Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2001
19
Sport
[¦
h
- KR vann öll mót í vetur og kórónaði tímabilið með Islandsmeistaratitli
KR sigraði Keflavík, 64-58, í þriðja
leik liðanna í úrslitum 1. deildar
kvenna og þar með tryggðu KR-stelp-
urnar sér íslandsmeistaratitilinn og
unnu einvígið, 3-0. KR er vel að titl-
inum komið og virðist vera með yflr-
burðalið þetta tímabilið og því til
staðfestingar er hægt að benda á að
liðið hefur unnið alla þá titla sem í
boði hafa verið.
Keflavík mætti til leiks án Birnu
Valgarðsdóttur sem er meidd og var
það slæmt fyrir gestina. Jafnræði var
með liðunum í fyrsta leikhluta og
voru leikmenn eins og Erla Þorsteins-
dóttir sem stigu upp fyrir Keflavík.
Schwartz í villuvandræðum
KR tók síðan yfirhöndina í öðrum
leikhluta og réðu gestirnir ekkert við
Heather Corby. Brooke Schwartz,
erlendur leikmaður i liði Keflavíkur
lenti í villuvandræðum í fyrri hálfleik
og fjórðu villu sinni þegar skammt
var til leikhlés.
KR byrjaði seinni hálfleikinn af
miklum krafti og virtist vera að skilja
gestina eftir. Munurinn fór í 15 stig,
51-36, en þá sýndi Keflavíkurliðið
hvað í því býr og gerði 16 stig í röð,
þar af þrjár 3ja stiga körfur. Þar
með var Keflavík komið einu stigi yf-
ir og óvænt spenna allt í einu komin í
leikinn. Jafnt var eftir þriðja leik-
hluta, 54-54.
Bamingur í fjórða leikhluta
Mikil barátta var siðan í fjórða og
síðasta leikhluta og gekk báðum lið-
um illa að finna körfuna. Schwartz
fékk siðan fimmtu viilu sína þegar
fimm og hálf mínúta var eftir af leikn-
um. Eftir það virtist KR vera með
þetta í hendi sér og Hanna Kjartans-
dóttir tryggði KR sigur með því að
gera fjógur síðustu stigin í leiknum.
Eftir frábæran þriðja leikhluta náði
Keflavík ekki að fylgja honum eftir og
gerði liðið aðeins fjögur stig í síðasta
leikhluta.
KR var betri aðilinn þegar leikur-
inn er gerður upp í heild og sýndi
styrk með því að klára leikinn eftir að
hafa lent í vandræðum um tíma í
þriðja leikhluta. Hetaher Corby er
heldur betur búin að gera það gott eft-
ir að hún gekk til liðs við félagið og
hefur KR ekki tapað leik eftir komu
hennar. Hanna átti góðan leik en hún
hefur fallið svolítið í skuggann eftir
að Corby kom en núna náðu þær vel
saman. Helga Þorvaldsdóttir átti fín-
an leik og lék síðustu tvo leikina mjög
vel og sýndi hvað í henni býr eftir að
hafa verið frekar róleg í vetur. Krist-
ín Jónsdóttir, fyrirliði liðsins, hafði
hljótt um sig að þessu sinni en hefur
verið frábær í vetur og kemur sterk-
lega til greina sem besti leikmaður
deildarinnar. Gréta Grétarsdóttir er
mikilvæg fyrir liðsheildina og var
engin breyting á því í þessum leik.
Hún spilaði fína vörn og tók m.a. átta
fráköst. Reynsla Guðbjargar Norð-
fjórð hafði mikið að segja fyrir KR og
leiðtogahæfileikar hennar komu að
góðum notum í úrslitakeppninni.
Keflavík mætti hreinlega ofjörlum
sínum að þessu sinni. Það hljóta að
vera mikil viðbrigði fyrir félagið að
hafa ekki Önnu Maríu Sveinsdóttur á
vellinum.
Margar efnilegar
Liðið er enga síður mjög efnilegt og
engin ástæða fyrir Keflavík að ör-
vænta með allar þessar efnilegu stelp-
ur í liðinu. Kristín, Erla og Schwatz
voru bestar í leiknum og munaði mik-
ið um framlag Erlu og Kristínar sem
skoruðu einungis fjögur stig saman í
síðasta leik en gerðu 39 stig að þessu
sinni. Það var þó ekki nóg en ekki
verður skuldinni skellt á Schwartz
sem hefur leikið frábærlega fyrir
Keflavík eftir að hún komst inn í
hlutina hjá liðinu.           -BG
KR-Kef lavík 64-58
2-0, 2-5, 9-7, 15-15, (19-20), 25-20,
33-22, 37-24, (41-32), 43-32, 43-36,
51-36 (54-54), 56-55, 60-58, 64-58.
Stig KR: Heather Corby 17, Hanna
Kjartansdóttir 15, Helga Þorváldsdótt-
ir 12, Gréta Maria Grétarsdóttir 7,
Kristín Jónsdóttir 6, Guðbjörg Norð-
fjörð 4, Sigrún Skarphéðinsdóttir 2.
Stig Keflavikur: Kristín Blöndal 19,
Erla Þorsteinsdóttir 12, Brooka
Schwartz 9, Marin Rós Karlsdóttir 8,
Svava Stefánsdóttir 7, Sigríður Guð-
jónsdóttir 2, Bonnie Lúðvíksdóttir 1.
Fráköst: KR 45, 14 í sókn, 31 í vörn
(Corby 18), Keflavik 42,12 í sókn, 30 i
vörn (Schwartz 14).
Stoösendingar: KR 18 (Corby 7),
Keflavík 17 (Marín, Schwartz 4).
Stolnir boltar: KR 11 (Helga 3),
Keflavlk 6 (Kristín, Theódóra 2).
Tapaoir boltar: KR 15, Keflavík 17.
Varin skot: KR 1 (Corby 1), Keflavík
5 (Erla 5).
3ja stlga: KR 3/11, Keflavík 7/24
Vfti: KR 15/24, Keflavík 7/10
Dómarar (1-10): Leifur Garðarsson
og Rúnar B. Gíslason (8).
Gœði leiks (1-10): 7.
Áhorfendur: .300
Maöur leiksins:
Heather Corby, KR
KR-stúlkurnar  hefja  Henning  Henningsson  þjálfara  sinn  á  loft
fagnaöarlátunum.
Hugarfarið
- skilur liðin að, segir Henning, þjálfari KR
„Við áttum von á því að þetta yrði
erfitt þar sem Keflavík er með mjög
gott lið. Hugarfarið skilur þessi lið að.
KR-stelpurnar höfðu rétt hugarfar til
að ljúka þessu og klára þessa titla sem
komnir eru i hús. Ég átti alls ekki
von á því að vinna þetta 3-0, þó svo að
maður vonaði það. En ef hugarfarið
og viljinn er til staðar þá er ekkert lið
sem stenst okkur snúning," sagði
Henning Henningsson, þjálfari KR.
En hver er skýringin á því að liðið
vinnur örugglega í Keflavík en lendir
í basli á heimavelli. „Pressan á
heimavelli er miklu meiri þar sem við
eigum að vinna heimaleikina. Við
gátum veriö aðeins afslappaðri í
Keflavík þar sem kröfurnar um sigur
eru ekki eins miklar. Þarmáttumvið
tapa en hérna heima eigum við að
vinna. Þetta er eina skýringin sem ég
hef á þessu. Heather hefur komið sér
vel eftir að hún gekk til liðs við okk-
ur en ég er á því að hún hafi ekki
breytt öllu. Að mínu mati eru Kan-
arnir að þurrka hvor annan út þar
sem báðar eru mjög góðar. Á endan-
um eru það heimastelpurnar sem eru
að klára þessi mót. Ef þessi hópur
heldur áfram þá er ekkert lið sem ógn-
ar honum í dag og hægt að byggja á
þessum kjarna í framtíðinm. Það er
ekkert komið í ljós hvort ég verð
áfram en ég á von á því að mér verði
boðinn áframhaldandi samningur,"
sagði Henning að lokum
Björt framtíð hjá KR
„Það er alltaf gaman að vinna
Keflavík í úrslitaleikjum. Við vissum
allan tímann að þetta yrði eríitt þvi
það eru allir leikir i úrslitakeppni erf-
iðir," sagði Gréta María Grétarsdóttir,
leikmaður KR.
„Við komum kannski ekki alveg
nógu stemmdar en unnum samt. Við
erum með yfirburðalið í deildinni og
höfum sýnt það í vetur. Við slökuð-
um aðeins á í þriðja leikhluta og héld-
um kannski að þetta væri komið en
það má ekki í úrslitakeppni og það
sýndi sig. En við tókum okkur saman
í andlitinu og sýndum karakterog
kláruðum þetta. Það er björt framtíð
hjá KR og ef við höldum sama mann-
skap getur þetta lið unnið fleiri titila
næstu árin. Heather Corby hefur
komið sterk inn í liðið og fellur vel
inn í hópinn. Keflavík byrjaði tíma-
bilið vel en eftir að liðið skipti um
þjálfara náði það ekki að halda sömu
stemningu, fyrir utan það að vera
ekki með eins gott lið og við," sagði
Gréta.                    -BG
Kristfn B. Jónsdóttir, fyrirliöi KR, sækir aö körfunni f leiknum gegn Keflvfkingum i
Rós Karlsdóttir, Keflavfk, reynir hvaö hún getur til aö hefta hana.
KR-húsinu á laugardaginn. Marín
DV-myndir E.ÓI.
1. DEILD KVENNA
Sjbtta áriö í röð var Islandsbikar-
inn í kvennakörfunni afhentur í vestur-
bæ en jafhframt aðeins í annað skipti sem
heimastúlkur fengu bikarinn afhentan á
heimavelli sínum. Árin 1996-1999 var bik-
arinn afhentur i Hagaskóla en síðustu tvö
árin í Frostaskjóli.
Oddatöluárin í kvennakörfunni viröast
hafa tvennt í för með sér - Keflavik nær
ekki að verða meistari og úrslitaeinvígið
hefur endað 3-0. Keflavík hefur þannig
verið íslandsmeistari 1994, 1996, 1998 og
2000 en misst titilinn jafnóðum 1995, 1997,
1999 og 2001. 011 oddatöluárin (1993, 1995,
1997, 1999 og 2001) í sögu úrslitakeppni
kvenna hafa úrslitaeinvígin endað 3-0 en
aldrei á sléttu árunum þar sem meðal ann-
ars tvö einvígi hafa farið í oddaleik.
Hanna B. Kjartansdáttir varð um helg-
ina fyrsta konan til að fagna fimm íslands-
meistaratitlum eftir úrslitakeppni. Hanna
varð enn fremur fyrsta konan til að vinna
tvo titla með 2 félögum en hún varð einnig
meistari með Keflavík (1993 og 1994),
Breiðabliki (1995) og KR (1999).
Hanna hefur verio i sigurlioi í 18 af 25
leikjum sínum í lokaúrslitum úrslita-
keppninnar og með því að skora fjögur
síðustu stigin í lokaleiknum um helgina
varð hún stigahæsti leikmaður lokaúrslit-
anna frá upphafi. Hanna, sem hefur skor-
að 330 stig í 25 úrslitaleikjum, skaut sér
upp fyrir Önnu Maríu Sveinsdóttur (328)
og Guðbjörgu Norðfjörð (326).
Guobjörg Norðfiðrö fagnaði loksins ís-
landsmeistaratitli í sínu númeri (14) og
það gerði hún í 30. leik sínum í lokaúrslit-
um úrslitakeppninnar en hún og Kristín
Björk Jónsdóttir, fyrirliðí KR, bættu báð-
ar metið sitt í ár og hafa leikið 30 af 33
úrslitaleikjum um íslandsmeistaratitilinn
frá upphafi keppninnar 1993.
Helga Þorvaldsdóttir, leikmaður KR,
hefur verið í sigurliði í ellefu úrslitaleikj-
um i kvennakörfunni í röð. Helga meidd-
ist í úrslitaleik meistarakeppninnar
haustið 1999 og lék ekkert meira með það
tímabil en tímabilið á undan hafði KR-lið-
ið unnið alla fjóra úrslitaleiki sína (einn í
bikar og þrjá í lokaúrslitum úrslita-
keppni). Helga sneri til baka í haust og í
vetur hefur KR-liðið unnið alla sex úrslita-
leiki sína (einn I Kjörlsbikar, einn I
Reykjavíkurmðti, einn í bikar og þrjá i
lokaúrslitum úrslitakeppninnar).
Heather Corby, kanadískur leikmaður
KR, setti met i lokaleiknum er hún varð
fyrsta konan til að taka 9 sóknarfráköst í
einum leik I lokaúrslitum kvenna. Metið
átti áður Sóley Sigurþórsdóttir sem tók 8
slík fyrir KR frá 1997. Crony setti einnig
frákastamet í fyrsta leiknum er hún tók 19
fráköst en Corby tók alls 52 fráköst í
þremur leikjum gegn Keflavik, eða 17,3 að
meðaltali.                 -ÓÓJ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32