Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						V1SIR . Langardagur 28. febrúár 1970.
(^Mpð étíiótutitim
Umsjón: Benedikt Viggósson:
'•I  f. t.....*
//!
ordómar og vill
aðaskrif"
anoi
— seg/'a Obmenn um þá fullyroingu oð jbe/>
gef/ efcftf spilab dansmús'ik
Hljómsveitin Óðmenn.
ijörgvin verðlaunaður fyrir
metsöluplötu ársins 1969
í sl. viku var Björgvin Hall-
dórssyni aifhentur silfurbikar,
hinn mesti kjörgripur og að
sjálfsögðu greyptur nafni Björg-
vins.
Það voru forráðamenn Tóna-
útgáfunnar sf., Pálmi Stefáns-
son og Jón Ármannsson, sem
veittu Björgvin bikarinn í heið-
ursskyni fyrir mest seldu hljóm-
plötuna af þeim, sem útgáfan
sendi frá sér á sl. ári, og eins
og lesendur renna e.t.v. grun í,
er hér um að ræða plötuna með
fögunum vinsælu: „1 drauma-
Jandi" og „Þó líði ár og öld .."
Þessi margumtalað plata seldist
í 3500 eintökum og var söluhæst
allra íslenzkra hljómplatna 1969.
- Ég er ákaflega þakklátur
Tónaútgáfunni. sagði Björgvin,
og um leið vil ég nota tækifær-
ið og þakka öllum þeim, sem
stuðluðu aö þessu með þvi að
kaupa plötuna, þeim á ég mest
að þakka.
Pálmi og Jón sögðu, að svona
verölaunaveiting væri nýbreytni
hjá útgáfunni, en ætlunin væri
að heiðra framvegis á hverju ári
þá aðila, sem ættu allan veg og
vanda af mest seldu hljómplöt-
unni hjá Tónaútgálfunni.
Eins og kunnugt er var um-
rædd plata með Björgvin út-
nefnd sem vandaðasta 45 snún-
inga hljómplatan 1969 af hljóm-
plötugagnrýnendum dagblað-
anna. Svo hér virðast fara saman
vinsældir og gæöi.
Á blues kvöldinu sl. þriðjudag
komu Óðmenn fram í fyrsta sinn
í Reykjavík eftir þær breyting-
ar, sem orðið hafa á hljómsveit-
inni, en sem kunnugt er hefur
Reynir Harðarson tekið sæti
Ólafs Garöarssonar við tromm-
urnar.
Er Óðmenn höfðu lokið Ieik
sínum, sem var ágætlega tekið
af viðstöddum, rabbaði ég stutt-
lega við þá.
—   Koma trommuleikara-
skiptin til með að hafa einhver
áhrif á stefnu hljómsveitarinnar?
— Ekki stefnuna, svarar Finn-
ur, við munum eiftir sem áður
túlka þá músík, sem okkur
finnst hafa mest sköpunargildi.
Við munum taka meira tillit
hvor til annars og stefnum að
þvf að mynda eina samtaka
heild, áður hugsaði hver og einn
meira um sjálfan sig.
—  Þið tókuö Cream mjög til
fyrirmyndar.
.— Það má eiginlega segja
það að viö höfum æft okkur á
Cream, segir Jóhann. Óli féll
mjög vel inn í þaö, sem við vor-
um að gera þá, en Reynir fellur
enn betur inn í þaö, sem við
glímum við núna. Það er ekki
ætlunin að taka neina hljóm-
sveit til algerrar fyrirmyndar,
heldur reyna að skapa okkar
eigin persónulega stíl. Við hðf-
um Jíka fullan hug á því að hafa
verulegan hluta af þvf, sem við
flytjum, frumsamið.
—  Því hefur verið haldið
f ram, að Óömenn geti ekki spilað
dansmúsík?
—  Þetta er fyrst og fremst
sprottið af fordómum. segir
Finnur, og blaðaskrif hafa mörg
hver ýtt undir þennan hugsunar-
hátt. Við teljum okkur spila
mjög aðgengilega dansmúsik,
og þeir, sem eru í vafa um það,
eru beðnir aö hringja í umboðs-
manninn okkar, síminn hjá hon-
um er 2-58-55.
Starfsfólkið var nú fariö að
tvístíga í kringum okkur, enda
klukkan orðin vel yfir eitt, ég
sló því botninn í þetta og óskaði
piltunum góös gengis.
^Okkar einasta Ijóð''
Það virðist ekki á færi allra
poþhljóm'listarmanna að semja
lög, og það heyrir til algerrar
undantekningar, ef textahöfund-
irr er innan Mjómsveitarinnar.
Yfirleitt er leitað á náðir góð-
kunnra hagyrðinga, þegar hljóm-
plata er fyrirhuguð, og jafnvel
á þeim vígstöðvum virðast
menn komnir í efnisþrot.
• „Ástin ein, ástin hrein, Jiún
læknar öll mein, er okkar ein-
asta Ijóö .." syngja Roof Tops
í titillaginu á nýutkominni
hljómplötu, og það er orð að
sönnu, því þetta ljóð Ómars
Ragnarssonar er það eina á
plöWnni, sem ort er á Islenzku.
Við síðara lagið er notazt við
frumtextann, sem er á ensku
eftir Donovan og nefnist „La-
lena", lagið er einnig eftir hann.
Það er ákaflega hvimleitt og
vart til eftirbreytni að syngja á
erlendu máli inn á hljómplötu,
sem er ætluð fyrir íslenzkan
markað.
Hins vegar er því ekki að
neita, að þetta er áheyrilegri
hlið plötunnar, þrátt fyrir þenn-
an sjæma galla.
Söngurinn er virkilega góður,
og allur annar flutningur er
hinn þokkalegasti, en platan í
heild er ekki sú, sem ég taldi
mig eiga von á, eftir að hafa
hlustað á fyrstu plötu Roof
tops.
Jón Ármannsson afhendír Björgvin Halldórssyni silfurbikartnn fyrir söluhæstu plötuna.
i. ".V^-

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16