Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 14.10.1945, Blaðsíða 2

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 14.10.1945, Blaðsíða 2
122 SUNNUDA GUR Jón frá Ljárskógum ; ' % é í í. v > 3 } Söngvarinn og skáldið, Jón frá Ljárskógum, lézt að Vífilstöðum 7. þ. m. Meðan „hrundu haustbleik lauf af meiði“ háði hann hinzta stríðið við hvita dauðann, og — strengir hans syngja ekki framar. —0— Jón frá Ljárskógum féll frá á bezta aldri. Hann var fæddur 28. marz 1914 að Ljárskógum í Döl- um, sonur hjónanna Jóns Guð- mundssonar og Önnu Hallgríms- dóttur, sem þar bjuggu og er móð- ir hans enn á lífi. Hann innritaðist í Menntaskóla Akureyrar haustið 1928, lauk stú- dentsprófi þaðan 17. júní 1934. Hann stundaði um skeið nám við guðfræðideild háskólans, en hvarf frá því námi og gerðist kennari við gagnfræðaskól-ann á ísafirði. Kvæntist hann ísfirzkri stúlku, Jónínu Kristjánsdóttur, eignuðust þau einn son. Jón var ekki heilsu- hraustur, þoldi ekki starfið við skólann, veiktist veturinn 1942 og var fluttur til Vífilstaða, og átti þaðan ekki afturkvæmt. Árið 1941 gaf hann út ljóðabók sína Sýngið strengir, og síðar Hörpuljóð, létta söngtexta og hafði hann sjálfur frumsamið eða þýtt allmarga þeirra. Á skólaárum sín- um stofnaði hann, ásamt þrem félögum sínum M. A.-kvartettinn, er söng sig ógleymanlega inn í hjörtu allra söngelskra íslendinga. Hann gaf sig mikið að söngmál- um og var m. a. lengi í Karlakór Reykjavíkur og fór með honum í söngfarir. Þannig er í fám orðum saga Jóns frá Ljárskógum, en vinir hans kunna bá scgu lengri, sögu um bjartar vonir er tengdar voru við þenna glaða, unga mann, er fram- tíðin virtist eitt sinn brosa við, — nú er hann dáinn, horfinn. Strengir hans syngja ekki fram- ar, var sagt hér áðan, það er ekki með öllu rétt, því strengir minn- inganna um hann munu syngja meðan sumarsól blikar á hinn blá- asta íslenzkra fjarða og björt vor- nótt lykur í faðmi sinum „öræf- anna sal með álftakvak og þúsund vatna nið“ í kvæði sínu Laxárdalur bar Jón fram þá ósk til dalsins, að „geta hvílt í friði í þínum örm- um“. Lík Jóns verður flutt til hinnar hinstu hvíldar heima í Laxárdal. Hér fer á eftir kveðja frá ein- um vina hans. ♦ —0— „Hér hefur særður svanur kropið að sœluskauti móðurlands“. Hvenær skyldi manni lærast að láta sér ekkert á óvart koma? Það er einkennilega mannlegt að vera við öllu búinn, en vilja svo ekki trúa neinu af því sem skeður. Eg, ásamt flestum, sem þekktu þig, vissu nokkurn veginn að hverju dró, en erfiðleikinn á því, að þora að viðurkenna fyrir sjálfum sér þá sorglegu staðreynd sem fyrir var, er svo mannlegur, að skýring er þar fánýt. Kynni mín af mönn- um eru þau án nokkurrar beyskju, að sá hafi fyrirhitt hamingju lífs síns, að svo miklu leyti sem hún er til, sem kynnzt hafi tveim mönnum fjarskyldum, sem heita heilir. Jón, þú varst annar þeirra. Hinum held ég. — Hvað tekur svo við ... ? Aðall þinn var: dreng- lyndi, göfugmennska og skilning- ur svo næmur, að mér hraus hug- ur við, ef svo mætti segja. Það fólst óþekktur unaður, dásamlegt fyrirheit í meðferð þinni á helg- asta hugðarefni lífs míns. Þegar ég kom til þín, sem sjúklings, var ég allur flakandi í sárum, háður algjöru vonleysi, glataðri trú á allt og alla, heltroðinn skilningsleysi þessa fólks, sem eyðir allri ævi sinni 1 fjarlæga leit að því, sem er hendi næst, — en það er ekki ámælisvert, — þá fórst þú hendi —. einn manna — um hugsjón mína á þann veg, að fyrir mig er henni bjargað. Sjá, haustið er komið — brotið er vorsins vald. Þannig byrjaðir þú eitt kvæða þinna, já, vinur minn, haustið kom, það kom fyrr en þig varði. Oft spurðum við hvorn annan, með óttablandinni undrun: hvað er þetta líf? Til hvers er verið að þessu? Fæðist maður aðeins til lífsins, til þess eins að sjá tilgangsleysi þess? Þú hefur fengið svarið. Hilling, þján- ing, myrkur, og þó, — sennilega verður svarið sem ég fæ á sama veg. í dauðabaráttu við eitthvað Framhald á bls. 128.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.