Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						40
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988.

Lífsstfll
Á hlaupum í roki og rigningu
Fólkið gengur álútt og hratt eftir
Austurstræti með hendurnar á kafi
í vösunum, klætt þykkum vetrarflik-
um. Karlar og konur hafa grafið upp
treflana og sumir hafa jafnvel seilst
ofan í skúffu í leit að vettlingunum.
Þessi sjón hefur verið býsna algeng
síðustu daga sem einkennst hafa af
roki og rigningu. Þaö er auðséð að
ljósir litir sumarsins hafa oröið að
- víkja fyrir dekkri Utum, htum sem
minna á þær árstíðir sem að öllu
jöfnu eru kaldari en sumarið. Það er
ekki laust við að fatalitirnir endur-
spegli að einhverju leyti þreytu fólks
á veðurfarinu.
Brosandi ginur
Það er varla ofsögum sagt að mann-
skapurinn, sem við mættum í Aust-
urstræti um daginn, væri hálfálútur.
Einstaka maður kíkti í verslunar-
glugga þar sem sjá mátti gínur
klæddar léttum sumarfatnaði brosa
út að eyrum, líkt og þær væru þess
fullvissar að sóhn skini fyrir utan
gluggann. Þær minntu á fyrirheit
maímánaðar meðan sólin skein og
létt var yfir mönnum og þeir tóku
undir orð borgarskáldsins, Tómasar
Guðmundssonar, sem eitt sinn orti:
Þín er borgin björt af gleði.
Borgin heit af vori og sól.
Strætin syngja. Gatan glóir.
Grasið vex á Arnarhól.
Sumarfötin seljast illa
Júnímánuður stefnir víst í að verða
einn sá sólarminnsti í marga ára-
tugi, jafnvel á þessari öld. Það sem
af er mánuðinum hefur ekki bara
verið skýjað, það hefur lengst af
¦** rignt. Menn segja að veörið hafi áhrif
á skapið. í rigningu og roki verði
menn þunglyndir og hætti þá að
klæða sig í skæra liti en klæði sig
heldur eftir skapinu í dekkri liti.
DV hafði tal af nokkrum eigendum
fataverslana sem selja eingöngu
tískufatnað og þeir börmuðu sér
fiestir yfir veðurfarinu og sögðu að
sumarfatnaðurinn hefði ekki hreyfst
að neinu ráði síðan fór að rigna. Einn
og einn hafði að vísu á orði að veðrið
hefði lítil áhrif á sölu sumarfatnaðar
því fólk héldi alltaf að hann færi að
stytta upp og kæmi því kampagleitt
og festi kaup á litskrúðugum fatnaði.
Að klæðast eftir veðri
og vindum
Því hefur oft verið haldið fram að
íslendingar kunni ekki að klæða sig
eftir veðri og vindum. Þeir séu of
uppteknir af því að reyna að vera
flottir í tauinu til að hugsa út í slíkt.
En þá stund, sem við vorum niðri í
Austurstræti, virtíst það ekki vera
upp á teningnum. Velfiestir voru
klæddir í skjólflíkur af einhverju
tagi. Og börnin voru vel dúðuð í úlp-
ur og útigalla. Að visu má segja að
það sé alltaf hálfskrýtið í þessu vot-
viðrasama landi að sjá nánast aldrei
fólk sem klæðist regnfatnaði. Það er
einhvern vegínn eins og hann sé
bannvara á Islandi.
í Kringlunni
Eftir að hafa dvalið nokkra stund
í Austurstræti ákváðum við að halda
í Kringluna og athuga hvort léttara
væri yfir mannskapnum sem ætti
leið þar um. Því þar segja menn að
ríki eilíft sumar í yfirbyggðum
göngugötum. Það eru orð að sönnu,
þar er vissulega skjól fyrir næðingi
og regni. En það virðist ekki hafa
Tískan
úrslitaáhrif á hvernig menn kjósa að
klæða sig. Fólkið, sem gekk þar um
götur og torg, var ekki sumarlegra
ásýndum og margir skörtuðu þar
skjólflíkunum þó koma mætti auga
á eina og eina manneskju sem ekki
var dúðuð í margar flíkur.
Litagleðin var ekki meira áberandi
þar en í Austurstrætinu. Fólkið
klæddist fótum í dökkum litum,
svörtu, gráu, dökkbláu, brúnu og svo
framvegis. Og þegar litið var yfir
mannhafið virtust allir vera á hlaup-
um líkt og niðri í Austurstræti, eins
og þeir væru á flótta undan válynd-
um veðrum. Kannski að veðrið hafi
þrátt fyrir allt svona mikil áhrif á
klæðaburð og fas manna, þrátt fyrir
að sumir beri sig mannalega og neiti
að trúa að veðrið hafi nokkur áhrif
á sálartötrið. Það sé bara gott að
hann rigni, alla vega fyrir þá sem
eyða löngum vinnudögum innan-
dyra.
En nú spá veðurfræðingar að hann
sé að létta til og þá verður fólk vænt-
anlega ekki lengi að draga fram sum-
arfatnaðinn. Þá má væntanlega aftur
sjá ungar stúlkur ganga um götur
og torg í stuttum pilsum og strákana
brosa íbyggnir á svipinn bak við
svört sólgleraugu, á meðan börnin
gæða sér á ísunum sínum.
-J.Mar
Börnin voru dúðuð í þykkar
úlpur og útigalla.
Rok og rigning virtist ekki
hafa mikil áhrif á þessa
herramenn þar sem þeir
röltu í rólegheitunum eftir
Austurstræti.
DV-myndirJAK
Það veitir ekki af að klæða sig hlýlega í rokinu og rigningunni.
Með hendurnar djúpt í vös-
unum og á harðaspani móti
rokinu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48