Þjóðviljinn - 23.05.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.05.1975, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. mai 1975 Föstudagur 23. mai 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Einar Aakran, norðmaöurinn frá Stavanger, sem hefur stýrt Loft- leiðum i Luxembourg i tuttugu ár. Cargolux-þota á Luxembourgarflugvelli þegnum hertogans að furðu fáar leiðir liggi til Luxembourgar. Það er eins og ferðamönnum finnist landið ekki til annars en að bruna þar i gegn, drekka hvitvinsglas við landamærin, horfa á klaustrið i Cleurvoux i fjarska, æpa af hrifningu yfireinum af 130 köstul- um landsins, horfa á ameriska grafreitinn sem ljómar gulli sleg- inn og marmarasettur i sólinni svo maður fær ofbirtu i augun og finnur ekki nályktina af heims- styrjöldinni, og svo bruna þeir til Parisar og halda að-Lux. sé að- eins brandari, svona eins og Is- land. En það eru aðeins ferðamenn, sem ekki taka Lux. alvarlegar en hverja . aðra járnbrautarstöð. Fjármálamenn veraldarinnar hafa komið auga á gagnsemi og nytsemi þess að fela bönkum i Luxembourg að varðveita mil- jónir sinar, færa þær til fjár- festingar hér og þar og borga enga skatta og nú eru allir bankar i Luxembourg að springa af peningum, fúsir að lána, og vel- megun miðstéttarinnar er fá- dæma mikil. Skrifstofublækurnar eru ótrúlega vel akandi, vel klæddar, feitar i kinnum og ró- Ævintýraland peningamanna OG ÞAR Á MEÐAL LOFTLEIÐAMANNA Nær fjögur hundruö íslendingar, fullorðnir og börn munu nú vera búsettir í hertogadæminu Luxem- bourg. í Luxembourg eru flugfélögin Loftleiöir og Cargolux þekkt fyrirtæki; fólk þekkir orðið vel til is- lands, enda eru nú tuttugi/ ár liðin frá því Luxem- bourgarævintýri Loftleiða hófst. Eins og önnur ævintýri viðskiptaheimsins, byrjaði saga Loftleiða i Luxembourg smátt, fyrst var flogið sjaldan, siðan oft- ar, og nú er samanlögð starfsemi Loftleiða i Luxembourg orðin verulega umfangsmikil. Loftleiðir það gamla flugfélag sem við islendingar þekkjum hér heima er nú sérstakt flugfélag, skráð i Luxembourg og heitir þar Loftleiðir Luxembourg. Þetta islensk-luxembourgska félag á einn þriðja hluta I Cargolux, flutningafyrirtækinu sem á fáum árum er orðið hið stærsta i Evrópu. Auk þess að eiga i Car- golux, þá eiga Loftleiðir 20% af stóru hóteli, Airogolf, sem nýlega tók til starfa i Luxembourg. í kringum þetta Luxem- bourgarævintýri Loftleiða starfar fjöldi fólks af ýmsum þjóðernum, en landar i Lux. eru nær fjögur hundruð. Mörg islensk börn ganga þannig i skóla þar i Mið- evrópu. Hertogadæmið er ámóta stórt aö flatarmáli og landnám Ingólfs, luxembourgarar sjálfir liðlega 300 þúsund talsins, en raunveru- legur fjólksf jöldi i landinu er mun meiri, þvi að þjóðverjar, frakkar, belgiumenn og hollendingar eru þar tiðir gestir, mjög stór hluti vinnuaflsins kemur yfir landa- mærin, jafnvel daglega, og svo þræla portúgalir, italir og spán- verjar i stálnámunum. Sjálfstætt riki? Rikisstjórn Luxembourgar er kosin i almennum leynilegum kosningum, og nú eru það mið- demókratar sem með völdin fara undir forsæti Gastons Thorns. ~ En islendingi sem til Lux. kem- ur verður ósjálfrátt á að spyrja, hvort sjálfstæði smáþjóðar, um kringdri þjóðverjum, frökkum og belgum sé ekki sifelldlega hætta búin. Erlendir fjármagnsstraumar sem um Lux. leika eru þungir, at- vinnutækin, fyrirtækin, bankarnir — allt er þetta að verulegu leyti fjármagnað með erlendu fjár- magni. I barnaskólunum er móðurmál- ið, luxemborgiska, ekki kennt, að eins þýska og franska, jafnvel þótt öll börn læri móðurmálið fyrst allra mála. Bókmenntir eru hinsvegar ekki skapaðar á luxemborgisku, fáir skrifa það mál, og hafi einhvern tima verið skrifað eitthvað gott á tungu heimamanna, þá fækkar þeim nú óöfluga sem geta stautað móður- málið. Landslag og leiðir Hertogadæmið er miðsvæðis i Evrópu. Frá Lux, er stutt til allra helstu borga Evrópu, þaðan er lika hægt að rata eftir tiltölulega friðsælum sveitum um héröð Evrópu og um miðjan mai núna, þegar blaðamaður var þar á ferð, var margt tjalda meðfram ánni Mosel, ferðamenn sátu á úti- veitingastöðum i sveitaþorpum, horfðu á vinbændur róta sér á ökrunum og drukku iskalt Mosel- vinið sem er það besta i heimi. Margar leiöir liggja frá Luxembourg, leiðir liggja um Luxembourg, en kannski finnst Gamalt borgarhverfi I „gilinu” I Luxembourg þar sem gamli kastalinn er, sem svo oft var barist um fyrr á öldum. Þetta hverfi er verndað og á að standa óbreytt. j W - JjODtffi: * á SpHHHpuHr ’» Wfftfimiuú ri a»i|i|* 1 _ <*** m m 1 1181 m\Mtt * l *?jT iteí <$**&***& Ferja á Mosel. Ljósmyndarinnstóö Luxembourgarmegin og sá yfir til þorps I Þýskalandi. Hæðarbrúnin er þekkt úr slðari heimsstyrjöidinni sem varnarlina .Hitlers-hetjanna, sú fræga Siegfried-lina. lyndar þar sem þær spóka sig i skrúðgörðunum með hundana sina og spjalla saman um yfirvof- andi og aðsteðjandi kreppu sem komi næsta ár. islendingar i Lux. Einar Olafsson, gamalkunnur Loftleiðamaður, er fram- kvæmdastjóri Cargolux. Hann hefur lengi búið ytra, duglegur maður sem hefur drifið upp stór- veldi á viðskiptasviðinu, afskap- lega islendingslegur maður, ljós yfirlitum, hár og grannur og segist fyrir löngu hafa vanið sig af Islenskri sérvisku i matarræði, og hafa lært að meta þá frábæru matargerðarlist sem luxem- bourgarar eru ákafir i að reyna á mönnum. Og þeir eru svolitið óvenjulegir, þessir Loftleiða- og Cargoluxmenn sem sjást i Lux. Einar Ólafsson og Einar Aakran, stjórnandi Loftleiða þarna, þeir minna á athafnamenn úr ameriskri kvikmynd, menn sem vinna fyrirtækinu af alhug, log- andi af áhuga yfir árangrinum sem þeir sjá að næst, en horfa stöðugt framá við, hugsa stórt, en eru um leið hinir dæmigerðu „companymen”. Hver á hvað? Nýjasta afrek Cargolux i Lux. er hið mikla flugskýli fyrirtækis- ins. Það er hreint ótrúlega stórt, rúmar tvær stórar þotur, skrif- stofuálmu þar sem eru stjórn- stöðvar Cargolux, og við spurðum Einar Ólafsson hver ætti þetta mikla hús; Svarið var ekki tiltakanlega ná- kvæmt, en ljóst er að bankar eiga bygginguna, hin og þessi fjár- festingar-fyrirtæki þoturnar, eða einstaka vélarhluta þeirra, vegna þess að stórt fyrirtæki einsog Cargolux er ekki eitthvað sem fá- ir menn eiga, heldur eitthvað sem fjárfestingaraðilar, bankar, fyrirtæki og einstaklingar, leika sér með. tslendingar virðast vel kynntir i Lux. Loftleiðir Icelandic stendur á skiltum hér og þar og islenski krossfáninn blaktir á fánastöng- um,og luxembourgarar sem eru svo vanir útlendingum horfa brosandi á mann þegar maður segist vera islendingur og segja: Jæja karlinn, ert þú eins og hinir sem við þekkjum hérna, með þessa flugdellu? —GG Erlendar fréttir Danskir flytja út mörg tonn af steinbltsroöi og selja dýrum dómum. Hvaö um vestfiröinga og alla þeirra steinbitsveiði? Norðmenn stofna stórt framleiðslufélag til vinnslu fiskafurða og álumbúða. Þau tiðindi gerðust nýlega úti i Noregi að nýtt stórt framleiðslu- félag var stofnáð til stór- framleiðslu á manneldisvörum úr fiski. Þeir sem að þessari félags- stofnun standa eru stórfyrirtækið Ardal og Sunndal Verk, sem á og rekur álbræðslurnar á Sunnmæri og í Ardal i Sogni, en stærsti hlut- hafi þessa fyrirtækis er norska rikið. Hinir aðilarnir sem að félagsstofnuninni standa eru Makrilsamlag Noregs og Síldar- sölusamlag Noregs. Nýja fyriftæk iðheitir KS Norsk Konsumfisk AS og Co. og eiga höfuðstöðvar þess að vera i Björgvin. Það getur ver- ið nauðsynlegt fyrir okkir islend- inga að velta þvi fyrir okkur hversvegna eitt af stærstu ál- bræðslufyrirtækjum Evrópu vendir nú sinu kvæði i kross og fer út i matvælaiðnað. Norðmenn kalla þetta nýstofnaða félag „þróunarframleiðslufélag fisk- afurða” og sé þvi ætlað það mikilsverða hlutverk að koma fiskiðnaði norðmanna á hærra stig en hann stendur nú. Stofnað verður til frystihúsareksturs og fullvinnslu afurða i sem allra stærstum stil, svo og framleiðslu á umbúðum úr áli, sem meiningin er að fyrirtækið noti utanum framleiðslu sina. Sagt er i frétt frá stofnun þessa nýja fyrirtækis, að þvi sé ætlað að hafa forgöngu i nauðsynlegri þróun framleiðslu matvæla úr fiski, að stunda til- raunaframleiðslu og markaðs- kynningu. Það sem mér þykir einna athyglisverðast við þessa frétt er að þetta risafyrirtæki Ardal og Sunndal Verk, þar sem þekktir fjármálasérfræðingar stjórna, telur nú hag slnum best borgið með þvi að stofna til stór- reksturs iframleiðslu matvæla úr fiski sem flutt verða á markað I álumbúðum. Fiskisamyrkjubúið i Kiga i Lettlandi Nýlega birtist grein í danska blaðinu Vestkysten sem gefið er út i Esbjerg og fjallaði hún um samyrkjurekstur fiskimanna i Riga. Greinin er skrifuð af Allan Hjorth Rasmussen forstjóra sjó- minjasafnins í Esbjerg. Hann tók sé ferð á hendur til Eystrasalts- landanna til að kynna sér samyrkjurekstur fiskimanna þar. Hann segir að öll útgerð i Sovétrikjunum sé rekin með tvennum hætti að rekstrarform- um: Rikisútgerð þar sem sjó- mennimir eru á föstu kaupi og samyrkjubú eða samvinnufélög fiskimanna þar sem allir eiga út- gerðina og vinnsluna i félagi. Hann segir að samyrkjubú fiski- manna i Riga sé mjög rikt og hafi búið við mikla velgengni á undan- fömum árum og fiskimenn borið mikið úr býtum. Rasmussen segir að árið 1947 hafi 120 fiskímenn i Riga stofnað þetta samyrkjubú I útgerð af litlum efnum, en tiu ár- um slðar, 1957,-hafi þeir verið búnir að greiða rikislánin sem þeir fengu þegar þeir slóu sér saman um útgerðina, en þá voru þeir að nafninu til eigendur 120 litilla opinna báta. Nú eiga þeir 7 togara, sem stunda veiðar á Atlantshafi, 15 togara á Eystra saltiog 10 stóra vélbáta ásamt 20 minni sem stunda veiðar á miðum ekki langt frá Riga. A sjó og landi vinna 1350 manns hjá þessu samyrkjubúi fiskimanna við veiðar og vinnslu og eru þeir allir eigendur. Rasmussen segir að fyrirkomulag samyrkjubúsins sé ekki ósvipað þvi sem gildi hjá fiskimönnum I Esbjerg, sem eigi fiskimjölsverksmiðjuna þar i sameiningu. Nú eru starfandi 16 samyrkjubú fiskimanna i Lettlandi, en samyrkjubúið i Riga er elst þeirra, segir Rasmussen. Steinbítsroð er verslunarvara Danska blaðið Vestkysten sagði frá því nýlega að eigandi og for- stjóri fyrirtækisins Erni-fisk i Esbjerg seldi nú steinbitsroð til Suöur-Evrópu og sé það þar not- að I veski og aðra slika dýra hluti I staö slönguskinns sem illmögu- legt er orðið að fá. Erik Nielsen forstjóri segir þegar hann er spurður hvort sala steinbíts- roðs sé arðvænleg, að á slíkum krepputimum i sjávarútvegi sem nú, byggist velgengnin á gernýt- ingu allra hluta sem til falla bæði stórra og smárra. Ekki kemur það fram I þessu viðtali hvort steinbitsroðið er selt óunnið eða garfað. En þegar blaðamanninn bar að, þá var verið að pakka tvö tonn af roði til sendingar. Þegar ég las þetta datt mér i hug hin mikla steinbitsveiði þeirra vest- firðinga og það óhemjumikla magn af steinbitsroði sem þar fellur til og ekki er nýtt nema i mjöl. Kolkrabbaveiðar japana. Kolkrabbinn eða smokkfiskur- inn eins og hann er stundum kall- aður hér á Islandi er eftirsóttur matfiskur i sumum löndum svo sem Grikklandi, Italiu og Japan, og er hann þar verkaður og mat- búinn á ýmsa vegu og þykir þar hið mestalostæti. Aður fyrr fengu japanir nægilega mikið af smokkfiski frá nyrstu eyju sinni Hokkaido, en nú virðist þessi fisk- tegund gengin mikið til þurrðar þar á miðum. Þannig er talið að japanir hafi ekki fengið nema sem næst 20% af neysluþörfinni fiskimál ^eftir Jóhann J. E. Kúld^ frá Hokkaido á sl. ári. A siðasta áratug hafa japanir stundað smokkfiskveiðar á ýmsum heimshöfum. Auðug smokkfiski- miö eru á vestur-Atlantshafi und- an ströndum Bandarikjanna, en þar er aflamagnið mest I janúar og desember. Þá er líka oft mikið af kol- krabba á miðunum við Nýja- Sjáland. 1 sumum árum gengur smokkfiskurinn i umtalsverðam mæli inn á Miðjarðarhaf. A öllum þessummiðumhafajapanir stund- aö smokkfiskveiðar með flot- vörpu með góðum árangri. A sl. ári var td. japanskur veiöileiðangur inni á Miðjarðar- hafi við þessar veiðar. Þá hafa kanadamenn veitt talsvert af smokkfiski slðustu ár, og hefur hann aðallega verið notaður til beitu. Pólskir og rússneskir frysti togarar hafa lika veitt talsvert af smokkfiski á Vestur-Atlantshafi á siðustu árum, en hvernig þeir nýta þennan afla er mér ekki kunnugt um. Griskur fiskikaupmaður, sem hér kom árlega meðan salan á söltuðum undirmálsfiski var héð- an mesttil Grikklands sagði I min eyru, að smokkfiskur væri ein allra lostætasta fisktegund, sem hann þekkti og þó þætti sér hann bestur saltaður þannig, að blek fisksins færi út I pækilinn. Oliuvinnsla norð- manna i Norðursjó Margt bendir nú til þess, að norðmenn verði knúnir til þess að setja meiri hraða á oliuvinnsluna heldur en þeir ætluðu sér i fyrstu. Ástæðan til þess er sú, að komið hefur i ljós, að mjög mikið magn af oliu er einmitt undir hafsbotn- inum,þarsem markalinan á milli Noregs og Bretlandseyja liggur um Norðursjó. Bresk stjórnvöld hafa nú úthlutað vinnsluleyfum til nokkurra stórra oliufélaga rétt Bretlandseyjamegin við linuna. Hætta er talin á þvi, ef norðmenn hraða ekki vinnslu á þessu svæði, aö þá geti svo farið, að þeir, sem bora eftir oliu Bretlandseyja- megin við linuna geti dregið til sin ollu frá norska svæðinu. Af þess- ari ástæðu er nú talið liklegt að norömenn verði að hraða áætlun sinni um oliuvinnslu á þessu svæöi svo þeir verði ekki afskipt- ir. Skrifað2l/T4 1975. Olluleit I Noröursjó Ekkert veröur gert í málinu hjá okkur segir sjávarútvegsráðherra Matthías Bjarnason Vegna þcirra fullyrðinga sjó- manna og raunar vissu margra aöila um að undirborðsgreiðsiur frá fiskkaupendum til útgerðar- manna á sl. vertlð hafi tiðkast, snerum við okkur I gær til Matthiasar Bjarnasonar sjávar- útvegsráðherra og spurðum hann hvort ráðuneyti hans myndi gera eitthvað I þvi að rannsaka þetta mál. — Nei, við höfum ekkert gert i þvi máli, og okkur i sjávarútvegs- ráðuneytinu brestur lagaheimild til þess. Við þyrftum að fara i gegnum bókhald þessara aðila til þess að fá sannanir. Það er að mlnu mati skattaeftirlitsins að gera það. Annars er hér aðeins um að ræða fullyrðingu á móti fullyrð ingu og I sjálfu sér er ekkert sak- næmt við það að greiða hærra verð fyrir fiskinn; verð verðlags- ráðsins er bara lágmarksverð. Hins vegar finnst okkur hart þeg- ar kaupendur greiða atkvæði á móti þvi fiskverði sem ákveðið er en greiða svo hærra undir borðið. Ef það er rétt að greitt hafi ver- iö undir borðið hærra fiskverð en verölagsráðið ákvaö, þá hygg ég Matthias Bjarnason. að það sé afar sjaldgæft og mjög takmarkaður hópur sem gerir þetta, og viðast hvar á landinu þekkist þetta ekki, þori ég að full- yrða, og i heilum landsfjórðung- um þekkist þetta ekki, sagði ráð- herra ab lokum. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.