Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						4) _ ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 19. april 1958
ISLENZK TUNGA
7. þáttur.
19. apríl 1958.
Ritstjóri: Árni Böðvarsson.
1 síðasta þætti var nokkuð
minnzt á gömul heiti sem for-
feður okkar gáfu ýmsum stöð-
um á leið sinni, begar þetr
gengu suður vfir Mundíafiöll
eða MundíufjöH (Alnaf.iöll)
og suður til Róms. En ekki
létu allir sér nægja að fara
aðeins þangað, heldur héldu
þeir alla leið til landsins
helga, Jórsalalands. Þeir sem
þangað komust voru þá gjarn-
an kallaðir Jórsalafarar, en
Jór'salir voru fvrst og fremst
Jerúsalem  sjálf,  borgin.
Leiðin sem þessir menn fóru
nefndist Pálmaravegur, en um
ýmsar leiðir var að velia.
Stundum héldu menn s.ióleiðis
vestan við Evrópu og um
Njörvasimd (Gíbraltársund)
og Miðjarðarhaf, * éða'' mehn
héldu til Rómar og þaðan til
Jórsala — með því slógu
menn tvær flugur í einu
'höggi, heimsóttu tvær beztu
borgir heim3. Frá Róm
til Jórsala var um tvær leiðir
að ræða. Loks fóru sumir
suður um Garðaríki og Mikla-
garð og þá leið til Jórsala.
Þeir sem fóru frá Róm
héldu fyrst til Bár (Bari)
eða Brandeis (Bnmdisi). Það-
an héldu menn á skipi yfir til
Grikklands. um Viegarð"?höfn
(sundið piiUi eyianna Kefall-
eníu og Iþöku við Grikklands-
strendur), Kípur og til Akurs-
borgar (Aecaron eða Accre)
í Jórsalalandi. Þá virðist ha.fa
veríð eftir fimm daga ferð
til Jórsalaborgar sjálfrar.
Ef farið var um Miklagarð,
var um tvær. aðalleiðir að
ræða. Annarri þeirra er lýst
í Heimskringlu, bar sem segir
frá heimför Sigurðar Jórsala-
fara frá Jórsalalandi. En áður
en hann lagði af stað heim-
leiðis, tók hann bátt í herför
Baldvina Jórsalakornmgs til
„borga.r beirrar er Sæt heitir"
(eða Sætt), en sú borg var
heiðin;  hún heitir nú Sidon.
Við Engilsnes (Kao St.
Angelo) syðst á Girklandi
(Grikktandi) lá Sigurður hálf-
an mánuð; hélt síðan til
Miklagarðs, þar sem Ririalax
(afböknn úr grísku, merkir ==
Herra Alexíos) keisari lét upp
lúka því borgarhliði sem kall-
að var GuUyartá (eiginl. ~
Giillna hbðið). Var þetta gert
til heiðurs hinum norræna
Jórsalafara. Síðan segir
Snorri: „Sigurður konungur
fór utan fvrst á Bolgaraland
(= Búlgaríu) og þá um Ung-
araland og um Pannóníam
(þe^si tvö lðnd vorn á srmu
slóðum og Ungverialand og
Atisturríki eru nú) og um
Sváfa og Býjaraland (Bæ-
; heim)".
Aðra leið gátu pálmarar
(= Jórsalafsrar. þeír báru
pálmagrein til sannindamerkis
hvevt þeir hefðu farið) einnig
farið af Norðurlöndum; þá
leið kölluðu þeir hina evstri,
og 1* hún um Rýzaland (Rúss-
land) og Girkland. Talið er
að Þorvaldur víðförli hafi far-
ið þessa leið.
I austanverðri Suður-Evr-
ópu Var þá BJökumannakmd
hér um bil þar sem Rúmenía
er pú: en bar norður af
Garðaríki ("Rússland). Nokkur
samskipti höfðu menn við þær
þjóðir sem byggðu þe'ssi 1/nd,
! og má sjá það m.a. á töku-
orðum bæði i rússnesku og
norrænum málum, auk þess
sem minnzt er á gerzkar
(rússneskar) vörur. Norður
af Ungaralandi var Pólínaland
(Pólland), en vestur af því
Saxland (hluti Þýzkalands).
Á ströndum Eystrasalts voru
Kúrland (Lithaugaland, þ. e.
Litháen, og Lettland), en þar
norður af Eistland, en strand-
héruð þess voru nefnd Aðal-
sýsla; þar drap Þorkell hákur
flugdreka forðum. Suðvestur-
strönd Finnlands nefndist
Bálagarðssiða.
Á Bretlandseyjum, sem við
nú köllum svo, úir og grúir
af nöfnum af norrænum upp-
runa, og verður hér drepið á
fá1;t, eitt.- . Á. írlandi Vpru
Kunnaktir á ;sömu slöðum og
nú heitir Connaught, Hlymrek
þar sem nú er Limerick (á
Suður-lrlandi) Ulaztír nyrzti
hluti landsins, en höfuðborgin
hefur alltaf heitið Dyflinn á
íslenzku (Dublin er ekki mál
þarlendra menna, heldur
enska, borgin heitir Baile
Átha Cliath á írsku).
Þá hét Bretland aðeins þar
sem nú nefnist Wales. Uti fyr-
ir ströndinni er Öngulsey
(Anglesey) og Öngulseyjai'-
sund en norðar er eyjan Mön
og enn norðar Ulfreksfjörður
(North Channel) þar sem
mjóst er milli Irlands og Skot-
lands. SciIIy Islands vestur af
suðvesturhorni Englands heita
Syllingar. Höfuðborg Eng-
lands heitir Lundún eða
Lundúnir, en þar skammt frá
er Kantarabyrgi (Canter-
bury). Norðar, við mynni
Humbru,    hét    Grímsbær
(Grimsy), Skarðaborg (Scar-
borough), Hvítabýr (Whit-
by), Hjarapollur (Hartle-
pool), og inni í landi Jórvík
(York), en eftir henni var
síðar kölluð höfuðborg Banda-
ríkjanna New York og heitir
á íslenzku Nýja Jórvík. Þetta
svæði allt kallaðist Danalög,
því að víkingar austan um
haf urðu þar rótfastir um
tíma. Stundum var heitið
DanaFg látið ná yfir miklu
meira svæði, allt norður í
Skotland. Norðan við Hn'arta-
poll er Norðimbraland (North-
umberland), en Skotland enn
norðar. Þar var Apardjón
(Aberdeen) mikil borg. Norð-
ur með ströndinni heita svo
enn Orkneyjar; þar var talað
norrænt mál lengi fram eftir
öldum, enda er bar hvert nor-
ræna örnefnið við annað.
En Orkneyingar týndu
tungu sinni og tóku upp mál-
far hins enskumælandi lýðs
sem réð lögum og lofum á
evn'unum; — Norðar er svo
Hjaltland (Shetland), en vest-
an við Skotland eru Suðureyj-
ar (Hebrides). Þar voru
Lióðhús (Lewis), Ivist (North
Uist), Skíð (Skye), og margir
.^^rír staðir sem fengu íslenzk
nöfn.
Sunnan við sundið í Frakk-
landi var svo Norðmandí;
þar var Rúða eða Rúðuborg
(Rouen) höfuðstaður og stend-
ur enn við ána Signu (Seine).
Vesturhluti Frakklands, sunn-
an við Leiru (Loire) hét þá
Peita eða Peituland; þar
skammt frá, sunnan á Bret-
agne-skaga er nú heitir svo,
var staðurinn Varrandi (Gu-
errande); þann kaupstað
brenndi Ólafur helgi eftir að
honum hafði vitrazt það að
hann ætti að vera „konungur
yfir Noregi að eilífu". En
Frakkland allt hét þá Val-
land á vora tungu. Það orð er
skylt þjóðaheitinu Gallar, en
við þá barðist Júlíus Sesar
hinn rómverski og skrifaði
bækur um þær styrjaldir. Ein-
hverjar heimildir eru til um
að orðið Valland hafi einnig
verið notað um Italíu.
Su kemur stund
Framhald af 3. síðu
starfar  þar við  blöð  er þjóða-
brot af Norðurlöndum gáfu út,
lengst við Norden í Chicago.
Jón Ólafsson ritstjóri gat þó
með engu móti fest yndi erlend-
is. Heim til íslands kom hann
aftur 1897 og sama haustið
stofnar hann Blaðamannafélag
íslands. Fyrst varð hann rit-
stjóri Nýju aldarinnar, pr Jón
Vídalín konsúll gaf út, siðar
Reykjavíkur, er Þorvarður Þor-
varðsson prentsmiðjustjóri gaf
út. Blaðamennsku hætti hann
1913, þrem árum fyrir dauða
sinn. Eftir heimkomuna sat hann
á þingi árin 1908—1913. Hann
lézt 11. júlí 1916.
Síðari árin vann hann að ís-
lenzkri orðabók, en ekki komust
út nema 2 hefti af henni fyrir.
dauða hans. Hann samdi einnig
kennslubók í málfræði. Eru þá
enn ónefnd ljóð hans.
Jón Ólafsson ritstjóri liggur
enn'"óbættur<hjá'.gariði, að því
leyti að ævisaga hans hefur enn
ekki verið samin, er meira en
kominn tími til að> það verk
verði unnið.
En hvað segja samtíðarmenn
hans um hann? Eirikur Briem
segir m. a.: „Á þessum tíma hef-
ur átt sér stað mikil framsókn
til meiri menningar og fullkomn-
ara félagslífs, og óneitanlega
hefur eigi litlu orðið ágengt, en
það hefur kostað mikið stríð,
mikla baráttu". í þeirri baráttu
lá Jón Ólafsson ekki á liði
sínu. Briem segir ennfremur.
„Eg ætla einnig ,að hann hafi
oftar en einu sinni haft þau
áhrif á þjóð vora, er úrslitum
réðu í þýðingarmestu málum".
Matthías Jochumsson. segir:
„Hann hafði sleppt skólanámi,
og stóð Þar VI ára, föðurlaus,
umkomulaus, félaus, allsJaus, en
ritaði og ritaði eins og sá sem
vaid liafði, ritaði sem ofurhugi
Roðasteinn og ritírelsi — Norskt heimatrúboð og
íslenzkur lögreglustjóri
A. P. SKRIFAR:'— „Ég var
að lesa Roðasteminn og rit
frelsið eftir Jóhannes úr Kötl
um, og tel ég mjög sennilegt
að sá bæklingur verði ein
hvern tíma gótt heimildarrit
um andlegheitin á Islandi á
þessu herrans ári. Það hafði
komið út bók í Noregi, sem
þótti bersögul um kynferðis
mál. Lengi vel var allt hljótt
um bókina, eða þar til heima-
trúboðsmönnurn tókst að þyrla
upp miklu moldviðri, sem
endaði með málaferlum. Nú er
kunnugt, að fæstir Islendingar
eru sérlega hlynntir kenning-
um heimatrúboðsins norska
meira að segja munu flestir
préstar okkar telja þær til
andlegra fornminja. Þó fór
svo, að fár þetta í Noregi
barst út hingað, og endaði
með því, að lögreglustjórinn
í Reykjavík sendi frá sér
plagg nokkurt, þar sem traðk-
að er á prentfrelsinu. En gam-
all nazisti er nú ekki að
horfa  í  smámuni  eins  og
prentfrelsi, ef því er að skipta,
enda var látið heita svo að
þetta væri gert til að vernda
æskulýðinn frá skelfilegum
voða. Á sama tíma lætur
þetta sama yfirvald það við
gangast að glæpa- og kynóra-
rit séu seld hverjum sem hafa
vill f rá klukkan 8 á morgnana
til klukkan 11.30 á kvöldín
í sjoppum og blaðasölum. Og
svo mikið kapp er lagt á að
selja ritin, að sjoppurnar eru
opnar alla daga ársins, nema
kannski á jóladag og páska-
dag. Vitleysan er þió ekki 511
sögð enn þá. Þeir vísu menn,
sem málunum ráða töldu að
Roðasteinninn væri ekkert
hættulegur á erlendum mál-
um; unglingarnir mundu ekki
skilja danskt og norskt klám,
þótt hins vegar sé vitað, að
aldrei er varið meira fé til
skólamála, og þá líka tungu-
málakennslu en einmitt nú.
Það virðist ekki vera mikil trú
á því, a.ð unglingarnir læri
mikið í tungumálum í skól-
unum.  En  eitt  er  víst:  —-
Roðasteinninn hefur selzt
meira en nokkur íslenzk bók,
jafnvel slegið út bækur Guð-
rúnar minnar frá Lundi. Þá
er og vitað, að þeir sem ekki
gátu notið hinna forboðnu
ávaxta á frummálinu, hafa
fengið þýðingar á mergjuð-
ustu köflunum hjá þeim, sem
betur eru að sér í málum
frændþjóða okkar. Virðast nú
allir ánægðir, því að allir hafa
fengið sitt. Enginn hefur
skrifað stafkrók um bækling
Jóhannesar nema B. B. í Þjóð-
vil.ianum. Þetta var þó það
stórt mál, að Stúdentafélag
Reykjavíkur hélt fund um
það. Þar skeði það merkilega,
að bannmenn og æskulýðs-
verndarar sögðu ekki eitt orð;
þeir sátu sem fastast og
horfðu í gaupnir sér. Hvar
var nú maðurinn með brenni-
merkinguna? Hvar var nú
maðurinn, sem eitt sinn pré-
dikaði það, að menn skyldu
kappkosta að halda vöku
sinni? Viðbrögð þeirra sem
málunum ráða þarna hjá okk-
ur virðast mér ósköp lík og
hjá strútnum, þegar hann
stingur hftfðinu í sandinn.
Munurinn er aðeins sá, að
strúturinn er skjálfandi af
hræðslu en ráðamennirnir
hins vegar kotrosknir og
sjálfumglaðir: — Fallega
tókst okkur að bjarga æsk-
unni frá voðanum í þetta
sinn"!
og ofsamaður og mest gega vald-
höfum landsins og þcirra ráðs-
mennsku — ritaði svo, að vér
vinir hans stóðum hræddir og
höggdofa. Og engu síður ofbauð
höfðingjunum sem hanit deildi
við. ... Hvað vildi hanm? . . .
Hann vildi frelsa land og lýð
iiá ófrelsi, ójafnaði, óiáni og
rangsleitni".
Á lausu blaði í plöggum Jóns
Ólafssonar ritstjóra fannst að
honum látnum kvæðið sem þetta
er m. a. í:
Su kemur stuJid, þá er ég ekki
lengue
að allir minir landar munn sjá,
þótt breyzkur væri ég var ég
góður drengur
og vildi reyna sannleik þeim að
tjá.
Þótt lygum væri og aurkasti ég
cltur,
þá  auðiraðist  ei  f.jaiidnM>HJiuin
að sjá,
að  yrði  ég   frá   sannfæringu
sveltur,
þótt sveitur yrði ég bókmennt-
unum frá.
Sú kemur stund  — það  eyðií
öllum hörmuin —
að ísland ratar loks sinn gæfu-
veg.
Þá ég er vafinn móðunnoldar-
örmum,
þá mun það sigra er fylgi veitti
tg.
Framhald af 3. síðu
I stjórn Blaðamannafélags ís-
lands eiga nú sæti: Sigurður
Bjarnason, formaður; Jón Magn-
ússon, varaformaður; Andrés
Kristjánsson, ritari; Atli Stein-
arsson, gjaldkeri, og Jón Bjarna-
son, meðstjórnandi.
í stjórn Menningarsjóðs blaða-
manna eiga sæti: Sigurður
Bjarnason, formaður; Ingólfur
Kristjánsson,    gjaldkeri,    óg
Hendrik  Ottósson.
I stjórn norræna pressumóts-
ins og norræna blaðamannasam-
bandsins eru Högni Torfason,
Haukur Snorrason og Bjarni
Guðmundsson.
Þrír menn hafa verið gerðir
heiðursfélagar í Blaðamannafé-~
lagi fslands, þeir Árni Ólason,
ritstjóri; Skúli Skúlason, rit-
stjóri, og Valtýr Stefánsson, rit-
stjóri.
HeimsMðrium
FramhaJd af 1. síðu
ríkisráðuneytið neitaði hins
vegar ekki að rétt væri að
bandarískar flugvélar væru
sendar með kjarnasprengjur á-
leiðis til ákveðinna skotmarka í
Sovétríkjunum um leið og rat-
sjárstöðvar yrðu varar við tor-
kennilega hluti á lofti. Það
sagði á hinn bóginn að Banda-
ríkin væru fús til að ræða
þetta mál á vettvangi Samein-
uðu þjöðanna. „Allir vita hvað
við höfumst að, en hins vegar
er því haldið leyndu fyrir hin-
um frjálsa heimi hvað gerist
hinum megin járntjaldsins",
sagði ráðuneytið.
Hefur þegar verið staðfest
Ákærur Sovétríkjanna eru
greinilega byggðar á fréttum
sem borizt hafa frá Banda-
ríkjunum og staðfestar hafa
verið af stjórn bandaríska flug-
hersins, einsog Þjóðviljinn
skýrði frá í fyrradag.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12