Dagur - 17.02.1988, Blaðsíða 10

Dagur - 17.02.1988, Blaðsíða 10
1Q - ÐAQUR -17^'febr«ar.1988 tónlist Góðir tónleikar í Borgarbíói Síðastliðinn laugardag voru haldnir tónleikar í Borgarbíói á vegum Tónlistarfélags Akureyr- ar. Á tónleikunum flutti Gísli Magnússon píanóleikari verk eft- ir J.S. Bach, Beethoven og Brahms, eða B-in þrjú, eins og þessi tónskáld eru oft kölluð. Gísli ræðst ekki á garðinn þar scnt hann er lægstur í vali á verkum. Þrjú stór verk á efnis- skránni, fyrst Ensk svíta eftir Bach, þá Sónata op. 110 eftir Beethoven og loks Tilbrigði og fúga eftir Brahms um stef eftir Handel. Ensku svíturnar samdi Bach á árunum 1720-’30 þegar hann var í þjónustu Leópolds fursta af Cöthen. Ekki munu menn sam- mála um það hvers vegna svít- urnar eru sagðar enskar, sumir segja þær hafa verið samdar fyrir enskan heiðursmann, aðrir halda því fram að ástæðan sé sú að í i'yrstu svítttnni er notað stef eftir Purcell. Én hvað sem líður öllum vangaveltum um uppruna verk- anna þá eru hér á ferðinni ein- hver bestu verk Bachs fyrir hljómborð. Sumir álíta það mikla synd að leika hljóntborðsverk Bachs á nútíma píanó, og er það að suntu leyti skiljanlegt því að píanóleikarar sem aðrir, bera mismikla virðingu fyrir flutnings- máta gömlu meistaranna. Gísli lék Ensku svítuna no. 6, þá í d- moll, og fórst það verk vel úr hendi, þótt mér hafi fundist hann helst til varkár á stundum. Fjöl- röddunin komst yfirleitt vel til skila og sá andi sem ríkir yfir hverjum kafla fyrir sig var til staðar en hefði að mínu mati mátt koma sterkar fram og skýrar. Annað verkið á efnisskránni og það seinna fyrir hlé, var Són- ata Beethovens no. 31 í As-dúr op. 110, eitt af erfiðari verkum píanóbókmenntanna, túlkunar- lega séð. Verkið samdi Beethov- en árið 1821 og er þetta eina verk Akureyrarkirkja: Föstuguðs- þjónustur hefjast Svo sem verið hefur um árabil verða sérstakar guðsþjónustur í Akureyrarkirkju á föstunni þar sem píslarsaga frelsarans verður lesin og hugleidd. Þessar athafnir verða á hverju miðvikudags- kvöldi fram að dymbilviku og hefjast þær kl. 20.30. Sungið verður úr Passíusálmum sr. Hall- gríms Péturssonar og sérstök „lit- anía“ (bænagjörð) flutt í víxlsöng prests og safnaðar. Allir eru velkomnir til þessara stunda og er þess vænst að sent flestir fylgist með lestrinum frá upphafi og leiti sér endurnæring- ar og styrks í því fagnaðarefni sem fastan flytur. Sameinumst um þann dýra arf og hugleiðum merkingu þjáningargöngunnar og krossdauðans! Minnumst orða Drottins: „Komið til mín allir þér, sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld . . : “ Matt. 11:28. Sóknarprestar. Akureyri: Grímuball á skautasvellinu Skautafélag Akureyrar gengst fyrir grímuballi á skautasvellinu í dag á milli kl. 16.00 og 18.00. Krakkar geta þá mætt á svæðið með skautana sína og skautað í takt við tónlistina. Þeir fá síðan glaðning lrá Súkkulaðiverksmiðj- unni Lindu áður en þeir fara. Aðgangur er ókeypis. Þórarinn Stefánsson skrifar: Brahms setti fram skoðanir sínar um hina hreinu og sönnu tónlist. Þetta verk undirstrikar þessar skoðanir Brahms því í verkinu fer höfundurinn troðnar slóðir og hverfur jafnvel aftur í tíma. Þó svo að lítið sé um tóntegunda- skipti og annað krydd þá býr í verkinu mikið líf og hvert til- brigði kallar á ákveðna stemmn- ingu. Gísli lék vel, eins og í hin- um verkunum, en helst til varlega þannig að stemmningin og spenn- an fóru svolítið fyrir ofan garð og neðan hjá ntér, það var eins og hann væri hræddur við það sem hann var að gera, og óöruggur. Þó svo að ég hafi sett eitthvað smávegis út á þessa tónleika þá voru þeir honum til mikils sóma og þeim fáu sem þá sóttu hin besta skemmtun. Það má svo segja Gísla til hróss að hann lék án allrar tilgerðar og eftir sinni bestu sannfæringu. Takk fyrir komuna. ÞStef Samstarfsráðherrar Norðurlandanna: Beina athyglinni að EFTA og EB A ráðherrafundi norrænu sam- starfsráðherranna, sem haldinn var í Kaupmannahöfn þann 19. janúar sl. voru ráðherrarnir sam- mála um að á öllum sviðum nor- ræns samstarfs yrðu menn að fylgjast betur með því sem væri að gerast á sambærilegum sviðum innan EFTA og Evrópubanda- lagsins. Af því tilefni var sam- þykkt að beina eftirfarandi til- ntælum til allra ráðherra í ríkis- stjórnum Norðurlanda: „Að fulltrúar ráðherranna í hinum einstöku embættismanna- nefndum á vegum ráðherranefnd- arinnar: - skiptist á upplýsingum, eftir því sem þörf krefur, og veiti upplýsingar um afstöðuna til þróunarinnar í EB og EFTA og ntilli EB og EFTA, - veki athygli á tillögum varð- andi innri markað EB, sem þykja fela í sér sérstaka, sam- eiginlega hagsmuni með tilliti til afleiðinga viðkomandi til- lagna fyrir samstarfið milli EB og EFTA og fyrir norrænt samstarf, til dæmis, tillögur á sviði umhverfismála, vinnu- umhverfis, neytendaverndar og frjálsrar umferðar fólks og fjármagns, - athugi á hvaða sviðum árangur norræns samstarfs megi helst nýta til þess að hafa áhrif á þróunina í EB og hvernig best verði að því staðið, - geri sér grein fyrir árangri þeim, sem náðst hefur í evr- ópsku samstarfi og meti á hvern hátt vinna beri úr og nýta þann árangur i norrænu samstarfi, - gefi samstarfsráðherrunum reglulega skýrslur og berist fyrsta áfangaskýrslan fyrir apríllok 1988.“ Bréf þessa efnis hefur Matthías Á. Mathiesen ritað til ráðherra ríkisstjórnar íslands, en í lok bréfsins segir: „í norrænu samstarfi er málum þessum sinnt af miklum þrótti og hraða og búast má við því að af- staða Norðurlanda til málsins verði höfuð umræðuefnið á næsta Norðurlandaráðsþingi, og fram- vinda mála í þessunt efnum muni hafa varanleg áhrif á samstarf þjóða Norðurlandanna í framtíð- inni.“ Föstuguðsþjónustur eru að hefjast í Akureyrarkirkju. Ferð til Bankok á fimmtíu krónur! Bernharður Sturluson húsvörður í Reykjavík datt aldeilis í lukku- pottinn nú um daginn þegar hann skrapaði fram Bankokferð á Ferðaþristi, sem hann keypti sér í Söluturninum við Ofanleiti í Reykjavík. Verðmæti ferðarinnar er Á niyndinni niá sjá Bernharð Sturlu- son verðandi Bankokfara taka við miðanum frá Önnu Ólafsdóttur, starfsmanni ferðaskrifstofunnar Atl- antik. rúmar 60.000 krónur og er Bern- harður ákveðinn í að fara, þótt ekki sé hann búinn að ákveða hvenær. Að sögn forráðamanna Ferða- þristsins virðist sem lítið af vinn- ingum hafi komiö fram jafnvel þótt salan hafi verið mjög góð. Á ferðaskrifstofu Atlantik fengum við þær upplýsingar að aðeins væri búið að innleysa 60 miða af 513 vinningsmiðum. Til dæmis er aðeins búið að sækja tvo farseðla til Bankok af ellefu, og eina ferð af 20 til Bandaríkjanna. Gísli Magnússon píanólcikari. hans sem er dagsett það ár. Á þessum tíma var heyrnarleysi Beethovens farið að segja til sín og verk hans orðin innhverfari og einmanalegri, hann flýr veruleik- ann í gegnunt tónlistina. „Tónlistin er hærri opinberun en öll viska og heimspeki... Sá, sem öðlast skilning á tónlist minni, Ieysist frá allri eymd, sem þjáir aðra menn. “ (Beethoven, 1810.) Gísli var meðvitaður um eðli sónötunnar og lék íhugult og yfirvegað og án tilgerðar. Þó fannst mér hann hefði mátt vera dýpri í nteðferð laglína. Síðasta verkið sem Gísli lék og jafnframt eina verkið eftir hlé, voru 25 Tilbrigði og Fúga sem Brahms skrifaði um stef eftir Hándel. Tilbrigðin bera ópus- númerið 24 og voru þau samin árið 1861, eða um svipað leyti og .fTTCOVTW

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.