Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.02.1995, Blaðsíða 5
RITSTJORNARGREIN KJÓSIÐ ÞANN SEM LOFAR MINNSTU Við þinglausnir er stundum haft á orði að Alþingi hafi verið starfsamt og afgreitt svo og svo mörg lög. Margir telja að eftir því sem stjórnmálamenn setji fleiri lög þeim mun duglegri séu þeir. Þetta er misskilningur! Fólk ætti að hrópa húrra næst þegar það heyrir að fá lög hafi verið af- greidd á Alþingi. f komandi alþingiskosningum ætti fólk að kjósa þann stjórnmálamann sem lofar minnstu, lofar að setja sem fæst lög á Alþingi. Það er nefnilega á Alþingi eins og annars staðar að magn og gæði fara ekki saman. Hlutverk stjórn- málamanna er að huga að umgjörðinni, setja leikreglur. En þeir eiga að taka sem minnst þátt í leiknum. Á næstu vikum munu kjósendur heyra langar kosninga- ræður stjórnmálamanna þar sem þeir hamast við að lofa og telja upp alls kyns tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki. Þeir munu fara með þulur um að framtíðin sé í ferðaþjónustu, hugbúnaði, smáiðnaði, sjávarútvegi, viðskiptum við Asíu og þar fram eftir götunum. Eðlileg spurning hlýtur því að vera sú hvers vegna stjórn- málamenn, sem sjá gull drjúpa af hverju strái og þylja upp tækifæri eins og hverjir aðrir viðskiptajöfrar, séu ekki í viðskiptum. Hvað eru þeir að gera inni á þingi? Þeir virðast hafa miklu næmara auga fyrir viðskiptum en þeir sem streða í þeim á degi hverjum og reyna að láta enda ná saman, halda fyrirtækjunum gangandi og greiða laun. Sumir stjórnmálamenn tala núna um að láta hagvöxt í framtíðinni eyða fjárlagahallanum. Þeir hinir sömu hafa áður stjórnað þjóðfélaginu í góðæri, þegar hagvöxtur var mikill, en á sama tíma með miklum fjárlagahalla. Almenni- legur hagvöxtur, stækkun kökunnar, næst ekki nema fjár- lagahallanum sé fyrst eytt. Það er eina vonin til þess að vextir geti lækkað en lágir vextir eru mesta vítamínsprauta hvers atvinnulífs sem og lágir skattar. Hvernig ætla þeir að lækka skatta á fólk og fyrirtæki nema þeir hafi fyrst eytt fjárlagahallanum með niðurskurði í ríkisútgjöldum? Hvernig ætla þeir að lækka skatta þegar þeir hafa veðsett framtíðarskatttekjur með himinhárri skuldasöfnun ríkissjóðs? Og hvernig ætla sömu menn, og bera ábyrgð á rányrkju á fiskimiðunum, að fjölga fiskunum í sjónum? Fyrir kosningar tala stjórnmálamenn um að hækka þurfi almenn laun á vinnumarkaði á sama tíma og þeir vilja út- rýma atvinnuleysi. Þetta hljómar fallega. En þeir vita bet- ur, þeir vita að þetta fer ekki saman. Kjósendur ættu að hafa það hugfast að gleypa ekki við öllu því sem stjórnmálamenn í kosningaham þylja upp fyrir kosningar. Það er fólksins og fyrirtækjanna að finna út hvar tækifærin liggja í viðskiptum. Það eru þau sem skapa vöxt- inn í þjóðfélaginu, laða fram hagvöxtinn með hyggjuviti sínu. Stjórnmálamenn ættu fyrst og fremst að einbeita sér að einni lagasetningu á komandi þingi; að skera upp ríkis- útgjöldin og afgreiða hallalaus fjárlög. Það væri talandi tákn um lítið magn lagasetninga en mikil gæði. Þá væri hægt að hrópa húrra — og jafnvel hækka laun þingmanna. ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál — 56. árgangur RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir — L J ÓSMYND ARAR: Hreinn Hreinsson, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Fróði hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 812300, Auglýsingasími 875380 — RITSTJÓRN: Bfldshöfði 18, sími 875380 — STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson — AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson — FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir — ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl. eða 579 kr. á blað. — 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með greiðslukorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. — SETNING, GRAFÍK, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. - Edda prentstofa hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. — Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.