Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						5. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMEBER 1979 — 282. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIDSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022.
Björgunarmenn horfðu a þyriuna snúast til jarðar:
tf
Kraftaverk að neista-
eldurinn skyldi slokkna
Tvö flugslys á Mosfellsheiði á 5 klst Níu útlendingar og 2 íslendingar meira og minna limlesur
ff
„Það er algjört og óskiljanlegt
kraftaverk að ekki varð meira úr
heim rafmagnseldi er sást í flaki þyrl-
unnar á Mosfellsheiði er fyrstu tveir
björgunarmennirnir komu á vél-
sleðum að flakinu örfáum minútum
eftir að þyrlan skall til jarðar," sagði
Karl Eiríksson í rapnsóknarnefnd
flugslysa í samtali við DB. Skúli
sonur Karls og Halldór Sigurjónsson
einnig úr rannsóknarnefndinni,
komu fyrstir að flakinu, því þeir fóru
á vélsleðum frá flaki Cessnunnar 5—
800metrumaustur.
„Þetta var rafmagnseldur, neista-
flug i leiðslum. Skúli spurði flugstjór-
ann hvar aðalrofinn væri, fékk greið
svör og rauf rafstrauminn. Elds-
neytið JP-4 flaut um allt og mettaði
andrúmsloft flaksins. En krafta-
verkið skeði. Enginn eldur blossaði
upp."
Upphaf harmleiksins var að TF-
EKK var saknað en i henni höfðu 4
útlendingar farið í útsýnisflug til
Gullfoss. í sama mund og tekið var
að kalla hana upp heyrðust neyðar-
merki frá sjálfvirku senditæki í TF-
EKK. Þau voru skjótlega miðuð út
og björgunarleiðangur hófst. Flug-
björgunarsveitarmenn fóru af stað í
bílum og þyrlubjörgunarmenn
varnarliðsins buðu fram hjálp.
Það var um 15.20 sem TF-EKK
brotlenti 4 km vestan Þingvallavatns.
Þyrlan varð fyrst á staðinn. Fólkið
reyndist allt lifandi í flugvélinni,
þrennt fast og mikið slasað en flug-
maðurinn, franskur, laus. Var farið
með hann einan í þyrlunni í bæinn.
Þyrlan kom aftur eftir tafir. Særða
fólkið flutt um borð og lagt af stað
kl. 19.06. Þyrlan komst eðlilega í 2—
300 metra hæð. En ca 2 mínútum
síðar virtist hljóð hennar breytast og
er menn litu upp sáu þeir óljóst i
myrkrinu að hún spannst til jarðar.
- Enginn bjóst við að sjá lifandi fólk
koma út úr flaki hennar. En í þann
mund er Skúli og Halldór komu að á
vélsleðunum kom Ólafur Kjartans-
son læknir út um eitt opið, og síðar
birtust fleiri. Á örskömmum tíma
náðist allt fólkið úr vélinni, meira og
minna sært.
Hófst nú löng bið eftir hjálp.
Ólafur gekk að hjálparstarfinu með
ólýsanlegu þreki og aðdáun vakti
framkoma þyrluflugstjórans sem
axlarbrotinn með meiru vildi öllum
„ Ekki aftur íþyriu"
mmtmm
Vlak bandarisku björgunarþyrlunnar á slysstað. Mesta kraftaverk þykir að fólk skyldi sleppa Ufs úr báðum flugslysunum. A innfelldu myndinni er flak Cessnavélar-
innar TF-EKK.  DB-myndir. Hörður.
sinna. Um tiu manna björgunarlið
kom að, sem sent hafði verið til
Cessnunnar.
Við mikla erfiðleika brutust
sjúkra- og björgunarbílar með lækna
og hjúkrunargögn á staðinn og á
stuttum tíma —eftir langa bið— var
fólkinu komið i sjúkrakörfur og
börur og borið til bilanna sem ekki
komust nær flakinu en 1—1,5 km
fjarlægð.- Það var erfið leið sem
fólkið meira og minna beinbrotið átti
fyrir höndum.
Alls særðust fjórir í TF-EKK og 7 i
þyrlunni, 5 Bandarikjamenn og is-
lenzku læknarnir tveir, Ólafur þó
litið.                  -A.St.
— voru bænarorö annarrar særðu stúíkunnar
„Ekki aftur í þyrlu," sagði
önnur finnska stúlkan, sjúkraþjálf-
ari á Reykjaiundi, er björgunar-
menn sem sendir voru frá Reykja-
vik er vitað var um þyrluslysið
hjálpuðu þeim björgunarmönnum
er fyrir voru að koma henni á
sjúkrabörur. Stúlkan ásamt vin-
stúlku sinni Og landa og starfs-
félaga, var mikið meidd í baki. Þær
og Nýsjálendingur, höfðu verið i
Cessnunni, sem fyrr fórst á Mos-
felisheiði i gær og þyrlumenn komu
til hjálpar.
Þau þrjú höfðu þvi lent í tveimur
flugslysum á tæpum 4 klst.*. Og
það var ekki fyrr en kl. 9.05 að
burðarmenn Iðgðu af stað með
börur þeirra frá slysstað, upphaf
langrar ferðar og erfiðrar fyrir bak-
sært fólk í sjúkrahús. Tæpar 6
klukkustundir hafði fölkið legið
miktð sært 't flugvélaflökum eða á
snjóskafli. Hlúð var að þvi eftir
mætti en kuldinn var nístandi fyrir
það.
Magnús Guðmundsson læknir
sem einnig lá særður i baki i
snjónurn hafði líka orð á að fara
ékki meðþyríu í bæinn.    . A.St.
Þrír af hverjum
fjórum stjórn-
málaf lokkum
vilja virðis-
aukaskatt
- sjá bls. 14
Geirf inns- og
Guðmundarmálin:
Gæzluvarðhald
sakborninga
framlengt til
1. apríl 1960
-sjábls.5
Miglangarí
kálgarð við læk
upp í sveit
- sjá viðtal IHH
við Normu
Samúelsdóttur
rithbfund
— sjá bls.
12-13
„Hér lifa menn
í menningar-
leysi og verða
að vinna eins
og skepnur"
— Það er átt við
ísland
— sjá bls. 7
DAGARTIUÓLA
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32