Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1987. 33 dv Fólk í fréttum Hermann Sveinbjömsson Hermann Sveinbjömsson, sem ráð- inn hefur verið aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra, er fæddur 19. maí 1951 og lauk B.S. prófi í líffræði frá Háskóla íslands 1976. Hann lauk síðan M.Sc. prófi í umhverfisvísind- um frá Miami háskólanum i Oxford, Ohio, 1978 og doktorsprófi í auð- lindahagfræði frá John Hopkins háskólanum í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum 1983. Hermann var stundakennari við Menntaskólann við Tjömina 1975-1976 og aðstoðar- maður hjá National Wildlife Feder- ation í Washington 1977-1978. Hann var sérfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins 1978-1979 og deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu frá 1983, einnig sat hann í stjóm Norræna iðnaðar- sjóðsins frá 1985. Hermann hefur haldið fyrirlestra um umhvei'fisfræði við Háskóla Islands og um áætlana- gerð við jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík. Kona hans er Solveig Lára, sókn- arprestur á Seltjamamesi, Guð- mundsdóttir, ráðuneytisstjóra í Rvík, Benediktssonar og konu hans, Kristínar Claessen, og eiga þau einn son. Systkini Hermanns em Vigdís kennari, gift Gunnari Jónssyni, bónda á Egilsstöðum í Fljótsdal, Lóa Kristín viðskiptafræðingur, gift Karli Konráð Andersen lækni og Dagfinnur nemi. Foreldrar Hermanns em Svein- bjöm Dagfinnsson, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, og kona hans, Pálína Hermannsdóttir. Sveinbjöm, faðir Hermanns, er sonur Dagfinns, dagskrárfulltrúa, Sveinbjömssonar, b. á Grímsstöðum í Landeyjum, Guðmundssonar, b. þar, Sveinbjömssonar, b. í Símonar- húsi í Stokkseyrarhreppi, Jónssonar, hálfbróður Eiríks, forfoður Elínar Pálmadóttur blaðamanns. Lang- amma Hermanns, móðir Dagfinns, var Anna Ólafsdóttir, b. á Bakka í Þykkvabæ, Ámasonar. Systir Önnu var Ingibjörg, móðir Ingvars Vil- hjálmssonar útgerðarmanns, en föðursystir Önnu var Guðbjörg, langamma Rúnars Guðjónssonar, sýslumanns í Borgamesi. Föðuramma Hermanns, móðir Sveinbjamar ráðuneytisstjóra, var Magnea Ósk Halldórsdóttir, b. í Árbæ í Ölfusi, Jónssonar, útvegs- bónda, kaupmanns og hreppstjóra í Þorlákshöfh, Ámasonar, b., for- manns og hreppstjóra á Stóra- Ármóti, Magnússonar, útvegsbónda, skipasmiðs og hreppstjóra í Þorláks- höfn, Beinteinssonar, en langafi hans var Bergur Sturlaugsson í Brattsholti, sem Bergsættin er kennd við. Móðir Áma var Hólmfríður Áma- dóttir, systir Valgerðar, formóður Briem-ættarinnar, en móðir Jóns var Helga Jónsdóttir, lögsagnara á Stóra-Armóti, Johnsen, bróður Val- gerðar, formóður Finsen-ættarinnar. Foreldrar Magneu, föðurömmu Hermanns, vom bræðraböm en móðir Magneu var Þuríður Magnús- dóttir, b. og hreppstjóra í Vatnsdal í Fljótshlíð, Ámasonar frá Stóra- Ármóti. Foreldrar Halldórs, föður Magneu, vom einnig bræðraböm, en móðir Halldórs var Jórunn Sig- urðardóttir, b. og hreppstjóra á Skúmstöðum i Landeyjum, Magnús- sonar, bróður Áma í Stóra-Ármóti. Móðir Hermanns, Pálína, er dóttir Hermanns Jónassonar forsætisráð- herra og konu hans, Vigdísar Oddnýjar Steingrímsdóttur, bygg- ingameistara í Rvík, Guðmundsson- ar frá Svalbarða á Álftanesi. Móðir Vigdísar var Margrét Þorláksdóttir, af Húsatóftaætt í Grindavík. Bróðir Pálínu er Steingrímur utan- ríkisráðherra. Hermann Sveinbjömsson. Helga Guðríður Veturliðadóttir Afmæli Þórður Sigurðsson Þórður Sigurðsson bifreiðarstjóri, Stigahh'ð 22, verður sjötugur í dag. Hann er fæddur í Reykjavík en ólst upp á Laugarvatni hjá Böðvari Magnússyni, frá tólf ára aldri og fram að þvi að hann varð tuttugu og eins árs. Hann hefur síðan verið bifreiðarstjóri að atvinnu, lengst af hjá Ólafi Ketilssyni, fram til 1953, en síðan hjá Olíufélaginu. Kona Þórðar er Guðlaug Erlends- dóttir skipstjóra Pálssonar og konu hans, Hrefnu Ólafsdóttur, og eiga þau einn son, Erlend, bifreiðarstjóra í Reykjavík. Af systkinum Þórðar em tvö á lífi: Gunnar Scheving, bifreiðarstjóri í Reykjavík, og Dagný en maður hennar var Kare Karlsen, sjómaður í Noregi. Látin em: Ragnar, sjómað- ur í Reykjavík, Sigurður Klemenz, sjómaður í Reykjavík, og Ester sem gift var í Bandaríkjunum. Foreldrar þeirra vom Sigurður Is- hólm Klemenzson, starfsmaður hjá Útvegsbankanum, og kona hans, Kristjana Erlendsdóttir. Sigurður íshólm, faðir Þórðar, var sonur Klemenz Ólafssonar, b. á Kurfu á Skagaströnd, og Þórunnar Bjöms- dóttur. Bróðursonur Sigurðar er Hallbjöm Hjartarson söngvari. Kristjana, móðir Þórðar, var dóttir Erlends Guðlaugssonar, * hafnar- verkamanns í Reykjavík, og konu hans, Þorbjargar Einarsdóttur, og á hún eina systur á lífi, Guðrúnu, konu Alexanders Guðjónssonar bifreiðar- stjóra í Reykjavík. Helga Guðríður Veturliðadóttir forstöðukona, Grensásvegi 60, Reykjavík, verður sjötug í dag. Maður Helgu var Þórður Andrés- son og bjuggu þau á Þórustöðum í Gufudalssveit til 1966, er þau flutt- ust til Reykjavíkur. Helga starfar nú sem forstöðukona fyrir fjöl- skylduheimili fyrir þroskahefta í Akurgerði 20. Unnur Jóhannsdóttir, formaður Sjálfsbjargar á Norðfirði, Þiljuvöll- um 35, Neskaupstað, verður sextug í dag. Hún fæddist á Fáskrúðsfirði en ólst upp á Brún í Mjóafirði hjá móð- ur sinni og seinni manni hennar, Gísla Vilhjálmssyni, sem bjuggu þar. Hún hefur búið i Neskaupstað frá því að hún var tuttugu og eins árs og unnið þar við ýms störf, m.a. ver- ið framkvæmdastjóri blaðsins Austurland, en síðustu árin verið við safngæslu á Náttúrugripasafninu í Neskaupstað. Unnur hefur starfað mikið að fé- lagsmálum, verið formaður leikfé- lagsins, varaformaður kvenfélagsins, sungið í kirkjukómum í 37 ár og verið formaður Sjálfsbjargar á Norð- firði frá 1978. Maður hennar er Einar Guð- Foreldrar Helgu em Veturliði, b. í Vatnadal í Súgandafirði, Guðna- sonar, b. og hreppstjóra á Laugabóli í Laugadal, Egilssonar, og kona hans, Andrea Guðmundsdóttir, sjó- manns á Flateyri í Önundarfirði, Andréssonar. Hún tekur á móti gestum eftir kl. 18.00 að Síðumúla 25, Rvík. mundsson, skipstjóri í Neskaupstað, og eiga þau 6 böm. Þau em Svein- björg, hjúkrunarfræðingur í Rvík, gift Hilmari Guðbjömssyni verslun- armanni, Sveinn, vömbílstjóri í Neskaupstað, kvæntur Stefaníu Steindórsdóttur, Sólveig, skrifstofu- maður í Neskaupstað, gift Dennis Wilson sjómanni, Gísli Svan, kenn- ari á Bifröst, giftur Bryndísi Þráins- dóttur kennara, Vilbergur, sjómaður og bóndi á Fremri Skálateigi, giftur Þórhildi Freysdóttur, Níels, mann- fræðingur og kennari, í framhalds- námi í Uppsölum i Svíþjóð, giftur Oddnýju Snorradóttur rafmagns- verkfræðingi. Foreldrar Unnar vom Jóhann Jónsson, sjómaður á Fáskrúðsfirði, og kona hans, Sveinbjörg Guð- mundsdóttir frá Seyðisfirði. Helga Guðríður Veturliðadóttir for- stöðukona. 70 ára Guðfreður Guðjónsson póstmaður, Langholtsvegi 146, Reykjavík, er 70 ára í dag. Þórður Sigurðsson bifreiðarstjóri, Stigahlíð 22, Reykjavík, er 70 ára í dag. Hann verður ekki heima. 60 ára Kristín Sigurjónsdóttir, Hjalta- bakka 28, Reykjavík, er 60 ára í dag. 50 ára_______________________ Ása Jörgensdóttir, Langagerði 29, Reykjavík, er 50 ára í dag. Hún verður heima. Sigurvin Jónsson, Barðavogi 38, Reykjavík, er 50 ára í dag. Gylfi Hallvarðsson, Hamrabergi 34, Reykjavík, er 50 ára í dag. Bergsveinn Jóhannesson, Heiðar- gerði 32, Reykjavík, er 50 ára í dag. 40 ára________________________ Snjólaug Sveinsdóttir, Hafnar- braut 39, Hafnarhreppi. er 40 ára í dag. Guðbjartur Bjarnason vélstjóri, Heiðarbrún 1, Bolungarvík. er 40 ára í dag Kristján K. Hermannsson rafvirki, Birkiteigi 1, Mosfellsbæ, er 40 ára í dag. Magnús Jónsson, Túngötu 10, Suð- ureyri, er 40 dra í dag. Ragnheiður Jónsdóttir, Dílahæð 1, Borgarnesi, er 40 ára í dag. Gunndís Gunnarsdóttir, Fagrabæ 10, Reykjavík, er 40 ára í dag. Unnur Jóhannsddttir Andlát Hjörtur Líndal Jónsson Hjörtur Líndal Jónsson, fyrrver- andi skólastjóri, Goðabyggð 6, Akureyri, er látinn. Hann var fæddur 31. janúar 1906 á Broddanesi í Fellshreppi í Stranda- sýslu og var við nám í Alþýðuskólan- um á Hvítárbakka 1924-1925. Hann tók kennarapróf 1927 og kenndi á Hólmavík 1927-1928 og í Bamaskóla Grindavíkur 1930-1942, síðan í bamaskólanum í Vestmannaeyjum 1943. Hjörtur kenndi í bamaskólan- um í Glerárþorpi á Akureyri frá 1943 og var skólastjóri þar 1946-1967. Hann var æðstitemplar stúkunnar Jámgerðar í Grindavík í 5 ár og gæslumaður bamastúkunnar Vonar 1946-1958. Hjörtur var í kirkjukór Lögmannshlíðarkirkju í Glæsibæj- arhreppi og sat í sóknamefnd kirkj- unnar og ritaði greinar í blöð og tímarit. Kona Hjartar er Anna Oddsdóttir, b. á Hlíð í Fellshreppi í Stranda- sýslu, Lýðssonar og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur, og áttu þau einn son, Gunnar Líndal, sparisjóðs- stjóra á Dalvík. Systkini Hjartar vom Ragnheiður, gift Guðmundi Guðmundssyni, b. á Melum í Viðvíkursveit, Brynjólfur, b. á Broddanesi, Stefán, b. á Brodda- nesi, Elísabet, gift Kristni Þórarins- syni, lofskeytamanni í Rvík, Gunnar, drukknaði í Grindavík, Halldór, b. á Broddadalsá, Guðjón, vélstjóri á Akranesi, Hallfríður, bústýra í Þrúð- ardal, og Valgerður, gift í Grindavík. Foreldrar þeirra vom Jón Brynj- ólfsson, b. og oddviti á Broddadalsá í Fellshreppi í Strandasýslu, af Enn- isættinni, og kona hans, Guðbjörg Jónsdóttur, b. á Miðhúsum í Kolla- firði, Andréssonar, afkomanda Hjálmars Þorsteinssonar, prests í Tröllatungu. Hjörtur Líndal Jónsson, fyrrverandi skólastjóri. Steinunn Sturludóttir, Kleppsvegi 26, lést í Landakotsspitala 11. ágúst. Hrund Jónsdóttir, Sævangi 40, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 11. ágúst. Katrín Kjartansdóttir lést í Landspítalanum 12. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.