Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Blaðsíða 28
36 MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1990. Jarðarfarir Ásta K. Imsland, Búðargeröi 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudag- inn 15. janúar kl. 15. Magnús Björnsson trésmiður, Hrauntungu 83, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriöjudaginn 16. janúar kl. 13.30. Margrét Jakobsdóttir, Skarðshlíð 15 F, Akureyri, andaðist í Fjórðungs- sjúkrahúsi Akureyrar þriöjudaginn 9. janúar. Jarðsett verður frá Sval- barðskirkju í Þistilfirði föstudaginn 19. janúar kl. 14. Bergþóra S. Þorbjarnardóttir, verð- ur jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 15. janúar kl. 15. Jóhannes Björnsson, veggfóðrara- meistari, Bólstaðarhlíð 45, áður Skarphéðinsgötu 14, verður jarð- sunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 16. janúar kl. 13.30. Jóna Margrét Árnadóttir, Skipa- sundi 9, verður jarðsungin frá Ás- kirkju þriðjudaginn 16. janúar kl. 15. Ólafur Ágúst Örnólfsson loftskeyta- maður, Drápuhlíö 2, Reykjavík, sem andaðist þann 4. janúar sl. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 15. janúar kl. 13.30. Ásta K. Imsland, Búðargerði 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 15. janúar kl. 15. Guðrún Snorradóttir lést 31. desemb- er. Hún fæddist í Hringveri 13. ágúst 1896. Foreldrar hennar voru Snorri Bessason og Anna Björnsdóttir. Guð- rún giftist Bjarna Sigmundssyni árið 1922, en hann lést árið 1978. Útíör Guðrúnar verður gerð frá Langholts- kirkju í dag kl. 13.30. Stefanía Guðjónsdóttir lést 6. janúar. Hún fæddist í Reykjavík 15. janúar 1902, dóttir Guönýjar Einarsdóttur /] i íflMÍMH FRAMLEIÐUM ALLAR GERÐIR STIMPLA PöfflgítlKS KRÓKHALSI e SlMI 671900 p og Guðjóns Sigurðssonar. Stefanía útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík sumarið 1922. Hún giftist Lárusi Jóhannessyni, en hann lést árið 1977. Þau hjónin eignuðust þrjú börn og eru tvö á lífi. Útför Stefaníu verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Laufey Benediktsdóttir lést 7. janúar. Hún fæddist í Svartárkoti 1 Bárðar- dardal 23. júní 1898, dóttir hjónanna Ingibjargar Vigfúsdóttur og Bene- dikts Benediktssonar. Laufey fluttist til Akureyrar og átti hún og rak þvottahúsið Mjöll til ársins 1943. Þeg- ar Húsmæðraskóli Akureyrar tók til starfa réðst Laufey til hans og kenndi þar um nokkur ra ára skeið. Árið 1953 fluttist hún til Reykjavíkur. Þar stundaði hún sitt fyrra starf um ára- bil og hóf síðan störf í iðndeild ÁTVR þar sem hún endaöi sinn starfsferil. Laufey eignaðist eina dóttur. Útfór Laufeyjar verður gerð frá Akranes- kirkju í dag kl. 15. Andlát Auður Friðbjarnardóttir lést f sjúkrahúsi Húsavíkur 12. janúar. Sigríður Sigurjónsdóttir, Ásgarðs- vegi 10, Húsavík, lést í sjúkrahúsi Húsavíkurfimmtudaginn 11. janúar. Sigurbjörn Stefánsson, Túngötu 13, Keflavík, andaðist í Vífilsstaðaspít- ala að morgni 11. janúar. Sigfús Sigvarsson frá Brú lést á heimili sínu 11. janúar. Þorgerður Jónsdóttir Fjalldal, Hringbraut 51, Reykjavík, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 11. janúar. Kjartan Pétursson vélstjóri, Hraun- bæ 84, lést á Htafnistu í Reykjavik 12. janúar. Ólafur Börkur Barkarson, Völvufelli 50, Reykjavík, lést 13. janúar. Fundir Kvenfélag Breiðholts, Kvenfélag Seljasóknar og Fjallkonurnar halda sameiginlegan fund í safnaðar- heimili Áskirkju nk. þriðjudag kl. 20.30. Fjölbreytt skemmtidagskrá, kaffiveiting- ar. Allir velkqmnir. Kvenfélög Breiðholts, Selja- sóknar og Fjallkonurnar halda sameiginlegan fund í safnaðar- heimili Áskirkju nk. þriðjudag kl. 20.30. Fjölbreytt'skemmtidagskrá. Kaffiveiting- ar. Allar konur velkomnar. Tilkyimmgar Alþýðubandalagið í Kópavogi Þriggja kvölda spilakeppni hefst mánu- daginn 15. janúar kl. 20.30 í Þinghóli, Hamraborg 11, Kópavogi. Allir velkomn- ir. Námskeið Námskeið í skyndihjálp Reykjavíkurdeild RKÍ heldur námskeið í skyndihjálp fyrir almenning. Það hefst þriðjudaginn 16. janúar kl. 20 og stendur í 4 kvöld. Kvöldin sem kennt verður eru: 16., 18., 22., og 24. janúar. Námskeiðið verður haldið á Öldugötu 4. Öllum 15 ára og eldri er heimil þátttaka. Nánari upp- lýsingar og skráning þátttakenda er á skrifstofutima hjá Reykjavíkurdeildinni að Öldugötu 4. 5daga megrun,sem VIRKAR! VandaðurbæklingurmeðupfT ""—— ' lýsingum og leiðbeiningum á islensku fylgir. FÆSTIAPÓTEKUM OG BETRI MÖRKUÐUM. EÐJANDI OG BRAGÐGOTT tLLAR MATARÁHYGGJUR ÚR SÖGUNNI Heildverslun, Þingaseli 8, Sími 77311 Fréttir Háhymingunum líöur vel í Frakklandi eftir tólf tíma ferö frá íslandi: Eru f arnir að tala við \ hitl íslenska parið - segir breski dýralæknirinn David Taylor sem fylgist með þeim „Þeir eru farnir að leika sér í einni lauginni hér í Marineland. Þeir éta vel og eru líka farnir að tala við ís- lenska háhyrningaparið sem var hér fyrir. Pörin eru að vísu ekki höfð í sömu laug en það eru rimlar á milli og pörin sjá hvert annað. Bráðlega færum við þau saman í eina stóra aðallaug," sagði breski dýralæknir- inn David Taylor í samtali við DV. David var einn þeirra sem komu hingað til lands síðastliðinn föstudag til að flytja háhyrningapar úr Sæ- dýrasafninu í Hafnarfiröi í sjódýra- safn á frönsku rivierunni. David er nú umsjónarmaður háhyrninganna í Marineland. Að sögn Davids stóð flugferðin frá Keflavik til Nice um einum tíma skemur en áætlað var. „Við fengum meðvind ogflugið tók fimm tíma. Það liðu aðeins tclf klukkustundir frá því að byrjað var að taka háhyrningana upp úr lauginni í Hafnarfirði þangað til þeir fóru í laug hér í Marineland Cote d’Azur," sagði David. „Við gefum háhyrningunum síld sem er flutt hingaö frá Hollandi og Bretlandi en aðalfæðan er blanda af síld og makríl. Gestir hér í Marine- land eru þegar farnir að skoða nýju háhyrningana. En megintilgangur- inn með að kaupa þá hingað er að við væntum þess að þeir ljölgi sér. Við vonumst því til að það geti skilað sér í lok þessa árs eða í byrjun þess næsta." Aðspurður hvort menn frá um- hverfisverndarsamtökum hefðu orð- ið á vegi Marinelandmanna í flutn- ingunum frá íslandi sagði David að ekki hefði verið um neitt slíkt að ræða. „Greenpeacesamtökin eru ekki sterk hér í Frakklandi," sagði David. -ÓTT Brotist var inn á barnaheimili við Hábraut í Kópavogi um helgina. Tilkynnt var um innbrotið i gærkvöldi. Aðkoman var ófögur og var búið að brjóta rúðu og kasta ýmsum matvælum á veggi og innanstokksmuni á barnaheimil- inu. Búið var að taka marmelaði, tómatsósu, mjólk og fleira og henda því út um allt. Barnaheimilið var lokað í dag af þessum sökum. Ekki hefur náðst til þeirra sem brutust inn. DV-mynd S Olvaður fannst eftir leit í Önundarfirði - þarf aö greiða kostnað hjálparsveitar og lögreglu Mikil leit var gerð að manni sem hafði farið án skýringa út úr bíl sem hann var farþegi í á Breiðadalsheiði Önundarfjarðarmegin á laugardags- kvöldið. Var bOlinn á leið frá Þing- eyri til ísafjarðar. Færð var slæm með snjókomu og allhvössu veðri. Farið var að óttast um manninn og var lögreglan á ísafirði beðin um aðstoð. Ekki tókst að finna manninn og var hjálparsveit skáta þá kölluð út ásamt mönnum frá Flateyri. Fóru hjálparsveitarmenn á nokkrum bO- um til leitar. Eftir tveggja klukku- stunda leit kom maðurinn fram og hafði hann þá skilað sér á sveitabæ í Önundarfirði. Maðurinn var ölvaöur og er þetta í annað skiptið sem þarf að gera leit að honum með svipuðum hætti. Aö sögn lögreglunnar á ísafirði má mað- urinn búast við að þurfa að greiða fyrir leit hjálparsveitarinnar og lög- reglunnar. -ÓTT Akureyri: Brotið og bramlað í „Gagganum“ Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Hún var ljót aðkoman í Gagn- fræðaskóla Akureyrar á laugar- dagsmorgun. Fariö hafði verið inn um glugga á neðri hæð húss- ins um nóttina, upp á efri hæðina og þar var allt lauslegt rifið og tætt. Lögreglan hafði strax grun um hver þarna hefði verið að verki og átti að sækja hann í gær til yfirheyrslu. Á efri hæð hússins hafði öUu verið umturnað, hurð- um sparkað upp, öllum skjölum og pappírum dreift um allt og pappírar rifnir. Hafi sá sem þarna var að verki verið að leita að verðmætum hefur hann haft lítiö upp úr krafsinu en fann þó 3 þús- und krónur í peningakassa. Ók framrúðu- laus í bæinn Lítill jeppi fór eina veltu á Suð- urlandsvegi í gær. Ökumaður og tveir farþegar sluppu ómeiddir eftir byltuna. Var fólkið að koma úr sumarbústað og á leið til Reykjavíkur. Talsverð hálka var á veginum. Ökumaður tilkynnti um óhappið tO lögreglunnar á Hvolsvelli. Bílhnn var ekki mikið skemmdur en framrúðan hafði brotnað. Ökumaður hélt síðan í bæinn án þess að þurfa aðstoð. Annar bOl keyrði síðan fram af vegarbrún og lenti úti í skurði á Biskupstungnabraut síðdegis í gær. Ökumaður og farþegi sluppu með minniháttar meiðsl. Tals- verð snjókoma var á þessum slóð- umígær. -ÓTT Nefbrotnaði við Óperu- . kjallarann Karlmaður nefbrotnaði í átök- um fyrir utan Óperukjallarann á Hverfisgötu um þrjúleytið í fyrri- nótt. Hafði hann lent í erjum viö annan mann og var haft í hótun- um með kreppta hnefa. Að lokum var annar sleginn í andlitiö og nefbrotnaði hann við það. Sá sem veitti höggið hlóp þá í burtu út í myrkrið. Þegar lögreglan kom á staðinn lá sá nefbrotni á gangstéttinni og var hann fluttur á slysadeild. Hann hafði ekki lagt fram kæru í gærdag. -ÓTT Dæmdir strax fyrir árás á lögreglumenn Vel á annan tug manna, sem sátu í fangageymslum lögreglunnar um helgina, voru dæmdir til að greiða sektir sem námu tugum þúsunda hver. Voru mennirnir leiddir strax fyrir dómara að aflokinni vistun í fangaklefum. Flestir fengu tíu til tuttugu þúsund krónur í sekt. Mennirnir voru settir inn fyrir ýmsar óspektir á almannafæri og uppsteyt viö lögreglu. Tveir af mönnunum höfðu verið í átökum á Bæjarins bestu samlok- um við Tryggvagötu aðfaranótt laugardagsins. Þegar lögreglan kom á staðinn voru þar allmikil ólæti. Annar mannanna réðst til atlögu við lögreglumenn og reyndi hann að hindra þá þegar verið var að stiOa til friðar. Voru hann og annar maður fluttir í fangageymsl- ur á Hverfisgötu. Þegar mönnun- um var sleppt mættu þeir báðir fyrir dómara og var annar þeirra dæmdur til að greiða tuttugu þús- und krónur í sekt fyrir að veitast að lögreglunni og hindra hana í starfi. Hinn slapp með minna. Algengar sektarupphæðir fyrir ölvun og óspektir á almannafæri eru á bilinu frá fimm til tuttugu þúsund króna. Um helgina tók lögreglan í Reykjavík sjö menn vegna gruns um ölvun við akstur. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.