Þjóðviljinn - 20.10.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.10.1983, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 20. október 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Roj Friberg (t.v.) undir myndum sínum ásamt nokkrum sýningarnefndarmönnum (Ijósm. eik). Til heiðurs pappírniim FÍMopnaöimikla haustsýningu að Kjarvals- stöðum um helgina- þar eru sýnd um 180 verk eftir 44 höfunda. Og sýning- unni varfrá upphafi settur ákveðinn rammi - sá, að hún er takmörkuð við verk sem unnin eru á pappír og úr pappír. Úr þessum sak- leysislega fjölmiðli, ef svo mætti segja, sem umber allt og tekur við öllu, en er ekki allur þar sem hann er séður. Og greinir frá sögu hans í sýningarskrá allar götur frá því að Kínverjar tóku upp úr því að tæta í pappír hamp, tuskur og ónýt fiskinet í by r j - un annarar aldar eftir Krist. Par má lesa þá visku líka, sem var mikið grundvallar- atriði hjá Pressaranum í Dúfnaveislunni: alltvelturá því að hæfilega mikið af réttu vatni komi til skjalanna réttstundis. Roj Friberg heitir gestur sýningarinnar og nýtur allgóðs rúms fyrir enda sal- arins - hann er maður hug- vitssamur við að finna púðr- ið í ófögrum hlutum. Annars er sýningin stærri og fjölb- reytilegri en frá verði sagt. Stúderingar í íhugun Si- gvalda Hjálmarssonar (Hö- fundur Snorri Sveinn) eru ekki langt frá skýrt afmörku- ðum og litsterkum flötum TryggvaÓIafssonar. Sam- klipp úr New York og Reykjavík standa ekki langt frá fígúrum og maskineríi sem ætlar út úr veggnum og út úr rammanum. Strangar og næstum einlita myndir eru í nábýli við rauðar og bláar og grænar spurningar um friðinn, er hann úti? Er hann hvergi? Guðfræðingur hvíslaði því að blaðamanni við opnun, að hér væri á ferð mikil ólga ogmikilsköpunargleði. Og láti guð gottávita. áb. Rauðar, blóar og grænar spurningar: Sigrún Eldjárn „Er hvergi — figúrur og maskínerí sem ætlar út úr veggnum og út úr rammanum (Sigurður friður?“ Örlygsson - Hjól). Eitt af portrettuin Snorra Sveins Friðrikssonar. FIM- sýningin á Kjarvals- stöðum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.