Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Blaðsíða 40
40 Lífsstai FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988. DV Fólkiö gengur álútt og hratt eftir Austurstræti meö hendurnar á kafi í vösunum, klætt þykkum vetrarflík- um. Karlar og konur hafa grafiö upp treflana og sumir hafa jafnvel seilst ofan í skúffu í leit að vettlingimum. Þessi sjón hefur veriö býsna algeng síðustu daga sem einkennst hafa af roki og rigningu. Það er auðséð að ljósir litir sumarsins hafa orðið að víkja fyrir dekkri litum, litum sem minna á þær árstíðir sem að öllu jöfnu eru kaldari en sumarið. Það er ekki laust við að fatalitimir endur- spegli að einhverju leyti þreytu fólks á veðurfarinu. DV hafði tal af nokkrum eigendum fataverslana sem selja eingöngu tískufatnað og þeir börmuðu sér flestir yfir veðurfarinu og sögðu að ur og útigalla. Að vísu má segja að það sé alltaf hálfskrýtið í þessu vot- viðrasama landi að sjá nánast aldrei fólk sem klæðist regnfatnaði. Það er einhvem veginn eins og hann sé bannvara á íslandi. úrslitaáhrif á hvernig menn kjósa að klæða sig. Fólkið, sem gekk þar um götur og torg, var ekki sumarlegra ásýndum og margir skörtuðu þar skjólflíkimum þó koma mætti auga á eina og eina manneskju sem ekki var dúðuð í margar flíkur. Litagleðin var ekki meira áberandi þar en í Austurstrætinu. Fólkið klæddist fötum í dökkum htum, svörtu, gráu, dökkbláu, brúnu og svo framvegis. Og þegar litið var yfir mannhafið virtust allir vera á hlaup- um likt og niðri í Austurstræti, eins og þeir væm á flótta undan válynd- um veðmm. Kannski að veðrið hafi þrátt fyrir allt svona mikil áhrif á klæðaburð og fas manna, þrátt fyrir að sumir beri sig mannalega og neiti að trúa að veðrið hafi nokkur áhrif á sálartötrið. Það sé bara gott að hann rigni, alla vega fyrir þá sem eyða löngum vinnudögum innan- En nú spá veðurfræðingar að hann sé að létta til og þá verður fólk vænt- anlega ekki lengi aö draga fram sum- arfatnaðinn. Þá má væntanlega aftur sjá ungar stúlkur ganga um götur og torg í stuttum pilsum og strákana brosa íbyggnir á svipinn bak við svört sólgleraugu, á meðan bömin gæða sér á ísunum sínum. -J.Mar að neinu ráði síðan fór að rigna. Einn og einn hafði að vísu á orði að veðrið heföi lítil áhrif á sölu sumarfatnaðar því fólk héldi alltaf að hann færi að stytta upp og kæmi því kampagleitt í Kringlunni Eftir að hafa dvalið nokkra stund í Austurstræti ákváðum við að halda í Kringluna og athuga hvort léttara væri yfir mannskapnum sem ætti leið þar um. Því þar segja menn að ríki eilíft sumar í yfirbyggðum göngugötum. Það era orð að sönnu, þar er vissulega skjól fyrir næðingi og regni. En það virðist ekki hafa Að klæðast eftir veðri og vindum Því hefur oft verið haldið fram að íslendingar kunni ekki að klæða sig eftir veðri og vindum. Þeir séu of uppteknir af því að reyna að vera flottir í tauinu til að hugsa út í slíkt. En þá stund, sem við vorum niðri í Austurstræti, virtist þaö ekki vera upp á teningnum. Velflestir voru klæddir í skjólflíkur af einhverju tagi. Og bömin voru vel dúðuð í úlp- Brosandi gínur Það er varla ofsögum sagt að mann- skapurinn, sem við mættum í Aust- urstræti um daginn, væri hálfálútur. Einstaka maður kíkti í verslunar- glugga þar sem sjá mátti gínur klæddar léttum sumarfatnaði brosa út að eyrum, líkt og þær væm þess fullvissar að sólin skini fyrir utan gluggann. Þær minntu á fyrirheit maímánaðar meðan sólin skein og létt var yfir mönnum og þeir tóku undir orð borgarskáldsins, Tómasar Guðmundssonar, sem eitt sinn orti: Þin er borgin björt af gleði. Borgin heit áf vori og sól. Strætin syngja. Gatan glóir. Grasið vex á ‘Amarhól. Tískan Sumarfötin seljast iila Júmmánuður stefnir víst í að verða einn sá sólarminnsti í marga ára- tugi, jafnvel á þessari öld. Það sem af er mánuðinum hefur ekki bara verið skýjað, þaö hefur lengst af rignt. Menn segja að veörið hafi áhrif á skapið. í rigningu og roki verði menn þunglyndir og hætti þá aö klæða sig í skæra liti en klæði sig heldur eftir skapinu í dekkri liti. Börnin voru dúðuð í þykkar úlpur og útigalla. .'I .. I .1 ■ ........ , " 'TV" >M ■ ■ .111 „Við ætlum ekki að leyfa ykkur að sjá hvað við erum að fela,“ sögðu þessar bros mildu barnapíur. Sumir tóku því feginshendi að geta rölt um í Kringlunni án þess að þurfa að dúða Rok og rigning virtist ekki hafa mikii áhrif á þessa herramenn þar sem þeir röltu í rólegheitunum eftir Austurstræti. DV-myndir JAK Með hendurnar djúpt í vös- unum og á harðaspani móti rokinu. Það veitir ekki af að klæða sig hlýlega í rokinu og rigningunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.