Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 62. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						28
Oéttaljós
LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 "íla
Að kunna að fara með peninga
- gripið niður í fréttaskrif DV um Sverri Hermannsson bankastjóra
Sverrir Hermannsson bankastjóri
hefur lengi verið með litrikari mönn-
um á opinberum vettvangi, bæði sem
alþingismaður og ráðherra Sjálfstæð-
isflokksins og nú hin síðustu ár sem
bankastjóri Landsbankans. Hann hef-
ur oft verið umdeildur enda iðulega
haft munninn fyrir neðan nefið og
ekki vanrækt að beita honum.
Þessa dagana beinast spjótin mjög
að Sverri fyrir meinta misnotkun
hans á aðstóðu sinni í stöðu banka-
stjóra, að hann hafi leigt sjálfum sér
og öðrum bankastjórum veiðileyfi í
Hrútafjarðará en veiðifélagið Bálkur,
sem sér um rekstur árinnar og sölu
veiðileyfa, er skráð á nafn eiginkonu
og sonar Sverris. Óljóst er hvort bank-
inn hefur boðið Sverri i veiði í ána
eins og öðrum bankastjórum og
Sverrir þannig haft tvöfaldan hagnað
af veiðinni en málið hefur valdið mik-
illi gremju hjá almenningi sem þykir
það lykta illilega af sérhagsmunapoti,
sukki og siðleysi. Spurningar hafa
jafnvel vaknað um hvort framferði
Sverris í málinu varði við lög og af
sjálfu leiðir að það mundi varða emb-
ættismissi.
í skoðanakönnun DV, sem birtist í
gær, var spurt hvort viðkomandi væri
fylgjandi eða andvígur því að Sverri
Hermannssyni, bankastjóra Lands-
bankans, yrði sagt upp staríi vegna
„laxveiðimálsins". Af þeim sem af-
stöðu tóku sógðust 64,3% vera fylgj-
andi brottvikningu og 35,7% voru
henni andvíg. Vissulega harður dóm-
ur alþýðunnar það.
Hitt er ljóst að þrátt fyrir mikinn
hita í málinu og að þvi er virðist
nokkuð augljósa málavexti þá má
ekki gleyma því að hvorki skýrsla
Ríkisendurskoðunar né álit banka-
ráðs hafa enn komið fram, né hefur
Sverrir sjálfur fengist til að tjá sig um
málið og því er of snemmt að kveða
upp endanlegan úrskurð í þvi.
Þeirri spurningu má hins vegar
kasta fram hvort Ríkisendurskoðun
sé óvilhallur aðili í mállnu þar sem
hún hefur árum saman haft það hlut-
verk með höndum að yfirfara reikn-
inga bankans og að því er best er vit-
að ekki gert athugasemdir í málinu.
Hins vegar er eftirtektarvert að sam-
kvæmt heimildum DV hefur Árni
Tómasson, aðalendurskoðandi bank-
ans, gert slíkar athugasemdir ítrekað
og varð það hugsanlega til þess að
bankastjórn Landsbankans mun hafa
ákveðið á síðasta ári að taka fyrir
þessi viðskipti við Sverri og fjöl-
skyldu hans.
Umdeildur frá byrjun
FerUl Sverris hjá Landsbankanum
hefur verið skrautlegur, jafnvel áður
en hann hóf störf hjá bankanum sem
einn stjórnenda hans. Mikil átök urðu
um veitingu bankastjórastöðunnar
sem eyrnamerkt var Sjálfstæðis-
flokknum. Hermt var i fréttum að
Jónas Haralz bankastjóri vildi fá
Tryggva Pálsson, núverandi fram-
kvæmdastjóra íslandsbanka og þáver-
andi yfirmann fjármálasvið Lands-
bankans, sem eftirmann sinn og
starfsmenn bankans söfnuðu undir-
skriftum fyrir því að innanhússmað-
ur yrði ráðinn til starfans. Þegar
ganga átti frá ráðningu Sverris í árs-
lok 1986 reyndust skyndilega þrír
bankaráðsmenn af fimm vera honum
andsnúnir, þeirra á meðal Árni Vil-
hjálmsson, annar fulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins   í   ráðinu.   Samkomulag
Sverrir Hermannsson bankastjóri.
stjórnarflokkanna var því í uppnámi
en á endanum var Árni beygður og
hann sagði af sér í ráðinu. „Sverrir er
kandidat Sjálfstæðisflokksins," var
haft eftir Pétri Sigurðssyni, formanni
ráðsins og fulltrua Sjálfstæðisflokks-
ins.
Ögurvík hf.
Laxveiðimál það sem nú er komið
upp virðist þannig vaxið að Sverrir
hafi ekki hirt um að fara mjög ná-
kvæmlega eftir „etikettunni". Sverrir
hefur áður mátt sæta gagnrýni fyrir
slíkan sveigjanleika en rúmu ári eftir
að hann varð bankastjóri birtust frétt-
ir í fjölmiðlum um að Sverri hefði
láðst að segja af sér stjórnarfor-
mennsku og selja eignarhlut sinn í út-
gerðarfyrirtækinu ðgurvik hf. Þetta
þótti ekki góð latína enda andstætt
bankalögum, sem segja að bankastjór-
um sé óheimilt að sitja í stjórn stofn-
ana eða atvinnufyrirtækja utan bank-
ans eða taka þátt í atvinnurekstri sem
óháð er bankanum.
„Það virðist ljóst að Sverrir Her-
mannsson hefur ekki staðið við allar
formskyldur hvað varðar afsögn sína
sem stjórnarformaður Ögurvíkur hf.
Hann hefur fengið bréf frá Bankaeftir-
litinu um að honum beri að ljúka þvi
fyrir 15. febrúar. Varðandi eignarhlut
Sverris í fyrirtækinu þá er það mál til
sérstakrar meðferðar. Þannig er að
það hefur aldrei reynt á þetta fyrr og
því verður að skoða það sérstaklega,"
var haft eftir Jóni Sigurössyni, þáver-
andi viðskiptaráðherra, um málið í
DV 28. janúar 1989.
Sverrir skýrði máLið síðar, hann
hafði sagt af sér stjórnarformennsku
vorið áður en því miður hefði honum
enn ekki tekist að selja þann 3-5%
hlut sem hann átti í fyrirtækinu. Það
var svo í júlí sama ár að fréttir birtust
um að Sverrir hefði selt hlut sinn í
Ögurvík hf, kaupandi var Olíufélagið
Skeljungur og undirritaði Indriöi
Pálsson forsrjóri samninginn.
Hús bankans í Ögri
Menn sem eru áberandi í þjóðlífinu
mega oft sæta því að gerðir þeirra séu
gagnrýndar og stundum að því er
virðist að ósekju. Þannig komst Sverr-
ir i almenna umræðu og fréttir sum-
arið 1993 fyrir þá meintu sök að hafa
Innlent
fréttaljós
Páll H. Hannesson
fengið bankann til að kaupa gamalt
íbúðarhús á æskuslóðum sínum, Ögri
við ísafjarðardjúp, fyrir 11 mUljónir
króna. „Sverrir Hermannsson er
fæddur og uppalinn í Ögurnesi, í
næsta nágrenni við Ögur. Ég býst við
að húsið hafl verið selt bankanum að
hans frumkvæði, án þess að ég viti
neitt um það," var haft
eftir Smára Haraldssyni,
bæjarstjóra á ísafirði.
Tveimur dögum síðar var
birt frétt þess efnis að
Sverrir hefði hvergi kom-
ið nærri kaupunum.
„Sverrir kom hvergi
nærri framgangi mála
milli Minjaverndar og
Landsbankans. Hann
vildi ekki skipta sér neitt
af þessu vegna tengsla
sinna við svæðið. Þetta
fór eftir formlegum leið-
um innan bankans," var
haft eftir Þorsteini Bergs-
syni hjá Minjavernd.
Bankinn heyrir
ekki
undir Ríkisend-
urskoðun
Sverrir Hermannsson
hefur, eins og kunnugt er,
beðið um úttekt Ríkisend-
urskoðunar á „meintum
kaupum Landsbanka ís-
lands á veiðileyfum af
leigutaka Hrútafjarð-
arár" og bíður nú banka-
ráð Landsbankans sem
og aðrir þeirrar úttektar.
„Ég minni á að ríkisend-
urskoðandi er jafnframt
endurskoðandi bankans,"
segir Sverrir í fréttatil-
kynningu um málið. Eitt-
hvað hafði Sverrir annað
álit á hlutverki Rikisend-
urskoðunar í maí 1989.
Þá óskuðu níu þingmenn
Sjálfstæðismanna eftir
sérstakri skýrslu Ríkis-
endurskoðunar um tryggingar Lands-
bankans vegna skulda Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga viö bankann.
„Ég átta mig ekki á þessari ósk fyrr-
um félaga minna i Sjálfstæðisflokkn-
um. Bankinn heyrir ekki undir Rikis-
endurskoðun þótt hann sé í ríkiseign.
Hann hefur sína kjörnu endurskoð-
endur og til er sérstakt bankaeftirht
sem fylgist með bönkunum," sagði
Sverrir í samtali við DV. „Þetta er
bara misminni hjá Sverri," sagöi Hall-
dór V. Sigurðsson, þáverandi ríkis-
endurskoðandi, og sagðist ekki vilja
tjá sig um málið frekar fyrr en þing-
menn hefðu fengið skýrslu stofnunar-
innar.
Hátekjumenn
borgi sjálfir
„Mín skoðun er sú að hátekjumenn
geti borgað fyrir sín laxveiöileyfi sjálf-
ir," sagði Steingrímur J. Sigfusson al-
þingismaður þegar DV leitaði álits
hans á laxveiðimáli Landsbankans á
dögunum. Sverrir Hermannsson telst
sennilega til hátekjumanna. I fréttum
um samanburð á launum bankastjóra
hefur hann setið þar í fyrsta eða öðru
sæti. í frétt DV um meðaltekjur ríkis-
forstjóra 1994 má lesa að Sverrir tróni
þar á toppnum með 876 þúsund króna
mánaðarlaun sem eru nærri tvöfaldar
tekjur forsætisráðherra sama ár.
Næstur á lista var Stefán Pálsson,
bankastjóri Búnaðarbanka, og Hall-
dór Jónatansson, forstjóri Landsvirkj-
unar, í því þriðja. Meðalmánaðartekj-
ur ríkisforstjóranna þetta árið voru
487 þúsund krónur.
Lífeyrissjóðsmál Sverris, sem hefur
gegnt störfum alþingismanns og ráð-
herra, eru líka í þokkalegu lagi enda
eru honum tryggðar lifeyrisgreiðslur
á öllum þrennum vígstöðvum. Ljósi
var varpað á mismunandi lífeyris-
greiðslur manna í DV í fréttaskýringu
árið 1990. Þá var staðan sú að Dags-
brúnarverkamaður fengi 14.700 kr. á
mánuði í lifeyrisgreiðslur eftir 20 ára
starf. Alþingismaður fengi eftir sama
starfstíma 95.400 kr. „Hafi hann verið
ráðherra í 8 ár bætast 51 þúsund
krónur við og ljúki hann ferlinum
sem bankastjóri i 8 ár bætast 131 þús-
und krónur við, þ.e. 50 prósent af
bankastjóralaununum, og er þá lífeyr-
irinn orðinn 277 þúsund krónur á
mánuði. Hann hækkar sem sé í laun-
um um 15 þúsund krónur á mánuði
við að láta af störfum sem banka-
stjóri, hafi ferillinn verið alþingis-
maður, ráðherra og bankastjóri."
í febrúar 1996 mátti lesa í DV að
Sverrir Hermannsson fengi þegar
greiddar 140 þúsund krónur á mánuði
í lífeyrissjóðsgreiðslur, þó svo hann
væri í fullu starfi og á fullum launum
sem bankastjóri Landsbankans.
Lífreynslusaga?
Þó svo hér hafi rétt verið gripið nið-
ur í örfáa þætti sem fréttnæmir hafa
þótt af Sverri Hermannssyni í gegn-
um árin er auðvitað flest ósagt. Sverr-
ir hefur verið bankasrjóri á erfiðu
tímabili fyrir bankann sem hefur tap-
að milljörðum i afskrifuðum lánum á
siðasta áratug og á endanum þurfti
ríkið að hlaupa undir bagga.
Kjartan Gunnarsson minntist þessa
í ræðu á aðalfundi bankans 6. mars sl.
„Minnisstæðast frá þessum tíma er
fundur endurskoðenda bankans og
rikisendurskoðanda með mér í febrú-
ar 1993 þegar þeir greindu mér frá því
að ekki mundi reynast unnt að gera
Landsbankann upp fyrir árið 1992
nema með a.m.k. 2-3 mUljarða tapi og
við það mundi bankinn fara niður fyr-
ir öll mörk um eigið fé." En eins og
Kjartan sagði brást ríkisstjórnin „vel
og rösklega við málinu og undir for-
ystu þáverandi og núverandi forsætis-
ráðherra voru afgreiddar á Alþingi
nauðsynlegar heimildir til handa
Landsbanka islands."
LÍÚ fékk Sverri til að fiytja ræðu á
aðalfundi sínum i mai 1994. Efnið var
hvort vænta mætti góðæriskafla
næsta áratug í banka- og fjármálum
og hvernig Islendingar myndu þola
það. Hvað sem svo má að öðru leyti
um Sverri segja þá er ljóst að hann
hefur hæfileika til að koma mönnum
á óvart og liggur ekki á skoðunum
sínum. í DV mátti lesa: „Sverrir sagði
mikla óráðsíu ríkja í fjármálum ís-
lendinga, jafnt fyrirtækja sem ein-
staklinga, sem m.a. mætti skýra með
kunningsskap, fyrirgreiðslu og at-
kvæðakaupum stjórnmálamanna.
Hann sagði byltingu yfirvofandi þegar
verið væri að mala þjóðarauðinn und-
ir örfáa menn og skaut væntanlega
þar með á útgerðarkóngana í landinu.
Sverrir sagði að stanslaust góðæri
gæti ríkt hér á landi „ef menn kynnu
bara að fara með peninga." Kristján
Ragnarsson, formaður LÍU, var svo
inntur álits á ræðu Sverris. „Ég sagð-
ist hafa skilið þessa ræðu sem líf-
reynslusögu bankastjórans, sem al-
þingismanns, „kommísars" og ráð-
herra," var svar Kristjáns.
m
IBM notendaráðstefna Hotel Ork 23. og 24. mars
SfcráninR} mi- hafia: www.nyhorji.is       ¦¦pr~n.    Cf3)
NÝHERJI
-¦t i ð % k i pi \ i   Mánari upplýsingar á NýherjavHfnum ag h ja 0mari: omar'í/ nyher ji.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80