Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 28. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						38
LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002
Helgarblað
x>v
M
'm hádegisbil sunnudaginn 1.
október árið 1961 hringdi
maður á sjúkrabifreið vegna
konu sinnar sem þá þegar var lát-
in. Var lík hennar keyrt á Slysa-
varðstofuna í Reykjavik og fylgdi
maðurinn með í bílnum. Þegar að-
stoðarlæknir hjá Borgarlækni var
kvaddur á vettvang var aðstæðum
lýst svo: „Lá líkið á sjúkravagni og
var lítið farið að kólna, klætt
venjulegri kvendragt, jakka og
pilsi, og þar innan undir náttföt-
um og nærbuxum en sokka- og
skólaust. Miklir marblettir voru á
andliti liksins og á báðum hand-
leggjum þess, en á brjósti þess
voru minni marblettir og nokkrar
húðrispur framan á hálsi.
Eiginmaður konunnar skýrði
þegar frá því að áverkar á likinu
væru af hans völdum."
Var flangsgefin
Maðurinn var sjómaður, 35 ára
gamall, en kona hans hafði verið
jafngömul. Þau bjuggu á Laugar-
nesveginum og áttu saman þrjú
börn á aldrinum tveggja til sjö ára.
Að sögn nágranna við Laugar-
nesveginn var engin nýlunda að
hávaði bærist frá íbúð sjómanns-
hjónanna. Sjómaðurinn bar líka
fyrir dómi að samkomulag þeirra
hefði verið stirt og sambúð
skrykkjótt, sérstaklega er þau
höfðu vín um hönd. Oft hefði kom-
ið til átaka á milli þeirra og oft
hefði séð á eiginkonu hans eftir
viðureignirnar en síðar sagði
hann að í tugum skipta sem konan
hefði barið hann hefði hann ekki
snert við henni. Sagði hann konu
sína hafa verið „mjög flangsgefna"
svo að hann hefði oft átt í vand-
ræðum með hana af þeim sökum.
Dæmi nefndi hann að sumarið
áður hefðu þau hjón verið að
skemmta sér saman í veitingahús-
inu Þórskaffi, hefði hún verið að
flangsa utan i einum skipsfélaga
hans og tvívegis boðið honum upp
í dans þó að „dömufrí" hefði ekki
verið. Þeir sem höfðu skemmt sér
með hjónunum tóku undir þetta og
sögðu að konan hefði oft reynt að
gera mann sinn afbrýðisaman og
reita hann til reiði og stundum
slegið hann að tilefnislausu án
þess að hann hefði þá borið hönd
fyrir höfuð sér. Þegar heimili
hjónanna var skoðað kom í Ijós að
þar hafði komið til átaka. Þó að
ekki væri ólag á húsgögnum mátti
sjá marga blóðbletti víðs vegar um
stofuna og á kodda í hjónarúminu.
Kýttu og höfðu samfarir
Manninum sagðist svo frá at-
burðarás þessarar hörmulegu næt-
Laugarnesvegur
Þargerðust hörmulegir atburöir í október árið 1961. Það sem olli æðiskasti mannsins sem barði konu sína til
ólífis var að hún kallaði hann nafni annars manns viö ástaratlot.
Barði konu
sína til bana
Fékk sex ára fangelsi - til refsilækkunar kom að maðurinn var í afbrýðikasti
ur að konan hefði komið að sækja
hann niður á hafnarbakka en
hann hafði verið að koma úr sigl-
ingu um kvöldið. Þau hefðu bæði
neytt áfengis og haldið síðan heim
þar sem hann gaf börnum þeirra
gjafir. Eftir að börnin voru sofnuð
aftur hefðu þau hjónin haldið
áfram drykkju og fljótlega hefðu
þau farið að kýta, þó ekki af neinu
sérstöku en oft hefði komið til
ósamkomulags milli þeirra þegar
þau höfðu vín um hönd. Milli þess
sem þau kýttu létu þau vel hvort
að öðru og höfðu samfarir.
Það sem olli ofsafenginni reiði
sjómannsins sagði hann að hefði
verið að kona hans kallaði hann
nafni annars manns eftir að hún
var orðin drukkin og virtist hon-
um „hún taka hann fyrir allt ann-
an mann en hann sjálfan". Þegar
þau höfðu samfarir í annað skipti
þessa nótt eða árla morguns kall-
aði hún mann sinn enn öðru nafni
og þá kvaðst hann hafa orðið óður
og ekki vitað mikið hvað hann
gerði. Þegar hann hafði barið hana
þar til hún stóð ekki aftur upp bar
hann hana inn í rúm en þá segir
hann að lífsmark hafi verið með
henni. Þegar hann hugðist þvo af
henni blóð sá hann að ekki var allt
með felldu og útvegaði gæslu fyrir
börnin áður en hann klæddi líkið
í föt og hringdi á sjúkrabíl.
Islensk sakamál
Averkar eins og eftir
bílslys
Við likskoðun og krufningu
fundust ótrúlegir áverkar á kon-
unni: „Miklir marblettir og hrufl í
andliti og svo að segja samfellt
mar undir öllu höfuðleðrinu. Þá
fundust marblettir á útlimum og
einnig á brjósti. Á brjóstkassanum
fundust þrjú rif brotin og tvö
þeirra tvíbrotin. Rifa fannst á
þindinni, en það sem hefur valdið
dauða konunnar var stór sprunga
í lifrinni sem mikið hefur blætt
úr."
Læknar veltu því mikið fyrr sér
Helmilisofbeldl fer úr böndum
Sprunga í lifur varð konunni að aldurtila. Læknar sögðu fyrir dómi að slíka sprungu hefðu þeir aldrei séð á lifur
nema eftir bílslys þar sem hjól hefði farið yfir mann.
hvernig maðurinn hefði getað
veitt konu sinni slíkan áverka á
lifrina. „Slíkar stórkostlegar
sprungur á lifur hef ég aldrei séð
nema í sambandi við bílslys, t.d.
þar sem hjól hefur ekið yfir
mann," sagði einn læknirinn en
líklegast fannst þeim að maðurinn
hefði hént sér, t.d. af stól eða
borði, ofan á konuna, þannig að
skór hans hefði lent á kviði og
brjósti konunnar hægra megin eða
hann hefði staðið á konunni og
hoppað á henni.
Sjómaðurinn mundi mjög óljóst
hvað gerst hafði nóttina örlaga-
ríku og kom þar sennilega til
hvort tveggja, sljóvguð meðvitund
af völdum víndrykkju og svo geð-
ofsi en honum virtist fyllilega ljóst
hvaða ódæði hann hafði unnið og
fann sér enga afsökun.
Sexár
Sjómaðurinn hafði margsinnis
komist i kast við lögin, oftast fyrir
ölvun og óspektir á almannafæri,
rúðubrot og ryskingar, en aldrei
hafði hann gerst sekur um alvar-
legri glæpi fyrr en nóttina örlaga-
ríku. Við geðrannsókn kom í ljós
að hann var ekki geðveikur eða
geðveill heldur mjög ofsafenginn
maður sem hætti til þess að
drekka illa og væri afbrýðisamur
að auki. Ljóst var að árás manns-
ins á konuna var ofboðsleg þó að
ekki væri sannað að hann hefði
ætlað að svipta hana lífi þegar
hann hóf árásina á hana. Dómur-
inn komst að þeirri niðurstóðu að
honum hefði þó mátt vera ljóst
hverjar afleiðingar kynnu að
verða af þessari hrottalegu mis-
þyrmingu sem virðist hafa staðið
yfir í langan tíma.
Refsing sjómannsins var í hér-
aði ákveðin 7 ára fangelsi en
Hæstiréttur mildaði refsinguna í 6
ár. Til refsilækkunar var visað í
75. gr. hegningarlaganna, eða þess
hluta sem hljóðar svo: „Hafi mað-
ur framið brot í ákafri geðshrær-
ingu, vegna annars skammvinns
ójafnvægis á geðsmunum eða svo
er ástatt að öðru leyti, að verknað-
urinn verður ekki talinn líkt því
eins refsiverður og venjulegt er
um samskonar brot, má færa refs-
ingu niður og jafnvel, ef brot varð-
ar ekki þyngri refsingu en [fang-
elsi allt að 1 ári], láta hana falla
niður." Einnig þótti koma til mild-
unar að maðurinn játaði strax og
greiddi í alla staði götu rannsókn-
armanna við lausn málsins.
-þhs
Fréttir fortíðar • 1976
Gortaði af bankaráninu
~ö*iki«" "Ha^ifc,  í   Tímanum
l.*S¥ÍT liSil'1976  sa8öi  frá
:::.:::';¦ "-¦"'  *•-':...*'¦-'.-'¦•: ¦  ,    , .
eag=aq: 5|™^f drukknum
^sf bankaræningja
eyðilagði
3 ~im**á»j£Sem
£«&** ^aan^ fvrir sér annars
[gs^SS §§i||j§; fullkomið rán
--£££*•, S|j|s2sSf meö þvi að veifa
WMM 118§S§I'. bunka af fimmp-
¦pgS^' ggp£undaseðlum
K9M.  ^^,framan * tvo
Hs. undrandi   lög-
lv™   '
fb gFrrsy-p reglumenn
og
segja: „Langar
ykkur að vita hvar ég fékk þetta!?"
Maðurinn hét John Sinclair, 24 ára
gamall verkamaður með tuttugu og
níu fangelsisdóma á bakinu. Sagði i
fréttinni að Sinclair hefði drukkið
sleitulaust eftir að hann sat af sér
sex mánaða dóm og eftir fjögurra
daga drykkju hefði hann gengið
fram hjá banka og dottið skyndilega
í hug að ræna hann. Hann varð svo
hissa þegar hann fékk peningana i
hendur og komst undan að hann gat
ekki stillt sig um að gorta af því.
Sinclair var dæmdur til fimm ára
fangelsisvistar.
Rithöfundum úthlutaS starfslaunum j
Starfslaun 1976
Þess er jafnan beðið með nokk-
urri eftirvæntingu þegar tilkynnt er
hvaða rithöfundar hhota starfslaun
úr Launasjóði rithöfunda á hverju
ári. Árið 1976 hefur áreiðanlega
ekki verið nein undantekning. Ell-
efu rithöfundar fengu starfslaun til
6 mánaða og meðal þeirra voru Guð-
mundur Gíslason Hagalín, Hannes
Sigfússon, Jökull Jakobsson og
Nína Björk Árnadóttir. 25 fengu
þriggja mánaða starfslaun, en með-
al þeirra voru Þórarinn Eldjárn,
Kristmann Guðmundsson, Þórunn
Elfa Magnúsdóttir og Steinunn Sig-
urðardóttir. 31 rithöfundur fékk
tveggja mánaða starfslaun, m.a.
Þorgeir Þorgeirson, Jenna Jónsdótt-
ir, Matthías Johannessen og Sigurð-
ur A. Magnússon.
Varað við reykingum
„Frá næstu
áramótum
verður spenn-
andi lesning á
hverjum si-
garettupakka
i Svíþjóð," var
heilsíðufrétt í
Tímanum árið
1976.     „Þá
ganga ný lög í
um að allar tó-
SWAf?KÖMA
ÍÍAGÖS0
GfGN
fíWlNGUM
_

gildi, sem kveða á
baksvörur skuli áletraðar aðvörun-
um frá heilbrigðissjónarmiði og
vörulýsingum, sem tilgreina
nikótín, rjöru og koloxíðmagn. í
stað þess að hafa samhljóða áletrun
á öllum tóbaksvörum hefur heil-
brigðiseftirlitið hugsaö upp og við-
urkennt hvorki meira né minna en
nítján mismunandi aðvaranir. Sem
dæmi um aðvaranir var nefnt
„Reykingar á meðgöngutíma geta
skaðað barnið", „Sígarettuhósti er
merki þess að heilsan er að fara að
gefa sig," og „Þetta er eitur fyrir
taugakerfið." Töldust þessar merk-
ingar til tíðinda - enda ekki teknar
upp hér á landi fyrr en mörgum
árum seinna.
Ekki kremja hjarta mitt
Á vinsældalistum í Bretlandi og
Bandaríkjum trónaði sama lagið í
ágúst 1976. Þetta var lagið Don¥t go
Breaking my Heart með Elton John
og Kiki Dee sem var svona óskap-
lega vinsælt. Af öðrum lögum á list-
anum má nefna A little bit more
með Dr. Hook og You Should be
Dancing með Bee Gees.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64