Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 Fókus DV Á jólunum skýra prestar landsins innihald kristinnar trúar út frá jólaguðspjalli Lúkasar eins og um blá- kaldan sannleika sé að ræða. En vísindamenn eru löngu búnir að sýna fram á að þótt jólaguðspjallið sé falleg saga, þá er það í raun og veru nær eintómur tilbúningur. Nú h'ður að jólum og jólaguðspjall- ið tekur brátt að hljóma í kirkjum landsins; hin fagra saga af fæðingu frelsara mannkynsins. Prestarnir munu leggja út af þessari sögu, hver á sinn hátt; þeir munu fjalla um hið hógværlega upphaf á ævi sonar Guðs, um ferðina til Betlehem, um barnið sem lagt var í jötu, um hirðana úti í haga - og hvaðeina annað sem í jóla- guðspjallinu er að flnna. Þeir munu fjalla um þetta sem sannleika - og vel má það vera sannleikur í sjálfu sér að Guð hafi sent son sinn til að frelsa mannkynið. Hitt eru aftur á móti allir raunverulegir fræðimenn sammála um núorðið að í jólaguðspjallinu stendur ekki steinn yflr steini þegar það er rannsakað með aðferðum sagnfræðinnar, bókmenntarýni og annarra viðurkenndra vopna mann- anna til að skilja heiminn í kringum sig. í þessari grein verður jólaguð- spjallið - sem guðspjallamaðurinn Lúkasar skráði - kannað í smáatriðum, lesendum til fróðleiks. Tekið skal fram að hér er ekki byggt á rannsóknum einhverra sérstakra „óvina trúarinnar" eða manna sem halda sig á jaðri vís- indagreina sinna; þetta eru allt ein- faldlega blákaldar staðreyndir sem eru á vitorði allra vísindamanna í viðkom- andi greinum. Það má líka nefna að alls ekki er ædunin að gera lítið úr jólahaldi eða trú manna á tilgang jól- anna. Og jólaguðspjallið er jafn falleg saga eftir sem áður. En það er þó ekki annað en saga, tilraun guðspjalla- mannsins til að búa til að frásögn um það sem hann vissi að líkindum næst- um ekkert um, og uppfull af þráðum úr gömlum þjóðsögum, ritningar- greinum og spádómum fyrri tíma. Sagan er tákn sem heldur gildi sínu sem slíkt - en er samt ekki annað en saga, eiginlega þjóðsaga. Og því spurning hvort prestum landsins sé í rauninni stætt á að fara með jólaguð- spjallið eins og blákaldan, sagnfræði- Iegan sannleika á aðfangadagskvöld. Jólaguðspjallið er að finna í öðrum kapítula Lúkasarguðspjalls. Það hefst svo: Betlehem Fæddihún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann íjötu, afþví að eigi var rúm handa þeim i gistihúsi. Það bar til um þessar mundir... Umdeilt er hvenær „þessar mund- ir" voru. í guðspjöllunum er aðeins tvisvar vikið að aldri Jesú og í bæði skiptin helstil óljóst. Lúkas segir (3,23) að Jesú hafi verið „um þrítugt, er hann hóf starf sitt". Gallinn er sá að enginn veit í raun og veru hversu lengi Jesú var að „störfum". Samstofna guð- spjöllin greina frá u.þ.b. þremur árum á ævi hans en Jóhannes þjappar þeim niður í eitt. Jóhannes greinir á hinn bóginn frá því að eitt sinn þegar and- stæðingar Jesú voru að atyrða hann fyrir að þykjast hafa séð Abraham, ætt- föður Gyðinga, þá sögðu þeir; „Þú ert ekki enn orðinn fimmtugur, og hefur séð Abraham!" Þetta þykir mörgum benda til að Jóhannes hafi talið Jesú vera kominn nálægt fimmtugu þegar orðaskiptin áttu sér stað. Þar eð flestir hallast að því að hann hafi verið kross- festur á árunum 30-33 gæti Jesú því hafa fæðst allt að 20 árum „fyrir Krist". Þeir tveir guðspjallamenn sem segja frá fæðingu Jesú - Lúkas og Matteus - tengja fæðingu hans hins vegar báðir við efstu daga Heródesar mikla, leppkonungs Rómverja í Palestínu en hann dó árið 4 f.Kr. Frá- sagnir þeirra eru að vísu að mörgu leyti ósamhljóða og gætu vel verið byggðar á eintómum þjóðsögum hinna frumkristnu safnaða sem vildu tengja fæðingu frelsara síns við merka viðburði. Eigi að síður hafa flestir fræðimenn kosið að taka mark á Lúk- asi og Matteusi að þessu leyti og telja þeir Jesú því fæddan einhvern tíma á árunum 6-4 f.Kr. Það var svo á fimmtu öld sem munkurinn Dionysius Exiguus hugð- ist reikna út fæðingarár Jesú og komst þá að þeirri niðurstöðu að hann hefði fæðst það ár sem síðan hefur verið árið eitt e.Kr. Útreikningar hans voru hins vegar byggðir á misskilningi og er nú ekkert mark á þeim tekið. ... að boð kom fráÁgústus keisara, að skrásetja skyldi alla heimsbyggð- ina. Rómverjar voru vissulega reglu- samir menn og til að skattskil væru í lagi á landsvæðum þeirra stóðu þeir iðulega fyrir ýmiss konar skráningum og manntali. Á hinn bóginn benda engar heimildir til þess að Ágústus keisari hafi staðið fyrir nokkurs konar allsherjar manntali um allt ríkið. Þótt langstærstur hluti af opinberum skjöl- um Rómverja, er lutu að hversdags- legri stjórnsýslu í ríkinu, hafi glatast er mjög óiíklegt annað en allsherjar manntal hefði ratað á spjöld sögunn- ar. Manntali fylgdu nefnilega yfirleitt alltaf órói og jafnvel óeirðir, einfald- lega vegna þess að margir vildu alls ekki komast á spjöld hins opinbera, svo þeir þyrftu ekki að greiða skatt. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Kýreníus var land- stjóri á Sýriandi. Publius Sculpinius Quirinius var legáti eða landstjóri Rómverja í Sýr- landi árin 6-7 e.Kr. Hann stóð vissu- lega fyrir manntali, en að vísu heilum áratug eftir Heródes mikla var dáinn og því er Lúkas augljóslega á algerum villigötum er hann tengir saman fæð- ingu Jesú undir ævilok Heródesar og manntal Quiriniusar. Sú villa getur að vísu verið skiljanleg þar sem Lúkas skrifaði guðspjail sitt líklega um 80 árum eftir atburði þessa og annað eins henti forna höfunda eins og að skjöplast um tíu ár. Gallinn við frásögn Lúkasar er sá að eftir því sem best er vitað fór manntai Quiriniusar aðeins fram í Júdeu og nálægum héruðum, ekki í Galíeu, en þar er borgin Nasaret þar sem foreldrar Jesú bjuggu sam- kvæmt frásögn Lúkasar sjálfs. Fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Jósef úr Galíieu frá borginni Nasaret upp til Júdeu, til borgar Davíðs, sem heitirBetleham, enhann varafættog kyniDavíðs, aðláta skrásetja sig... Hér fer Lúkas verulega út af spor- inu. Þótt afsaka megi ónákvæmni varðandi tímasetningu hins meinta manntals er þessi skýring á för Jósefs (og Maríu) til Betieham gersamlega út í hött. Bæði voru Júdea og Galílea að- skildar stjórnsýslueiningar og mann- tal á öðru svæðinu hefði ekki haft nein áhrif á íbúa á hinu svæðinu. En þótt svo hefði verið, þá er algerlega út í hött að Jósef hefði þurft að ferðast frá Nasaret til Betlehem til að láta skrá- setja sig. Manntal fólst þá eins og nú í að skrá hverjir byggju hvar á einhverj- um tilteknum tímapúnkti. Tilgangur- inn var sem fyrr segir skattíagning og til þess að yfirvöldin gætu lagt á sína skatta þurftu þau að vita hverjir byggju á hvaða skattasvæði og hverjar væru skattskyldar eignir þeirra. Yfir- völdunum var hjartanlega sama hvað- an fólk var ættað og raunar er skýring Lúkasar á ferðalagi Jósefs svo fráleit að furðu sætir. Sú tilhugsun að rómversk- ir herrar hefðu látið sig einhverju varða hvort Jósef ætti til langfeðga að telja í Betlehem eða einhvers staðar annars staðar er andstæð öllu sem við vitum um rómverska keisaradæmið. Og jafnvel þó svo við reyndum að trúa því að rómverskyfirvöld hefðu skyndi- lega fyllst þvílíkum áhuga á gyðing- legri ættfræði að hverjum manni hefði verið skipað að takast á hendur ferða- iag til ijarlægra staða þar sem ein- hverjir ættfeður þeirra hefðu einhvern tíma búið, þá er ómögulegt annað en að einhverjar heimildir hefðu varð- veist um svo óvænt og reyndar fárán- legt uppátæki. Því allt samfélagið hefði vitaskuld farið á hvolf ef menn hefðu í stórum stíl verið skikkaðir til þess arna. Tilgangurinn með þessari hásögn Lúkasar er því augljóvirðist slega býsna vanhugsuð tilraun guðspjalla- mannsins til að koma heim og saman þeirri trú frumkristnu söfnuðanna að Jesú væri fæddur í Betíehem í Júdeu þótt allir vissu að hann hefði alist upp í Nasaret í Galfleu. Þar sem kollega Lúkasar, Matteus, lætur Jesú líka fæð- ast í Betlehem er ljóst að því trúðu kristnir menn snemma - eða vildu að minnsta kosti trúa því. Þá kemur tvennt til greina. I fyrsta lagi kann Jesú að hafa verið fæddur í Betíehem í raun og veru en síðan flust ungur með foreldrum sínum til Nasar- et. Það gæti vissulega hafa gerst. Þótt Júdea og Galflea væru vissulega sjaldnast undir sömu stjórn um þær mundir sem hér um talar, þá hefur fólk samt flust í einhverjum mæli milii héraðanna. En þó varla í þeim mæli að frásögn Lúkasar (og Matteusar) geti talist ýkja sennileg. Áður en Rómverjar náðu völdum á svæðinu var Galflea öldum saman undir járnhael ýmissa stórvelda í Mesópótamíu og síðar Sýrlandi. íbú- arnir lögðu þá að mestu af trú feðra sinna og töldust varia til Gyðinga leng- ur. Á skammvinnu stórveldisskeiði hinna svonefndu Makkabea í Júdeu á annarri öid fyrir Krist lögðu þeir Galí- leu undir sig og sneru þá íbúum þar með valdi og hörku aftur til Gyðing- dóms. Eftir það töldust Galfleumenn að nýju vera Gyðingar en í ýmsum heimildum má sjá að eftir sem áður litu íbúar í Júdeu þá hálfgerðu horn- auga. Þess má til dæmis finna dæmi í guðspjöllunum að Gyðingar í Júdeu voru tortryggnir í jarð Jesú beinlínis af því hann kom frá Galfleu. Ef alkunna hefði verið meðan Jesú lifði að hann væri fæddur í Betíehem í Júdeu hefði sú tortryggni áreiðanlega ekki fest ræt- ur. Þvf má ætía að meðan Jesú var á dögum hafi einfaldlega verið litið á hann sem réttan og sléttan Galfleu- mann en hásögnin um að hann væri fæddur í Betíehem ekki komist á kreik fyrr en alllöngu eftir að hann var krossfestur. í því sambandi má nefna að hvergi - nema hjá Lúkasi og Matteusi - er get- ið um uppruna Jesú í Betlehem. I Markúsarguðspjalli - sem flestir fræði- menn eru sammála um að sé elsta guðspjallið er að sönnu ekki fjallað sérstaklega um fæðingu Jesú en þegar hann er kynntur til sögu er hann tryggilega tengdur Galfleu og engurn stað öðrum; „Svo bar við á þeim dög- um, að Jesú kom frá Nasaret í Galfleu ..." segir í 9. versi 1. kapítula Markúsar, og síðar í guðspjallinu er hvað eftir annað fjallað um hann sem Galfleu- mann. Hin skýringin á helstil vandræða- legri tilraun Lúkasar til að skýra hina meintu fæðingu Jesú í Betlehem er einfaldiega sú að eftir að Jesú var krossfestur og fyrstu söfnuðirnir tóku að myndast um trú á hann sem frels- ara, þá var hinum frumkristnu svo í mun að sanna að hann væri Messías að þeir tíndu til alla þá spádóma sem þeir gátu fundið í gyðinglegum ritum um komu Messíasar og reyndu að láta þá falla að Jesú og ævi hans. Og þar var um auðugan garð að gresja þar sem Gyðingar höfðu framleitt ókjör af spá- mönnum gegnum tíðina og fjöldi spá- dóma var varðveittur á bókfelii. Án þess að hér sé pláss til að rekja það í smáatriðum, þá skal hér fullyrt að ótrúlega margt af því sem guð- spjöliin segja um Jesú virðist komið þessa leið í bækur guðspjailamann- anna. Bæði stór og smá atvik og lýs- ingar af ferli Jesú reynast við nánari at- hugun eiga sér bakgrunn í einhverju versi spámannanna um hinn komandi Messías. Þar á meðal er sagan um fæð- ingu hans í Betíehem en eins og rakið er hér tii hliðar er þann spádóm að finna í spádómsbók Míka í Gamla testamentinu. Áhugi Lúkasar á því að tengja Jesú við Davíð konung réði þess ■ vegna ferðinni þegar hann skrifaði frá- sögn sína um ástæður ferðalags Jósefs frá Nasaret tii Betíehem. Matteus fór aðra ieið þegar hann sagði frá fæðingu Jesú í Betíehem - samkvæmt honum bjó Jósef einfaldlega í Betlehem en hrökklaðist svo þaðan til Egiftalands undan ofsóknum Heródesar konungs mikla. Eftir dauða Heródesar flutti Jósef svo með fjölskyldu sinni til Nasaret, segir Matteus. Sú ffásögn er reyndar af öllum fræðimönnum talin aldeilis fráleit og sagan um Egifta- landsferðina helstil vandræðaleg til- raun til að tengja Jesú við söguna um Móse og „frelsun" Gyðinga undan faraó. Bókstafstrúaðir kristnir menn sem þora að horfast í augu við þá stað- reynd hversu ótrúlega oft frásagnir af Jesú virðast samhljóma gömlum spá- Guðspjallamennirnir Lúkas og Matteus eru sammála um að Jesú liaft fæðst í smábænum Betlehem í Júdeu, skammt frá Jerúsalem. Betíehem var fræg fyrir að þaðan var Davíð konungur, sögufrægasti leiðtogi fsraelsmanna fyrr og síðar, en að öðru leyti var bærinn lítils megandi. í reynd eru flestir fræðimenn á því að ólfldegt sé að Jesú hafi fæðst í bænum, þótt ekki sé það útiiokað. Sögumar um fæðingu hans í Betlehem virðast fyrst og fremst byggðar á ritningarstað úr spádómsbók Míka - einu minnst þekkta riti Gamla testamentisins - en þar segir í upphafi 5. kapítula: „Og þú, Betlehem... þótt þú sért einna minnst af héraðsborgunum í Júda, þá skal þó frá þér koma sá, er vera skal drottnari í fsrael, og ætterni hans vera frá umliðinni öld, frá fortíðar dögum." Jesú var - eða var að minnsta kosti talinn vera - af ætt Davíðs konungs, þótt þeim Lúkasi og Matteusi, sem röktu ætt hans frá Davíð, beri reyndar alls ekki saman um ættfærsluna, frekar en um margt annað. Athyglisvert er að í framhaldi ritningarstaðarins í Míka-bókinni kemur skýrt og greinilega fram að sá „frelsari" sem Míka vænti að kæmi frá Bet- lehem var allt annars eðlis en sá „huglægi frelsari" sem kristnir menn telja Jesú vera. Þar var einfaldlega um að ræða herkonung sem vernda skyldi þjóð sína undan hinum grimmu Assýringum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.