Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 15. JUNI 1999 Útlönd Serbneskir hermenn á hraðferö burt úr Kosovo: Brottflutningurinn er enn samkvæmt áætlun SOKN NATO INN I KOSOVO Hersveitir NATO reyndu að styrkja yfirráö sín í Kosovo, á þriðja degi friöargæslustarfanna, til að tryggja örugga heimkomu hundruð þúsunda albanskra flóttamanna HERSVEITIR A FERÐ OG FLUGII KOSOVO I Breskar hersveitir settu upp bækistöðvar suður af Pristina I Bandarískar sveitir leystu breskar af á veginum til Skopje I Franskar, ítalskar og þýskar hersveitir sendar inn í Kosovo - um 14.000 starfsmenn KFOR* eru nú í héraðinu I Þýskir hermenn skutu til bana Serba sem hóf skothrið við varðstöð. Breskir hermenn skutu einnig Serba til bana í Pristina. Tveir þýskir blaðamenn hafa verið drepnir I Um 200 rússneskir fallhlífarhermenn komu inn til Pristina frá Serbíu og tóku flugvöllinn, NATO að óvöru I Serbneskir hermenn voru á hraðferð út úr svæði 1 í Kosovo SERBÍA SVART- FJALLALANb AÆTLUN UM BROTTFOR Serbneskir hermenn og lögregla verða að fara á brott innan ákveðins tíma Svæði 115. júní (6. dagur) I ~) Svæði 218. júní (9. dagur) □ Svæði 3 20. júní (11. dagur) 'Friöargæslusveitirnar i Kosovo MARKALINUR UNDANHALDS Serbneskir hermenn verða að fara ákveðna vegalengd frá Kosovo —' Her og lögregla - 5 km --- Loftvarnakerfi - 25 km S Útgönguleiðir Serbneskar hersveitir eru á mikilli hraðferð út úr Kosovo og bendir allt til að þær verði farnar á brott úr stórum hluta héraðsins, þar á meðal úr héraðshöfuðborginni Pristina, fyr- ir miðnætti, eins og kveður á í skil- málum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Þúsundir serbneskra hermanna og lögreglu yfirgáfu Kosovo í nótt, stundum undir glósum Albana sem máttu þola mikið harðræði og kyn- þáttahreinsanir af þeirra hálfu. „Við höfum séð gífurlega liðsflutn- inga,“ sagði Robin Clifford, talsmað- ur NATO. „Það kunna alltaf að koma upp ófyrirsjáanlegar tafir en við höf- um enga ástæðu til að ætla annað en að þeir nái að hafa sig á brott í tíma.“ Hann sagði að hersveitir NATO fylgdust með brottflutningunum og þær væru reiðubúnar að taka við stjórn hernaðarlega mikilvægra staða um leið og Serbar yfirgæfu þá. Þúsundir friðargæsluliða NATO hafa komið inn í Kosovo frá því á laugardag. Brottflutningur serbnesku her- sveitanna er í samræmi við sam- komulag sem hershöfðingjar NATO og Júgóslavíu gerðu með sér fyrir helgi, eftir ellefu vikna loftárásir bandalagsins á Júgóslavíu. Serbnesku hermennimir kveiktu víða í íbúðarhúsum Albana á leið sinni út úr Kosovo. Hermenn NATO hafa fundið vís- bendingar um tjöldagrafir þar sem talið er að Serbar hafi urðað lík fómarlamba sinna. Rauði krossinn segir að á tólfta þúsund Serba hafi yfirgefið Kosovo síðan friðarsamningurinn var und- irritaður í síðustu viku. Háttsettir serbneskir stjómmálamenn hafa heimsótt héraðið og hvatt Serhana til að fara hvergi. Þá hafa hermenn NATO verið hvattir til að veita óbreyttum serbneskum borgurum í Kosovo vernd sína. „Það verður ekkert Kosovo ef engir eru þar Serbarnir," sagði Vuk Draskovic, leiðtogi flokks hófsamra Serba og fyrrum aðstoðarforsætis- ráðherra Júgóslavíu. Allt kapp er nú lagt á að ná sam- komulagi um hlutverk rússneskra hermanna við friðargæsluna. Yfir- taka þeirra á flugvellinum í Pristina kom í veg fyrir að NATO gæti sett þar upp aðalstöðvar sínar og kann að hafa tafið friðargæslustörfin. Æðstu leiðtogar Rússlands, þar á meðal Jeltsín forseti, munu reyna að leysa ágreininginn í dag. Morðið á Anne Orderud: Bróðir og mág- kona handtekin Bróðir og mágkona Anne Orderud Paust, fyrrverandi ritara norska varnarmálaráðherrans, voru á sunnudaginn handtekin vegna morðsins á Anne og foreldr- um hennar í maí síðastliðnum. Bróðir Anne, Per Kristian Orderud, og eiginkona hans, Veronica, vísa öllum ásökunum á bug. Fjórir aðilar hafa nú verið gripn- ir vegna morðanna. í síðustu viku voru hálfsystir Veronicu og sambýl- ismaður hennar handtekin vegna brota á lögum um meðferð vopna. Bæði hafa þau verið í löngum yfir- heyrslum um síðastliðna helgi. Þau hafa nú verið sökuð um morð að yf- irlögðu ráði. Lögreglan hefur krafist fjögurra vikna gæsluvarðhalds yfir þeim. Sambýlisfólið viðurkennir brot á vopnalögum en harðneitar að hafa framið morð. Málið þykir nú æ meir líkjast fjöl- skylduharmleik. Per Kristian og faðir hans töluðust varla við vegna deilna um hver ætti að erfa fjöl- skyldubúgarðinn. Per Kristian, sem er lögfræðimenntaður, hafði unnið á býlinu í yfir 20 ár. Hann hafði fórnað frama í lögmannastéttinni til þess að geta tekið við fjölskylduóð- alinu. Faðirinn vildi hins vegar að dóttirin, Anne, fengi sinn hluta býl- isins. Samkvæmt upplýsingum norska blaðsins Aftenposten var það vitnis- burður hálfsystur Veronicu og sam- býlismanns hennar sem varð til þess að lögreglan vildi ræða nánar við Veronicu og Per Kristian. Demókratar eru áhyggjufullir George W. Bush, rikisstjóri í Texas og væntanlegur forseta- frambjóðandi repúblikana, gerði lítið úr árásum demókrata á sig og sagði að þeir hlytu bara að vera áhyggjufullir. „Ég er ánægður með að demókratar skuli veita mér at- hygli,“ sagði Bush á fyrsta kosn- ingarferðalaginu sínu til New Hampshire í gær. „Mér finnst gaman að tala um sjálfan mig og ég er kátur með að aðrir skuli vera að tala um mig.“ Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur Bush mun meira fylgis en helsti keppinautur hans meðal demókrata, A1 Gore varaforseti. Nýtt frímerki Sérstakt frímerki til minningar um brúðkaup þeirra Játvarðs prins og Sophie Rhys-Jones kem- ur á markað í Bretlandi í dag. Gjafapakki með tveimur frímerkj- um og mynd mun kosta aðdáend- ur um 140 krónur. Evrópuþingskosningarnar: Hague hrósar sigri Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, viðurkenndi í gær að Verka- mannaflokkurinn í Bretlandi hefði vanrækt baráttuna fyrir Evrópu- þingskosningarnar sem fram fóru um síðastliðna helgi. Sjálfur kvaðst hann hafa haft hugann við Kosovo- deiluna. Flokkur Blairs beið ósigur í kosn- ingunum eins og flokkar jafnaðar- manna og vinstri manna víða ann- ars staðar. íhaldsflokkurinn hlaut 36 prósent atkvæðanna en Verka- mannaflokkurinn aðeins 28 prósent. Þriðji stóri flokkurinn, Frjálslyndir demókratar, hlaut 13 prósent. William Hague, leiðtogi íhalds- flokksins, var sigri hrósandi yfir úr- slitunum sem þykja styrkja stöðu hans í flokknum um sinn að minnsta kosti. Hann túlkaði niðurstöðuna öðru- vísi en Blair. „Við töluðum fyrir þá Breta sem vilja vera í Evrópu án Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, kvaðst hafa verið upptekinn af Kosovodeilunni. þess að láta stjórnast af Evrópu," sagði hann. Hague fullyrti að úrslitin í Evr- ópuþingskosningunum boðuðu vel- gengni íhaldsmanna í næstu þing- kosningunum í Bretlandi. Blair lagði hins vegar áherslu á að flokk- ur Hagues hefði sýnt að hann væri þröngsýnn og hefði aðeins eitt efni á dagskrá. „Afturhvarf til útjaðars Evrópu hefði alvarlegar afleiðingar fyrir Bretland," sagði Blair. Hann heldur fast við áætlun sína um að taka upp evruna í stað pundsins. Vill hann að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um málið eftir næstu þingkosningar. Afar lítil þátttaka var i kosningun- um til Evrópuþingsins. íflestum Evrópusambandslöndunum sat yfir helmingur kjósenda heima. Ger- hard Schröder, kanslari Þýska- lands, kenndi lítilli þátttöku um ósigur þýskra jafnaðarmanna. Stuttar fréttir dv Átök á hafinu gula Fallbyssubátar kóresku ríkjanna tveggja skiptust á skotum í Gula- hafi í morgun og urðu skemmdir á fleyum hvorrar þjóðar fyrir sig. Páfi kominn með hita Jóhannes Páll páfi fékk vægan hita í gærkvöld og fyrirskipuðu læknar honum að hvfla sig. Páfi er í heimsókn í Póllandi þar sem hann fordæmdi meðal annars fóstureyðingar í gær og hvatti samlanda sína Pólverja tU að standa vörð um mannréttindi frammi fyrir ógninni sem að þeim steðjaði. Óveður í aðsigi Stjórnvöld á Bermúda hafa varað íbúa eyjanna við því að von sé á hitabeltislægðinni Arlene upp að ströndum landsins á næstu tveim- ur dögum. Enn talið í Jakarta Fulltrúar kjörstjórnar í Indónesíu eru bjartsýnir á að þeim takist að ljúka talningu atkvæða úr kosningunum í síðustu viku áður en frestur tU þess rennur út 21. júní. Talning hefur gengið afar hægt og víða hefur þurft að telja upp á nýtt. Hert eftirlit með fóðri Landbúnaðarráðherrar Evrópu- sambandsríkjanna lýstu í gær yfir stuðningi sínum við hert eftirlit með því hvað notað er við fram- leiðslu dýrafóðurs. Krókódílar til ama KrókódUar verða sífellt til meiri ama á golfvöUum og almennings- görðum í sunnanverðu Flórida og þykir það til marks um að stofninn sé að rétta úr kútnum. Fús til viðræðna Vajpayee, forsætisráðherra Ind- lands, kveðst fús til frekari við- ræðna við Pakistana hætti þeir ferð sinni um yfirráðasvæði Ind- verja í Kasmír. Fleiri njósnarar Sendinefnd írans hjá Sameinuðu þjóðunum gaf í skyn í gær að fleiri hefðu verið handteknir fyrir njósn- ir en þeir 13 sem sakaðir eru um njósnir fyrir ísrael. Hungurverkfall á Kúbu Sex stjórnarandstæðingar á Kúbu hafa nú verið á aðra viku í hunguverkfalli til þess að leggja áherslu á kröfur um mannréttindi. Svaf með hníf í kviðnum Spánverji, sem lent hafði í rifr- ildi við kærustuna sína að kvöld- lagi, sofnaði með hníf í maganum. Hann lét fjarlægja hnífinn á sjúkra- húsi morgunin eftir. Afsagnarbeiöni Albert Belgiukonungur sam- þykkti í gær afsagnarbeiðni Jean- Lucs Dehaenes forsætisráðherra eftir ósigur sam- steypustjórnar hans í þingkosn- ingunum um síð- astliðna helgi. Kosningabarátt- an var háð í skugga hneykslis vegna díoxíns í matvælum. Belgar hófu í gær á ný útflutning á svína-, nauta- og fugla- kjöti. En mörg Evrópusambands- lönd, þar á meðal Frakkland, neita að hleypa vöruflutningabifreiðum með belgísk matvæli inn í lönd sín. Stefnan vekur óróa Palestínumenn eru meðal þeirra sem farnir eru að hafa áhyggjur af stefnu Ehuds Baraks, nýkjörins for- sætisráðherra ísraels. Allir sem hann hefur útnefnt í forystu fyrir friðarumræðum eru fyrrverandi hermenn. Palestínumenn hafa sér- stakar áhyggjur af því að enginn þeirra sem tóku þátt í umræðunum er leiddu til Óslóarsamkomulagsins gegnir nú mikilvægu hlutverki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.