heldur alla Njðlsgötuna og alla Bergþórugötuna og allan Austurbœjarskólann og
Veistþú hvað
vígvæðing Islands
kostar?
Hjá vemdurunum okkar voru þetta
bara fjárfestingarnar. Þar fyrirutan
eru allar rekstrartölur alls þessa
herbrölts hér á landi.
En það var þetta með fjárfest-
ingamar. Við skulum líta héma á
töflur yfir sundurliðun þessara
hemaðarframkvæmda i sífellt
aukinni vígvæðingu NATO-eyjunnar
Islands.
Hægt að kaupa alla
Reykjavík fyrir þetta
Eg held að þessar tölur skýri sig
alveg sjálfar. En samt í lokin langar
mig að nefna smádæmi um hvaða
peningar hér eru eiginlega á
ferðinni. Því þetta eru stærðar-
gráður sem flest venjulegt fólk skilur
hreinlega illa.
Herframkvæmdirnar kosta i íslenskum krónum, framreiknað:
millj. kr.
Oliugeymar á Hólmsbergi 5.000
Oliulagnir og fl. 410
Olíuhöfn í Helguvík 2.050
Flugstöð á Keflavíkurflugvelli 820
Flughlaö, aðkeyrslubrautir og fl. 2.050
Stjómstöð fyrir herstöðina 2.340
Flugskýli, 9 stk. 820
Flugskýli í smiðum, 4 stk. 410
Ratsjárstöövar, 4 stk. 5.740
Ýmsar framkvæmdir og aukakostn. 1.435
Framkvæmdir alls. 21.075
18 stk. F-15 herþotur, án vopna 1.230
22.140
Herkostnaðursamtals 43.214
Til samanburðar: Tekjur ríkissjóðs Islands 1985:
millj.kr.
Beinir skattar 3.115
Öbeinir skattar 21.435
Aðrartekjur 785
Heildartekjur ríkissjóðs Islands 25.335
MAGNÚS H.
SKARPHÉÐINSSON
FYRRV. VAGNSTJÓRI SVR
Þessir 43 milljarðar eru til dæmis
meiri peningar en öll Reykjavík
kostar. Já, þetta er kannski
hlægilegt. Þó fyrir sumum sé þetta
fremur grátlegt. En það er hægt að
kaupa meira en allar íbúðir í
Reykjavík fyrir þessa peninga. Hefði
ykkur dottið það í hug?
Ég gæti keypt allt hverfið
mitt fyrir aðeins eina þotu
Mér reiknaðist svo til að fyrir
aðeins eina F—15 herþotu sem 6 af 18
stk. voru að koma héma um daginn
til Keflavíkur, geti ég keypt alla
götuna sem ég bý við, Grettisgötuna
hér í Reykjavík. Já, öll húsin hér. Og
ekki bara þaö heldur alla Njáls-
götuna og alla Bergþórugötuna og
allan Austurbæjarskólann og Sund-
höllina og þetta bara allt saman í
hverfinu. Því aöeins ein herþota
kostar litlar 1.230 milljónir, og það
án vopna.
Eða þá Kröflu og Hafnar-
búðir
og Viðey og... og...
Eigum við að líta á annan saman-
burð við þessa herþotu? — Nú
nýverið var frú Krafla seld í heilu
lagi til Landsvirkjunar. — En kaup-
verð hennar var ekki nema 1.117
milljónir kr. Það er bara útsöluverð
miöað viö þotuna. Þvi hún kostaði
eins og áður sagði 1.230 milljónir kr.
eöa 113 milljónum meira. Fyrir
afganginn gætum við keypt Hafnar-
búðirnar margumræddu aö auki.
Þær munu víst vera til sölu eins og
flest annað hjá borgarstjóranum nú.
Þær kostuðu ekki nema 55 milljónir.
Og samt eigum við helling í afgang,
eða um 58 milljónir. Fyrir það
gætum við keypt Engey og Viðey og
bara flest lauslegt sem okkur langaöi
í hér á Reykjavíkursvæðinu. Og
þetta var eins og þið munið aðeins
fyrir eina herþotu eins og kom hérna
um daginn við söng og hljóðfæraslátt
þeirra setuliðsmanna og þessarar
svokölluðu vamarmálaskrifstofu-
manna. En þær voru eins og áður
sagði 18 stk. alls. — Já, það er
skrýtið margt í þessum vígbúnaðar-
bransa.
Nei, þess vegna mót-
mælum viðl
Meðal annars út af þessu mót-
mælum við. Því þetta brjálæði er
ekki bara móðgun við heilbrigða
skynsemi, heldur er þetta iíka
móögun við ailt sem heitir mannleg
siðfræði.
Eða er þetta það sem islensk
stjómvöld kalla „að styðja sérhverja
viðleitni til afvopnunar á alþjóða-
vettvangi”? eins og veifað er í öllum
samþykktum?
I ályktun sem SHA sendu frá sér
var skoraö á stjórnvöld að beita sér
fyrir því að þetta fé yrði heldur notað
í baráttunni gegn hungri og
sjúkdómum í heiminum og til
menningarstarfsemi. — Þetta er
fróm ósk en sennilega jafnþýðingar-
laus og að biðja djöfulinn sjálfan um
góðverk, því miður. — Við búum
nefnilega í bananalýðveldinu
Islandi.
Magnús H. Skarphéðinsson.
MARGT ER SKRÝHD í KÝRHAUSNUM
Sýningunni á Kjarvalsstöðum —
viöburði aldarinnar — er nú lokið og
finnst mér að svo stórfelldum eldsum-
brotum hugarflugs og ímyndunarafls
hafi ekki verið gerð nægilega góö skil í
íslenzkum fjölmiðlum. Því þetta er
viðburður sem er frábrugðinn öllu sem
áður hefur gerzt, bæði hér heima og
eriendis, sérstætt menningarundur —
goðsagnakennd listaendurreisn — sem
ber að fagna. Með öörum orðum:
víðtæk blómgun allra listgreina á
Islandi!
Þama voru sýndar 330 ljósmyndir af
170 íslenzkum listamönnum í farar-
broddi hinna ýmsu listgreina, teknar
af heimsfrægum ljósmyndara sem
starfar fyrir þekktustu blöð veraldar-
pressunnar og talinn vinsælastur allra
ljósmyndara síöasta áratugar. Auk
þess var sýnd kvikmynd af sprengi-
gosinu í íslenzkum listum, gerð af
tveim amrískum kvikmyndagerðar-
mönnum er hlotáö hafa hin eftirsóknar-
verðu Emmy-verðlaun átta sinnum
fyrir frábæra sjónvarpsþætti. Og
GRÉTA
SIGFÚSDÓTTIR
RITHÚFUNDUR
síöast en ekki sizt, bókin Iceland
Crucible (Island i deiglunni?) sem
metsöluhöfundurinn Sigurður A.
|jfr „Þó furöa ég mig á aö Olga Guð-
w rún skuli taka þátt í þessari list-
kynningu — eftir aö hafa úthúöaö skoö-
anabræðrum sínum í Þjóöviljan-
Magnússon hefur tekið saman, en þar
rekur hann spor þróunar og uppruna ís-
lenzkra listgreina frá upphafi til
dagsins í dag. Bókin er skreytt
ljósmyndum af þeim 170 listamönnum
sem sýndar voru á Kjarvalsstöðum.
Hefur sennilega frjóvgast
í hanastélsboðum sendi-
ráðsins
Er ástæða til að gagnrýna val hinna
útvöldu? Langtífrá! Raunar sáust
þarna nöfn sem þegar hafa hlotiö
frægð erlendis, ásamt nöfnum nær
óþekktra manna. En ekki er við öðru
að búast en að pólitískir flokksbræöur
haldi hópinn og hygli vinum sinum og
skoðanabræörum, og svona til mála-
miðlunar skjóti einstaka listamanni af
öðrum toga inn á milli. Eg dáist að her-
stöðvaandstæðingum sem tekizt hefur
að hreiðra um sig í Menningarstofnun
Bandaríkjanna. Þó furöa ég mig á að
Olga Guðrún skuli taka þátt í þessari
listkynningu — eftir að hafa úthúöað
skoðanabræðrum sínum í Þjóðviljan-
um fyrir að koma vafrandi út úr
bandaríska sendiráöinu á sjálfan þjóð-
hátíðarmorguninn. En í hanastéls-
boöum sendiráðsins hefur áðurnefnd
listkynning sennilega frjóvgazt.
Einnig vekur það furðu mína að
óbreyttum háseta skuli meinuð land-
ganga í Bandaríkjunum fyrir það eitt
að vera meðlimur í Alþýðubanda-
laginu þegar Sigurður A. Magnússon,
þjóðkunnur marxisti og herstöðvaand-
gll
„Þarna voru sýndar 330 Ijósmyndir af 170 islenskum listamönnum i far-
arbroddi hinna ýmsu listgreina, teknar af heimsfrægum Ijósmyndara
sem starfar fyrir þekktustu biöfl veraldarpressunnar og talinn vinsæl-
astur allra Ijósmyndara siflasta ðratugar."
stæðingur, leikur lausum hala jafnt
innan vébanda sendiráðsins sem í
GODS OWN COUNTRY. Eða skyldi
hann hafa skipt úr f eldi yfir í gæru?
Hilda hf. og bókaútgáfan Vaka hafa
lagt hönd á plóginn og kostað þessa
stórbrotnu listkynningu, og sé ég
ekkert athugavert við það að kynna ís-
lenzka menningu jafnhliða útflutnings-
afurðum landsmanna gefi það gull í
mund og hafi gagnkvæm áhrif. Og svo
lætur menningarsnekkjar. úr höfn með
sinn dýrmæta farm undir handleiðslu
hins vinsæla forseta, semskrifað hefur
formála að bók Sigurðar, og bænum
frómra manna um að þú, Jesús, sjáir
til þess að snekkjan kollsigli ekki
vegna bakborðs-slagsíðu á sinni löngu
og strönguferð umheimshöfin. Amen.
Gréta Sigfúsdóttir.