Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1989, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989. 17 narsson FH-ingur. Guðmundur og félag- DV-mynd GS : gegn Val en bjartsýnustu menn þorðu að spá. FH-liðið var jafnt að getu og allir stóðu fyrir sínu. Hörður Magnússon var sterk- ur frammi og miöjan og vörnin mjög samstillt. Halldór var öryggið uppmálað í markinu og greip allt sem inn í vítateig- inn kom. Valsliðið lék ágætlega úti á vellinum en sem oft áður vantar að skora mörk. Ingvar Guðmundsson og Sævar Jónsson stóðu einna helst upp úr. Dómari var Þorvarður Bjömsson og dæmdi með ágætum og fær hann tvær stjömur. • Maður leiksins: Halldór Halldórs- son, FH. -RR/SK ilinn“ slandsmótinu í golfi Sigurður Pétursson, GR: „Ég vona að þetta verði spennandi keppni og ég held að í ár muni fleiri kylfingar heijast um íslandsmeistara- titilinn en áður. Breiddin er mun meiri en hún hefur áður verið. Það verða í það minnsta átta kylfingar sem berjast um titilinn. Ef veður verður leiðinlegt verða menn í baráttusætum á toppn- um færri en ella. Ég er í mjög góðri æfingu og verð í toppformi keppnis- dagana. Það væri mjög gaman að vinna titilinn aftur,“ sagði Sigurður Péturs- son, GR, en hann varð Islandsmeistari 1982, 1984 og 1985. - 23 ára framherji frá Bandaríkj unum leikur með Haukum í úrvalsdeildinni í vetur Bandarískur körfuknattleiks- maður, Jonathan James Bow, er á leið til úrvalsdeildarliðs Hauka. Jonathan Bow, sem er 23 ára gamall og hvítur á hömnd, hefur leikið með bandaríska háskólalið- inu Indiana Purdue undanfarin ár og átti mjög gott tímabil með hðinu í fyrra. Bow skoraði þá að meðal- tah 15-20 stig í leik og tók að meðal- tah 10 fráköst. Bow, sem er 1,97 m á hæð, er sagður vera mjög efn- ilegur og sterkur leikmaður en hann leikur stöðu framheija. Leik- maðurinn hefur mjög góð meðmæh frá hði sínu en þess má geta að þjálfari Indiana háskólahðsins er Ándy Piazza, sem á árum áður þjálfaði KR-inga við góðan orðstír. „Okkur líst mjög vel á hann“ „Okkur hst mjög vel á þennan leik- mann og samkvæmt öruggum heimildum er hann sterkur og góð- ur. Við hringdum í Bow í gær- kvöldi og hann vill koma þannig að segja má að þetta sé kómið í örugga höfn. Þaö er aðeins formsat- riði eftir," sagði Ingvar Jónsson, stjórnarmaður í körfuknattleiks- deild Hauka, í samtaii við DV í gærkvöldi. Að sögn Ingvars mun Bow koma th landsins fljótlega eftir verslun- armannahelgina. Mikill hugur í Haukamönnum Haukar hafa byijað æfingar af miklum krafti og mikill hugur er í leikmönnum hðsins, að sögn Pálm- ars Sigurðssonar, þjálfara hðsins. Það er lítill vafi á að bandaríski leikmaðurinn á eftir að styrkja hð- ið mikið í komandi átökum íslands- mótsins sem hefst eftir rúmlega tvo mánuði. Haukar fara í æfmga- og keppnis- ferð til Hollands um næstu mán- aðamót og ætla augljóslega aö mæta sterkir til leiks í vetur. Flest liðin búin að ráða erlenda leikmenn Haukar eru 7. úrvalsdeildarhðið sem búið er að fá th sín erlendan leikmann. Eins og DV hefur greint frá undanfarna daga eru Grindvík- ingar, Keflvíkingar, Þörsarar og ÍR-ingar allir svo gott sem búnir að ráða bandaríska leikmenn og KR-ingar munu tefla fram sovésk- um landshðsmanni og önnur hð eru með leikmenn í sigtinu. Eflaust mun þessi þróun mála verða th þess að fleiri áhorfendur komi th aö sjá leiki í dehdinni. -RR Landsmót 1 golfi: strax á fyrstadegi Ægir Már Kárascn, DV, Suðumesjum; Keppni á íslandsmótinu í golfi hófst í gær á Hólmsvelli í Leiru í bhðskaparveðri. í gær hófst keppni í 2. flokki karla, 3. flokki karla og 2. flokki kvenna. Leiknar voru 18 holur pg heldur keppnin áfram 1 dag. í kariaflokkunum tveimur komast 24 bestu kylfing- arnir áfram eftir 36 holur. Staða efstu manna í 2. flokki karla er þannig eftir 18 holur: HaukurO. Björnsson, GR,......79 , Jón B. Hannesson, GA,........79 Guðbjartur Þormóðsson, GK, ...80 Jónas H. Guðnason, GR........80 RúnarHalldórsson, GK.........80 GíshA. Gunnarsson, GR........80 Einar Bj. Jónsson, GK........80 • Þessir náðu bestum árangri í 3. flokki karia: Valdimar Þorkelsson, GR,.....85 Jóhann Sigurbergsson, GK.....85 Þorsteinn Marteinsson, GR,...86 Ásgeir Ásgéirsson, GS........86 • í 2. flokki kvenna er staðan þe$si: Helga I. Sigvaldadóttir, GR..91 Sigurbjörg Gunnarsdóttir, GS, .96 Selma Hannesdóttir, GR.......97 Kristfn Sigurbergsdóttir, GK, ...98 GerðaHalldórsdóttir, GS,.....100 Sigrún Sigurðardóttir, GG,....100 • Keppni í áöumefndum flokk- ura heldur áfram í dag en á miö- vikudag hefst slagurinn fyrir al- vöm á landsmótinu er keppni hefst f meistaraflokki karla og kvenna. Mótinu lýkur á laugar- dag. • Rússneski landsliðsmaðurinn, Vladimirovic Kovtoun, mun leika með KR-ingum í úrvalsdeildinni í körfuknattieik i vetur. Kovtoun er hér fyrir miðju á myndinni en hægra megin við hann er Lazzlo Nemeth, hinn ung- verski þjálfari KR, og Þorsteinn Gunnarsson, formaður körfuknattleiksdeild- ar félagsins er til vinstri. Kovtoun er vel yfir tvo metra á hæð og er mjög sterkur leikmaður og mun án efa styrkja KR-liðið gífurlega i komandi bar- áttu íslandsmótsins. DV-mynd GS íþróttir íslandsmótiö - 2. deild: Stjarnan í efsta sæti Sljaman heldur efsta sætinu í 2. dehd eftir 2-0 sigur á Völsung- um í Garðabæ f gærkvöldl Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augaö og fátt raark- vert gerðist Völsungar fengu þó góð marktækifæri en höfðu ekki hepþnina með sér. Sfjömumenn fóru í gang í siöari hálfleik og sóttu þá stíft að marki Húsvík- inga. Ami Sveinsson braut sfðan ísinn með umdeildu marki. Völs- ungar vhdu raeinaað knötturinn hefði farið í hönd Áma á leiöinni í markið en dómari leiksins dæmdi markið gilt. Valdimar Kristófersson innsiglaöi síðan sigurinn með fahegu marki. Ægix Már Kárásan, DV, Siðumesjura: Víðir sigraði Leiftur, 1-0, í raik- ilvægum leik í 2. deild í Garðinum í gærkvöldi. Sigur Viðis var mjög sanngjam og hðið hefði hæglega getað bætt fleiri mörkum við en Þorvaldur Jónsson, markvörður Leifturs, var þeim erfiður þrö- skuldur i vegi. Strax á 8. minútu átti Óskar Ingimundarson hörkuskot sem Þorvaldur varði meistaralega. Eina mark leiksins kom 15 min- útum fyrir leikslok þegar Guðjón Guðmundsson komst inn fýrir vöm Leifturs, Þorvaldur varði vel en Sævai' Leifsson fylgdi vel á eftir og skoraöi. Leiftursmenn komust aðeins inn í leikinn eftir þetta en Víðs- menn vom þó nær þvi að bæta við þegar Grétar Einarsson fékk dauðafæri undir lokin en Þor- valdur varði enn eina ferðina. Sex mörk í Kópavogi - UBK og ÍR gerðu 3-3 jafntefli Breiðablik og ÍR gerðu jafntefh í fjörugum leik í 2. dehdinni í Kópavogi í gærkvöldi. Úrslitin urðu 3-3 og var það sóknarknatt- spyrnan sem var í fyrirrúmi í leiknum. Leikurinn var flörugur og skemmtilegur og sex raörk htu dagsins ljós. Siguröur Hahdórs- son, Rögnvaldur Rögnvaldsson og Jón Þórir Jónsson skoraðu mörk Breiðabhks en Einar Ólafs- son, Guðmundur Pétursson og Tryggvi Gunnarsson svöraðu fyrir ÍR-inga. 2.deild i/r stadan 1"' A Staðan í 2. dehd Íslandsmótsins eftir síðustu leiki er þannig: Stjaman-Völsungur............2-0 Víðir-Leiftur................1-0 UBK-ÍR.......................3-3 Sijaman.....11 8 1 2 25-11 25 Víðir.......11 7 2 2 1G-10 23 ÍBV....:....9 6 0 3 22-15 18 Selfoss.....10 6 0 4 12-14 18 Breiðablik..11 4 3 4 24-19 15 Leiftur.....11 3 4 4 10-11 13 ÍR..........11 3 3 5 13-16 12 Einheiji....10 3 2 6 15-26 11 Völsungur.... 11 2 2 7 15-27 8 Tindastóh .....11 2 18 16-18 7 • Næsti leikur mótsins verður á morgun en þá leika ÍBV og Sel- foss í Eyjum klukkan átta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.