Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 Sýningar Café Mílanó Faxafeni 11 Föstudaginn 6. janúar opnar Guðrún H. Jónsdóttir (Gígja) málverkasýningu. Sýningin er opin kl. 9-19 mánudaga, kl. 9- 23.30 þriðjud., miðvikud. og fimmtud., kl. 9-1 föstud. og laugard. og kl. 9-23 sunnud. Gallerí Art-Hún Stangarhyl 7, Rvík Þar stendur yfir sýning á verk- um Erlu Axelsdóttur, Helgu Ármannsdóttur, Elínborgar Guðmundsdóttur, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Margrétar Salome. Galleríið er opið alla virka daga kl. 12-18. Gallerí Birgis Andréssonar Þar stendur yfir sýning Hall- dórs Ásgeirssonar myndlistar- manns. Sýninguna kallar Hall- dór „Hraun - Um - Rennur". Um er að ræða samspil hrauns sem brætt er á staðnum og glerflaskna er innihalda litróf vatnslita. Opið alla fimmtu- daga kl. 14-18 út janúar 1995. GalleriGuðmundar Ánanaustum 15, sími 21425 Galleríið er opið virka dagá frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-14. Gallerí List Skipholti 50b Galleríið er opið alla daga kl. 11-18 nema laugardaga frá kl. 11-14. Sýningar í gluggum á hverju kvöldi. Gallerí Sólon Íslandus Laugardaginn 7. janúar opnar Davíð Þorsteinsson Ijós- myndasýningu. Sýningin er opin frá kl. 11-18 og stendur til 24. janúar. Gallerí Stöðlakot Bókhlöðustíg 6 Laugardaginn 7. janúar opnar Þórdís Elín Jóelsdóttir grafík- sýningu. Myndirnar á sýning- unni eru handlitaðar ætingar, unnar í kopar. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18 en henni lýkur 22. janúar. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9,2. hæð Fyrsta sýningin í galleríinu á árinu 1995 er sýning Daníels Þorkels Magnússonar. Sýn- ingin verður opnuð föstudag- inn 6. janúar kl. 16-18 og er opin frá kl. 10-18 virka daga. Götugrillið Ameríkumaðurí París Borgarkringlunni Kristbergur Pétursson mynd- listarmaður sýnir verk sín. Sýn- ingin stendur til 10. janúar og er opin frá kl. 10-20.30 mánu- dag til föstudags. Kaffistofan Lóuhreiðrið Laugavegi 59,2. hæð Jóhann Jónsson (Jói Listó) frá Vestmannaeyjum sýnir vatnslitamyndir. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 9-18 og á laugardögum frá kl. 10- 16. Sýningin stendur til 20. janúar og eru allar myndirnar til sölu. Leirlistarsýningin á Kjarvalsstöðum er bæði i vestursal og miðsal og þar eru verk eftir meira en tuttugu listamenn. Tvær sýningar á Kjarvalsstöðum: Leirlist á íslandi - og sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarvals „Það eru Kjarvalsstaðir sem standa fyrir sýningunni og þetta er þeirra framlag til aö kynna leirlist á ís- landi. Eg hef sýnt áður meö mörgum af þessum listamönnum og það er alltaf gaman aö taka þátt í svona samsýningum. Munurinn á samsýn- ingu og einkasýningu er eins og svart og hvítt. í samsýningu er maður einn þátttakandi af mörgum og sýningin er fyrst og fremst hugsuð sem heild,“ segir Kolbrún Björgólfsdóttir en hún er einn listamannanna sem taka þátt í sýningunni Leirlist á íslandi. Sýning hefst á Kjarvalsstöðum á morgun og verður í vestursal og mið- sal en jafnframt hefst sýning á verk- um Jóhannes S. Kjarvals úr eigu Kjarvalssafns og verður hún í aust- ursal. Eitt af þeim verkum sem hægt verð- ur sjá á Kjarvalsstööum en það er úr eigu Kjarvalssafns. DV-myndir BG „Þessi sýning er sú stærsta sem haldin hefur verið á íslandi um leir- list og sú viðamesta. Þarna er byrjað alveg frá grunni. Það er byrjað á leir- listinni þegar hún er að hefjast. Þaö voru menn á borð við Guðmund frá Miðdal, Ragnar Kjartansson og fleiri," segir Kolbrún og bætir viö að töluverður áhugi ríki á leirlist hér á landi. Á leirlistarsýningunni eiga eftir- taldir hstamenn verk: Borghildur Óskarsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, El- ísabet Haraldsdóttir, Gestur Þor- grímsson, Guðmundur Einarsson, Guðný Magnúsdóttir, Haukur Dór Sturluson, Helga Jóhannesdóttir, Jóna Guðvarðardóttir, Jónina Guðnadóttir, Kolbrún Björgólfsdótt- ir, Kolbrún Kjarval, Kristín ísleifs- dóttir, Kristjana Samper, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Ragna Ingimundar- dóttir, Ragnar Kjartansson, Rann- veig Tryggvadóttir, Sigrún Guðjóns- dóttir, Sóley Eiríksdóttir og Steinunn Marteinsdóttir. Listasafn Kópavogs: Flekar Einars Garibaldi Einar Garibaldi Eiríksson opnar málverkasýninguna Fleka í Gerðar- safni Listasafns Kópavogs á morgun. Þetta er fjórða einkasýning Einars en áður hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og á Ítalíu þar sem hann stundaði framhaldsnám í myndlist. Sýningin stendur til 22. janúar og er opin daglega nema mánudaga. Tröllastrákur- inn Trítiltoppur Möguleikhúsið við Hlemm sýnir barnaleikritið Trítiltopp um helgina. Þetta er íslenskt ævintýraleikrit sem segir frá tröllastráknum Tritiltoppi sem leggur af stað í leiðangur til að leita að jólunum og reynist hann honum erfiðari en hann gerir ráð fyrir. Þetta er önnur einkasýning Þórdísar Elínar. Stöðlakot: Grafíkverk Þórdísar Elínar Þórdís Elín Jóelsdóttir opnar graf- íksýningu í Stöðlakoti við Bókhlöðu- stíg á morgun. Þórdís stundaði myndhstarnám á listasviði Fjölbrautaskólans í Breið- holti og útskrifaðist síðan úr grafík- deild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1988. Hún er meðhmur mynd- listarhópsins Áfram veginn sem rek- ur grafíkverkstæði í Þingholtsstræti en hópurinn hefur haldið nokkrar samsýningar. Þetta er önnur einkasýning Þórdís- ar Elínar og lýkur henni 22. janúar. Myndirnar á sýningunni eru handht- aðar ætingar unnar í kopar. Listamaðurinn sýnir handlitaðar æt- ingar unnar i kopar. Gallerí Sævars Karls: Einlcasýn- ing Daníels Þorkels Fyrsta sýningin í galleríinu á þessu ári er sýning Daníels Þorkels Magn- ússonar. Daníel er fæddur í Reykjavík 1958 og stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýningar í Kaupmanna- höfn, London, Stokkhólmi, Hollandi og hér á landi. Þetta er önnur sýning Daníels Þor- kels í Galleríi Sævars Karls. Sýning- in verður opnuð í dag. „17 ár" íNý- listasafninu Á morgun kl. 20 verður opnuð sýn- ing á verkum félagsmanna í Nýlista- safninu. Tilefnið er 17 ára afmæh safnsins en Félag Nýlistasafnsins var stofnað 1978 og hefur nú 115 félagsmenn, ís- lenska sem erlenda hstamenn. Sýn- ingin mun væntanlega gefa hug- mynd um vinnubrögö þeirra. Safninu er að þessu sinni deilt upp í jafnmörg sýningarsvæði og félags- menn eru margir og raðast verk þeirra niður eftir stafrófsröð. Ekkert ráðandi fagurfræðilegt mat hnýtir sýninguna saman og ræöst útkoman af framlagi þeirra sem mótað hafa starfsemi safnsins í gegnum árin. Sýningar Kjarvalsstaðir Laugardaginn 7. janúar kl. 16 verða formlega opnaðar tvær sýningar. Leirlist á íslandi og sýning á verkum Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals. Leirlist á íslandi verður opin daglega frá 7. jan. til 5. febr. Sýningin á verkum Kjarvals verður opin frá 7. jan. til 21. febr. Kjarvalsstað- ir eru opnir frá kl. 10-18. Listasafn Einars Jónssonar Njarðargötu, sími 13797 Lokað í des. og jan. Högg- myndagarðurinn er opinn alla daga. Inngangur frá Freyju- götu. Listasafn Háskóla íslands ÍOdda Þar er nú á öllum hæðum sýn- ing á verkum í eigu safnsins. Opið er daglega frá kl. 8-22. Listasafn Íslands Listasafn íslands er 110 ára um þessar mundir og af því tilefni stendur yfir sýning á stofngjöfinni. Á sýningunni er úrval verka eftir norræna mál- ara; aðallega danska, frá síðari hluta 19. aldar. Sýningin er opin alla daga nema mánu- daga frá kl. 12-18 fram til 5. febrúar 1995. Listasafn Kópavogs- Gerðarsafn Hamraborg 4, sími 44501 Einar Garibaldi Eiríksson opnar málverkasýninguna Fleka laugardaginn 7. janúar kl. 16. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 12-18 og lýkur sunnudaginn 22. jan- úar. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 íslandsmerki og súlur Sigur- jóns Ólafssonar heitir sýningin sem nú stendur yfir. Hér er um að ræða hátíðarsýningu í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins. Sýningin mun standa til 15. janúar og er opin á laugard. og sunnud. frá kl. 14-17. Listmunahús Ófeigs Skólavörðustig 5 Þar stendur yfir Ijósmyndasýn- ing Friðriks Arnar Hjaltested. Á sýningunni eru 17 verk. Myndirnar eru í svarthvítu og fjalla um fólk. Sýningin er opin daglega frá kl. 10-18 og stendur til 15 janúar. Mokka Laugardaginn 7. janúar opnar Jónas Hallgrímsson Ijós- myndasýningu. Sýninguna kallar Jónas „Persónulegt portrett". Sýningin stendur til 25. janúar. Nesstofusafn Neströð, Seltjarnarnesi Safnið opið samkvæmt sam- komulagi. Upplýsingar í síma 611016. Nýlistasafnið Vatnsstig 3b Laugardaginn 7. janúar kl. 20 verður opnuð sýning á verkum félagsmanna. Tilefni sýningar- innar er 17 ára afmæli Nýlista- safnsins. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18 og henni lýkur 22. janúar. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11, Hafnarfirði, sími 54321 Opið á sunnud. og þriðjud. kl. 15-18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.