Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 íslenski arkitektaskólinn: Sumarnámskeiðin 1995 kynnt í bæklingi íslenski arkitektaskólinn hefur sent frá sér bækling þar sem af- rakstur sumarnámskeiðsins 1995 er kynntur. Verkefhi nemendanna eru kynnt auk frásagnar af starfsemi skólans. íslenski arkitektaskólinn hefur staöiö fyrir sumamámskeiöum tvö síöastliðin ár. Um alþjóðleg nám- skeiö hefur verið að ræða. Af 60 nemendum hafa 15 íslendingar sótt námskeiðin. Má segja aö þetta sé fyrsti vísir að kennslu í byggingar- list á íslandi. Undirbúningur er haf- inn að næsta sumarnámskeiði. Leið- beinendur á síðasta sumamám- skeiði komu víða að. Einn þeirra var frá íslandi en það var dr. Maggi Jónsson, arkitekt og ráðgjafi við Há- skóla íslands og menningarverð- launahafi DV 1995 í byggingarlist. Mjög er vandað til gerðar bækl- ingsins sem er 42 siður, prentaður í lit. Verk hvers nemanda eru kynnt með ljósmyndum auk texta á ís- lensku og ensku. Ljósmyndir eru teknar af Ingimundi Magnússyni og Kristjáni Magnússyni. -bjb Úr leikritinu Himnaríki. Himnaríki tilnefnt til verðlauna Leikritið Himnaríki - geðklof- inn ’gamanleikur, eftir Áma Ib- sen hefur verið til- nefnt fyrir íslands hönd til Norrænu leikskálda- verðlaun- anna 1996, sem verða afhent í þriðja sinn á Norræn- um leiklistardögum í Kaup- mannahöfn í júní í sumar. Leik- ritið hefur verið til sýninga frá því í haust hjá leikhópnum Her- móði og Háðvöru í Hafnarfirði og fengið feiknagóðar viðtökur. í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Himnaríki er skemmti- legt og kröftugt gamanleikrit, ögrandi í framsetningu og ný- stárlegt að formi. Leikritið nær vel að fanga tilgangsleysi og firringu ungs fólks í velferðar- samfélagi nútímans. Leikritið lýsir vel því nöturlega ástandi sem gjarnan fylgir þeirri kröfu að verða að „skemmta sér“, þ.e. af viija fremur en mætti. Leikhópurinn Hermóður og Háðvör er rétt ókominn til landsins af leiklistarhátíð í Bergen í Noregi en þar var hon- um boðið að sýna Himnaríkið. Einnig er til athugunar að bjóða hópnum á alþjóðlegu íeiklistar- hátíðina í Bonn í júní á þessu ári. Önnur verk eftir Árna Ibsen eru leikgerð af Oliver Twist (1981), Skaldbakan kemst þang- að líka (1984), Afsakið hlé (1989), útvarpsleikritið Ský (1990), Fisk- ar á þurru landi (1993) og Elín Helena (1993). Þjóðleikhúsið biðst afsökunar Þjóðleikhúsið hefúr sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna frumsýningar annað kvöld á Leigjandanum á Smíða- verkstæðinu: „Þjóðleikhúsið frumsýnir nk. laugardag, 13. janúar, breska leikritið Leigj- andann (The Lodger) eftir Simon Burke í þýðingu Hall- gríms H. Helgasonar. Svo óheppUega vUl til að titUl þessi, sem er þýðing á enska heiti verksins, er samhljóða titli á skáldsögu Svövu Jakobsdóttur, sem út kom hjá HelgafeUi árið 1969 og vakti mikla athygli. Skáldsagan var endurútgefin árið 1979 og í þriðja sinn af For- laginu árið 1994. Þjóðleikhúsið vUl vekja athygli á að hér er um aUt annað verk að ræða, mjög svo óskylt að öllu efni og bygg- ingu. Þjóðleikhúsið harmar að nafhgift verksins kunni ef tU vUl að geta valdið misskilningi og biður Svövu Jakobsdóttur af- sökunar á því!“ Ljóðaleikir Bjargar Elínar Björg Elín Finnsdóttur hefur sent frá sér Jjóðabókina Ljóða- leikir. Þetta er fyrsta ljóðabókin en hún hefur áður gefið út bók- ina í sólskinsskapi. Mörg ijóð- anna í Ljóðaleikjum hafa birst í Lesbók Morgunblaðsins. Nokk- ur þeirra hafa einnig verið flutt af höfundi í Ríkisútvarpinu. í bókinni eru um 30 ljóð. Skákprent sá um prentun og teikning í forsíðu er eftir Gunn- ar S. Magnússon myndlistar- mann. -bjb Menning Alexander Melamid, til vinstri, og Vitaly Komar með Hannes Sigurðsson listfræðing á milli sín en hann stóð fyrir komu þeirra til íslands. Bak við þá er „eftirsóttasta málverk þjóðarinnar" hulið segldúk þar sem myndatökur af verk- inu verða bannaðar á meðan á sýningu stendur á Kjarvalsstöðum. DV-mynd GS „Við höfum látið gera rannsóknir af þessu tagi víða um heim. Niður- stöðumar hafa almennt verið mjög svipaðar hjá hinum ólíkustu þjóð- um. Svo skemmtilega vildi til að við fengum niðurstöður tveggja kann- ana sama daginn, frá íslandi og Kenia, og þær voru mjög svipaðar, hvort sem þú trúir því eða ekki. Blái liturinn er uppáhaldslitur allra þjóða, fólk vill sjá landslagsmyndir með fólki og dýrum og smekkurinn er því mjög svipaður,“ sagði rúss- neski listmálarinn Alexander Mel- amid í samtali við DV en hann er ásamt starfsfélaga sínum og sam- landa, Vitaly Komar, kominn til ís- lands í tilefni sýningar sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum á morgun. Þar verða afhjúpuð tvö málverk sem þeir hafa unnið samkvæmt nið- urstöðum skoðanakönnunar sem Hagvangur gerði fyrir ári síðan um viðhorf íslendinga til myndlistar- innar. Þeir máluöu annars vegar „eftirsóttasta málverk þjóðarinnar" og hins vegar „síst eftirsótta" mál- verkið. Sýningin nefnist Val fólks- ins og stendur til 18. febrúar. Undanfarin tvö ár hafa Komar og Melamid staðið fyrir skoðanakönn- unum af þessu tagi og haldið sýn- ingar í kjölfarið. Upphafið var könn- un í Bandaríkjunum og hafa íslend- ingar getað séð þau verk á Mokka- kaffi undanfarna viku. í kjölfarið kom skoðanakönnun í Rússlandi og síðan hafa komið lönd eins og Þýskaland, Finnland, Danmörk, Frakkland, Tyrkland, Svíþjóð, Ken- ía, Skotland og Úkraína, auk ís- lands. Næst á dagskrá eru kannanir í Indlandi og Kína og síðan koma þær koll af kolli næstu tvö ár eða þar til þeir félagar hafa safnað að sér nægum efniviði til að mála „eft- irsóttasta málverk í heimi“. Hannes Sigurðsson listfræðingur á veg og vanda af komu Komars og Melamids til íslands og gerð könn- unarinnar. Hann sagði i samtali við DV að þetta væri einstakur viöburð- ur hér á landi sem ætti eftir að vekja athygli. Komar og Melamid hafa aldrei komið til íslands og Hannes útvegaði þeim allt það efni sem hann komst yfir um íslenska myndlist. Uppáhaldsliturinn er blár könnunarinnar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Könnunin náði til 1 þúsund íslendinga á aldrinum 18-67 ára sem spurðir voru 49 valspum- inga. Uppáhaldslitur 31% íslendinga er blár, ef marka má könnunina, 20% nefndu grænan og 14% rauðan. Myndir af útivettvangi njóta mun meira fylgis en lýsingar á innivett- vangi, eða 80% á móti 4%. Um 53% landsmanna kjósa raunsæismynd sem líkist ljósmynd frekar en óhlut- bundinn tjáningarstíl og 59% fannst ákjósanlegt að ýkja raunveruleik- ann. Langflestir álíta að myndlist þurfi ekki endilega að miöla ein- hverjum boðskap, eða 69% úrtaks- ins. Aðeins 6% vildu hafa nakta Eru listaverk á þínu heimili? Jgg 16% 849 '“.4 'py' Mestur áhugi var á að hafa fiöll, hraun eða óbyggðir á málverkum. Langflestir vildu hafa stærð mál- verka á við þvottavél eða 19 tommu sjónvarp að flatarmáli. Fimmtungur landsmanna fer aldrei á listasöfn Flestir eru reiðubúnir til að greiða 30-60 þúsund krónur fyrir málverk og 84% þátttakenda sögð- ust vera með listaverk á heimilinu. Sarpkvæmt könnuninni fer fimmt- ungur landsmanna aldrei á listasöfn en 39% oftar en tvisvar á ári. Þegar spurt var um viðhorf til listar nokkurra þekktra innlendra og erlendra málara kom margt fróð- legt upp á yfirborðið. Um 74% úr- taksins þekktu ekkert til Þórarins B. Þorlákssonar, 57% þekktu ekki list Svavars Guðnasonar og 52% þekktu ekki Louisu Matthíasdóttur. Erró og Kjarval þekktu greinilega flestir en viðhorfið var öllu jákvæð- ara í garð Kjarvals. Vitaly Komar sagði við DV að flestar kannanir hafi leitt í Ijós að fólk væri ekki að velta sér upp úr fortíðinni eða nútíðinni heldur framtíðinni, draumar fólks væru flestir þeir sömu. „Þrátt fyrir mis- munandi menningarheima er paradísin nánast sú sama.“ Flestir vilja hálfklætt eða nakið fólk Aðspurðir um einhver sérein- kenni niðurstaðna úr íslensku könnuninni sögðu þeir lítið af slíku. Þó mætti sjá mismun þar sem flest- ir íslendingar vildu hafa fólk á mál- verkum hálfklætt eða nakið á með an aðrar þjóðir vildu fólkið í fullum skrúða. „Ef síst eftirsóttu myndirnar eru skoðaðar þá kemur mestur mismun- ur fram milli þjóða. Stærð verkanna er öðruvísi, litur þeirra og uppbygg- ing. Eftirsóttustu málverkin eru yfirleitt stærri en því er þó öfugt farið í Frakklandi,“ sagði Komar. Þar sem ekki má taka ljósmyndir af málverkunum á meðan sýning- unni stendur voru þeir beðnir að lýsa þeim. Þeir sögðu eftirsóttustu myndina hafa landslag með íslensk- um einkennum i bland við ímynd- aðan veruleika. Síst eftirsótta myndin sýndi skarpar línur og liti. Meira vildu þeir ekki segja, sjón væri sögu ríkari. í tengslum við sýninguna verður opinn fundur með Komar og Mel- amid á Kjarvalsstöðum kl. 17 í dag. -bjb Sé litið á helstu niðurstöður manneskju fyrir augrnn á málverki. Hvað má listaverkið kosta? 240 - 500 þús.kr. 120 - 240 þús. kr. cio -120 þús. kr. .pSHHBHHÍÍHMHHBi - 60 þús.kr. HHHHHHHHHHBHHHHI 15 - 30 þús.kr. HBBHHHHi 5-15 þús. kr. Hi 0 5 10 15 20 %' PV Eftirsóttasta og síst eftirsótta málverkið samkvæmt skoðanakönnun á íslandi: Myndlistarsmekkurinn svipaður og í Kenía - rætt við Rússana Vitaly Komar og Alexander Melamid sem málað hafa verkin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.